Morgunblaðið - 27.01.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 27.01.1963, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 27. janöar 1963 Austrœsiu togararnir stunda ekki veiðar ef þeir þurfa að faka vafn hér MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því á fimmtudag, eins og reyndar áður hefur ver- ið gert, að mönnum þyki kynlegar siglingar austur- þýzkra og pólskra togara hér við land, einkum hinna fyrrnefndu, þar sem þess hefur aldrei orðið vart á nokkurn hátt, að þeir stundi fiskveiðar. Virðast skip þessi varla einu sinni búin út til veiða, þótt stundum séu einhverjir veiðarfærahlut- ar ofan þilja. — Forstjóri Landhelgisgæzlunnar stað- festi það í viðtali við Morgunblaðið, að pólskir og austur-þýzkir togarar komi oft til Reykjavíkur til þess að taka vatn, en hins vegar hafi skip- stjórar Landhelgisgæzl- unnar „ekki orðið varir við þau að veiðum hér við land, hafi aldrei séð þau bleyta vörpu í sjó“. Þjóðviljanum rann auðvitað blóðið til skyldunnar, þega-r Mbl. skýrði frá þessu, og á föstudag er næstum aliri bak síðunni varið til að afsaka ferðir austantjaldstogaranna, og er þá stundum seilzt langt til raka, eins og þessi setning ber t.d. góðan vott um: „9vo er á það að líta, að óvíða faest betra neyzluvatn en hér“. Segir Þjóðviljinn, að skip- þessi komi til Reykjavíkur til þess að taka vatn, og eðli legt sé, að ekkert beri vott um fiskirí, hvorki afli um borð né veiðarfæri notuð, því að þau sigli beint frá höfnum í A-Þýzkalandi og Póllandi til vatnstöku hér, áðux en hald- ið er á Grænlandsmið. Á leið inni frá meginlandinu og hing að eyðist vatn, og það verði " skipin að bæta sér upp hér. Sé það rétt, að togarar þessir þurfi að koma hér við til vatnstöku á leið til miða, þá er það enn ein sönnun þess, að þessir tog- arar eru ekki ætlaðir til úthafsveiða, og erindi þeirra í Norðurhöf er eitt- hvað annað en fiskveiðar. Hér er því ekki um venju- lega togara að ræða. Allir úthafstogarar eru byggðir ' með það fyrir augum að leggja út frá heimahöfn sinni og fara beint á veiðar, án þess að þurfa að tefja sig á vatns- töku erlendis. — Hvorki brezkir, belgískir, hollenzk ir franskir né v-þýzkir togarar leita nokkru sinni — Jólapósturinn Framh. af bls. 24. ist til. Stóryrði Velvakanda hafa því ekki átt við 1 þetta skipti. Jón óskaði einnig eftir því að geta þess, að börn væru Oft að leik í næsta nágrenni Lækjarbakka, ekki sízt nú fyrir jólin, þegar þau héldu brennu þar í námunda við húsið. Hefði fjöldi barna ver- ið að safna brenni þar allt í kring. hafnar hér af þessum or- sökum. Um vatnstöku er vitanlega aldrei að ræða, nema í einhverjum sér- stökum tilvikum, sem ekki hefur verið gert ráð fyrir. Þess má geta, að austur- þýzku togararnir, sem hingað koma, eru diesel-togarar, og skýtur það mjög skökku við, ef þeir þurfa á vatni að halda eftir siglingu frá meginland- inu, því að ekkert vatn þarf á vélina. Skýring Þjóðviljans, að þeir séu að lengja úthaldið með því að taka vatn hér, /er svo barnaleg, að engu tali tekur. Hkkert útihafsveiðiskip er þannig byggt, að það þurfi að leita hafnar og birgja sig upp í ekki lengri veiðiför. Veiði tíminn miðast við fiskinn, en ekki vatnið. Fiskurinn má ekki vera eldri en 16—17 daga gamall, þegar hann kemur á markaðinn, og það skip er ekki byggt til úthafsveiða, er ekki getur haldið úti ríflega þann tíma, án þess að þurfa að taka vatn. Ekki má gleyma kostnaðin un yið það að taka krók á sig hingað til vatnstöku. Sé það rétt, að skipin séu að fara á veiðar, hlýtur það að vera gífurlegur kostnaðarauki að fara fyrst inn til Reykjavík- ur til þess að fullnægja vatns þörfinni. Nægir hér að minna á ©líueyðslu, hafnargjödd, vatnsgjöld og annan kostnað, auk tímatapsins, sem er hér aðalatriðið. Úthaldskostnaður togara nemur mörgum tugura þúsunda króna dag hvern. Það er alveg nýtt í útgerðar- sögu togaranna, að túrinn sé lengdur með því að liggja í höfnum og taka vatn, sem eins mátti hafa með sér að heim- an. Hlýtur vatnslítirinn að verða dýr með þessu móti. Aðalatriði þessa rr.ils er sem sagt, að sé raunveruleg þörf á því fyrir þessi skip að taka vatn, áður en veiðar hefjast, þá er hér ekki um venjulega togara að ræða. Togarinn Mansfeld frá Rost ock ,sem Þjóðviljinn gerir sérstaklega að umræð'uetfni, kom nú reyndar ekki hingað eingöngu til þess að taka vatn ■heldur vegna þess að hatnn var með ónýta vél. Var bún nýuppgerð, en handónýt, og sögðu Austur-Þjóðverjar, að þeir kæmu beint að heiman (ekkert benti til þess að þeir hefðu stundað veiðar) og færu beint heim aftur. „Þjóðviljinn" birtir mynd af bv. Pétri Halldórssyni, af því að hann hefur 2 ratsjár, eins og „togararnir" að aust- an. Það er rétt, gamla ratsjá- in, sem kom með togaranum í upphafi, er enn uppi, en ný og langdræg hefur verið tek- in í notkun. Gangandi maður rir bifreið En hver er þá skýringin á þessum undarlegu vatnstöku- ferðum hingað? Hvernig stend ur á því, að austurtjaldstog- arar þurfa að sækja hingað vatn og vistir, ef þeir hafa verið í venjulegri veiðiferð? Er hún ekki sú, að þeir hafi ekki verið í sMkri ferð, held- ur í annarlegum erindagerð- um á hafinu umhverfis ís- land, snuddi eins lengi og þeir telja sér fært, en leiti síðan hingað, þegar þeir eru þrotnir af vistum og fái vist- ir til heimferðarinnar? Þeir geta auðvitað ekki látið uppi, að þeir fari tómir heim, án þess að hafa bleytt trollið, og því er sagt, að þeir séu á leið til veiða. En þá kemur að því, sem fyrr segir, að harla ótrúlegt má heita, að þeir séu svo frábrugðnir öðr- um togurum, að þeir neyðist , til að birgja sig upp á leiðinni til miða, þegar lagt er upp í venjulega veiðiferð. i Það er vitað fyrir löngu, að bæði sovézk, austur-þýzk .?■ og pólsk skip stunda njósnir á höfunum, jafnvel uppi í landsteinum við Bretland og Bandarikin. Hér hafa skip frá kommúnistaríkjunum * hvað eftir annað verið staðin ■, að annarlegu snuddi í nám- unda við ratsjárstöðvarnar, eins og í öðrum löndum. Mik il áherzla er og á það lögð að : kortleggja sjávarbotninn sem • nákvæmast með tilliti til kaf bátahernaðar, enda er vitað, að á sovézkum skipum t.d. eru furðuleg nákvæm sjókort af hafinu umhverfis ísland. Það þarf því alls ekki að koma flatt upp á neinn, þótt aust- antjaldsskip geri sér tíðförult í kringum landið, því að það er aðeins í samræmi við það, sem annars staðar hefur gerzt. Áhafnir þessara skipa eru undarlega mannfælnar við landsmenn, einkum frétta- menn. Þó fengu blaðamenn Þjóðviljans einu sinni smá- samtal við yfirmenn sovézkra skipa, sem hingað komu, með an blaðamönnum annarra blaða var str-anglega bannað ur aðgangur, en annars snúa yfirmenn þessara skipa oftast baki í þá, sem vilja taka þá tali. Eina skiptið, sem vitað er til þess að á.höfn á sovézku skipi hafi sótzt eftir samskiptum við fslendinga að fyrra bragði var ekki alls fyrir löngu, þeg ar sovézkir sjómenn og komm issarar tældu tvær telpur und ir fermingaraldri, 12 og 13 ára, út í skip sitt að kvöld- lagi hér í Reykjavíkurhöfn. Lögreglan sótti telpurnar út í skipið um nóttina, enda áttu sér þarna stað harla óeðlileg vináttutengsl fjölmennrar skipshafnar og tveggja barna. Af einhverjum ástæðum láðist Þjóðviljanum að geta þessara sérstæðu menningarsam- skipta. íy SLYS varð kl. 1.45 í fyrrinótt á Hafnarfj arðarveginum við Engi- dal. Þar varð gangandi maður fyrir fólksbifreið. Maðurinn var fluttur í Slysa- varðstofuna og síðar í Landa- kotsspítala. Hann mun vera fót- brotinn og hlotið fleiri meiðsli. * .... . :■■:.■ ■■■■ ■' Ak ... - ! . ■ ■. ....... Brim á Askoran lil Strandamonno EINS OG kunnugt er af frétt- um og orðsendingum frá Rauða Krossi íslands í dagblöðunum urðu tvær fjölskyldur á Hólma- vík fyrir tilfinnanlegu tjóni í húsbruna fyrir nokkru, Stjórn Átthagafélags Stranda- manna vill hér með beina þeim tilmælum til Strandamanna bú- settra í Reykjavík og nágrenni, svo og annarra góðra borgára, að hlaupa undir bagga hjá hinu bág stadda fólki með einhverjum fjárframlögum. Fjársöfnunarlistar liggja frammi hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Laugavegi 45 og á afgreiðslum Morgunblaðsins, Tímans og Þjóð viljans. Tekið verður á móti framlögum til 9. febrúar n. k. Upplestrarfundur í DAG kl. 15. hefst upplestrar- fundur Rithöfundafélags íslands í Glaumbæ, niðri. Skúlagötu I BRIMINU í fyrrinótt skófl- aði sjórinn með sér möl og leðju upp á Skúlagötu og var hún illfær um morguninn. Þar sem Grandagarður hefst og á götuna, sem liggur þar með sjónum, kastaði brimið upp stórum grjóthnullungum, möl og leðju. Myndina tók Sv.Þ. um kl. 7 á föstudagsmorgun og sézt hvernig umhorfs var fyrir framan fiskiðjuver BÚR við Grandagarð eftir brimið um nóttina. Leiðrétting í GÆR gat Morgunblaðið nafna nokkurra þeirra manna, sem stóðu fyrir ólátum á Dagsbrún- arfundi. Meðal þeirra var nafn Eggerts Konráðssonar. Mun það vera á misskilningi byggt, að Eggert hafi verið meðal óláta- seggja á þessum fundi. Lára Ólafsdóttir Kveðja — Polaris Framh. af bls. 1 Sagði hann, að það myndi styrkja varnir bandalagsins. Fanfani endurtók í ræðu sinni, að ítalir væru samþykkir því, að Bretar fengju aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Forsætisráð- herrann gagnrýndi ýmis atriði samningsins, sem de Gaulle, Frakklandsforseti og Adenauer, kanzlari V-Þýzkalands undirrit- uðu í París í vikuoni. Hin tíðu slys á landi voru eru eitt af stærri vandamálum þjóð- arinnar, sem fylgieiginleikar tækni, og " hraða. Vegfarendur verða að hafa miklar og góðar gætur á hverju fótmáli, ekki sízt litlu borgararnir blessuð börnin. Ekki eru margir dagar liðnir (21. þ.m.) er enn eitt bifreiðarslysið varð, og þá í Hafnarfirði. Sex ára gömul telpa, Lára Ólafsdóttir, varð fyrir bif- reið og béið bana. Lára litla var dóttir hjónanna Fanneyjar Magnúsdóttur frá Neskaupstað og Ólafs Brands- sonar úr Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi, en þau hafa átt heima í Hafnarfirði átta síðustu árin. í ástsælu hjónabandi, sem er auð- ugt af mannkostum hafa þau eignazt þrjú börn, og var Lára yngst. Um þriggja ára skeið hefi ég verið tíður gestur á heimili Láru litlu, þar sem ég og faðir hennar höfum átt sama áhugamál, og fundum okkar borið saman þar í návist barnanna. Lára litla var mjög hugljúft barn, starfsöm í leik og hug- myndarík, — og var glögg á verkefni þau, sem hún undi við í barnslegri gleði. Mörg börn vildu vera félagar hennar, vegna þess að Lára var í sakleysi sínu elskulegt barn, sem á vann sér traust hjá félögum sínum. Nú hefur hún fullnað skeiðið og lokið jarðvist sinni hér, feng- ið annað hlutverk og æðra á nýrri þroskabraut, og er nú kom- in í himneska englasveit. Hún lifði hér í heiðríkju lífs- ins í móðurörmum, á föður kné og skapaði. birtu og yl á heimili sínu. Jesús sagði: Leyfið börnun- um að koma til mín og bannið þeim það ekki. Hinn mikli barna vinur mannkynsins hefur opnað himihs hlið og tekið á mótl Láru litlu. Þangað kemur hún með óflekkaða sál og hreint hjarta, nýtur þar hinnar sönnu birtu í dýrðarsölum. Ég votta foreldrum Láru og systkinum mína fyllstu samúð og er sannfærður um, að sá, sem öllu ræður græðir sár, líknar í nauðum og miðlar af sinm miklu náð á sorgarstund. Ég kveð þig Lára litla, blessuð sé minning þín. Guðm. Guðgeirsson hárskern

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.