Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 20
20 M O R C V N B l 4 Ð 1 O Laugar^fJagur 23. marz 1963 Nýlega var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er á- kæruvaldið höfðaði gegn Svein- birni Anton Jónssyni, bifreiðar- stjóra á Akureyri, þar sem á- kært var fyrir leynivínsölu. Úr- slit málsins í Hæstarétti urðu þau, að ákærði var sýknaður, en hann hafði verið sekúr fundinn í héraðsdómi. Málavextir eru sem hér segir: Þriðjudaginn 16. ágúst 1960 kom 16 ára piltur á lögreglustöð- ina á Akureyri og tilkynnti lög- reglunni, að hann hefði verið staddur við BSO laugardags- kvöldið 30. júlí 1960 ásamt féiaga sínum. Sagði hann, að þeir hefðu komið að máli við ákærða og fal- ast eftir víni hjá honum. Hefði ákærði tekið þeirri málaleitun vel, og svo hefði farið, að hann hafi selt þeim tvær flöskur af brennivíni á kr. 230,00 hvora flösku. Félagi hins fyrrgreinda pilts, 19 ára gamall, kom sem vitni fyrir dóm 1. sept. s.á. Hann bar að hann hefði ásamt félaga sínum keypt af ákærða tvær flöskur af áfengi, en gat ekki staðhæft, hvenær kaupin áttu sér stað, en taldi að það hefði verið um verzlunarmannahelgina þ.á. og frekast á sunnudagskvöld um þá helgi. Ákærði neitaði sök sinni og kvaðst ekki hafa verið staddur í bænum laugardaginn 30. júlí og anna tveggja en það, sem hér er rakið. Héraðsdómarinn taldi, að nægileg sönnun hefði komið fram um brot ákærða og dæmdi hann til að greiða kr. 6.000,00 í sekt og skyldi ólögmætur ávinn- ingur upptækur gerður. Þá skyldi hann og greiða allan kostn að sakarinnar. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu, en eftir að málinu var áfrýjað fóru fram framhalds- próf í því og ýmis ný gögn lögð fram. í forsendum að dómi Hæsta- réttar segir svo: „Þegar metinn er framburður þessara vi'tne, (þ.e. piltanna tveggja), þykir hann vera svo gallaður, að ekki sé fært gegn eindreginni neitun ákærða, sem ekki hefur áður sætt ákæru eða refsingu fyrir ólögleg- an flutning eða sölu áfengis, að telja hann sönnun þess, að á- kærði hafi selt þeim áfengi það, sem um ræðir í máli þessu, enda renna engar aðrar stoðir undir áburðinn. Því ber að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“ Ákveðið var, að allur kostn- aður sakarinnar skyldi greiðast úr ríkissjóði. Nýlega var kveffinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er reis út af sambúðarslitum 2. Ráðskonuikaup fyrir tíma- bilið 1.6.’57—1.9.’60, 39 mán uðir á kr. 78.000,00. Sam- tals kr. 153.000,00. Um fyrri kröfuliðinn urðu nið- ursrtöður þær sömu í héraði og fyrir Hæstarétti. Að því er þann lið snertir hafði stefnandi haldið því fram, að hún og stefndur 'hefðu verið eignalaus er þau hófu búskap, þegar undan væru skild ar kr. 30.000,00, sem stefndur hafði fengið í arf eftir móður sína Stefnandi kvað fjárhaginn hafa batnað smám saman. Þau hefðu keypt sér bíl og selt hann og hafið byggingu íbúðar í raðhúsi sumarið 1959. íbúðin var fok- held, er aðilar slitu sambúðinni. Stefnandi reisti kröfur sínar skv. þessum kröfulið á því, að hún hefði lagt drjúgan skerf til kaupa á íbúðinni, sem átti að verða framtíðarheimili þeirra. Auk þess að annast öll venjuleg heimilisstörf, hefði hún unnið ut an heimils og varið öllu, sem hún vann sér inn til sameigin- legra þarfa þeirra. Af hálfu stefnds var því mót- mælt, að stefnandi hefði lagt nokkra peninga til sameiginlegs heimilis þeirra. Laun hennar hefðu að mestu farið til sérþarfa hennar, auk þess sem hún keypti sér nokkuð af innbúi, sem hún hefði tekið með sér. Staðfest eftirrit af skattfram- tölum stefnanda sýndu, að tekj- ur hennar voru kr. 24.000,00 á ári 1959 og 1960, en kr. 40.000,00 árið 1961, en þar af eru kr. 25.00,00 áætlun fyrir tímabilið 1.6.—31.12. 1960. fasteign, er eigi unnt að taka kröfu hennar skv. þessum lið til greina." Að því er síðari liðinn snertir, þ.e. kröfu um ráðskonukaup, taldi stefnandi, að henni bæri kaup fyrir störf sín í þógu heim- ilisins þann tíma, sem hún bjó með stefndum og væru kr. 2.000,00 á mánuði lágmarks- krafa og þá tekið tiilit til kr. 10.000,00, er stefndi greiddi henni við sambúðarslitin. Stefndi mótmælti því, að stefnandi ætti rétt á ráðskonu- kaupi, enda hefði hún unnið fulla vinnu annars staðar þar til í júni 1960. Sjálfur hefði hann unnið á Keflavíkurflugvelli, þar til í marz 1960 og hefði hann haft þar frítt fæði og fengið mat- arávísanir, 'sem jafngiltu þrem- ur máltíðum á dag. Stefnandi hélt þvi fram, að stefndi hefði oftast borðað kvöldmat heima, og hún hefði auk þess séð um aiian þvott af honum. Niðurstöður um þennan kröfu- lið urðu þær í Hæstarétti, að miðað við allar aðstæður, voru stefnanda dæmd laun fyrir störf hennar í þágu heimilis hennar og stefnda, samtals kr. 35.000,00. Stefndi var og dæmdur til að greiða stefnanda kr. 10.000,00 í málskostnað. KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í móli, er Gísli Þórðarson, Flöt við Sundlauga- veg í Reykjavík, höfðaði gegn Stálumbúðum h.f. til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 262.157,- ásamt vöxtum og málskostnaði. Mál þetta var höfðað vegna slyss er stefndi varð fyrir, er hann var að störfum í þágu hins stefnda fyrirtækis. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 10. febrúar 1958 var stefndi að vinna í húsakynnum Stálumbúða h.f. við Kleppsveg í Reykjavík. Var stefnandi að vinna við að móta vaska og var til þess notuð stór pressa. Fram- kvæmd verksins er á þann veg, að ofan á neðra mótið er sett járnplata en þar fyrir ofan er efra mótið, sem vegur um 500 kg. Þegar plötu þeirri, er móta á, hefur verið komið fyrir, er efra mótinu ýtt inn, síðan er ýtt á lítið handfang og slær pressan þá efra mótið niður með 350 tn. þunga. Er pressan hefur mótað plötuna, fer hún sjálfkrafa upp aftur. Þá er gripið í efra mótið og það dregið út að hálfu leyti til þess að unnt sé að nó í vaskinn. Er stefnandi var við þessa vinnu í umrætt sinn, vildi það til á einn eða annan hátt, að stefn- andi setti pressuna af stað áður en búið var á ýta efra mótinu inn aftur. Er pressan féll á neðra mótið, braut hún úr því stykki um 100 kg að þyngd og féll það á stefnanda, en efra mótið sjálft skauzt út úr legunum, lenti utan í hendi sa-mstarfsmanns stefnanda og féll síðan á gólfið. Stefnandi hlaut af þessu mikil meiðsli og var hann skjótlega fluttur á Slysa varðstofuna og þaðan á Landsspít alann til frekari aðgerða. Stefnandi gaf þá skýringu á ' slysinu, að hann hefði hrasað, er | hann steig í laut, sem var fyrir framan vélina. í fallinu hefði hann borið fyrir sig hægri hönd- ina og hefði hún komið á rofa vél arinnar. Taldi hann oliu hafa verið á gólfinu og því hefði það verið hált. All mörg vitni voru leidd í mál inu, en ekki gefst hér rúm til að rekja íramburð þeirra. í héraðsdómnum er því lýst, að dómurinn hafi farið á vettvang og skoðað aðstæður. Segir m.a. „Fram undan vélinni til hægri, svo í forsendum dómsins: — í um 0,8 — 1 m fjarlægð frá und* irstöðu hennar, er hola um 20x40 x8 cm að stærð, sem virðist hafa myndast við það, að brotið hafi verið upp úr gólfsteypunni. Upp við undirstöðu vélarinnar er timb urfleki. Myndast smá mishæð milli flekans og hins steypta gólfs. Fyrir framan flekann er múrhúðun á gólfinu nokkuð far- in að slitna og springa. Þvert fyrir framan vélina hefur málm- ræma verið lögð yfir samskeyti flekans og gólfsins. Verða menn að gæta varúðar til að hrasa ekki um þennan umbúnað“. Um útbúnað vélarinnar segir svo í forsendum héraðsdómsins- ins: „Á ræsirofa þeim, sem ætlað ur er til ,að stjórna gangsetningu vélarinnar eru fjórir hnappar (rofar). Stjórnrofi til að færa efra mótið lítils háttar til, aðalræsi- rofi, stöðvirofi og öryggisrofi. Er slysið varð, var gangsetningu hag að þannig, að aðeins þurfti að ýta á aðalræsirofann til að ræsa vélina. Hins vegar hefur komið í ljós, að hægt var með þar til gerðum lykli að tengja saman að alræsirofann og öryggisrofann, þannig, að ýta þurfi á báða rof- ana, samtímis, til þess að ræsa vélina. Er ómótmælt að þessi út- búnaður hafi verið á vélinni frá upphafi. Verður að telja, að þessj tenging rofanna skapi meira ör. yggi, þar sem minni hætta sé á, að starfsmenn ræsi vélina óvilj- andi eða að óathuguðu máli. Þá er og upplýst, að efra mótið i vélinni var laust í legum þeim, sem það rann eftir, þannig, að unnt var að draga það fram úr þeim. Verður að telja, að ör. yggiskeðja eða annar stöðvunar- útbúnaður, sem unnt á að ver^ Framhald á bls. 22, sunnuaaginn kvaost nann naia studað leiguakstur innanbæjar. Kvað ákærður útilokað, að hann hefði talað við vitnin tvö laugar- daginn 30. júlí og mundi ekki eftir að hafa ekið þeim sunnu- daginn 31. júlí. Verjandi ákærða krafðist sýknu fyrir hann og byggði hana á því, að lögfull sönnun hefði ekki komið fram um það, hvenær áfengissalan hefði átt sér stað og yrði misræmið í framburði vitn- anna að metast sakborningi í hag, skv. almennum reglum refsi réttar. Kom ýmislegt annað ó- samræmi fram í framburði pilt- er búiff höfffu saman í rúmlega þrjú ár. Fór stúlkan fram á bæt- ur samtals aff upphæff kr. 153.000,00. MáLavextir eru þeir, að í mal mánuði 1956 opinberuðu stefn- andi (stúikan )og stefndi (pilt- urinn) trúlofun sína. Hófu þau sambúð í júnímiánuði árið eftir og bjuggu saman óslitið þar til í ágústmánuði 1960 að þau slitu samibúðinni. Stefnandi sundurliðaði kröfu sína sem hér segir:: 1. Helmingur af nettóverði í- búðar, kr. 75.000,00. Um þennan kröfulið segir svo í forsendum að héraðsdómi: „Stefndur var einn þinglesinn eigandi að hinni umdeildu íbúð. Upplýst er, að hann fékk veru- lega fjárhæð að erfðum eftir að þau stefnandi hófu sarnbúð og hann virðist hafa verið í stöð- ugri atvinnu allan tímann, sem þau bjuggu saman. Stefnandi hefur eigi haldið því fram, að beinar tekjur hennar af vinnu utan heimilisins hafi verið aðrar eða meiri en að framan greinir. Þar sem henni hefur ekki tekizt að sanna eða gera sennilegt, að hún hafi með beinum fjárfram- löguim eða á annan hátt öðlazt eignarrétt að hluta í umræddri O. MUSTAD & SÖN, Oslo Rfgistered trade marh M U S T A D Key^Brand FISH HOOKS hafa framleitt fiskiöngla fyrir margar kynslóðir íslenzkra fiskimanna. Yfirburðir Mustadönglanna hafa alltaf reynzt ótvíræðir. Úrvals hráefni og þrotlaus nákvæmni í framleiðslu- háttum með áratuga reynslu að baki, gerir stöðug gæði Mustad önglanna örugg og trygg. Þannig hafa bótaformenn á íslandi áratug eftir áratug notað svo að segja eingöngu. MUSTAD ÖNGLA AF ÞVÍ AÐ: 1) þeir eru sterkir herðingin er jöfn og rétt húðunin er haldgóð lagið er rétt verðið er hagstætt 2) 3) 4) 5) Vertíðin bregzt ekki vegna önglanna, ef þeir eru frá ©.PtwsiraH) & Osló. Mustad önglar fásf hjá öllum v-iðai fœraheildsölum og kaupmönnum á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.