Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVNBL AÐIÐ
Fimmtudagur 21. febrúar 1QS1
Efnahagsbanda-
lagið og heilindin
EFTIRFARANDI ritstjórnar-
grein birtist ,í einu Reykja-
víkurblaðanna 14. janúar 1962:
„Óhætt er að segja það, að
þær umræður, sem hingað til
hafa komið fram um afstöðu
íslands til Efnahagsbandalags
Evrópu hafa verið harla lítið
gagnlegar. Þar hefur mest bor-
ið á þeim, sem ýmist vilja
fulla aðild eða enga að banda
laginu. Þeir, sem vilja enga
aðild að bandalaginu, mála
fjandann á vegginn og telja
hina mestu hættu á ferðum,
ef við forðumst ekki öll skipti
við það. Hinir, sem vilja ólm-
ir ganga í bandalagið teikna
hins vegar annan fjandann á
vegginn og telja bandalagið
muni beita okkur tollaþving-
unum og alls konar refsiað-
gerðum ef við göngum ekki í
það.
Hvort tveggja er álíka fjar-
stæðukennt. Ef skynsamlega
er haldið á málum, ætti að
vera hægt að ná sérsamning-
um við bandalagið, t.d. líkt og
Grikkland, án þess að við
þyrftum að skerða rétt okkar
og sjálfstæði. Fjarstæða er
að ætla þeim þjóðum, sem
eru aðilar að bandalaginu, svo
Ult, að þær muni. beita okk-
ur viðskiptaþvingunum og of-
ríki, ef við gerumst ekki full-
komnir aðilar. Hér er um að
ræða vinsamlegar þjóðir sem
eiga að vilja og munu skilja
sérstöðu okkar, ef málin eru
lögð rétt fyrir þær.
• ÓBEIN AÐILD.
Hjá þeim sem ræða um af-
stöðuna tU Efnahagsbanda-
lagsins af hófsemi og aðgát,
kemur það ótvírætt fram, að
þeir álíta fulla aðild að banda
laginu hættulega. Full aðild
að bandalaginu myndi opna
landhelgina fyrir útlending-
um og þeir fengju hér þá at-
vinnuréttindi að vild. Við yrð
um meira og meira háðir fyrir
mælum Efnahagsbandalagsins
um stefnuna í efnahags- og
viðskiptamálum. Eftir slikt
hefðum við ekki lengur neina
tryggingu fyrir því, að við
gætum verið húsbændur í
landinu, heldur gæti svo farið,
að öll helztu yfirráð hér færð
ust meira og mlnna í hend-
ur útlendingum.
Hinu er svo ekki að neita,
að því geta fylgt verulegar
torfærur ef við höfum ekkert
samstarf og engin tengsl við
bandalagið. Jafnvel þótt við
reiknum með því, að vina-
þjóðir okkar, sem eru í banda
lagínu, beiti okkur ekki við-
skiptaþvingunum, ættum við
samt á hættu að dragast út úr
þeirri eðlilegu þróun, sem nú
er að verða á samstarfi vest-
rænna þjóða. Þess vegna er
eðlilegt að við leitum eftir að
hafa gott samstarf við banda
lagið, t.d. með því að tengj-
ast við það á þann hátt, sem
bandalagssáttmálinn ætlast
til að hægt sér fyrir þær
þjóðir, sem ekki telja sig hafa
aðstöðu til að verða beinir að
ilar. Þetta er sú leið sem
Grikkir hafa valið, og Svíar,
Svisslendingar og Austurríkis
menn ætla sér að fara. I
Noregi er og talsvert fylgi við
þessa leið, þótt ef til vill verði
annað ofan á, enda er af-
staða Norðmanna ekki á neinn
hátt sambærileg við afstöðu
íslendinga.“
'4'
Það var Tíminn, mál-
gagn Framsóknarflokks-
ins, sem 14. janúar 1962
sagði, að við ættum að
tengjast Efnahagsbanda-
laginu sem aukaaðilar eins
og Grikkir. Þá voru engar
kosningar í nánd og stund-
um reynt að skrifa hóf-
samlega um málin. En
rétt er að menn hafi það
hugfast, að það var ein-
mitt blað Framsóknar-
manna, sem tók afstöðu
með aukaaðild, hvað sem
stóru orðunum líður nú.
Um ísland og friverzlun
er rætt í ritstjórnargrein
í dag.
Nefbraut
konu sína
T,z’.r lögreglumenn urðu oð gæfa
konunnar heila nótt
SEINT í fyrrakvöld réðst drukk-
iim maður að konu sinni á heim
ili þeirra í Vesturbænum og sló
hana svo að hún nefbrotnaði.
Hafði maðurinn að auki í hótun
um um að ganga af hennl dauðri
Er lögreglan kom á vettvang
var maðurinn hlaupinn á brott,
en til öryggis gættu tveir lög-
reglumenn konunnar í alla fyrri
nótt.
Eiginmaðurinn mun hafa ver-
ið drukkinn í nokkra daga sam
fellt og ekki komið heim til sín
fyrr en þá um kvöldið. Skarst
þá í odda með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Konunni tókst að komast út
og til kunningjafólks í næsta
húsi, sem hringdi til lögreglunn
ar. Er lögreglan kom á vettvang
var eiginmaðurinn hlaupinn á
brott. Var hans leitað alla nótt-
ina og I gaer, en síðast er Mbl.
vissi til var hann ófundinn. Kon
an var flutt í slysavarðstofuna
og að því búnu heim, þar sem
lögreglumenn gættu hennar það
sem eftir lifði nætur.
/* NA iS hnúior / SVSOhnútar X Snjókoma t 03/ XI Skurir E Þrumur 'W.%, KMotkíi ÚW HihtkH
H Hmí
L ‘■•dJ
Lítill afli
Sauðárkróksbáta
SAUÐÁRKRÓKI, 20. febrúar —
Frá áramótum hefur verið sára
lítill afli, en þó virðist hann
vera heldur að glæðast, því að
einn bátur fékk allgóðan afla í
gær, eða tæp fimm tonn. — ján
Koppukstui í
Vesiurbænum
NOKKRU fyrir kl. 1 í fyrri-
nótt hringdiu margir sím-
ar til iögreglunnar. Var
fólik í V esturbænum að
kæra gáleysislegan akstur
þriggja bíla, sem geystust í
kappakstri um götur bæjar-
ins, og óku m.a. inn í húsa-
sund við Ljósvallagötu. Lög
reglan sendi þegar alla tiltæka
lögreglubíla á vettvang og
náðist einn ökuþórinn, sem
reyndist vera unglingur. Lög
reglan tók af honum bílinn.
Talsvert virðist vera að auk
ast kappakstur unglinga um
J götur borgarinnar og þarf
Jekki að orðlengja um hver
Islysahættan af þessu stafar.
Athugosemdir
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt eftirfarandi atíhugasemd fná
Stangaveiðifélagi Reykj avíkur:
•,Vegna frásagnar dagblaðanna
um væntanlegt „pressuiball", skal
iþað tekið fr£im og til þess að
forðast misskilning, að fyrsta
samkvæmið í hinum nýju salar-
kynnum HÓTEL SÖGU, opnunar
kvöld, verður árshátið Staniga-
veiðifélags Reykjavíkur, föstu-
daginn L marz n.k. — Stjórn
SVFR“.
Jafnframt hefur Blaðamanna-
félag íslands beðið Morgunblað-
ið fyrir eftirfarandi skýringu á
fréttum félagsins í blöðunum í
gær um Pressuball að HÓTEL
SÖGU:
„f tilefni af þessari atihuga-
semdi(þ.e.a.s. fráSVFR)vili Blaða
mannafélag íslands taka fram,
að fyrir nokkru tjáði forstjóri
HÓTEL SÖGU, Þorvaldur Guð-
mundsson, Blaðamannafélaginu,
að Pressuballið 2. marz yrði
fyrsti opinberi fagnaðurinn í hin
um nýja sal hótelsins. Hins veg-
ar munu verða þar tvö lokuð
félagshóf áður.“
Nýr réttur?
Rúgbrauð með
kóteleftu
í miðjunni
HÚSMÓÐIR cin hér í bæ
keypti rúgbrauð handa fjöl-
skyldu sinni fyrir nokkrmn
dögum, og er það út af fyrir
sig ekki í frásögu færandi.
Brauðsins var neytt smám
saman, og þegar saxazt hafði
á það inn að miðju, var eitt-l
hvað hart fyrir hnífnum, svo|
að hann sneið ekkl niður úr.
Þegar nánar var aðgætt, kom
í ljós, að hálfnöguð kóteletta
var inni í miðju brauðsins.
Hefur einhver svangur bakari
ætlað að gæða sér á einhverju
öðru en eigin framleiðslu,
valið sér dýrindis kótelettu,
en orðið leiður á henni (eða
saddur) og fleygt henni hálf-
etinni ofan í brauðdeigið. —
Hér er mynd af þessum ein-
stæða rétti, rúgbrauði með
kótelettu. (Ljósm.: Ól. K. M.).
FaM’gjaldaMækkanir
á ilugSeið um
tiS útíanda
FLUGRÁÐ hefur leyft fyrir sitt | Loftleiðir nr.unu fá að lækka
leyti, að Flugfélag Islands fái j fargjöld sín á ákveðnum leiðum
að lækka fargjöld á leiðum milli J að vetrarlagL
íslands og útlanda. Var um 20%
afsláttur leyfður á fargjöldum
félagsins í apríl og maí á flug-
leiðum til Amsterdam, Brússel,
Björgvinjar, Oslóar, Stafangurs,
Gautaborgar, Stokkhólms, Hafn-
ar, Helsingfors, Glasgow, Lund-
úna, Hamborgar, Lúxemborgar
og Parísar. F.í. flýgur ekki til
allra staðanna, en útvegar far-
þegum sínum framhaldsflugfar
þangað á lækkuðu verði. Síðar
er ætlunin að lækka fargjöldin
til þessara staða einnig í septem-
ber og október.
Bú tekið upp vegna ófull-
nægjandi fóðurs skepna
VETRARRÍKI var enn í gær Hér á landi var vindur hæg-
í Vestur-Evrópu, svo langt ur með vægu frosti og snjó-
suður sem kortið nær. Snjó- kornu sums staðar fyrir norð-
kioma og frost var í Norður- an og austan, en á suður-
Fraikklandi, Austur-Engiandi strondinni var þítt og þurrt-
og víða í ÞýzkalandL
BORGARNESI, 20. febr.
FRÁ því var skýrt í fréttum
fyrir nokkrum dögum, að rann-
sókn hefði fárið fram á aðbúnaði
búpenings og fóðrun hans á Hey-
nesi í Innri-AkraneshreppL Fór
sýslumaður Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu að Heynesi ásamt
yfirdýralækni og héraðsdýra-
lækni Bongarfjarðar, og voru
fiorðagæzlumenn með í ferðinnL
Nú hefur sýslumaðurinn, Ásgeir
Pétursson, úrskurðað, að bú-
stofninn, þ.e. 11 kýr og 7 aðrir
nautgripir, skuli tékinn og flutt
ur á brott vegna allsendis ófull-
nægjandi aðbúnaðar dýranna.
Voru vörubifreiðar í dag að
flytja gripina á brott. Verður
gripum þessum komið fyrir á
3 bæjum í sýslunni. Þá setti sýslu
maður Guðmund Pétursson, bún
aðarráðunaut, til eftirlits með
þessum flutningum og búrekstri
bóndans. Viðkomandi bóndi
mun hafa í hyggju að koma sér
upp nýjum peningshiúsum hið
bráðasta. — Hörður.
Dæmt
í Eyjum
DÓMUR var kveðinn upp í Vest
mannaeyjum í gær í máli skip-
stjórans á vb Sindra. sem tekinn
var að ólöglegum veiðum, Var
hann dæmdur í 20 þús. kr. sekt.
Afli og veiðarfæri var gert upp
tæki. Skipstjóri áfrýjaði til hæsla
réttar.
Ekki hefur verið dæmt í miál-
úm skipstjóranna á vb Haraldi
og vb. Glað.
Saksóknari ríkisins sendi mál
bræðranna, sem voru með skip
stjórn á vb Sævaldi, til bæjar-
fógetans í Vestmannaeyjum og
voru bræðurnir ákærðir fyrir
fernar sakir:
1. Fiskveiðibrot.
2. Að hafa ólögskráða áhöfn
á bátnum.
3. Að hafa ekki gilt haf-
færisskírteini.
4. Að hafa ekki lögboðin
skipsskjöl.
Lögfræðingur bræðranna hefur
nú fengið hálfs mánaðar frest
til þess að undirbúa vörnina.