Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 10
10 MQRGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. febrúar 1963 Lœknisráö vikunnár Practicus ritar um: OFFITU Mf® OFFITU er átt við óeðli- lega aukningu á fituinnihaldi vefja líkamans. Þegar allt er í lagi er lystarstjórn líkamans ákaflega nákværn, hún getur haldið líkamsþunganum stöð- ugum innan 1% takmarka. Ekkert er vitað um, hvernig þessi stjórn fer fram. Gera má ráð fyrir, að lystinni sé stjórn að af stöð í miðheilanum. Eðlilegur sultur er krafa lík amans um fæðu. Taugaveiklað fólk er stundum síhungrað (borðar sér til huggunar). — Stundum langar menn í ein- hverja ákveðna fæðutegund, þannig er því til dæmis varið með eskimóa, sem borða lifur af mikilli áfergju til að full- nægja fjörefnaþörf sinni, án þess þó að vita um hana. Þe3si sérstaki sultur sézt oft hjá þunguðum konum, sem sí- hungrar eftir ákveðnum rétt- um, t. d. lakkrískonfekti, súr- meti eða kolum! Orsökin er ó þekkt. En þetta fyrirbæri hverfur aftur og er alveg hættulaust. Þegar menn eru saddir hverfur þeim löngun í mat, stundum allan mat, en stundum aðeins í einstakar fæðutegundir. Matvendni ber vott um á- kveðnar matarvenjur. Börn- um geðjast yfirleitt ekki að nýjum réttum, enda eru þau jafnan afar vanaföst. Þyngdartöflur, sem eru kval ari margra manna, eru mjög oft rangar, en þær má nota til hliðsjónar í samráði við lækni. Offita er algengust meðal kvenna, sem komnar eru yfir fertugt. Meðfædd fita er afar sjaldgæf. Feit börn — sem eru algengust í fjölskyldum með marga feita meðlimi — hafa oftasit rangar matarvenj.ur eins og nánustu ættingjar þeirra. Offita hefur hinsvegar tilhneigingu til að fylgja á- kveðnum ættum, eins og flest ir aðrir efnaskiptasjúkdómar. Sumar starfsgreinar leiða oft af sér offitu, hún er afar algeng meðal þjóna, umferða- sala og bakara. Offita er sér- lega algeng í Danmörku og Hollandi. Ytri orsakir offitu: Menn borða of mikið, eða hafa of litla hreyfingu. Efnaskiptin eru eðlileg. Margar konur verða feitar af að prófa bragð ið af matnum, karlmenn stund um af öli með matnum (tæp- lega þó hér á landi), eða t.d. veizlum með viðskiptavinum fyrirtækis síns. Það er ósköp gott að fá sér bita á kvöldin um háttatímann, en sökum þess, að menn fara að hátta á eftir, er náttverðurinn afar fitandi. Þessi litli aukabiti leið ir smátt og smátt af sér tals- verðan ofþunga Nýbakaðir bíl eigendur, sem allt í einu hreyfa sig minna en áður, Cushingsveiki. Offita, sem Ieggst á andlit og bol. Orsökin er ofstarf — stundum æxli — í nýrnahettunum. Þetta barn var með æxli í nýmahettu. Fyrsta myndin sýnir stúlkuna fyrir uppskurff, önnur mánuði síðar, sú þriðja eftir 7 mánuði. þyngjast oft töluvert. Innri orsakir offitu: Hér er um að ræða breyt- ingar á efnaskiptum, sem í sumum tilfellum eru eðlilégar t.d. fara þau minnkandi með aldrinum, eftir fertugt, því miður er það oft í sama mund og tekjurnar fara að aukast og menn hafa efni á að borða meira. Ýmsir sjúkdómar valda breytingum á efnaskiptum, t.d. sjúkdómar í miðheilanum og ýmsum vakakirtlum. Offita kemur eftir geldingu, enda hef ur búfé lengi verið gelt til að láta það fitna. Þegar konur hætta að hafa tíðir, eru þær iðulega síþreyttar og hreyfa sig þar af leiðandi of lítið — þar við bætist áðurnefnd minnkun á efnaskiptum, og af leiðingin verður offita. Hin beina orsök offitu er, að menn moka í sig fleiri hita einingum en þeir nota. Séu efnaskiptin eðlileg (en það eru þau í langflestum tilfell- um) er aðeins ein leið til: að borða minna. Framleidd eru ótal lyf gegn offitu, og tala allskonar „kúra“ er légíó. Or- sök þess, að áhrifin bregðast í langflestum itífellum er, að menn þurfa skynsemi og vilja styrk til að megra sig. Hins- vegar nægir yfirleitt að fá sjúklingana til að borða minna en þeir eru vanir, ekki þó svo að þeir standi svangir upp frá borðum. Gallinn er aðeins sá, að menn fara ekki að léttast fyrr en eftir 6—8 mánuði, og flestir eru búnir að gefást upp við megrunarfæðið áður. Fáist sjúklingurinn til að minnka við sig mat til lengdar verður hann farinn að léttast að gagni eftir árið og venjast á að borða minna en fyrr. Það er afar mikilvægt að berjast gegn, offitunni, því að hún leið ir til ýmissa hjartasjúkdóma og hækkaðs blóðþrýstings, þar að auki ofreynslueinkenna eins og verkja í fótum. Auk þess er» afar miikil óprýði að henni. Ekki er rétt að byrja á megr un kvenna meðan þær eru barnshafandi. Uppskurðir og rúmlegur leiða frekar til auka sjúkdóma hjá feitum mönnum en öðrum. Það er því full ástæða til að berjast gegn offitunni. (Aktuel Press Studio Einkaréttur Mbl.). \ Norðurlands- S meistaramót í skák \ AKUREYRI, 19. febr. — Norð- uxlandsmeistaramót í skák stend- ur nú yfir á Akureyri. Er keppt í þrem flokkum. Lárus Johnsen frá Reykjavík teflir sem gestur á mótinu og er nú efstur í meist- axaflokíki. Staðan í meistaraflokki eftir 9 umferðir er þessi (skákafjöil'dl hivers um sig í svigum): Lárua Johnsein, ReykjavíkjSVá (9), 2. Freysteinn Þorbergsson, Siglu- firði, 6V2 og biðsk. (8), 3. Jón Þór, Akureyri, 6 (8), Hjörleifur Mal.l/dórsson, Öxrva'dal, 4>(4 og biðsk. (8), 5. Ólafur Kristjáns- son, 4(4 og biðsk. (9), 6. Hall- dór Jónsson, Akureyri, 4 (8), 7. Halldór Einarsson, A-Hún. 2Vi (8), 8. Randver Karelsson, Akur- eyri, 2 (8), 9. Jón Jónsson, Húsa- vík, 1(4 og biðskák (8), 10—11. Jón Ingimarsson, Akureyri .og Jón Hannesson, A-Hún. með 1(4 (8). Keppni í fyrsta flokki er lok- ið. Þar sigraði Haukur Jónsson, Hörgárdal, með 5(4 vinning úr 6 skákum. — Sv. P. Ný loðna til Akraness AKRANES. — Allir línubátar réru héðan í gær. Hér er norskt skip áð lesta 400 tonn af síldarmjöli. Hingað kom Tungufoss s.l. föstudag og lestaði saltsíld og sííd armjöl. Kl. 3 í dag kom loðnubáturinn Auðbjörg frá Reykjavík, hlaðinn loðnu, er hann veiddi undan Hafn arbergi. Beitingamenn biðu á bryggjunni og hófust þegar handa um að beita með hinni nýju loðnu. I Hafnarfirði verður til sölu RITSAF Jóns Trausfa 8 bindi í rexinbandi Ritsafnið hefir nú verið endurprentað, og í tilefni af 90 ára afmœli höfundar verður Ritsafnið selt í dag og á morgun fyrir aðeins eiit þúsund krónur Bókabúð Olivers Steins Strandgötu 39 — Sími 50045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.