Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 11
Fftnmtudnjjur 21. febröar ld63 1M OltCÚ Á ÉL Áto ÍÐ Er brúargerð á Ölfusárós? aðkallandi nauðsynjamál? þeirra eigin byggðarlagi og þa8 á kannsks einhverja hlutdeild í? Síðar í greininni segir: „Fullnaðarrannsóknir á kostnaði við þessa brú í Óseyrarnesi eru nú að vLsu ekki fyrir hendi." Nei, ekki aldeilis! En sanat eru bara. heimtaðar 25 millj. kr. til þess að ljúka undirbúningi og hefja framkvæmdir. 40 millj. kr. er lægsta upphæðin, sem mig minnir, að ég hafi heyrt nefnida og allt upp í 60—70 milljónir. Svona miklu skal tilkostað, að því er virðist, fyrst og fremst til að geta þvælt þessu blessaða fólki þarna á milli þorpanna, svo hægt sé að láta það strita fyrir brauði, sinu í annarri sveit. Þá er það tbúðarhúsnæfðið: „I>á mundi þeim nýtast af ibúð- arhúsum sínum“ segir í klaus- unni. Er mikið til af ónýttu hús- næði á Stokkseyri og Eyrar- bakka? Mér er spurn. Eg er nú : nokkuð kunnugur á báðum þess- um stöðum, hef unnið í báðum þorpunum við húsbyggingar, og veit ég ekki til að þar sé neitt aflögu húsnæði nothæft. Að vísu eru þarna örfá hreysi síðan um aldamót eða þar um bil, og hafa sum þeirra staðið auð og yfir- gefin í nokkra áratugi. Býst óg varla við, að marga fýsi að flytja í þau. Svo þarf nú að leggja nýjan veg að og frá þessarri mangum- töluðu brú, og mundi hann kosta margar milljónir, en út í þá sálma ætla ég ekki að fara að þessu sinni. f>að gefst kannske tækifæri til þess seinna. Þar sem fréttaklausa sú, sem hér er vitnað til, birt- ist í Þjóðviljanum, fannst mér eðlilegast að biðja Þjóðviljann fyrir þessa at- hugasemd. En þar sem Þjóðviljamenn hafa ekki séð sér fært að birta hana, eins og hún var frá minni hendi, langar mig að biðja yður, hr. i-itstj., að birta hana í heild í blaði yðar. Með fyrirfram þökk fyr- Ir birtinguna. B. Þ. TiMaga um nj ja Ölfusárbrú. í 4. tbl. Þjóðviljans 6. jan. er emáklausa með yfirskriftinni: „Stjórnarflokkarnir gegn nauð- synjamáli Suðurlands". Þar seg- ir: „Við 2. umræðu fjárlaga flutti Karl Guðjónsson ásamt Ágústi Þorvaldssyni og Birni Fr. Björns syni þá breytingartillögu, að nýr liður komi á 22. gr. fjár- laga: að heimila ríkisstjórninni að taka allt að 25 milljón kr. lán til að ljúka undirbúningi og hefja brúargerð yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæð- isfl. og Alþýðufl.. lögðust gegn þessu nauðsynjamáli Sunnlend- inga og greiddu allir viðstaddir þingmenn þeirra atkvæði gegn því að þessd heimild yrði skráð í fjárlög ársins 1903. Þingmenn Framsóknar voru með tillög- unni." Við umræðuna rökstuddi Karl Guðjónsson tillöguna á þessa leið. „Þeir, sem til þekkja, vita það, að þorpin þrjú á strönd Árnes- sýslu, Stokkseyri og Eyrarbakki annars vegar og svo Þorláksihöfn hins vegar eru slitin í sundur af ölfusá og er ekki hægt að koomast á milli Þorlákshafnar og hinna tveggja þorpanna nema því aðeins að fara mjög langan veg um Selfoss. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að mörg undanfarin ár hefur þróunin gengið til þeirrar áttar, að það er hætt að vinna að hafnargerð á Stokkseyri og Eyrarbakka að mestu leyti, en Þorlákshöfn er hins vegar rísandi hafnarbær, sem þarf margra hluta með, ekki sízt vinnuafls, en þar eru hins vegar lítil húsakyni, alltof lítil til að hýsa allt það fólk, sem við þann útveg þarf að vinna, sem þar er þegar myndaður og á vafalaust eftir að vaxa í hlut- falli við stækkun hafnarinnar þar. Það væri vísastur vegur til að bæta afkomu fólksins j þeim þorpum þar sem hafnarskilyrð- in fara þverrandi og minna er sinnt um útgerð eftir að höfn á nálægum slóðum opnast betri og stærri heldur en þessi tvö þorp Stokkseyri og Eyrarbakki hafa haft, ef það gæti átt greiðan gang yfir til Þorlákshafnar til þess að stunda þar vinnu sína, þá myndi þeim nýtast af íbúð- arhúsum sínum og einnig mundi þá nýtast af þeim framleiðslu- tækjum, sem þar í landi eru eins og t.d. frystihúsum og ann- arri fiskverkunaraðstöðu, sem ekki .er sýnilegt annað en verði lítilsvirði, ef ekki kemst beinna og greiðara samband milli þess- arra staða en nú er.“ Brúin og útgerðaraðstaðan. Mig furðar á þeim ókunnug- leik á þessu máli, sem kemur fram í greinargerð Karls. Hann segir: „Það væri vísastur vegur til að bæta afkomu fólksins .. .... ef það gæti haft greiðan gang yfir til Þorlákshafnar til að stunda þar vinnu sína.“ Hví þá það? Hví má ekki alveg eins skapa þessu fólki skilyrði til þess að stunda vinnu sína heima hjá sér? A Stokkseyri og Eyrarbakka eru frystihús á báðum stöðum svo og saltfiskverkunarhús og verið að stækka bæðL Nokkurn vegin miðja vegu á milli þorp- anna er fiskimjölsverksmiðja, sem bæði þorpin reka í félagi, og veit ég ekki annað en það fari allt vel. Á Eyrarbakka er auk þess slippur, sem getur tek- ið upp flesta — ef ekki alla — báta, sem erú hér austanfjalls. Karl Guðjónsson talar um það að flytja fólkið frá Eyrarbakka og Stokkseyri til vinnu út í Þorlákshöfn og svo fiskinn úr Þorlákshöfn af Stokkseyrar- og Eyrarbakkabátum (sem eiga þá að leggja upp í Þorlákshöfn) austur á Eyrarbakka og Stokks- eyri til þess að hagnýta fisk- vinnsluhúsin þar. Nú vil ég spyrja Karl: Hvaða fólk á að flytja út í Þorlákshöfn til þess að vinna að fiskvinnslu þar, og hvaða fólk á að vinna að fisk- vinnslunni á Stokkseyri og Eyr- arbakka, þegar búið er að flytja það út í Þorlákshöfn? Það er nefnilega ekkert varalið iðnað- arins til á Stokkseyri og Eyrar- bakka sem betur fer. Þar hafa allir nóg að gera, Og er miklu fremur fólksekla en hitt. En svo að við víkjum aftur að þessum fólksflutningum: Væri það hag- ræði fyrir fólkið að skaka því þetta fram og aftur kvölds og morgna? Myndi það lengja hvíld artíma þeiss? Eða hvernig yrði með fæðið? Annað hvort yrði þetta fólk að hafa með sér skrínukost, sem fæstum þykir gott til lengdar, eða kaupa sér fæði útfrá á hótelsverði, eins og nú er — og hafa þannig heim- ilin á tveimur stöðum, og væri það til búdrýginda fyrir heim- ilin? Það hefur verið talið, að frysti húsin og fiskverkunarstöðvarn- ar gæfu yfirleitt allgóðan arð. Af hverju má ekki anðurinn af striti þessa fólks renna til þeirra fyrirtækja, sem eru staðsett í Ilafnargerð á Eyrarbakka. En vilt þú þá ekkert láfca gera fyrir Stokkseyri og Eyrar- bakka? mun margur spyrja. Jú, vissulega, og það hefði átt að vera búið að því fyrir löngu. Það er ekki vanzalaust, að svo að segja ekkert hefur verið gért af hálfu hins opinbera fyrir þessi þorp, sem liggja svo vel við hin- um ágætustu fiskimiðum og það Framh. á bls 14 I Keflavík verður til sölu Jósis Trausia 8 bindi í rexínbandi Ritsafnið hefir nú verið endurprentað, og í tilefni af ?9 ára afmœli höíundar verður Ritsafnið selt í dag og á morgun fyrir aðeins eitt þúsund krónur Báaláð Kefýavíkur Sími JW2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.