Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUWBLADIÐ T Laugaradagur 23. marz 1963 Esnar IVI. Jónsson: Ansturlandafor l\ Dauöa hafið og áin Jórdan Á vegum auðnarinnar. Fimmtudaginn 18. okt. var haldið af stað frá Damaskus, að loknum morgunverði. Brátt var ekki annað að sjá en sviðna eyði- mörkina ,svo langt sem augað eygði. Þegar við komum að landamaeruim Sýrlands og Jórd- aníu fór fram skoðun vegabréfa. Allt gekk greiðlega og samkvaemt áaetlun. Og áfram var þotið eft- ir eyðimörkinni. Vegurinn er eins og kolsvart, beint stryk á þessum mikla, grágula feldi auðnarinn- air. Bílstáórarnir eru í essinu sínu. Þeir láta gammana geysa fram. Og heitur gusturinn leik- ur um okkur. Arabíski bilstjór- inn segir mér, að þessi vegur sé lagður fyrir Marshallfé. Mér þykir það ekki ósennilegt. Ibúar landsins hefðu varla ráð á því, að leggja svona veg á þessum stað. Landið er fátækt af náttúru auðæfum, og gróður á yfirleitt erfitt uppdráttar. Mestur hluti landsins er hrjóstrugt hálendi. Þjóðin er því fátæk. Þó eru allgóð ræktunarskilyrði í vest- anverðu landinu og í Jórdan- dalnum, þar sem áin nær að vökva landið. Dauðahafið. Eftir að við höfðum ekið nokkra klukkutíma um háslett- una fór skyndilega að halla nið- ur á við í dýpsta dal jarðar. Eyrun fóru að nema ajlægð dauðahafsins, ekki sem brim- gný, heldur loftþrýsting, sem hafði aukizt til muna. Var það sízt að undra, þar sem við höfð- um ekið úr allmikilli hæð nið- ur í dal, sem óðum nálgaðist 392 metra dypt undxr sjávarmáli. Við vorum að stxga niður til dauðraríkisins. Og Dauðahafið birtist dimm- blátt í gulbleikri umgerð auðn- arinnar. Við ókum fram hjá verk smiðjum, sem þarna hafa verið reistar á norð-austurströnd hafs- ins og vinna ýmis sölt og máim- efni úr vatninu, svo sem bróm, kalsíumklórið og magníxxmklórið. Ætti það að vera auðgert, því Xjórðungur Dauðahafsins er fóst efni. Mikið af þessum efnum, svo sem kolsúxrt kalk, gips og brennnisteinn koma tir hverum í E1 Ghor og að sumu leyti úr iðrum jarðar á botni hafsins. Norðurströndin, sem við nú komum að, er flöt, og sama er að segja um suðurströndina, sem er í 76 km fjarlægð og ekki sýnileg, þegar horft er yfir vatn- ið. Fyrir austan það er hálendi úr' hvitum kalksteini og kopar- rauðum sandsteini. Það gengur með höfðum og klettarönum nið ur að vatninu. Sama er að segja um vesturströndina, en að henni hggja kalksteinsfjöll Júdeu. Gjár skerast inn milli höfðanna, og víða eru þarna brennisteinshver- ir, svo að steinar á ströndinni fá á sig rauðgula skorpu. Þarna umhverfis vatnið er tröllsleg auðn, þar sem gráir hamraveggir risa, sundurgrafnir og grettir, með alls konar gjótum og skúma skotum .Staðurinn býr yfir ein- hverri þeirri dul, sem ekki er að finna annars staðar. Nú breiðir Dauðahafið úr sér fyrir framan okkur, fagurt og blágrænt, en þó auðnarlegt,. eins og hafi dauðans sómir. í því ríkir aðeins dauðinn. Fiskar geispa golunni þegar í stað, ef áin Jórdan ber þá út í hafið, og kemur það oft fyrir. Og reki þá síðar á land, eru þeir eins og tekrnr upp úr saltpækli. Fugl- ar sjást aldrei fljúga yfir bylgj- um þesa hafs, því þar er ekk- ert æti. Ef tré eða annar gróður hættir sér nálægt því, deyr hann undir eins og bylgjur þess snerta hann. Þeir fuglar, sem mest ber á, eru ganxmar og aðrir hræ- fuglar við mynni Jórdanár, sem hlakka yfir þeirri bráð, sem þeir eiga von á, þegar Dauðahafið blindar og kæfir þá fiska, sem þangað leita. Einnig sjást við- bragðsfljótar eðlur í rökum hell- um og skúmaskotum. Það kvað vera álit jarðfræð- inga, fyrr í sögu jarðar hafi sjór legið yfir öllu þessu svæði. Og einkennilegt er það, að standa hér næstxxm 400 metrum undir yfirborði hafs. Nú er Faxaflói hvergi dýpri en rúmir 100 metr- ar og Grindavíkurdjúp nær að- eins 200 metra dýpt. Sú hugs- un læðist inn hjá mér, að und- arlegt væri það að sjá fiskana synda kringum sig með alls kyns sporðaköstum og sjá hafskipin líða áfram einhvers staðar þarna hátt uppi. Við héldum að veitingahúsi, sem er þarna á ströndinni. Marg- ir höfðu farið með sundskýlu með sér að heiman, því nú var um að gera að njóta þeirrar sér- stæðu reyixslu, sem líklega er hvergi annars staðar að finna á þarna við ströndina. Það er eins og að fara ofan í Sundlaugarn- ar í Reykjavík. Ég óð alllangt út í, lagðist svo á bakið og kom mér í góðar jafnvægisstell- ingar. Og þarna flaut ég með haus og skanka upp úr. Hið al- kunna náttúrulögmál var rofið. Ég vil minna þá, sem eiga eftir að koma til Dauðahafsins, á það, að láta sér etkki ganga úr greip- um þessa ógleymanlegu reynslu. Ósyndur maður gæti jafnvel komizt yfir þetta 17 km breiða haif, og ektú þyrfti hann að krókna úr kulda. En mig mundi ekki fýsa í það ferðalag og hafa það á tilfinningunni, að 400 metrar væru til botns, jafnvel Leiðsögumennirnir, sá íslenzki og skála við Dauðahafið. Það er betra að halda sig í | skugganum og vera Xaus við sólina, eins þótt nú sé komið fram yfir miðjan október. Það hlýtur að fylgja því mikil vanlíð an að verða að dveljast hér heit- ustu mánuði ársins. Það kvað sljóvga og vekja óeðli. Ég get Dauðahafið og islenzk yngismær. þótt í góðum byr væri. Þess ber vandlega að gæta, þegar far- ið er ofan í Dauðahafið, að vatn- ið komist ekki í augun. Ekki er heldur gott að fá það í munn- inn, því það er beiskt og vont á bragðið. Eru það kemísk efni, sem því valda, t.d. klórmagnesí- um. Á eftir fórum við í steypi- Arabakonur við ána Jórdan. þessari jarðstjörnu okkar, að kasta sér út í vatn' og geta ekki sokkið, án þess þó að gera nokk- uð til þess að fljóta. Þarna í veitingahúsinu eru baðklefar, sem hægt var að fá að láni. Þeir voru óspart notaðir. Strönd- in er talsvert grýtt. Þar eru vatnsnúnir hnullungssteinar. Ein kennilegt, hvað vatnið er volgt bað, enda var ekki annað ger- legt, þvi seltan verður svo mikil utan á skrokknum. Eigi að síð- ur er það álitið heilsusamlegt að fara ofan í Dauðahafið. Salt- böð eru talin vera holl. Margir höfðu tekið stein með sér upp úr Dauðahafinu til minja, og auðvitað var skán utan á hon- um. Svo var sezt að snæðingi úti fyrir veitingahúsinu. Fararstjóri Útsýnar og Sigurður A. Magn- ússon höfðu komið með nxat frá Damaskus, og nú tóku íslend- ingarnir hraustlega til matar sins eftir saltbaðið. Þarna var all- margt af aðkomufólki, þar á með al Arabi einn, hár og tígulegur ásamt evrópskri konu. Voru þau í voldugum lúxusbíl. Töldu sum ir, að þetta væri arabískur sheik með konu sinni, en hitt þykir mér þó líklegra, sem bílstjórinn minn hélt fram, að arabinn væri fylgdarmaður þessarar evrópsku konu, enda ók hún bílnum og hann var með svartan hring utan um hettu sína, sem sýndi að hann var engin auðmaður eða af háum ekki haft augun &f Dauðahafinu, sem að sögn býr yfir fjölbreyti- legum litbrigðum. Mér verður það ljóst, að græni litxirinn er að færast í aukana, nú þegar á dag- inn líður. — Og það er ekkert smáræði af vatni sem hefur stig- ið upp af þesum haffleti nú í dag. Talið er, að Jórdan og fleiri ár, sem í Dauðahafið falla, beri þangað vatnsmagn,. er nemi 6 miljónum rúmmetra daglega. Nú er ekkert frárennsli úr þessum mikla saltpol-li í dýpsta sigdal jarðar. Dauðahafið losar sig við allt þetta vatn með uppgufun. __ Engar bátaferðir eða sigling- ar eru sjáanlegar á Dauðahafinu, enda eru miklir flutningar eng- in knýjandi nauðsyn á þessxxm slóðum. Siglingar eru líka hættu legar þarna. Járnfleytur ryðga ]og tærast. Trébátar springa. jvegna þyrxgdar vatnsins rista bátar grunnt og velta þvi auð- veldlega. Snöggir hvirfilvindax geta feykt þeim um koll. Og öldurnax' eru þungar eins og risahrammar, ef þær rísa upp lf.il höggs. Sædrifið, sex sinnum [saltara en öldxxr úthafanna, blindar líka fljótt og angrar húð- íslenzku ferðalangarnir ná sér í „heilagt vatn“ í ánni Jórdan. ættum. Áin Jórdan. | Nú er Dauðahafið langt a t baki með leyndardóma í djúp- n.niiim og ísskaraðar strendur. Enn á ný var ekið eftir eyði- Imöi’kinni í átt ’til Jórdanar. 'Þarna er jarðvegur mjög salt- borinn og ófrjór. Ekki er þar stingandi strá að sjá. Áin Jórdan er einstök meðal fljóta. Upptök hennar eru í eilif- 'um snjó Hermonfjalls, þar sem sumir segja, að Jesús Kristur hafi hlotið þá dýrlegu reynslu 'að ummyndast. Áin yfirgefur þennan stað full léttúðar og æskugalsa og steypist í syngj- andi flaumi niður á Húla-slétt- una, þar sem hún myndar Húla- vatnið. En hún lætur ekki þar við sitja, heldur hraðar hún sét 'þaðan niður í Genesaretvatnið. Þótt þetta sé aðeins 18 km vega- lengd, fellur hún þennan spöl íulla 200 metra, hoppandi og dansandi, og er þá komin 206 jmebra niður fyrir sjávarmáL sá jórdanski, á svölum veitinga- Enn er straumuxinn ofsafeng* inn og vanstilltur, enda fallið mikið. Það er fyrst á Jeríkó* sléttunni, að hún virðist hafa brotið af sér hornin. Þar skipt- ir snögglega um, og hún líður lygn og kyrrlát á hinurn helgu slóðum. Nú er allt gerbreytt. Hér verður eyðimörkin að ald- ingarði af hennar völdum. Him berst gegn dauðanum og legg- ur undir sig auðnina, .vökvar, lífgar, frjóvgar. Á þessum slóð- um var það, að Jesús Kristur kom til Jóhannesar og lét skír- ast af honum í ánni. Það er þessi Jórdan, sem varð fræg í söigunni og er helgasta fljót heirrxs. Og svo líður hún hinzta spölin hljóðlát og í tiginni ró- semi út í Dauðahafið. Brátt blasir við mikið gróður- lendi. Við erurn komin að skírn- arstaðnum við ána Jórdan. Á þesum stað segir erfikenningin, að Jóhannes skírari hafi starf- að og Kristur stigið út í ána og þegið skírn af honum. Að vísu er ekki hægt að sanna það, að atburðurinn hafi farið fram ná- kvæmlega á þesum stað, en það er ekki hægt að benda á annan stað sennilegri. Þegar um helga staði fortíðarinnar er að ræða, er ekki um annað að gera en láta sér nægja það, sem senni- legast er. Margt breytist á styttri tíma en nærfellt 2000 árum. Borgir eru lagðar í rústir, hrynja í jarðskjálftum og brenna. Ný jarðlög myndast og hlaðast ofan á þau, sem áður voru efst og nutu sólar. Ár brjóta niður bakka sína og breyta sér. Þegar áiraþúsundir hafaliðið frá því atburður hefur skeð á einhverj- um stað, er í fæsturn tilvikum hægt að benda á blettinn. Jafn- vel þótt þetta væri ekki nákvæm lega skírnarstaðurinn, er það mér ekkert aðalatriði, heldur hitt, að ég stend við ána Jórdan, og hér í þessu umhverfi átti atburðurinn sér stað. Svo er ann- að. Þessi staður hefur helgast af pílagrímsferðum kxistinna manna svo þúsundum skiptir um aldaraðir. Á fyrri hluta 4. ald- ar var staðurinn vel þekktur. Fjöldi pílagríma hefur laugað sig í hinu helga fljóti, og margir höfðu það fyrir sið að baða sig í hvítum kufli, sem þeir síðar notuðu fyrir líkklæði. Sagan segir, að Eiríkur, sonur Sigurð- ar konungs munns og bróðir Sverris, hafi laugazt í Jórdan „ok hafði logandi kerti í hendi“. Sagnir eru um það, að árið 1172 hafi 60 þúsund manns farið út í ána í einu. Það er einhver mikilil friður, sem hvílir yfir þessum yndislega gróðurreiti, þar sem áin Mður fram gulbleik á lit í lotning- arfullri ró. Meðfram ánni er hita- beltisgróður. Þar vaxa akasíur, pálmar ,fikjutré, granattré, tam ariskrunnar og grátviður alls konar. Sefgróður er víða við árbakkann. Á sjálfum skirnar* staðnum hefur trjám verið rutt burtu. Ég tók eftir ungum lif- viði, sem var að teygja sig upp úr sandinum. Það voru mikil viðbrigði að koma hingiað skyndilega eítir að hafa verið við Dauðahafið. Hér var eins og lifið hefði yfir* unnið dauðann. Við áttum frið- Framhald á bls 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.