Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐID Laugaradagur 23. marz 1963 Bji^rni Sígurðsson i Vigur: Vargur í varpiöndum Á að svipta varp^ændur stærstu moguleikum til útrýmijigar vargsins? Hugíeiðingar um örn'nn af f TILEFNI breytingu á lögum um friðun arna, sem Bjartm.ar Guðmunds- son alþm. hefur lagt fram á Ai- þingi því er nú situr á rökstólum munu tveir sómamenn, þeir lista- maðurinn Guðmundur Einarsson frá MUSdal og Sigurður Þórðar- son bóndi á Laugabóli, hafa skrif- að sína greinina hvor, sem birtar eru í Morgunbl. 6. marz s.l. Báð- um þessum heiðursmönnum er það sýnilega áhugamál að stefnt verði að því áfram að koma í veg fyrir að Erninum verði út- rýmt úr fuglalífinu hér á landi voru, þar sem hann um ár og aldir hefur lifað og hlotið að verð leikum heitið „konungur fugl- anna“ vegna stærðar og tignar. Telja má víst að meginþorri þjóðarinnar muni vera sömu skoð unar og greinarhöfundar um að allt þurfi að gera til þess að halda við arnætofninum, þó ekki á þann veg að gjört verði á kostnað arðsamra fuglategunda svo sem t. d. æðarfuglsins. Tvennu ólíku er hér saman að jafna, æðarfuglinum, sem gefur allmiklar tekjur í þjóðarbúið, sem gætu margfaldast við aukna ræktun, og erninum, stærsta og kannski grimmasta ránfuglinum, sem til er í landinu, talinn af mörgum valda skaða all allmik- lum í æðarvörpum, og engum til nýtja að neinu leyti nema síður sé. Nærtæk dæmi eru til, nú seinni tíð, að stór æðarvörp hafa verið lögð í auðn af völdum arna. Á þetta sérstaklega við um þau varplönd, sem liggja fjarri byggðu bóli og sem vegna fólks- fæðar í sveitum landsins hefur ekki verið hægt að koma við það góðu eftirliti, sem þurft hefði í mörgum tilfellum því naumast um að kenna trassaskap eða óhirðu æðarvarpseigenda. Það er langt síðan að lands- mönnum var ljóst um nytsemi æðarfuglsins. Benda til þess ákvæði þau sem felast í verzl unartilskipun, sem var útgefin 13. júní árið 1789, um friðun þessa nytjafugls. Er í tilskipun þessari bannað að skjóta æðar- fugl, eða drepa hann með hund um eða netjum, að viðlagðri i marka sekt (íú rd.) fyrir hvern fugl. Hver sem er að drápinu og ekki ljóstrar því upp, sekt hálfu minni. Uppljóstrarmaður fékk %, en fátækrasjóður % sekt- arinnar. Á síðari árum hefur æðardúnn farið ört hækkandi í verði, eins og reyndar flestar aðrar vörur. Inn anlandsmarkaður fyrir æðardún hefur og skapast meiri en nokkru sinni áður vegna aukins kaup máttar og velmegunar alls al mennings. Æðarvarpsbændur o aðrir unnendur æðarvarpsræktar hafa ýmist í ræðu eða riti hvatt þá, sem æðarvarp eiga til að hirða vel vörpin og koma upp nýjum varplöndum þar sem hentugt þykir. Kennir margra grasa í þessum skrifum, enda margt þar vel sagt og til eftir breytni, þó sumt orki nokkurs tvímælis, að mér finnst. Margvíslegar eru þær hættur sem steðja að æðarvarpinu um varptlmann, Má þar fyrst og skað iegast telja vorhretin þegar snjór leggst yfir varpið og fuglinn hrekst af hreiðrunum og egg o, frumvarpi um minna leyti. Við þau náttúruöfl verða engar skorður reistar svo að gagni komi. Næst er það svo hættan af flugvörgunum, hrafni og svartbaki sem eru aðsópsmikl- ir við eggjaránið, sem örninn hirð ir ekki um að ræna, en er hins vegar sá ránfugl, sem æðarfugl- inn óttast mest, þegar hann flýg- ur yfir varplandið. Má svo heita að allur fugl, sem kominn er í varplandið sópist þá burt af hreiðrunum til sjávar og komi þangað ekki aftur fyrr en örninn er í hvarf horfinn. Allir þessir fuglar hafa frá fyrstu tíð valdið miklu tjóni á æðarvörpum um- hverfis landið. Vil ég nú í sem fæstum orðum segja frá reynslu minni frá því ég var unglingur, við að verjast ásókn og eyðileggingu nefndra fugla í æðarvarpinu hér í Vigur, ef orðið gæti til þess að eitthvað mætti af því læra. Tvímælalaust hefur mér fund- izt hrafninn erfiðastur viðureign- ar í baráttunni við flugvarginn svo slóttugur og vitur sem hann er. Styggur og var um sig er hann að jafnaði þegar hann verð- ur var við skyttuna er hún röltir um varplandi* með byssuna í vígahug. Byssulausan mann óttast hann þó ekki en á það til að storka honum með nærveru sinni. Annars er nú á seinni árum miklu minna um hrafn hér en áður fyrr. Mestan usla gerði hrafninn hér varplandinu þegar heimræði átti sér stað hér á mörgum bæj- um í sveitinni og í nærliggjandi veiðistöðvum. Báru bændur þá slor og annan fiskúrgang á tún sín svo sprytti betur. Settist hrafn mn þar að oft í tugatali og gerði sér gott af krásinni. Var það oft óhugnanleg sjón, að mér fannst, þegar hin svarta hjörð kom í stórhópum fljúgandi hing- að á eyjuna um sólarupprás á morgnana til þess að gæða sér á nýmetinu, eggjunum og mýkja kvertkarnar eftir slorátið. Dreiíði þá vargurinn sér um alla eyjuna og tíndi upp eggin, sem fugl- inn hafði orpið kvöldið áður, meðan helzt var friður fyrir þess um kvöldsvæfa þorpara, sem jafnan gengur síðla dags til náða í klettum á fastalandinu. Þegar svona stóð á var þrautaráðið að eitra fyrir varginn. Bezt kom það að gagni í kuldatíð, þá hrafmnn gráðugastur. Fannst mér ég oft merkja það eftir fyrstu eitrun, að þá væri fuglinn tregari til þess að taka agnið (eitrið) því oftar sem eitrað var. Tilgangslítið fannst mér og að bera út eitur fyrir hrafninn að honum aðsjá- andi, enda bezt að gera það að kveldi dags. Mestan skaða tel ég hrafninn hafa gert hér í varpinu með eggjaráni sínu. Ég býst nú við, að eftir því sem krumma hefur verið lýst hér að framan þá verði fáir til þess að trúa því að hann geti skoðast sem trúverðugur vörður í varplandi. En vissulega hefur hann reynzt það, þegar hann hef- ur byggt sér hreiður hér á eyj- unni og ungað út eggjum sínum, sem oft hefur komið fyrir. Ekki þarf að óttast mikinn hrafnsvarg hér þau sumrin. Er það staðreynd að hreiðurhrafnarnir sjá svo um að enginn annar hrafn en þeir standi stundinni lengur við gestum í varplandið er tekið með ógurlegri grimmd og bardaga, sem endar alltaf með því, að að- komuhrafrnnn er hrakinn burt af eyjunni. Einu sinni fyrir nokkrum ár- um síðan skeði það að bardaginn var háður hér uppi yfir bæjar- víkinni, sem endaði á þann veg, að aðkomuhrafninn var sleginn af hreiðurhrafnunum niður í sjóinn Bjarni Sigurðsson. það nærri fjöruborðinu að krummi gat svamlað í land með hjálp vængja sinna. En óburðugt var sundið hjá veslings krumma og ekki var hann beisinn þegar ég tók á móti honum í lending- unni hræddum og illa á sig komn um. Krumma þessum sleppti ég auðvitað eftir að hann hafði jafn að sig eftir bardagann og sundið, sem var furðu fljótt. Tók hann þá flugið beint til næsta fasta lands. Hreiðurhrafn búsettann hér skaut ég aldrei á búskapar árum mínum og oftast var það vani að gefa hrafnshjónunum einn ungann þeirra sem þau fengu svo að ala upp í friði.' Ég held að fullyrða megi, að flestir eða allir varpeigendur álíti Svartbakinn standa mest fyrir þrifum og vexti æðarfuglsins. Ekkert ráð tel ég öruggt til að bægja honum burt úr varpinu, annað en eitra fyrir hann. Svart- bakurinn gengur fljótt í eitrið Dauðastríð hans er siutt eftir að hann hefur gleypt eitrið, miklu styttra en hrafnsins. Oftast liggur svartbakurinn dauður á eiturs- stað. Strax og eitrað hefur verið fyrir hann má segja að hann hrynji niður. Hverfur þá fljótt allur sá svartbakur, sem ekki hefur tekið eitrið á burt úr varp- landinu. Líða þá oft margir dagar þar til hann kemur aftur í varp landið. Rétt er að láta hinn dauða fugl liggja kyrran á eiturstað til viðvörunar varginum þegar hann heirnsækir varpið aftur. Sjálfsagt er að eitra fyrir fuglinn með sjó fram á klöppum eða klettum þar sem hæst ber á. Komi það fyrir að fuglinn reiki, eftir að hafa tekið eitrið, þangað sem er gras- lendi er rétt að fjarlægja hann þaðan í fjöruna. Annars hefur aldrei komið að sök þótt kýr eða kindur hafi bitið gras þar, sem hinn eitraði fugl lá. Sjálfsagt er að endurbæta eitr- un svo oft, sem þurfa þykir. Hefur mér veitst létt verk að bægja þessum vargi frá varpinu og takmarka eggjarán hans, sem kveður mest að þegar vorhret ganga yfir. Mestan skaða gerir svartbakurinn með sínu tak- markalausa æðarungaáti, sem ekkert verður ráðið við. Ógrynni er til af svartbak allt í kring um landið, sem gera má ráð fyrir að aldrei verði hægt að fækka svo um muni. Bezta aðferðin ég ákvæði í lögum um eyðingu svartbaks að tekin skulu öll egg hans í varplöndum hans, sem allvíða munu þéttsetin. En fyrir- hafnarsamt og örðugt mun vera að framfylgja því ákvæði laganna enda víða vanrækt, að talið er. Að ætla sér að fækka þessum skemmdarvargi, með skotum, svo um muni, tel ég óhugsandi, jafn- vel þó skotlaunin vseru stórhækk- uð frá því, sem nú er ákveðið í lögum. Nei eina ráðið til þess að afstýra því að varplönd æðar- fuglsins verði eyðilögð, er eitrun in fyrir varginn. Eitt ráð hefur mér þó dottið í hug, að vert væri að gera tilraun með til að veiða svartbakinn. Það er að koma upp vírnetsbúri, að stærð c. a. 5x5 metrar á hvern veg, eða þar um bil. Veggir þess væru minnst 3 metra háir. Vírnetin negld á staura með hæfilegu millibili. Efst í staurana séu negldir viðar- renglur, sem vísa inn í búrið, allt að 70 cm langar. Á þessar rengl- ur neglist svo vírnet sem mynd- ar skáhalt íoftnet inn af öllum veggjum búrsins að ofanverðu. Búr þessi er sjálfsagt að stað- setja á afviknum stað í námunda við fiskveiðistöðvarnar, þar sem jafnan er sægur af svartbak. Inn í búrið skal flytja slor og annan fiskúrgang sem er lostætur matur svartbtksins, og hann sækir mjög í. Mundi svartbakurinn tvímæla- laust setjast að krásunum í búr- inu er hann flygi þarna yfir. En eins og flugtaki hans er háttað mundi hann alls ekki geta tekið sig upp úr búrinu aftur, svo að ganga mætti að honum þarna og stytta honum aldur á mannúðlegri hátt en með eitri. Tel ég hyggilegra að verja því fé, sem nú er ætlað til að útrýma svartbaknum með skotum, sem reynast mun tilgangslaus kák, til tilrauna við veiðar þessa fugls í búr lík því sem ég hér hefi bent á. dúnn fer forgöróum að meira eða hér á eyjunni. Slíkum óboðnum Þá er það örninn, þessi tigulegi fugl okkar, sem óttazt er nú um að verði upprættur með öllu ef eirtun fyrir hverskonar varg verði ekki lögbönnuð. Ég skal nú skýra frá viður- eign minni við þennan aðsóps- mesta ránfugl sem oft leggur leið sína hingað í Vigur, stundum oft á sama árinu. Er þetta skilj- anlegt, þar sem að tvö arnar- hjón hafa um árabil átt hreiður sín hér í Ögurhreppi og komið þar upp ungum sínum í friði og óáreitt. Nú nokkur seinustu árin hefur hreiðrið ekki verið nema eitt. Örninn er eins og öllum varpeigendum er kunnugt um sá ránfuglinn, sem æðarfuglinn er hræddastur við af öllu. Ég hefi jafnan haft strangar gætur á að örninn staðnæmist ekki lengi hér í varplandinu í Vigur, og þá sér- staklega um varptímann. Það er óskemmtileg sjón að sjá þegar örn flýgur yfir varplandið. Hver einasti fugl í varplandinu sópast þá skelfdur niður á sjóinn af hreiðrum sínum með hávaða miklum og gargi þegar á sjóinn er kominn, sem sagt trylltur af ótta. Þegar þetta kemur fyrir er það mitt fyrsta verk að grípa byssuna án þess að hafa í huga að drepa örninn, sem er einn þeirra fugla, sem er friðaður allt árið. Hitt hefi ég svo oft gert að skjóta í áttina að honum á það löngu færi að skaðaði hann ekki og með því rekið hann taf- arlaust burt úr varplandinu. Með stöðugri árvekni í þessum efnum hefur mér tekizt að koma í veg fyrir að hann hafi gert tilfinnanlegan skaða hér varpinu. Oft þó orðið þess var að hann hefur drepið eina æðarkollu í ferðinni á eyjunni og þá rifið hana í sundur og etið rétt við hreiðurbarminn en skilið eftir egg in í hreiðrinu óhreyfð. Einu sinni hefur þó komið fyrir að hann mun hafa setið um kyrrt nætur- langt á eyjunni fjærst bænum. Daginn eftir er farið var í dún- leit kom þá í Ijós að 29 hreiður til að fækka þessum vargi tel stóðu opin og yfirgefin með eggjunum óhreyfðum þaðan, með dauðum ungunum í. Síðan ég fyrst man eftir mér hefur á hverju ári verið borin eitruð egg út fyrir hrafn og syart bak með góðum árangri. Það hef- ur verið eina örugga ráðið til að draga úr skefjalausu eggjaráni svartbaks og hrafns. Óhrakia reynsla mín er fengin fyrir því, að örn tekur aldrei egg sér til matar hvorki óeitruð né eitruð, enda aldrei hlotizt hér tjón af fyrir hann svo ég viti til. Hitt skal svo játað að einu sinni fyrir mörgum árum síðan kom það fyrir að örn mun hér hafa fallið fyrir eitri. Stóð þá svo á að hret var í aðsigi. Varp og sauðburð- ur var byrjaður. Ógrynni hrafns og svartbaks sveimaði yfir varp- landinu. Eitruð egg og nýdauð- ur tvílembingur voru um kvöld- ið borin út fyrir vargana. Morgun inn eftir var allt varpið undir snjó og hrakviðri var á. Fjö-ldi hrafna og svartbaks höfðu drep- ist um nóttina af eitrinu. Dauður örn fannst skammt frá eiturstað, sem að öllum líkum hefur drep- ist af eitruðum lambsskrokknum, sem sást að hreyft hafði verið við en þó ekkert verið færður úr stað. Síðan þetta var hefi ég aldrei eitrað annað en egg og mun svo framvegis verða hér. Örninn vil ég ekki, að verði útdauður í landinu. Hinsvegar mundi ég ekki aðgerðarlaus horfa upp á að hann gerði stórskaða í varpinu jafnvel skjóta hann þá og greiða þegjandi sekt fyrir. Tel ég auðvelt að verja skaða, svo teij- andi sé, fyrir þá varpbændur sem eiga varpið á heimajörðinni í námunda við bæinn. Hitt er svo erfiðara við að eiga ef varpið er langt frá býlinu, eins og áður er sagt. Mun svo víða vera á Breiðafirði í hinum mörgu hólm- um og eyjum, sem vörp eru 1 og því komið sem komið er að fugiinn er þar horfinn að sögn» Talað er um að bæta þeim skaðan sem verður af völdum arna. Hvernig sá skaði verður fullbætt- ur fæ ég ekki séð, né heldur hvernig hann verður metinn. Lag leg fúlga gæti það orðið þegar erninum tæki að fjölga, sem gera má ráð fyrir ef öll eitrun verð- ur bönnuð, sem vonandi allir hugsandi menn munu ekki sam- þykkja. Víst má telja að ef bönn- uð verði eitrun fyrir varg, þá verði þau lög þverbrotin af varp- bændum, ekki löghlýðnari en stór hópur manna í landi voru er. —. Ekki man ég betur en að lög- bannað sé nú að eitra fyrir refi hér á Vestfjarðakjálkanum ann- að en egg, sem komið sé fyrir fjarri mannabústöðum í holum og gjótum, þar sem litlar líkur, eða engar eru til, að örn gleypi eitrið. Verði eitrun fyrir refi og all- an þann varg sem varpbændur eiga nú við að stríða bönnuð geng ég þess ekki dulinn að ekki verður langt þess að bíða að æðar vörpin á mörgum eyjum, hólmum og víðar verða í auðn lögð. Er mér því spurn? Hver vill verða til þess að stuðla að því „ að kasta perlum fyrir svín“ sem ég vil svo kalla, ef stefnt verður að því að útrýma æðar- fuglinum en ala upp í hans stað örninn, þó tilkomumikill sé, seiu ekkert fjárhagslegt gildi hefur fyrir þjóðfélagið nema síður sé? Ég játa það, að það er neyðar- úrræði að þurfa að aflífa nokkra skepnu eða kvikindi með eitri, en hér er um hreinustu nauðvörn að ræða, sem verður ekki neitað, að miðar að því að viðhalda, ég vil segja stórauka þann hagnað sem þjóðarbúið gæti haft af æðar- varpsrækt ef vel væri á haldið. Sigurður vinur minn á Lauga- bóli drepur á margt í nefndri Morgunblaðsgrein sinni. Segir það „þjóðarsmán“ ef örninn verði hér aldauða af mannavöldum, Vona ég að svo verði ekki þó varpsbændum leyfist áfram að verjast hverskonar vargi, sem herjar á varplöndin með marg- víslegu móti og jafnvel leggur Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.