Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 10
10
MORGVTSBLÁÐ1Ð
Sunnu'dagur 27. janúar 1963
„Hefurðu farið austur?"
„Hvert austur?“
„Austur í ísólfsskála.“
„Já, auðvitað hef ég farið
þangað.“
„Nei, ég á við — hefurðu
séð nýja húsið hans Páls?“
„Það get ég varla sagt.“
„Þá ættirðu að skreppa
austur, þú sérð ekki eftir því.“
„Já, ég hef heyrt mikið lát-
ið af húsinu."
„Það er stórkostlegt og
markar tímamót. Svona á að
byggja upp sveitirnar.“
Eitthvað á þessa leið var
samtal, sem ég átti í vetur-
byrjun við góðan smekkmann
á listir. >að ýtti við mér að
skreppa austur og skrifa um
gripinn. En ég hafði það ekki
í hendi mér, svo ég greip
Hlaðni veggurinn við arininn og stofuhornið.
í ÍSÓLFSSKÁLA
fyrsta tækifæri sem gafst til
að spyrja Pál, hvort ég mætti
taka hús á honum. Páll er
kurteis maður og sagði: „Þú
ert alltaf velkominn. Þú veizt
hver teiknaði húsið, það gerði
Gunnar Hansson,“ bætti hann
við. „Hann er dásamlegur,"
sagði frú Sigrún. „Svona
svona,“ sagði Páll og leit á
konu sína. „Gunnar teiknaði
kirkju Óháða fríkirkjusafn-
aðarins," sagði ég, „það er
mér nóg. En hvenær farið
þið austur?" „Einhvern tíma
á næstunni," sagði Páll. „Þið
hóið þá í mig“. „Ég ætla
fyrst að tala við Gunn-
ar Hansson," sagði Páll, „hann
verður að koma með.“ „Auð-
vitað,“ sagði ég. „Ég gæti
ekki verið ánægðari með hús-
■ið, þó ég hefði teiknað það
sjálf,“ sagði frúin, „mér líð-
ur svo vel þar. Ég vildi helzt
alltaf vera fyrir austan."
„Húsið er sinfónía," sagði
Páll. „Þið hóið þá í mig,“
sagði ég og kvaddi.
Og það var fastmælum
bundið.
Svo leið mánuður og borg-
in varð hvít af snjó og ljós-
um. Og það voru komin
heimsumból í auglýsingar
blaðanna. Þegar ég hitti Pál,
sagði hann. „Nú er mikið að
gera,“ — og var rokinn út í
buskann áður en ég vissi af.
Svona alvarlega hefur Ólafur
Tryggvason tekið sitt hlut-
verk, þegar hann einsetti sér
að kristna Noreg fyrir dóms-
dag, hugsaði ég.
Svo kom nýárið og skugg-
ar fjallanna voru ekki léng-
ur langir og mjóir af lág-
- skriði sólar, heldur tóku þeir
að styttast í réttu hlutfalli við
boðskap jólanna um hækk-
andi sól. Þá hitti ég Pál ís-
ólfsson einn góðan veðurdag
niður á Skúlagötu. „Hvert ert
þú að fara?“ spurði ég, „ég
hélt þú mættir ekki vera að
öðru en messa á orgel.“ „Það
veitir ekki af,“ sagði hann,
skotraði augum tilNýborgar og
bætti við: „Ég er auðvitað að
fara upp í útvarp.“ „Þú ert
hálfþreytulegur," sagði ég.
„Finnst þér það?“ sagði hann
og varð ennþá þreytulegri,
allt að því mæðulegur, svo ég
flýtti mér að bæta við: „Ekki
til lýta, nei það ertu ekki.“
Þá glaðnaði heldur yfir hon-
um. Hann sagði: „Þessir síð-
ustu og verstu tímar eru al-
veg að drepa mann.“ „Fólk
fþr enn í kirkju,“ sagði ég.
„Eins lítið og það kemst af
með,“ sagði Páll, „helzt á há-
tíðum. Ég segi þetta ekki
vegna þess ég sé á móti kirkj-
unum síður en svo. Og þú
mátt ekki láta nokkurn lifandi
mann heyra þetta eftir mér.
Guðmundur Ólafsson, móður-
bróðir Ólafs Helgasonar,
læknis, stundaði í gamla daga
sjó frá Stokkseyri. Ég hitti
hann ekki alls fyrir löngu.
Hann er góður karl og
skemmtilegur, 88 ára gamall,
þú ættir að hitta hann. Hann
sagði mér frá Guðmundi á
Háeyri. Þá rifjaðist upp fyrir
mér það sem ég hafði heyrt
um Þorleif tengdaföður hans
og kirkjuna. Hann fór oft í
kirkju. Einhvern tíma var
hann að því spurður, hvort
hann væri virkilega svona trú
aður. „Nei, það held ég ekki“,
svaraði hann. „En hvers
vegna ferðu þá svona oft í
kirkju?“ „Mér þykir það
vissara.“ Ætli þetta eigi ekki
við um marga. Kirkjan er
máttarstoð í þessum syndum
spillta heimi. Þú ættir að fara
oftar í kirkju, eins og tímarn-
ir eru. Og senda blaðamenn-
ina í kirkju hvern sunnudag,
það gæti orðið til þess að
Mogginn skánaði. En hvað er
að frétta?“ „Ekkert,“ sagði
ég. „Þú segir fréttir,“ sagði
Páll, leit á klukkuna og bætti
við í ofboði. „En ég verð að
komast yfir götuna." „Vertu
þá blessaður,“ sagði ég. „En
hvenær eigum við að fara
austur?-“ „Ég læt þig vita,“
sagði Páll.
Klukkuna vantaði þrjár
mínútur í sex.
Þegar skammt lifði jóla,
'hringdi Páll til mín og sagðist
hafa talað við Gunnar Hans-
son. Hann væri tilkippilegur
að koma austur. Við afréðum
dag. „Þið verðið þá að koma,“
sagði Páll. ,Auðvitað komum
við,“ sagði ég. „Maður veit
það áldrei," sagði hann og
andvarpaði. „Það er svo stop-
ult að treysta því, sem fólk
segir, og ekki ert þú barn-
anná beztur.“ „Það er í mína
þágu,“ sagði ég. „Þá er
kannski einhver von til þess
þú látið okkur ekki bíða eftir
þér í viku,“ sagði Páll. „En
ég held ekki þú sjáir eftir að
koma. Ég er , svo ánægður
með ísólfsskála að mér finnst
ég aldrei hafa komið í hús
fyrr.“ „Þú ætlar kannski að
eyða ellinni fyrir austan?"
„O, ætli maður þurfi að hugsa
um það “
Það var sunnudagur 20.
janúar, um miðaftansleytið.
Við sátum í skálanum og
hlustuðum á snarkið í arnin-
um. Föl birta frá eldinum
flökti á hlöðnum steinveggn-
um og teygði sig upp í þver-
bitana undir þakinu. Skamm-
vinnur er þessi eldur, hugsaði
ég. Eins og líf okkar. Og þó
hefur hann eitt fram yfir það:
að hægt er að halda honum
við og láta hann ekki deyja,
fyrr en manni þóknast. Það
bætir enginn á okkar eld,
þegar snarkið er tekið að
minnka og loginn ekki annað
orðinn en glóð, sem er farin
að fölskvast. „Úr hverju er
húsið byggt?“ spurði ég og
reyndi að setja upp húsa-
meistarasvip. „Veggurinn við
eldstóna er hlaðinn úr grjóti
héðan úr fjörunni," sagði
arkitektinn. „Þeir kunna að
hlaða steinveggi á Stokkseyri.
Hefurðu séð sjógarðinn hér
fyrir vestan?" „Já, ég hafði
tekið eftir honum.“ „Það
kunna ekki allir að fara með
grjót,“ skaut Páll inn i. „Ég
hafði vegginn í huga, þegar
ég teiknaði húsið,“ sagði
Gunnar. „En hvað réð útliti
þess?“ spurði ég. Gunnar vildi
lítið um það tala en leyfði
mér þó að hafa eftir sér
þessa setningu: „Ég vildi und-
irstrika það horisontala í
landslaginu, víðáttuna." Svo
náði hlédrægnin aftur tökum
á honum og það mesta sem
hann fékkst. til - að segja um
húsið eftir þetta var þessi yf-
irlýsing: naglarnir eru gal-
vaniseraður norskur skipa-
saumur. ,Það var Galvaning
sem fyrstur framleiddi þessa
nagla,“ sagði Páll og brosti
með efraandlitinu. „Orðið er
myndað eins 'og þegar talað
er um að mjólk sé pastöriser-
uð með aðferð Pasteurs
gamla“. Gunnari var nóg boð-
ið. Hann sagði: ,Helgi Sig-
urðsson eg Gísli Gíslason
hlóðu veggina." „Þetta hraun-
grýti kom upp fyrir norðan
Heklu“, sagði Páll, „en við
tíndum það í fjörunni'. Iáttu
á steinana í kringum arininn.
Þarna er Egill Skallagríms-
son með hjálm og alvæpni og
mynd af Hallgrími Péturs-
syni í prédikunarstólnum."
„Ekki veitir nú af,“ sagði ég.
Þá varð eins konar þögb.
Svo héldu hnippingar áfram.
„Eigum við ekki að fá
kaffi?“ spurði Páll. „Af sterk-
ara taginu.“ Frú Sigrún kom
inn með flösku og hellti í
hjá öllum nema Páli. „Hvað
er þetta? Þú mátt ekki skrúfa
tappann í strax,“ sagði hann.
„Ó fyrirgefðu," sagði frúin.
„Þetta bý ég nú við,“ sagði
Páll og dæsti, hellti svo í
glasið sitt. „Hafa þeir róið
undanfarið?" spurði Gunnar.
„Nei, það hefur verið ókyrrt
á sjónum og frátök." „En
samt ekki mikið brim,“ sagði
ég, hreykinn eins og barn
sem er nýbúið að læra að
lesa. „Ekki eins og í nóvem-
ber,“ sagði Páll, „þá hefðuð
þið átt að sjá brimið. Það var
bakkaflóð og sjórinn flæddi
upp á grös, og hundaþúfan
var í hættu.“
Ég skoðaði húsið. Það er
fallegt og mjög vandað. „Þetta
hús hefur stækkað ísland,"
sagði ég út I myrkrið við
sjálfan mig, en upphátt: „Hví
skyldi vera svona mikið
myrkur?“ „Spurðu tunglið,"
sagði Páll. „íslenzkt myrkur
er óþolandi án tunglsbirtu."
Mér datt í hug saga sem ég
hafið einhvern tíma heyrt um
Eggert Stefánsson. Hún á að
hafa gerzt fyrir mörgum ár-
um. Þá hafði nýlega verið
sett upp skilti við aðaldyr Al-
þingishússins, sem á stóð: Að-
eins fyrir alþingismenn, starfs
fólk Alþingis og fulltrúa er-
lendra ríkja. Eggert átti eitt
sinn sem oftar erindi í Al-
þingishúsið og gekk auðvitað
um aðaldyrnar. Þegar hann
er á leiðinni inn, mætir hann
Hermanni Jónassyni, sem lít-
ur á hann og segir: „Heyrðu
Eggert, þú gengur um þessar
dyr.“ „Já, auðvitað," svaraði
Eggert, með stolti þess manns
sem hefur fengið ísland í
tannfé. „En hefurðu ev’;i séð
hvað stendur á s..il:inu
þarna?“ spyr Hermann. „Jú,
ég hef séð það,“ svarar Egg-
ert. „En ekki ert þú alþingis-
maður, starfsmaður Alþingis
eða fulltrúi erlendra ríkja,“
segir Hermann í spaugi. Þá
svarar Eggert, um leið og
hann heldur förinni óhikað
inn í þinghúsið. „Ég er full-
trúi listarinnar, og hún er er-
lent ríki á íslandi." — Og
einhvern veginn rifjuðust
einnig upp fyrir mér viðtök-
urnar, sem ljósmyndarinn
hafði fengið í plássinu, þegar
hann kom austur. „Hvar er
húsið hans Páls?“ spurði
hann. „Páls?“ „Já, hans Páls
ísólfssonar.“ „Æ, hans Páls
okkar. Heyrðu góði, haltu
bara áfram austur plássið
og þá sérðu bölvaðan kumb-
alda með flaggstöng, þú get-
ur ekki farið á mis við hann“.
Og eftir lýsingunni fann
ljósmyndarinn ísólfsskála.
Hann stendur á sama stað og
gamli skálinn. Vinnuherbergi
Páls, sem er vestast í húsinu,
er byggt yfir gömlu rústirn-
ar. „Á þessum stað sá ég
völvuna í gamla daga,“ sagði
Páll. „Þú manst ég sagði þér
frá henni í Hundaþúfunni.**
Ég þóttist muna það. „Ætli
hún hafi ekki verið að spá
því fyrir mér, hvernig fara
mundi urh ísólfsskála: að
gamla húsið mundi brenna
og nýi skálinn rísa upp á
sama stað, hver veit?“
Þegar ég kom heim, glugg-
aði ég ^.Hundaþúfuna og rifj-
aði upþ fyrir mér, hvernig
fundum Páls og völvunar bar
saman. Þar stendur:
„Við vorum eitt sinn sem
oftar í skipaleik á bökkunum,
settum segl á hjólbörur og
sigldum um sandbakkana. Það
var tekið að rökkva og ég var
orðinn viðskila við hina
krakkaria. Allt í einu veit ég
ekki fyrr en gömul kerling
kemur í humátt á eftir mér
út úr myrkrinu og staðnæm-
ist hjá mér. Mér bregður,
eins og vonlegt var, og hætti
leiknum, en þá gengur kerl-
ing beint til min, tekur hönd
mína, les í lófa minn og taut-
ar eitthvað fyrir munni sér og
heldur síðan hrókaræðu yfir
mér, en ég horfði lamaður á
hana, hræddur og ruglaður og
í leiðslu og það er ekki fyrr
en kerling er horfin jafn-
snögglega og hún hafði birzt,
að ég ranka við mér. Þá stend
ég einn og ráðvilltur í myrkr-
inu og veit hvorki í þennan
heim né annan og man ekk-
ert af því sem kerling hafði
tautað, en þykist þess full-
viss, að hún hafi þulið mér
spá sína um framtíð mína.
Síðan hef ég ekki gengið í
grafgötur um, að kerling hafi
völva verið og ekkert annað.“
Þegar ég las þessar línur,
rifjaðist líka uj > fyrir' mér
síðasta nóttin, sem ég svaf í
gamla ísólfsskála. Ég lá á
dívan í lítilli vinnustofu Páls
vestast í húsinu, en einhvern
veginn tókst mér ekki að
festa blund fram eftir nóttu,
og ef mér rann í brjóst, vakn-
aði ég strax upp aftur, al-
tekinn einhverri undarlegri
vanlíðan, sem ég hafði ekki
áður þekkt. Mér fannst hús-
ið vera að brenna og ég sá
logana og skildi ekkert i
þessari ímyndunarveiki, en
reyndi að sofna aftur, þá var
Framhald á bls, 15.
Hn* Sa<jt