Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. febrúar 1963
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
HORFURIFRIVERZL-
UNARMÁLUM
FJ'ftir ráðherrafund landa
Fríverzlunarsvæðisins
(EFTA) er ljóst að það
bandalag, sem stundum hef-
ur verið nefnt Bandalag
hinna ytri sjö, mun mjög
styrkjast og verður efnahags-
samvinna þessara ríkja stöð-
ugt efld og tollalækkunum
milli þeirra hraðað. Þetta er
svar þeirra ríkja, sem fallið
hafa frá aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu eftir að de
Gaulle kom í veg fyrir inn-
göngu Breta.
Tvö viðskiptabandalög
munu þannig þróast í Evrópu,
þótt að sjálfsögðu verði gerð-
ar tilraunir til þess að tengja
þau hvert öðru á einhvern
hátt. Ekki er líklegt að það
mtmi takast fyrst um sinn,
og enginn getur í dag spáð
neinu um það, hvort — og þá
á hvem hátt — þetta muni
geta tekizt.
Þessi nýju viðhorf þurfa
íslendingar að taka til yfir-
vegunar. Að sjálfsögðu hafa
þessir breyttu viðskiptahætt-
ir í Evrópu mikil áhrif á ís-
lenzkan efnahag, hvort sem
okkur líkar það betur eða
verr. Það er tilgangslaust að
stinga höfðinu í sandinn. Við
verðum að meta aðstæðurnar
út frá staðreyndum, en ekki
ímyndun um það, að við get-
um siglt olckar sjó, hvað sem
ákvörðunum annarra líður.
Að þessu vék Ólafur Thors,
forsætísráðherra, m.a. á þingi
Norðurlandaráðs og sagði þá:
„Nú er viðhorfið að sjálf-
sogðu breytt fyrir ísland eins
og önnur lönd. Hinar gagn-
kvæmu tollalækkanir innan
bandalaganna eru þegar fam-
ar að hafa slæm áhrif á. við-
skipti Islands við lönd þeirra.
Á þetta einkum við um nokkr
ar vörur sem em þýðingar-
miklar fyrir Island, svo sem
frystan fisk. ísland á mikilla
hagsmuna að gæta á báðum
markaðssvæðunum og hlýtur
þess vegna að óska eftir því
að hægt sé að finna einhverja
þá lausn vandamálanna, sem
ekki leiðir til minnkandi við-
v skipta þess við annað hvort
markaðssvæðanna eða þau
bæði.“
Þá lausn, sem forsætisráð-
herra ræðir um, verður án
efa erfitt að finna, en það
segir sig sjálft, að árangur
næst því aðeins, að vel sé á
málum haldið, sjónarmið okk-
ar kynnt á erlendum vett-
vangi og fyllstu sæmdar sé
gætt í málflutningi.
Fresta átti tiirauni
að myrða de Gaulie
Eins og skýrt var frá í blað-
inu sl. þriðjudag, játuðu Ro-
bert Poignard, höfuðsmaður í
franska hemum, og frú Paule
Rousselot de Liffiac, ensku-
kennari, þátttöku í undirbún-
ingi samsæris gegn de Gaulle
forseta. Eins og kunnugt er,
komst leyniþjónusta franska
hersins að því að samsæris-
mennirnir ráðgerðu að myrða
forsetann, er hann heimsótti
herskóla einn í París, sl. föstu
dag. Voru þeir, sem grunaðir
voru um þátttöku samsæris-
ins handteknir sl. fimmtu-
dagskvöld, þ.á.m. Poignard og
frú de Liffiac, en hún kennir
ensku við herskólann í Paris.
AÐDRÓTTANIR
í ANNARRA GARÐ
TFjegar íslendingar standa nú
*■ frammi fyrir þeim mikla
vanda, sem tilvist tveggja við
skiptabandalaga í Vestur-
Evrópu veldur, er ljóst að á
miklu ríður að traust og á-
byrg stjóm sé við völd. ís-
lendingum er lífsnauðsyn að
tryggja viðskiptahagsmuni
sína í Vestur-Evrópu ella
mundi verða hér kyrrstaða
eða bein afturför.
Þetta gera allir menn sér
ljóst. En þeir þurfa líka að
leiða að því hugann, hverjir
séu líklegastir til þess að ná
mestum árangri í samskipt-
um við nágrannaþjóðimar og
hvaða stjómarstefna muni
leiða til þess, að samstarfs-
þjóðir okkar í Efnahags- og
framfarastofnuninni sýni okk
ur traust og virðingu sem
þjóð, sem vilji standa á eigin
fótum fjárhagslega og haga
þannig málum, að ekki beri
síður að taka tillit til sjónar-
miða okkar en annarra.
í því efni er alveg ljóst,
að viðreisnarráðstafanimar
hjálpa mjög. Vegna þeirra
njóta íslendingar nú vaxandi
trausts á alþjóðavettvangi.
Þeir em ekki lengur í hópi
óreiðumanna, sem ekki kunna
fótum sínum forráð, heldur
ein þeirra þjóða, sem hraðast
hefur styrkt fjráhagsaðstöðu
sína og þar með að sjálfsögðu
samningsaðstöðu á sviði efna-
hags- og viðskiptamála.
Á efnahagssviðinu er því
alveg ljóst að einungis þeir
flokkar og stjórnmálamenn,
sem vilja standa trúan vörð
um viðreisnina, munu meðal
nágrannaþjóðanna njóta þess
trausts, sem nægir til að gáeta
hagsmuna þjóðarinnar á við-
skiptasviðinu. En það er ekki
einungis þetta, sem sker úr
um það, að íslendingar mega
undir engum kringumstæðum
missa af þeirri traustu for
ystu, sem þeir nú hafa.
Framsóknarmenn hafa gert
sig seka um marghátt-
aðar aðdróttanir í garð þeirra
vinveittu nágrannaþjóða, sem
við verðum að leita til, ef við
eigum ekki að einangrast við-
skiptalega. Þeir segja Breta
t. d. mestu fláttskaparmenn
og ódrengi og það einmitt af
því tilefni, að þeir sýndu okk-
ur velvilja og skilning með
því að heimila útboð hins hag
stæða skuldabréfaláns. Þeir
láta að því liggja, að Danir sögðu athygli, og ráðamönn-
stoða þá við að fá aðgang að
herskólanum í París, er de
Gaulle heimsótti hann, sl.
föstudag.
Faldi Watin í ágúst
Poignard játaði einnig að
hafa falið Watin í íbúð sinni
eftir að sá síðarnefndi tók
þátt í tilræðinu við de Gaulle
í ágúst sl. Eins og skýrt hefur
verið frá, hefur Watin ritað
réttinum, sem fjallar um mál
tilræðismannanna 15, bréf, þar
Frú Doignard sleppt
Talið er nú fullvíst, að að-
eins fimm menn hafi verið
handteknir, sakaðir um þátt-
töku í samsærinu, en einum
þeirra hefur verið sleppt úr
haldi. Er það eiginkona Poign-
ards höfuðsmanns. Telur lög-
reglan sig hafa sannanir fyrir
því, að hún hafi ekki verið
samsek manni sínum. Auk
Poignards voru handteknir
tveir aðrir höfuðsmenn, Gye-
Jacquot og Maulbon d’Ar-
baumont, en þeir neita enn að
hafa verið viðriðnir undirbún
ing samsærisins.
-^- Áttu ekki að skjóta
Poignard höfuðsmaður og
frú de Liffiac segja, að hvor-
ugt þeirra hafi átt að skjóta
de Gaulle. Hlutverk þeirra
hafi verið að aðstoða félaga
leynihreyfingarinnar OAS,
undir forystu Georges Watins,
„krypplingsins", við undirbún
ing samsærisins.
Eins og skýrt hefur verið
frá, fannst riffill, búinn sterk-
um kíki, og nokkurt magn
handsprengja, í íbúð Poig-
nards, en hann segir, að ekki
hafi átt að nota þann riffil til
þess að skjóta de Gaulle.
Mennirnir, sem hafi átt að
skjóta forsetann, hafi sjálfir
haft undir höndum riffilinn,
sem nota áttL
Poignard og de Liffac sögðu
við yfirheyrsluna, að þau
hefðu starfað undir forystu
Watins, falið OAS-menn í í-
búðum sínum og átt að að-
séu fjandskaparmenn íslend-
inga og sitji á svikráðum við
þá, og í heiid tala þeir um
viðleitni Vestur-Evrópuþjóða
til að bæta efnahag sinn sem
nokkurs konar glæfrastarf-
semi, sem miði að því að
svipta smáþjóðirnar frelsi.
Þótt ráðamenn s,tórþjóð-
anna hafi um annað að hugsa
en stjórnmálabaráttu á Is-
landi, þá fara slíkar aðdrótt-
anir ekki fram hjá þeim, sem
samskipti þurfa að hafa við
íslendinga á alþjóðavett-
vangi.. Slíkt siðleysi af hálfu
annars stærsta stjórnmála-
fl'okks landsins vekur að sjálf
Robert Poignard, höfuðsmaður
sem hann kveðst bera ábyrgð
á tilræðinu, en eins og kunn-
ugt er, fara sex tilræðis-
manna enn huldu höfði, og er
Watin einn þeirra.
-^- Skýrði frá áformum
tilræðismanna
Franska leyniþjónustan hef
ur skýrt frá því, að hún hafi
komizt á snoðir um samsærið
gegn de Gaulle, sem gera átti
sl. föstudag, með aðstoð liðs-
foringja, er sagðist hafa verið
beðinn um að taka þátt í þvL
Sagist liðsforinginn hafa neit-
að tilmælum samsærismanna
afdráttarlaust og talið sér
skylt að skýra leyniþjónust-
unni frá vitneskju sinnL
Morðtilrauninni átti
að fresta
De Liffac, kennslukona,
skýrði lögreglunni frá því eft-
ir að hún hafði játað, að henni
hefði borizt símskeyti fimmtu
Paule Rousselot de Liffiac,
kennslukona
dagskvöldið sem hún var hand
tekin. í skeytinu var henni
skýrt frá því, að samsæris-
mennirnir ætluðu ekki að láta
til skarar skríða morguninn
eftir, heldur bíða átekta. Hún
sagðL að upphaflega hefði ver
ið ætlunin að ráða de Gaulle
af dögum 2. febrúar sl., en þá
hefði ekkert orðið úr fram-
kvæmdum. Kennslukonan
sagði, að samsærið hefði ver-
ið undirbúið síðari hluta jan-
úar sl., en þá hefði Watin ver-
ið í París og dvalizt á heimili
Poignards höfuðsmanns. Til
Parísar kom Watin frá Spáni,
þar sem hann hefði setið fundi
með þeim leiðtogum OAS, sem
þar dveljast.
Frú de Liffac og Poignard
höfuðsmaður voru sammála
um það, að ætlun samsæris-
mannanna hefði verið að
skjóta de Gaulle, er hann stigi
út úr bifreið sinni í herskóla-
garðinum.
Franska lögreglan segir, að
Watin hafi stofnað til kunn-
ingsskapar við kennshíkon-
una, þegar hann vissi að hún
kenndi við herskólann. Hún
á að hafa sagt Watin, að það
yrði mjög auðvelt fyrir hana
að komast að því, hvort ein-
hverjir af nemendum skólans
væru fúsir til þess að taka
þátt í samsærinu.
Sérvitringur
Frú Liffiac er 55 ára. Hún
býr í einni af útborgum París
ar, og nágrannar hennar segja
að hún sé sérvitringur. Hún
reykir pípu og oft má sjá
hana vera að gera við útveggi
húss síns. Er hún þá klædd
gráum slitnum síðbuxum, með
múrskeið í hendi. Hún á sjö
uppkomin börn og er gift sölu
manni. Einu sinni var hún
túlkur fyrir Eisenhower, fyrrv
Bandarí k j af orseta.
um og sérfræðingum meðal
samstarfsþjóða okkar t.d. í
Efnahags- og framfarastofn-
uninni hrysi áreiðanlega hug-
ur við því að þurfa að eiga
samskipti við slíka mann-
gerð.
I landhelgismálinu sáu ls-
lendingar það líka, að engu
varð áorkað, meðan þeir
menn höfðu áhrif, sem haldn-
ir eru þeirri hugsýki, að allir
sitji á svikráðum við okkur.
Málið var komið í algjöran
hnút sem óleysanlegur virt-
ist. En þegar réttsýnir og
traustir stjómendur tóku við,
gátu þeir greitt úr flækjunni,
þannig að hvort tveggja á-
vannst, að íslendingar náðu
lengra en þeir höfðu nokkurn
tíma. þorað að vona og fengu
mun betri lausn en þeir sjálf-
ir höfðu óskað eftir á tveim-
ur Genfarráðstefnum — og
um leið óx virðing fyrir okk-
ur á alþjóðavettvangi.
Þessar staðreyndir þurfa
menn að hugleiða og yfirvega
rólega, því að hagsmunir Is-
lendinga um langa framtíð
eru háðir því, hvort á næstu
áriun verður haldið skynsam—
lega á utanríkismálum okkar
eða þau fengin í hendur mönu
um, sem sjálfir hafa dæmt
sig úr leik í samskiptum við
aðrar siðmenntaðar þjóðir.