Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 13
Laugaradagur 23. marz 1963 IUORCiVlSBL AÐIÐ 13 „bölvun Fjörutíu ár eru liðin síðan gröf Tutankamens var opnuð. Af þeim 26, sem við það voru riðnir, dóu 20 með svinlegum hætti — flestir skömmu síðar. SUMIR trúa á álög, og ef menn vilja trúa þeim á annað borð virð ist ekkert því til fyrirstöðu, að þau geti orðið að áhrínsorðum eftir mörg þúsund ár. Eitt fræg- asta dæmið um áhrif fordæm- ingarinnar eru atburðir þeir, sem gerðust eftir að gröf Tutamkham- ens í Luxor var opnuð fyrir rétt- um 40 árum. 17. febr. 1023. Fund- ust þar glæsilegri fornmenjar en nokkurntíma áður höfðu fundizt í Egyptalandi, svo fjölskrúðugar að þær urðu til þess að varpa nýju ljósi yfir fornmenningu Egypta. En yfir dyrum kumblsins var var þpssi híeróglýfu-áletrun: sem í þýðingu J. C. Mardrus hljóðar svo: „Ó, allt sem skapað er að ofan. Ó, allt sem skapað er að neðan, frá krossgötum og þjóð vegum frá myrkri næturinnar. Ó, ferðamenn úr Ijósaskiptunum, vinir mánans, verið allir vitni mín. Lát þá hönd visna sem rís gegn mér, lát þá tortímast sem ráðast á nafn mitt, leifar Tnínar og það sem skapað er í minni mynd“. Hótunin var ótvíræð, en forn- fræðingunum sem þarna voru að verki, fannst fjarstæða að taka nokkurt mark á henni. öllum nema einum: Arthur Weig- all, fornmenja-umsjónarmanni egypzku stjórnarinnar. Hann dó eðlilegum dauðdaga 11 árum síð- ar, en virtist öllum heillum horf- inn eftir að gröfin var opnuð. í fróðlegri ritgerð hefur Trevor Anderson sagt frá „bölvun Faraó- anna“, í tilefni af því, að fyrir rúmum 2 árum lögðu 50 egypzk- ir verkamenn niður vinnu hjá fornleifagrúskaranum Aly Abdel Rassoul, sem í 20 ár hafði verið að leita að fjársjóðum Set I. — „hins gullna Faraós" — í Luxor. Þó boðin væri 50% kauphækkun fékkst enginn til að vinna að greftinum. — Ef við gerum það, kemur sama bölvunin yfir okkur og þá, sem opnuðu gröf Tutank- hamens, segja verkamennirnir. Og þeir hafa mikið til síns máls Því að allt þangað til í hittifyrra hafa margir dáið á dularfullan hátt, sem á einhvern hátt voru viðriðnir gröf Tutankhamens. Fjórði maður úr sömu fjölskyld- unni, Westbury lávarður, dó svip lega í hittifyrra 46 ára. Hann hét upprunalega Richard Morland Toliemache Bethell. Faðir hans dó 6 árum eftir að hann hafði tekið þátt í að opna gröf Tutank- hamens, líka 46 ára. Og móðir Bethells og afi, sem hafði komizt yfir ýmsa gripi úr gröfinni fyrir fóru sér. Tveir silfurlúðrar fundust í grafhýsinu og voru þeir fluttir í þjóðmenjasafnið í Cairo. Mörg- um árum síðar var ameríkanskur kvikmyndari að gera mynd um forn-egypzka sögu, og datt í hug að fá annan lúðurinn lánaðan og láta þeyta hann yfir grafhýsi Tutankhamens, og útvarpa hljómnum. Lengi vel tókst eng- um að ná nokkrum óm úr lúðrum, en loks gaf sig fram gamall fauskur, sem sagðist kunna lagið á hljóðfærinu. Tókst honum að ná ömurlegum væl úr lúðrinum, en í söimu svifum hrökk hann sundur. Gamli maðurinn gerði nýja tilraun með hinn lúðurinn, en fótbrotnaði á leiðinni upp á grafhýsið. Samt gafst hann ekki upp og tókst loks að ná úr lúðr- inum svo ferlegu hljóði, að allir viðstaddir hrukku við. Nú komu fram upplýsingar um, að þetta var gamall herlúður. Þetta gerð- ist sumarið 1839 og sex vikum síðar hófst heimsstyrjöldin! Tutankhamen varð konungur 12 ára gamall og dó úr berkla- veiki 18 ára. Hann var tengda- sonur Iknatons konungs og þess vegna erfði hann ríkið. En hann var ónýtur konungur og prest- arnir réðu öllu. Hann var smurð- ur og settur í grafhýsi í Konunga- dal, 700 km frá Cairo, en þar eru yfir 40 konungar jarðsettir og von hló og gerði að. gamni sínu er hann kom inn í grafhýsið, en Weigall féll það illa. „Þetta er heilög stund“, sagði hann við lá- varðinn, sem lét orð hans eins og vind um eyrun þrjóta. „Úr því að hann fer inn í graf- hýsið í þessum ham, á hann ekki nema 6 vikur ólifaðar", hvíslaði Weigall að Howard Carter, Það fyrsta sem Carnarvon rak augun í inni í grafhýsinu var alabastkrukka. Á henni var þessi letrun: „Dauðinn sækir á hröðum vængjum þann sem snertir graf- hýsi Faraós". Carnarvon stakk hendinni ofani krukkuna, en kippti henni óðar burys lávarðar, sem hafði verið einkaritari Carters, fannst dauður í rúmi sínum í Bath í Englandi 1 nóvember 1929. Læknarnir gátu ekki séð hvað banamein hans var, en töldu að hann hefði orðið fyrir óþekktri smitun. Þremur mánuð- um síðar fleygði faðir hans sér út um glugga á 5. hæð og beið bana. Hann átti ýmsa muni úr gröf Tutankhamens. Á leiðinni í kirkjugarðinn ók líkvagninn á barn og það fórst. Arthur Weigall, sem sagt hafði fyrir dauða Carnarvons, varð mið ur sín skömmu eftir opnun graf- hýsisins. Hann hætti að starfa og hrörnaði ört en talaði í sífellu um bölvun faraóanna. Hann dó eðlilegum dauðdaga 1934, 53 ára gamall og var þá orðinn umkomu laus aumingi. Sir Archibald Douglas, einn af kunnustu geislafræðingum heims, bauðst til að röntgenljós- mynda múmíu Tutankhamens og gerði það. Þetta var ungur mað- ur og virtist eiga blómlega fram- tíð fyrir höndum. Skömmu eftir myndatökuna datt hann niður dauður, á ferðalagi í Sviss. — Breanstead forstöðumaður aust- urlandastofnunarinnar Chicago vildi sýna að hann tæki ekki mark á bölvun faraóanna og át og svaf inni í grafhýsi Tutank- hamens í hálfan mánuð. Skömmu síðar dó hann af eitrun. Brezki geislafræðingurinn Fred erick Raleigh var fenginn til að rannsaka grafhýsið. Meðan hann var þar inni, tók hann eftir að honum förlaðist sjón. Hann skjögraði fram í dyrnar, missti meðvitundina og dó án þess að fá rænu aftur. Banamein: Hjarta- bilun. Egypzki furstinn Hallah Bey fyrirfór sér skömmi\ eftir að hann hafði komið í grafhýsið. Hann og bróðir háns héldu því fram að þeir væru afkomendur faraó- anna, þó yfirvöldin hafi úrskurð- að að engir afkomendur þeirra séu til. Tveir franskir vísindamenn voru kvaddir til Luxor til þess að rannsaka nákvæmlega hve gamall Tutankhamen hefði ver- ið daginn sem hann dó. Þéssari rannsókn lauk aldrei, því að mennirnir dóu báðir skömmu eftir að þeir komu til Egypta- lands. — Er þetta nokkuð annað en tilviljun og hjátrú? Um það má lengi deila, en óneitanlega er það einkennileg „tilviljun“ að 20 af þeim 26 mönnum, sem opnuðu gröf Tutankhamens skuli hafa dáið með mjög kynlegum hætti. Sá eini af þessum mönnum, sem dó eðlilegum dauðdaga var Arthur Weigall. Egyptafræðingarnir harðneita því vitanlega, að um nokkur álög faróanna geti.verið að ræða, og telja það barnalega bábilju. En alþýðan í Egyptalandi er á öðru máli. Hún er sannfærð um mátt álaganna, eins og sjá má af neitun egypzku verkamann- anna, sem getið var hér að fram- an. Og er það nokkuð flónslegra að trúa á slík álög en að trúa því að innbyrðist afstaða himintungl- anna geti ráðið örlögum manna. En sú trú er í hátízku á tuttug- ustu öldinni. Nýtt tímarit — BlaB lögmanna fylgdu miklir fjársjóðir þeim öll- um í gröfina. Aðeins fáar grafir höfðu verið rændir þegar amerískur fornfræðingur fékk leyfi til að grafa eftir fornmenj- um þarna, árið 1902. Hann leitaði að gröf Tutankhamens í 13 ár, en árangurslaust. ' Á fyrstu árum fyrri heims- styrjaldarinnar fékk enski lávarð urinn Carnarvon leitarréttindi Ameríkumannsins og hófst nú handa, ásamt vini sínum Howard Carter, sem var miklu meiri forn fræðingur en lávarðurinn. Og ár- ið 1922 rakst hann á grafhýsi, sem hann í fyrstu hugði að mundi vera gröf Ramsesar IV. En við nánari athugun fann Carter inn- sigli Tutankhamens á grafhýsinu. Carnarvon var í Englandi þegar þetta gerðist, og Carter lét frek- ari aðgerðir bíða þangað til hann kæmi. í forsal grafhýsisins fund- ust mörg þúsund munir úr eigu Tutankhamens og konu hans, þar var og hásæti hans, konungskór- óna úr gulli og ljósnhöfuð úr gulii og ellefu veldissprotar, margra milljón króna virði í gull- gildi. Tutankhamen dó árið 1335 f. Kr. og hafði þannig legið í gröf sinni í 3258 ár, er hún var opnuð, 17. febrúar 1923. Gekk Carnarvon lávarður fyrstur inn í gröfina, á undan boðsgestunum, en meðal þeirra var Arthur Weigall forn- menja-umsjónarmaður. Carnar- að sér og rak upp hljóð. Blóðdropi kom fram á vísifingri hans. Carnarvon skeytti því engu en hélt áfram. En réttum sex vikum síðar dó Carnarvon. Arthur Weigall sárn aði stórlega að hann skyldi hafa sagt þetta fyrir. En hvernig fór svo um alla hina? Aðeins mánuði eftir lát Carn- arvons dó ameríski járnbrauta- auðkýfingurinn Jay Gould, sem hafði verið með lávarðinum 1 grafhýsinu. Læknarnir sögðu að hann hefði fengið lungnabólgu — í grafhýsinu. Áður en árið var liðið fyrirfór hálfbróðir lávarðsins sér. Aubrey Herbert. Hann hafði sagt fynr, að miklar hörmungar mundu ganga yfir fjölskyiduna. Howard Carter dó ekki fyrr en 1939. Hann varð 65 ára. En á þess um 16 árum, frá opnun grafar innar til dauða Carters, dóu að minnsta kosti 20 af þeim, sem viðstaddir voru við opnun graf arinnar, með kynlegum hætti. Dr. Jonathan Carver, hægri hönd Carters, fórst í bílslysi 1929, sir Lee Stack, sem einnig aðstoðaði við opnun grafarinnar, var myrt ur í Cairo árið eftir að Carnarvon dó. Kunnur vísindamaður, Evelyn White fyrirfór sér. Hann lét eftir sig bréf og skrifaði þar, að hann fyrirfæri sér vegna þess að bölv un faraóanna lægi á sér. Richard Bethell, sonur West- NÝLEGA er komið út fyrsta tölublað skemmtilegs og fróð- legs tímarits. Heitir það „Blað lögmanna“, 1. tbl. I. árg. Svo segir m. a. í formála: „Árið 1951 hóf Lögmannafélag ið útgáfu Tímarits lögfræðinga, sem það gaf út til ársins 1960, er það afhenti ritið Lögfræð- ingafélagi íslands. Afhending tímaritsins mætti nokkurri and- stöðu og var þá ákveðið, að Lög- mannafélagið gæfi út blað þetta. Á aðalfundi 1960 var ritnefnd kjörin, þótt stjórn félagsins hafi ekki fyrr en í árslok 1962 falið henni að taka til starfa og hóf þá ritnefndin störf sín. — Blaði þessu er fyrst og fremst ætlað að vera stéttarblað starfandi lög- manna og málsvari þeirra, en auk þess birtar stuttar greinar lögfræðilegs efnis, ritdóma um lögfræðirit, skrifa um sérstæða dóma, svo og einstakar lagasetn- ingar, ef tilefni gefst. Blað þetta er opið öllum lögmönnum til 'birtingar á hugðarefnum sínum, ér falla undir efni þess. Þá er blaðinu ætlað, að verða frétta- 'blað um meiri háttar lögfræði- leg efni. Einnig mun það flytja juridisk léttmeti, gamansögur um lögfræði og lögfræðinga. Blaðinu er ætlað að koma út 4 sinnum á ári. Stærð þess mun verða frá 16—24 síður. Mun reynt að raða efni þess það myndrænt niður, að lestur þess þreyti ekki lesandann, jafnvel þótt hann hafi átt erilsaman starfsdag“. Blaðið er mjög skemmtilega skrifað, og fjóldamargt þar skemmtiefni tengt jus, þótt hrein lögfræði taki ekki mikib rúm. Af efni blaðsins má nefna: „Codex ethicus Lögmannafé- lags Islands“, sem samþykktur var 24. júní 1960, forspjall, sem nefnist „Að heiman riðið“. grein eftir Agúst Fjeldsted, hrl., for mann LMFÍ um starfsemi félags ir.s, frétt um embætti Saksókn- ara ríkisins, fréttir um nýjar lögfræ|Siskrifstofur, tillögur laga nefndar „um hvaða störf séu samrýmanleg lögmannastörfum“, minningargreinar bókafregnir, skemmtiþættir úr dómsölum o. s. frv. % Ýmsar fréttir eru í blaðinu, m. a. sú, að Guðlaugur Einarsson hefur með bréfi frá Hæstarétti íslands 7. des. hlotið réttindi að nýju til þess að fíytja mál fyrir Hæstarétti. Stolið sí«arettum á Self ossi AÐFARANÓTT sunnudagsins var brotizt inn í söluturn S. Ólason- ar við Tryggvatorg á Selfossi og stolið nokkru magni af Camel- sígarettum. Hafði þjófurinn brot- ið rúðu í hurðinni og komizt þannig inn. Um nóttina sást til manns á hlaupum, sem missti eitthvað er líktist sígarettulengjum, en tók þær upp og hljóp áfram. Eru þeir sem kynnu að geta veitt nokkr- ar upplýsingar beðnir um að hafa samband við lögregluna á Sel- fossi eða í Reykjavík. Brotizt inn í sumarbústaði Um helgina var einnig til— kynnt um innbrot í sumarbú- staði til Kópavogslögreglunnar. Fólk er að byrja að fara í sum- arbústaði sína og finnur þá að einhvern tíma í vetur hafa komið óboðnir gestir. Wshington, marz — Bandaríski gervihnötturinn Relay, sem skotið var á loft 13. desember sl„ hefur ekkert lát ið til sín heyra síöan vegna orkuskorts. Nú hefur banda- ríska geimrannsóknarstofnun- in (NASA) tilkynnt að hnött- urinn sé kominn í samt lag og muni tilraunir til fjarskipta um hann hefjast á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.