Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. febrúar 1963
MORGU TS BL AÐ1Ð
23
,Getum skotið 100 megat.
sprengju með eldflaug*
— segir varayfirmaður eldflaugahers
Sovéfríkjanna
Moskvu, 20. febrúar — (AP) —
HERSHÖFÐINGI í Rauða
hernum, Vladimir Tolubko,
sérfræðingur á sviði eld-
flauga, lýsti því yfir í dag, að
Sovétríkin ættu nú yfir að
ráða eldflaugum, er borið
gætu 100 megatonna kjarn-
Bólnrnar í
Urriðavalni
ekki eldfimar
EGILSSTÖÐUM, 20. febrúar —
!>að hefur verið fylgst með vök
unum í I>agarfljóti síðan á sunnu
dag og alltaf er sama uppstreym
ið af þessu eldfima efni sem kem
ur upp í loftbólum. í dag voru
gerðar hitamælingar í vökunum,
mældist þar ekki hiti. Mælt var á
fjórum stöðum, þremur stöðum
þar sem er 16—18 m dýpi og ein
um stað þar sem er 1—2m dýpi.
Einnig var farið að Urriðavatni
og mældur hiti þar í nokkrum
vökum og mældist mest 57 stiga
hiti á einum stað Og 46 á öðrum.
Ekki virðist eldfimt efni í loft
bólum sem sífellt streyma upp
gegnum vatnið í Urriðavatni.
— Ari
Togorosölar
FIMM togarar seldu erlendis á1
þriðjudag og miðvikudag, og
einn selur á fimmtudag.
Bv. Pétur Halldórsson seldi í
Cuxhaven á þriðjudag 167 tonn
fyrir 133-592 mörk. Bv Mars
eeldi í Bremerhaven á þriðju-
dag 150 tonn fyrir 124.200 mörk.
Bv. Hafliði seldi í Bremerhaven
á þriðjudag 170 tonn fyrir 114.700
mörk.
Bv. Júní seldi í Bremerhaven
é miðvikudag 150 tonn fyrir
126.000 mörk. Bv. Þormóður goði
seldi í Grimsby á miðvikudag
147 tonn fyrir 9.633 sterlings-
pund. — Geir selur í Þýzkalandi
á fimmtudag.
— Ósamið
Framhald af bls. 1.
Hins vegar var það tekið fram
í Kaupmannahöfn, að stækkun
grænlenzku landhelginnar yrði
með þeim hætti, að fyrst yrði
hún færð í 6 mílur, en síðar, þ.e.
1970, í 12 mílur.
Eins og áður hefur komið fram
f fréttum, þá hefur samband
brezkra togaraeigenda lýst því
yfir, að færeyskir togarar fái
ekki að landa í Bretlandi, verði
brezku togararnir hraktir frá
landgrunni við Færeyjar.
Utanríkisráðherra Danmerkur,
Fer Hækkerup, sem fór frá Genf
í gær, til að sitja fundinn í Lond-
on, var orðfár, er hann hélt til
Kaupmannahafnar I dag. Vildi
hann lítið um það segja, hver
érangur hefði náðst.
Hins vegar sagði Hækkerup, að
injög bráðlega myndu hefjast
viðræður brezka og danskra
ráðamanna um innflutning
danskra landbúnaðarvara til Eng
lands. Hækkerup fór til Kaup-
mannahafnar á leið sinni til
Osló, en þangað átti hann að
toma í kvöld.
Talsmenn vestur-þýzku stjórn-
drinnar sögðu í dag, að engin
afstaða hefði enn verið tekin af
opinberri hálfu þar, varðandi
Stækkun fiskveiðilögsögunnar
við Grænland. Hins vegar var
bent á, að fulltrúar vestur-þýzka
fiskiðnaðarins hefðu beint þeim
tilmælum til stjómar landsins,
aö hún bæri fram mótmæli.
orkusprengjur. Benti hann á
í því sambandi, að eldflaugar
Bandaríkjamanna gætu ekki
borið nema 7 megatonna
sprengjur. (Eitt megatonn
svarar til milljón tonná af
venjulegu sprengiefni).
Tolubko er varayfirmaður eld-
flaugahers Sovétríkjanna. Birtir
hann þessar yfirlýsingar sínar í
viðtali við málgagn Rauða hers-
•ins, „Krasnaya Zvesda“.
Hershöfðinginn segir, að þær
yfirlýsingar Bandaríkjamanna,
að þeir eigi öflugri eldflaugar og
kjarnorkusprengjur en til séu í
Sovétríkjunum, séu blekkingar
einar.
í þessu sambandi er minnt á,
að Krúsjeff, forsætisráðherra,
sagði fyrir tveimur árum, að 100
megatonna sprengja yrði reynd
á tilraunasvæði Sovétríkjanna.
Hætt var þó við tilraunina, þar
eð talið var, að hún væri of
hættuleg.
Börn hugðust
kveikja í slökkvi-
liðsþotunni
SÍÐDEIGIS á miðvilkudag ætluðu
börn að kveikja í þotuflugvél
þeirri, sem Slökkvilið Reykjaví'k
urflugvallar fékk frá varnarlið-
inu til þess að æfa sig á. Höfðu
börnin reytt sinu, borið hana
inn í flugvélina og kveikt í. Flug
vélin stendur skammt norðaust-
ur af skýli Landhelgisgæzlunnar
á flugvellinum, og tilkynntu
starfsmenn hennar slökkviliðinu
kl. fimm, að reyk legði út úr
flugvélinni. Tókst að slökkva
eldinn, áður en hann hafði vald-
ið nokkrum skemmdum.
— Rússar
Framhald af bls. 1.
sem verið hefur milli stórveld-
anna í þeim efnurn, sé nú ef til
vill mjórri, en verið hefur frá
1961, þá er hún dýpri en nokkru
sinni síðan.“
Deilurnar undanfarna daga
hafa einkum snúizt um það, hve
margar eftirlitsferðir ætti að
leyfa inn á svæði kjarnorkuveld
anna, á ári hverju. Bandaríkin
vildu í upphafi, að þær yrðu
a.m.k. 8 eða 10.
Nú hefur hins vegar verið lát-
ið í það skína, að rétt væri að
fækika þeim eitthvað, þó ekki í
2 eða 3, eins og Sovétríkin hafa
óskað eftir.
Þykir nú nokkurn veginn víst,
að Bandaríkin muni geta fall-
izt á, að eftirlitsferðirnar verði
nokkru færri en 8 — sumir frétta
ritarar segja 6 — þótt ekkert hafi
enn verið látið uppi um fyrirhuig
aðan fjölda enn þá.
Fulltrúar hlutlausu landanna
hafa lýst þeirri skoðun sinni, að
um þetta atriði beri að semja
hið skjótasta.
Fulltrúi sænsku nefndarinn-
ar, frú Alma Myrdal, hefur m.a.
komið fram með þá tillögu, að
ferðirnar verði 3 fyrsta árið, en
verði síðan fjölgað — eða þá
öfugt, fleiri fyrst, en færri síðar.
Eina svarið, sem komið hefur
fram af bandarískri hálfu, við
tillogum Sovétríkjanna í dag, er
að mun þýðingarmeira sé að
semja nú um bann við tilraun-
um með kjarnorkuvopn, heldur
en að reyna að semja í einni
svipan um heildarafvopnun.
örn Clausen
Guðrún Erlendsdóttl*
héraðsdómslögmenn
Málflutningsskrifstofa
Bankastræti 12. Sími 18499.
Sukamo lýsir
opinherlega
andstöðu við
stofnun
IVlaðaysíu
SUKARNO Indónesíuforseti
hélt ræðu í Jakarta fyrir
skömmu og minntist þá í
fyrsta skipti opinberlega á fyr
irætlun Breta og Malaya um
að stofna rikjasambandið
Malaysíu og sameina þannig
Malaya, Singapore og lands-
svæðin þrjú á norðurhluta
Bomeó, Brunei, Sarawak og
N.-Borneó. Tvö þessara
landssvæða em nýlendur
Breta, en Bmnei er soldáns-
dæmi undir vernd Breta.
I ræðu sinni lýsti Sukamo
andstöðu Indónesiustjómar
við stofnun Malaysíu og stuðn
ingi við uppreisnarmenn, sem
UTAN UR HEIMI
SUKARNO,
forseti Indónesíu.
brézka stjórnin héldu fast við
áætlanir sínar um stofnun
Malaysíu. Sagði Subandrio,
að Indónesíustjórn gæti ekki
þolað, að Malayastjórn, sem
væri mjög fjandsamleg Indó-
nesíubúum, fengi ítök í stjórn
landssvæða, er lægju að Indó-
nesíu.
★
Daginn eftir að Súbandrio
lýsti þessu yfir, var skýrt frá
því í Malaya, að stjórnin
hyggðist efla varnir landsins
vegna hættunnar, sem öryggi
þess stafaði af fjandskap Indó
nesíu.
Tun Abdul Razak, aðstoðar-
forsætisráðherra og varnar-
málaráðherra Malaya, skýrði
frá þessu að afloknum stjón-
arfundi í Kuala Lumpur og
sagði, að þegar í stað yrði haf-
izt handa um að efla landher,
flugher og flota.
Ástandið á Borneó talið
mjðg alvarlegt
rekið hafa skæruhernað í fram
skógum N.-Borneó frá því að
Bretar bældu niður uppreisn-
ina gegn soldáninum í Brunei
í des. s.l.
Uppreisnarmennirnir og
fleiri aðilar, þar á meðal kín-
verskir kommúnistar, sem sezt
hafa að á N.-Bomeó, eru mjög
mótfallnir stofnun Malaysíu.
Vilja þeir að ríkin þrjú á
norðurhluta eyjarinnar verði
sameinuð í eitt sjálfstætt ríki.
★
í ræðu sinni ræddi Sukarno
einnig ákvörðun Alþjóðlegu
Ólympíunefndarinnar um að
meina Indónesíu þátttöku í
Ólympíuleikum um óákveð-
inn tíma. Sukarno skýrði frá
því, að Indónesía hefði sagt
sig úr Alþjóðlegu Ólympíu-
hreyfingunni. Sagðist hann
hafa falið íþróttamálaráðherra
stjórnar landsins, að skipu-
leggja kappleiki á borð við
Ólympíuleikina með þátttöku
„sósíalista" rikja í Afríku,
Asíu og S.-Ameríku.
Indónesía var útilokuð frá
þátttöku í Ólympíuleikum
framtíðarinnar, á fundi sem
Alþjóðlega Ólympíunefndin
hélt í Genf fyrir skömmu. Var
það gert vegna framkomu
Indónesíustjórnar gagnvart
íþróttamönnum frá ísrael og
Formósu í ágúst s.l., en þá'
neitaði hún þeim um vega-
bréfsáritun og gátu þeir ekki
tekið þátt í Asíuleikunum,
sem haldnir voru í Jakarta.
★
Eins og skýrt hefur verið
frá í fréttum lýsti Súbandrio,
utanríkisráðherra Indónesíu
því yfir skömrnu áður en
Sukarno hélt áðurnefnda
ræðu, að það gæti leitt til
styrjaldar á Borneó og Mal-
akkaskaga, ef Abdul Rahman,
forsætisráðherra Malaya og
Eins og skýrt hefur verið
frá í fréttum er ráðgert, að hið
nýja ríkjasamband, Malaysía,
verði stofnað 31. ágúst n.k.
Abdul Rahman, forsætisráð-
herra Malaya, hefur látið í
ljós þá skoðun, að andstaða
Indónesíustjórnar gegn stofn-
un Malaysíu eigi rætur sínar
að rekja til þeirra miklu
áhrifa, sem kommúnistar hafa
innan hennar. Kommúnista-
flokkur Indónesíu er þriðji
stærsti kommúnistaflokkur
heims. Meðlimir hans em 2
milljónir.
★
Stjórnmálamenn víða um
heim hafa látið í ljós áhyggjur
vegna ástandsins á Borneó.
U Thant framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna ræddi
það á fundi með frétta-
mönnum fyrir skömmu. Sagði
hann, að unnið væri að því
hjá samtökunum að afla ná-
kvæmra upplýsinga um gang
mála í þessum hluta Suðaust-
ur-Asíu. U Thant sagði, að sam
tökin teldu ástandið á þessum
slóðum mjög alvarlegt og hug-
leiddu með hvaða aðgerðum
mætti draga úr ólgunni.
— Reynt oð...
Framih. af bls. 24
leiðis til íslands með togara sín-
um, en skjölin hafi aftur verið
afhent fyrirtækinu.
Inn í þessa frásögn vefur blað-
ið ýmsum bollaleggingum um að
hér hafi verið um svokallaðar
verksmiðjunjósnir að ræða. Eins
og kunnugt er, varðveita fyrir-
tæki framleiðsluleyndarmál sín
mjög vel, og er talsvert um
njósnir milli þeirra í því sam-
bandi. Blaðið segir, að Grau
verkfræðingur, sem stolið var
frá, telji þetta atvik „kynlegt“,
því að þessi skjöl, sem varði
fiskiðnaðinn, hljóti að vera sjó-
manninum verðlaus persónulega.
Síðan segir blaðið: „I Cuxhaven
er þessi dularfulli innbrotsþjófn-
aður mjög umræddur. Margir
aðilar gizka á, að sjómaðurinn
gæti hafa verið að stunda verk-
smiðjunjósnir eftir fyrirskipun
frá íslenzka fiskiðnaðinum.“
Morgunblaðið átti í gær tal við
ræðismann íslands í Cuxhaven,
Ernst Stabel, framkvæmdastjóra.
Hann kvaðst hafa verið staddur
í Noregi, þegar atvik þetta kom
fyrir, væri nýkominn heim og
hefði ekki kynnt sér það til hlít-
ar. Hins vegar kvaðst hann alveg
treysta því, að hér væri alls ekki
um neitt alvarlegt að ræða. Sjó-
maðurinn hefði verið drukkinn
og sjálfsagt ekki gert sér vel
ljóst, hvað hann var að gera.
Hann hefði sjálfur gefið sig fram,
þegar skipið var að fara til ís-
lands, og að yfirheyrslum lokn-
um leyft að fara úr landi, er
skjölunum hafði verið skilað.
Tilgátan um njósnir væri líklega
fram komin til þess að gefa inn-
brotinu einhvern tilgang, og
e.t.v. væru blaðamenn að reyna
að gera sér mat úr sögunni, því
að frásagnir um njósnir væru
alltaf vinsælt lestrarefnú
Glenn Hunt og Garðar Ragnarsson tala í Fíladelfíu,
Hátúni 2, á hverju kvöldi, til sunnudagskvölds
kl. 8,30. — Fjölbreyttur söngur. — Allir velkomnir.