Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 8
8 MORCV1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 21. febrúar 1963 Hagnýting jardhita á Norðurl. vestra EINAR Ingimundarson gerði í gær grein fyrir tillögu til þings- ályktunar, er allir þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra eru flutningsmenn að, um jarðhita- rannsóknir, jarðhitaleit, og hag- nýtingu jarðhita á Norðurlandi vestra. Er hún á þá leið, að ríkis- stjórnin láti svo fljótt sem auðið er framkvæma á vegum jarðhita- sjóðs rannsókn á þeim jarðhita- svæðum, sem vitað er um á Norðurlandi vestra og ekki hafa enn verið rannsökuð og nýtt. Einn ig verði framkvæmd leit að jarð- hita, þar sem ætla má, að hann leynist, og að því loknu gerðar áætlanir um hagnýtingu jarðhit- ans á hverjum stað. Frekari rannsókna þörf Kvað alþingismaðurinn víða að finna heitar uppsprettur ofan- jarðar á Norðurlandi vestra, allt frá mynni Eyjafjarðar til Hrúta- fjarðar. Margt benti til, að á þessu svæði leyndist víða heitt vatn í jörðu, þótt lítt eða ekki yrði þess vart á yfirborði jarðar. Á nokikrum stöð- um hefur yfir- borðsjarðhiti ver ið nokkuð hag- nýttur til upp- hitunar íbúðar- húsa, rekstrar gróðurhúsa o. fl. Þá lét Sauðár- krókur fyrir all- mörgum árum hefja boranir eftir heitu vatni í nágrenni kaupstaðarins, og hefur það vatn, sem þannig hef- ur fengizt, jafnóðum verið virkj- að til hitunar íbúðarhúsa í kaup- staðnum. Sérstaklega taldi alþingismað- urinn ástæðu til að kannað yrði frekar jarðhitasvæðið í Reykjar- hóli í Seyluhreppi (Varmahlíð) og gerðar áætlanir um frekari virkjun heita vatnsins á þessum stað, þar sem líklegt megi telja, að þar finnist meira heitt vatn í jörðu, en þegar er vitað um. Þá vakti hann athygli á því mikla magni af heitu vatni, sem fyrir hendi er á Reykjum í Tungu sveit, en ástæða væri til að kanna sérstaklega, með hvaða hætti þessar ríkulegu auðlindir verða hagnýttar. Loks væri ástæða til, að frekari rannsóknir færu fram á Reykjum í Miðfirði og hverjir möguleikar væru á virkjun heita vatnsins þar, m. a. vegna hug- mynda um að reisa þar barna- skólahús. HINN nýi samkomusalur í Hótel Sögu, seir. sennilega fær heitið Bogasalurinn eða Gyllti salurinn, er nú að verða til Gyllti salur cöa Bogasalur rétt■ jne/ni á nýja salnum í Sögu Keppzt við oð Ijúka honum fyrir mánaðamót og var verið að vinna þar af kappi til að hafa hann til- búinn fyrir mánaðamótin næstu, þegar fréttamenn litu þar inn í gær. Fyrsta opin- bera ballið fyrir almenning verður haldið þar 2. marz, „Pressuballið", en áður munu tvö félög hafa haft þar lok- uð hóf, bændur og stanga- veiðimenn. Nýi salurinn í kringlunni verður aðalveitingasalur hót- elsins. Þar verða matarveit- ingar og dans og aðeins opið á kvöldin, að því er Þorvald- ur Guðmundsson tjáði blað- inu í gær. Verður salurinn leigður út fyrir hópa og sam, fcvæmi, sé þess óskað. Hljóm- sveit Svavars Gests mun leika þar fyrir dansi. Innar af aðal- salnum eru veizlu og fundar- salir, sem hægt er að tengja við eða skilja frá ibonum að viLd. Sameiginlega rúma sal- irnir 500 manns, þannig að rúmt sé og vel fari um alla. •k Sérinngangur og smekklegur bar. Sérinngangur er í hinn nýja sal norðan í kringlunni. Þar er fatageymsla ,s:öan tvær tröppur og þegar upp þær er komið, blasir við stór og smekklegur bar. Til vinstri við hann er svo gengið inn í aðalsalinn. Þann sal má kalla Bogasal- inn, þar eð hann er hring- myndaður og stórir gluggar taka meiri hluta veggjanna, eða Gyllta salinn, þar eð allt loft og súlur er gyllt. Skreyt- ing verður engin, að því er Þorva.l diur 'tjáði okkur. En ofurlítið af bláum lit í saln- um. Dansgótf verður eitt hið stærsta hér í borg, hringlaga 80 ferm. gólf og hægt að hækka miðjuna um 80 sm með | an skemmtiatriði fara fram. í salnum verða sérsta'kir Teilefunken hátalarar af svo- kallaðri „ecco“-gerð. Sérstakt eld'hús, ákaflega vandað og flísakilætt í hólf og gólif, verð- ur innar af salnum. Eins og fyrr er sagt var allt á ferð og flugi í nýjg saln um og mikið af iðnaðarmönn- um önnum kafnir í gær, til að Ijúka verkinu í tæka tíð. Brúargerö yfir Lagarfljöt Á FUNDI sameinaðs Alþingis í I foss, þess efnis að gerð verði gær gerði Jónas Pétursson grein j funna5aritostnaðaráætlun þar fyrir þingsályktunartillögu sinni ’ . um fullnaðarrannsókn á brúar-1 um> °S sé þeirri áætlun lokið gerð yfir Lagarfljót við Lagar-' haustið 1963. dhjákvæmilegt að taka til nýrra ráða til verndar erninum Á FUNDI sameinaðs þing í gær gerði Bjartmar Guðmundsson grein fyrir þingsályktunartillögu, er hann ásamt Gunnari Gíslasyni, Jóni Skaftasyni og Birgi Kjaran er flutningsmaður að, en hún f jallar um ráðstafanir til verndar íslenzka arninum. Athugun á hreiðurstöðum o. fl. Þingsályktunartillagan er á þessa leið:- Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera ráðstafanir í samráði við sérfróða menn í nátt úrufræði, er helzt mættu verða til að koma í veg fyrir, að ís- lenzki örninn verði aldauða. JÓN E. ÁGUr'TSSON málarameistari. Otrateigi 6. Allskonar málaravinna. Sími J6346. Meðal þeirra ráðstafana, er til greina geta kom- ið í þessu skyni, er t. d.: 1. Athugun verði gerð á hreiðurstöðum og hversu marg- ir ernir muni enn vera til í landinu. 2. Ráðnir verði eftirlitsmenn, er sjái um að friðunarlögum, að því er snertir erni við hreiður, sé hlýtt.. 3. Greiddar verði fébætur þeim bændum, er verða fyrir skaða af völdum arna við hreiður. 4. Athugað verði gaumgæfilega um leiðir til að draga úr og af- stýra þeim háska, sem fugli þess um stafar af eitrun fyrir svart- bak, refi og minka. Falla af mannvöldum Kvað alþingismaðurinn svipaða tillögu hafa verið flutta á síð- asta þingi. En þótt ernir hafi verið alfriðaðir lengi, fæk'kaði þeim þó, Qg megi engu muna, að lítill stofn deyi alveg út. Háar fésektir liggi að vísu við, ef erni er grandað, en þrátt fyrir það sé vissa fyrir, að þeir falli árlega af mannavöldum. Enn er eitrað fyrir refi og fleiri dýr og eigi þessi tilkomumikli fugl ekki að deyja út eins og geirfuglinn forð- um, er óhjákvæmilegt að taka til nýrra ráða. Hagnýting síldar- afla við Suðurland HELGI Bergs hefur lagt svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar fram á Alþingi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram ýtar- lega rannsókn á því, hvernig hag nýta megi síldaraflann við Suður- land á sem beztan og verðmæt- astan hátt, óg gera að þeirri rann- sókn lokinni áætlun um það, á hvern hátt ríkið geti bezt stuðlað að því, að upp byggist iðnaður, er vinni sem fullkomnastar vörur 1 úr þessum afla. Hefur verið á dagskrá um skeið Alþingismaðurinn gat þess m.a. í frumræðu sinni, að óðum væri nú unnið að því um allar byggðir landsins að brúa vatnsföll til þess að greiða fyrir samgöngum um landið þvert og endilangt og inn- byrðis um byggðarlögin. Fljótsdalshérað er klofið í þrennt af tveim stórám, Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal og síðan Lagarfljóti. Frá innstu byggð með Jökulsá í Fljótsdal til ósa Lagarfljóts munu vera 86—100 km. Á þessari vegalengd er nú brúað á tveim stöðum: í Fljótsdal nálægt Valþjólfsdal og um Egilsstaði. En mikil vega- >m lengd er enn frá § Egilsstöðum og til sjávar og byggð um allt | Hérað beggja vegna Lagar- - fljóts. Um eða rétt ofan við Lagarfoss er brú arstæði ágætt. Lengd brúar þar er ekki talin verða mikið yfir 70 m. Þetta brúarmál er búið að vera á dagskrá um skeið, en enn mun þó ■ ekki vera géngið frá teikningum og áætlunum um mannvirkið. En það er áhugamál Héraðsbúa, að sem fyrst fáist brú yfir Lagarfljót við Lagar- foss, en naumast er hægt að telja, að hún geti verið á næstu grös- um, meðan ekki er gengið frá teikningum og áætlunum. Þessi þingsályktunártillaga fjallar aðeins um eitt tiltekið atriði í samgöngum á Fljótsdals- héraði, brúargerð við Lagarfoss. En með samþykki hennar lýsir Alþingi vilja sínum til þess, að þessi hlekkur í samgöngukeðju Fljótsdalshéraðs verði undirbú- inn. Við Lagarfoss eru að ýmsu leyti ákjósanleg virkjunarskilyrði til rafmagnsleiðslu. Þar er einn sá staður, sem er ofarlega á blaði um næsta raforkuver í landinu. Þess vegna er nauðsynlegt, að staðsetning brúar og áætlun um hana sé gerð í fullu samráði við stjórn raforkumálanna. Halldór Ásgrímsson (F) fann að því, að í þingsályktunartillögu Jónasar Péturssonar væri aðeins getið um brúarstæðið við Lagar- foss, en einnig hefði verið rætt um að brúa Lagarfljót við Stein- boga nálægt Hóli, en þar væru 40—50 km á milli, svo að eðli- legt væri, að þeir, sem mestra hagsmuna hefðu af brú við Stein- boga, vildu að hún yrði byggð fyrr. Kvaðst hann því mundu flytja breytingartillögu um kostn aðaráætlun beggja brúanna, enda taldi hann eðlilegra að brúin við Steinboga risi fyrr. Jónas Pétursson (S) kvað rétt, að tveir staðir á úthéraði hefðu verið nefndir sem brúarstaðir, og vel mætti vera, að skiptar skoðan ir væru uppi um það, hvor staður inn eigi að ganga á undan. En hins væri að gæta, að almennur fundur á Fljótsdalshéraði hefði samþykkt áskorun um, að láta Lagarfossbrúna sitja fyrir. Hins vegar tók hann undir með HÁ að brúin yfir Hofsá í Yopnafirði yrði byggð innan tíðar. Góð tíð í Mývatnssveit Griimsstöðum við Mývatn, 20. febrúar. AFBRAGDS tiðarfar hefur verið hér, hægt og stillt oftast og litlir stormar. Snjór er sama sem eng- inn, og allir vegir færir. Fremur lítill silungsafli hef- ur verið í Mývatni. ALlt er í lagi með Laxárvirkjuniná. Hættara er við grunnstingli, þegar lítiH snjór er ofan á ísnum á vatn- inu, því að þá verður vatnið mun kaLdara, en ekki hefur þetta kom ið að sök núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.