Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður JfttMftM áO Argangur 43. tbl. — Fimmtudagur 21. febrúar 1963 Frentsmiðja MorgunMaðsIns ússar vilja gri sáttmála nú — en Bandarlkjamenn teíja skyn- samlegra crð stöbva strax tilraunir með kjarnorkuvopn II Morgunblaðið skýrði frá því j i á laugardag að mikil vinátta I hafi virzt ríkja miL'*. sendi- ( herra I-iínn og Krúsjeffs for- ' sætisráðherra í veizlu, sem, haldin var í Moskvu til heið- urs Savangs Vatthana kon- ungrs Laos. Var meðfylgjandi I mynd tekin við það tækifæri, | og sýnir hún þá Krúsjeff og _ Pan Tzu-li sendiherra. Krús- ' Sjeff sagði við blaðamenn í I veizlunni: „Ég lofa ykkur því að þegar við köstum síðustu I rekunni á gröf auðvaldsstefn-' í unnar, munum við kasta henni I I sameiginlega með Kína." Jacob Gadc látinn — samdi „Jalousie" Kaupmannah., 20 feb. NTB DANSKA tónskáldið Jacob Gade, sem kunnastur er fyrir lagið „Jalousie", lézt hér í dag, 83 ára að aldri. Hann hafði legið í sjúkrahúsi um nokkra vikna skeið. Gade var sonur hljóðfæra- sala í Vejle. Heimskunnur varð hann 1920, er hann samdi áðurnefndan tango, sem hefur notið vinsælda óslitið þann tíma, er síðan er liðinn Gade var um tíma forstjóri Nörrebro-leikhússins. Undan- farna tvo áratugi lifði hann kyrrlátu lífi og kom lítt við sögu á opinberum vettvangi. Genf, 20. febrúar — AP-NTB WILLIAM C Foster, aðalfull- trúi Bandaríkjanna á afvopn unarráðstefnunni í Genf, lýsti því yfir í dag, að Bandaríkin væru reiðubúin að ganga til samninga um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn, þannig, að báð'r aðilar létu ezki flug ur tíþekkt kjamorkuvopn Þotur af hraofleygustu gerð verba búnar jbví London, 20. febrúar — (AP-NTB) — BREZKA stjómin lét í dag birta „Hvíta bók" um áætlanir á sviði hermála. Kemur þar fram, að þrátt fyrir, að Bretar fái ekki „Skybolf'-eldflaugar frá Bandaríkjamönnum, þá verður brezki flugherinn, BAF, þungamiðja hermáttar Breta á komandi árum, eða allt ffam til 1968. Uniiiö er nú að því að fullkomna nýtt kjarnorkuvopn, leynívopn, sem er mun öflugra og hættulegra en önnur vopn brezka flug- hersins, þar með taldar „Blue-SteeI"-eldflaugarnar, sem borið geta kjarnorkuvopn. Er hér um eldflaug að ræða. Vopninu hefur ekki verið gefið nafn, né heldur liggja fyrir neinar lýsingar á þvi. Ljóst er hins vegar, að það er ætlað orustu- og sprengjuþotum af hraðfleygustu gerð, sem flogið geta nær jörðu niðri, og þannig að mestu eða öllu leyti komizt hjá ra'dar- stöðvum, sem fylgjast eiga með ferðum árásarflugvéla. Vopnið er sagt mjög ódýrt í smíðum, og verður fullgert innan 2—3 ára. AUt frá því að Macmillan, for- sætisráðherra Breta, og Kennedy, Bandaríkjaforseti, áttu með sér fund í Nassau á Bahamaeyjum í desember sl., hefur verið talið, að meginþáttur kjarnorkuhers Breta á komandi tímum myndi verða Pólaris-kafbátar, en Banda ríkjamenn hafa heitið Bretum stuðning við slíka hervæðingu. Sá floti kafbáta, sem nauðsyn- legur er, verður hins vegar ekki Ósamið um fiskveiðiland- helgi Fœreyinga 'Árangur náðist enginn í Londan — London, Kaupmannahöfn, £0. febrúar — (NTB) — SAMKOMULAG náðist ekki í London um fiskveiðirétt- indi Breta við Færeyjar. Ekki er ljóst, hvað við tekur 28. apríl n.k., er sérréttindum Breta lýkur, en Færeyingar krefjast þá 12 mílna fiskveiði lögsögu. i Færeysku og dönsku full- trúarnir munu hafa haldið írá London í dag. Verða sér- stakar skýrslur lagðar fyrir Ktjórnir landanna. Krafa Breta er, að brezkir togarar fái að veiða á svæð- inu milli 6 og 12 mílna eftir 28. apríl, en fram til þess hafa þeir mátt veiða í allt að tveggja mílna fjarlægð frá landi. Að loknum fundi í dag vildi talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins lítið um málið segja, og bar því við, að hann væri ekki viss um, á hvefn hátt þjóðréttar- fróðir menn vildu líta málið. Sagði hann ennfremur, aðspurð ur, að danska stjórnin hefði aldrei skýrt brezku stjórninni frá því formlega, að fiskveiðilögsag- an við Grænland yrði stækkuð frá og með 1. apríl n.k. Danska stjórnin hefur hins vegar gert þeim löndum, sem fram til þessa hafa lagt mesta stund á fiskveiðar við Grænland, grein fyrir því, að þann dag verði tekið fyrir veiðar innan 6 mílna. Löndin, sem hér um ræðir, eru ísland, Noregur, V.-Þýzkaland, Frakkland, Portúgal og Stóra- Bretland. Fréttaritarar í Kaupmanna- skýrðu frá því í dag, skv. upp- lýsingum danska utanríkisráðu- neytisins, að stækkun fiskveiði- lögsögunnar við Grænland myndi ná fram að ganga með konung- legri tilskipun 1. april. Tekið var sérstaklega fram í því tilefni, að eina landið af þeim, sem talin eru hér að ofan, er hreyft hefði mótmælum, væri Portúgal. Framhald á bls. 23. fullbúinn fyrr en á árinu 1968. Að vísu hefur brezki flugher- inn yfir að ráða sprengjuþotum, þ. e. þotum af gerðinni Vulcan, Victor og Vanguard, sem búnar hafa verið „Blue Steel"-flaugun- um. Sá þáttur einn hefur þó ekki verið talinn nægja. Vopnið nýja er sagt vera full- komin gerð af öðru vopni, sem á sínum tíma var hugsað fyrir sprengjuþotur og flugvélar sjó- hersins. Hér er þó um algera nýjung að ræða, og mun hún auka mjög á styrk Breta, og gera kjarnorku- mátt þeirra mun meiri, fyrr en verið hefði, ef treysta hefði átt á þau kjarnorkuvopn, sem fyrir hendi eru, þar til Polaris-flotinn er fullbúinn, eftir um það til bil 5 ár. Tekið er fram í „Hvítu bók- inni", að uppfinninguna megi nota til að auka á nákvæmni og öryggi „Blue Steel" flaug- anna. Samkvæmt því er hér um að ræða vopn, sem á eftir að styrkja brezka flugherinn að miklum mun. Ljóst er einnig af þeim upp- lýsingum, sem birtar hafa verið, að Bretar hyggjast auka útgjöld sín til varnarmála um 117 millj. sterlingspunda á næsta fjárhags- ári. Nemur þá heildarútgjalda- upphæðin til þeirra mála alls 1838 milljónum punda (rúmlega 220 milljörðum ísl. króna). egar nokkuð undan síga í kröfum sínum. Þessu .var ekki svarað bein línis af fulltrúum Sovétríkj- anna. Hins vegar komu þeir- fram með tillögu um griða- sáttmála Varsjár- og Atlants- hafsbandalagsins. Það var að- alfulltrúi Sovétríkjanna, Vass ili Kuznetsov, er tillöguna bar fram. Er hún í sex atriðum. Miða tillögurnar að því að samið verði um, að hvorugur aðila grípi til vopna, eða hafi í frammi nokkuð það athæfi, er ekki samrýmist stofnsamn ingi Sameinuðu þjóðanna. A það hefur verið bent, að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem Sovétríkin hafi komið fram með svipaðar tillögur. Er þetta í annað skipti, sem fulltrúar þeirra bera fram svip- aðar tillögur, frá því ráðstefn- an settist aftur á rökstóla, 12. febrúar sl. Fyrri tillagan fól í sér, að stór veldin legðu niður herstöðvar sínar erlendis, og létu flytja það an öll vopn, atónwopn og önnur. I umræðunum í dag lýsti Fost er, fulltrúi Bandaríkjanna, þvi yfir, að hann gæti ekki séð, að mikið hefði miðað í samkomulags átt með afvopnun. Viahorfinu til tilraunabanns lýsti hann þannig: „Þótt sú gjá, Framhald á bls. 23. ísSenzk skáld og rithöfundar skoðun sína á segja nyrri aðgerð sovézkra yfir- valda til að klekkja á þeim, sem brjóta gegn fyrirskipaðri Usta- stefnu ríkisins. — Sjá blaðsíðu 3 Fleíri en ein tegund in- flúenzu vestanhafs Atlanta, Geaorgia, 20. febr. AP ASÍUINFLÚENZAN og ýmis konar umgengsveiki, er eink um leggst á öndunarfærin, breiðist enn óðfluga útíBanda ríkjunum. Margir skólar hafa tilkynnt, að fjarvistir barna hafi aukizt mjög undanfarna daga. t>á er og ljóst, að mik illa forfalla gætir hjá einstök um fyrirtækjum og stofnun- um, þótt ekki liggi fyrir bein ar tölur um þau forföll. Dauðs föll munu nú brátt nálgast 1000. Starfsmenn heilbrigðiseftir litsins hafa lýst yfir þeirri von sinni, að draga muni úr útbrejðslu þessara sjúkdóma er hlýna tekur í veðri, og nær dregur vori. Þótt annarra sjúkdóma en Asíuinflúenzu hafi gætt, þ. á.m. inflúenzu af annarri teg und, er leggst léttar á fólk, þá er þó fyrrnefnda inflúenzu tegundin orðin mjög útbreidd og gætir í flestum héruðum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.