Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. febrúar 1963 *A ( t;, w i í j ¥l ' ' V O il MORCVNBLAÐIÐ Sigurður Benjamínsson málmsteypumaður F. 13. febr. 1908. D. 13. febr. 1963 í DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Sigurðar Benjamíns sonar rhálmsteypumanns, en hann lézt snögglega á heimili sínu 13. þ.m. á afmælisdaginn sinn, er hann varð 55 ára. Sú einkennilega tilviljun, að lát Sigurðar skyldi bera upp á afmælisdag hans, minnir mig ó- þægilega á eitt síðasta samtal okkar, er hann kom heim til mín fyrir um það bil tveim vik- um. í>á barst talið m.a. að hjarta sjúkdómnum, sem hann þjáðist af og lét hann þá þau orð falla, að svo væri nú komið heilsu hans, að hann væri hvergi örugg ur að lifa næsta afmælisdag sinn. Lát Sigurðar kom engan veginn á óvart og var hann sjálfur fyrir löngu búinn að gera sér grein fyrir að hann myndi ekki eiga langt eftir. Sigurður stundaði erfiða vinnu sem steypumeistari í Járnsteyp- unni, en þar hafði hann unnið í liðlega 30 ár. Vegna heilsubrests hefði kannske mátt segja að hann hefði átt að velja sér létt ara starf síðari árin. Hins vegar var hann þannig skapi farinn að hann kunni lítt að hlífa sér og reyndi ávallt í starfi að afkasta jafnmiklu og yngri menn, þótt þrotinn væri af þeirri snerpu er til þurfti. Mátti oft heyra það á honum síðasta árið, að hann yrði að leggja alla orku fram til þess að geta uppfyllt þær kröfur, er hann gerði til sjálfs sín. Það eru orðnir sjaldgæfir menn, sem hafa þennan hugsunarhátt að leggja sig alltaf fram til þess að gera það bezta, jafnvel þótt með því ofbjóði þeir heilsu og kröftum. Sigurður var hagleiksmaður og átti til þeirra að telja. Faðir hans | var Benjamín Jónsson oftast nefndur Benjamín í Hamri og flestum eldri Reykvíkingum Jcunnur og talinn mesti hagleiks- maður. Faðir Benjamíns var Jón Þórarinsson, er hér rak smiðju Jengi um aldamótin og var tal- inn góður smiður, en hann var dóttursonur Jóns Andréssonar frá Öxl, er var þjóðhagasmiður. Móðir Sigurðar var Guðlaug Árnadóttir, systir Árna heitins Árnasonar fyrrum meðhjálpara við Dómkirkjuna. Ævistarf Sigurðar varð steypu smíði og við þau störf vann hann eins lengi og kraftar ent- ust. Fáum dögum áður en Sigurð ur lézt varð hann fyrir því óhappi að handarbrjóta sig við vinnu, vegna þess að hann ætlaði sér verk er var tveimur ætlað. Galt hann þar oÆurkaþpe, en það var eins og hugboðið um fáa hérvist ar daga hefði rekið hann áfram við vinnuna. Sigurður vinur minn var eink- ar heilsteyptur maður og trygg- ur vinur vina sinna. I>að lyndis- einkenni, sem mér fannst tákn- rænast fyrir hann var hinn sterki vilji hans á því að vera aldrei neinum skuldugur. Munu flestir, sem einhver kynni höfðu af honum, kannast við þetta. Skipti þar ekki máli hvort um peningamál var'að ræða eða ann að. Greiði skal á móti greiða koma var kjörorðið. Hitt skipti minna máli hvort hann fengi laun að það, er hann gerði öðrum vel. Við hjónin munum sakna vinar í stað. Allt frá því er við stofn uðum heimili hefir Sigúrður ver ið tíður aufúsugestur hjá okkur. Og börnin okkar munu sakna hans, því svo var honum farið að börn hændust að honum eins og yfirleitt góðum mönnum, enda næm fyrir því er inni fyrir býr. Sigurður var greindur vel og glað lyndur og bjó yfir góðri frásagnar gáfu. Við munum öll minnast góðs vinar og óteljandi ánægju- • stunda með honum á kyrrlátum kvöldstundum, er hann heimsótti okkur á undanförnum árum. Kveðjur okkar og barnanna fylgja honum yfir landamærin til eilífs lifs. Sigurður giftist 4. apríl 1930 eiginkonu sinni Súsönnu Páisdþtt ur. Þeim varð ekki barna auðið. Heimild til að selja eyði jörðina Lækjarbæ JÓN Pálmason hefur lagt fram á alþingi frumvaip þess efnis, að ríkisstjórninni sé heim- ilt að selja eyðijörðina Lækjarbæ í Fremri-Torfustaðahreppi, Vest ur-Húnavatnssýslu, Sigurgeir Jonatanssyni bónda að Skeggja stöðum í Fremri-Torfustaða- hreppi fyrir það verð, sem ákveð ið er samkvæmt mati dóm- fcvadd.ra manna. SKIÐI - SKAUTAR ASKSKÍÐI fyrir fullorðna frá kr. 579. ASKSKÍÐI fvrir börn frá kr. 98.;:— SKÍÐASTAFIR frá kr. 144 — SKÍÐI með plastsóla frá kr. 2047.— SKIÐAABURÐUR TOKO í úrvali. SKÍÐA- ÚLPUR SKÍÐA- GLERAUGU STAKIR GORMAR SKIÐASLEÐAR SKÍÐASKÓR margar gerðir frá kr. 549.— SKAUTAR: HOCKEY og LIST. Sportvöruverzlun BÚA PETERSEN Bankastræti 4 — Símar 20313 og 20314. Árið 1942 lézt Lára, systir Sig- urðar, eftir barnsburð. Tóku þau hjón son Láru, er var látinn heita I>árus eftir móður sinni. Þennan dreng ólu þau upp sem eigið barn og gerðu eins vel við hann og þeim var auðið. Það var ein mesta ánægjustund í lífi Sigurðar, síðari árin, er Lárus lauk stúdentsprófi sl. vor. Lárus reyndist Sigurði hinn bezti sonur og var gagnkvæm vinátta þeirra í milli, Votta ég þeim mæðgin- um einlæga samúð mína við frá fall Sigurðar. Kristján Jónsson. GARÐAR GÍSLASON H F 115.00 BYGGINGAVÖRUR HVERFISGATA 4-6 ^ÍRROJi- SKYRTAN 1 er heimsfrœg gœðavara • Ermalengd við allra hæfi. • Fullkomið snið. • Nákvæmt mál. • ÚrvaJs efni og vinna. Fást nú hjá: Herrabúðin. Vesturveri Verzl. Geysir Herrabúðin, Austurstræti 'Aðalstræti. OSTAKYNNING i dag og á morgun OSTA OG SMJÖRBÚÐIN Snorrabraut 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.