Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 10
10
MORCUNBL AÐIÐ
Laugaradagur 23. tnarz 1963
Núverandi stjóm Málaraféiiag3 Reykjavíkur talið frá vinstri:
Hjálmar Jónsson, varaform., Mignús H. Stephensen, gjaldkeri,
Lárus Bjarnfreðsson, form., Ingi M. Magnússon, vararitari og
Leifur Ólafsson, ritari.
Málarafélag
Reykjavíkur
35 ára
MÁLARAFÉLAG Reykjavíkur
var stofnað 4. marz 1928 og voru
stofnendur 16 að tölu. Fyrsta
stjórn félagsins var þannig skip
uð.
Albert Erlingsson formaður,
Hörður Jóhannesson ritgri og
Ágúst Hákonsen gjaldkeri.
Varastjórn: Óskar Jóhannsson,
Georg Vilhjálmsson og Þorbjörn
Þórðarson.
Félagið átti örðugt uppdráttar
fyrstu árin, það var ekki fyrr en
árið 1933 sem félaginu tikst að
gera samninga um kaup og kjör
sem var fyrsta raunverulega
viðurkenningin á tilverurétti þess
sem stéttarfélags. Síðan hefur
félagið farið vaxandi. Það á nú
meðal annars fulltrúa í próf-
nefnd í málaraiðn, fulltrúa í
Iðnráði, auk þess sem félags-
menn hafa gegnt fjölmörgum
trúnaðarstöðum innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Nú eru félagsmenn um 130.
Fél. hélt upp á afmaelið með
fjölmennu hófi í Þjóðleikhúskjall
aranum að kvöldi hins 4. marz.
— Vargur
Framhald af bls. 8.
þau í auðn sums staðar. Þá minn-
ist Sigurður á „langvinnt og
hroðalegt dauðastríð" sem „strych
in“ hefur í för með sér fyrir
þá fugla, sem gleypa eitrið. Get
ég af eigin sjón borið um að
mislangt er það. Til dæmis hjá
hrafni og svartbak. Svartbakur-
inn deyr svo að segja strax og
hann hefur gleypt eitrið og ligg-
ur þá oftast á eiturstað. Dauða-
stríð hrafnsins stendur mun leng-
ur yfir. Veit ég vel að það muni
kvalafullt fyrir fuglinn. Ég veit
líka að þú Sigurður munir oft
hafa séð dýrbitna kind með
brudda snoppuna upp undir augu
og kannski að öðru leyti hel-
særða eftir refinn. Ég tel að hún
líði ekki minni kvalir en fugl-
árnir sem gleypa eitrið, eða hvað
segir þú um það?
Sauðkindin er þó handgengnari
okkur mönnunum en refurinn og
ránfuglarnir, og ætti því ekki að
vera minni meðaumkvum með
henni hjá okkur en þeim fyrr-
töldu, eða finnst þér það?
Við eyjaskeggjar ferðumst lítið
um fastalandið að jafnaði. Tvisv-
ar hefi ég þó á ferðalagi verið
sjónarvottur að því er örn flaug
með unglamb í klónum fyrir Gils-
fjarðarbotni. Skal ég ekkert um
það segja hve miklum unglamba-
dauða örninn kann að hafa vaJd-
ið og veldur enn. Um það eru efa-
iaust flestir bændur mér fróð-
ari En heyrt hefi ég margar sög-
ur sagðar um lambadráp arnar-
ins.
Nei, góðir hálsar, þið sem
keppið nú að því að svipta varp-
bændur stærsta möguleikanum
til útrýmingar varginum úr varp-
löndunum með strangari löggjöf
en nú gildir í þessum efnum, stór.
hækkuðum sektum og jafnvel
„tugthúsi", athugið hvað þið eruð
að gera. Ég held að þetta sé ekki
heppileg aðferð til varnar ern-
inum, „kóngi fuglanna“ sem kall-
aður er, sem við ógjarnan viljum
að verði aldauða.
Vigur, 14. marz 1S63
Bjarni Sigurðsson.
Forhitarar
Smíðum allar stærðir af
forhiturum fyrir hitaveitu.
Vélsmiðjan Kyndill
Sími 32778
Raddir Akurnesinga
geymdar á segulbandi
Akranesi, 15. marz.
HÉR fer á eftir bréf sóknar-
prests okkar Akurnesinga, séra
Jóns M. Guðjónssonar á Kirkju-
hvoii, um mál, sem mér þykir
merkilegt. Það hefir sögulegt
gildi að geyma á seguibandi mál-
far og raddblæ Akurnesinga um
miðbik 20. aldar og hafa til sam-
anburðar fyrir eftirkomendurna.
— Oddur.
Bréf séra Jóns
Raddir á segulbandi.
„Fyrir nokkrum árum kom mér
í hug, að æskilegt væri, að radd-
ir manna á Akranesi yrðu varð-
veittar fyrir framtíð. Um það
leyti fór ég af stað með hug-
mynd mína, fór til manna og
bað þá að segja stuttan þátt inn
á stálþráð (segulbandið var þá
ekki komið til sögunnar hér
heima). Þeir, sem ég náði til,
tóku erindi mínu vel. Um 20
menn töluðu inn á þráðinn. Auk
einstaklinga var vígsla nýja
barnaskólans 1950 öll tekin upp.
Að beiðni minni tók útvarpið að
sér að flytja raddirnar yfir á
segulband, þar sem stálþráðar-
tæki mega teljast úr sögunni og
varla finnanleg. Sumir þeirra,
sem töluðu inn á þráðinn, eru
horfnir okkur, t. d. Ólafur Fin-
sen, héraðslæknir o. fl. Mér er nú
mjög í mun, að gengið sé í það
að taka upp á segulband raddir
sem allra flestra í bænum. í mín-
um huga er hér um merkilegan
hlut að ræða og frá mörgum hlið-
um. Það er vissulega fjársjóður
fyrir bæjarfélag og hverja byggð
að eiga og mega varðveita raddir
þess fólks, sem þar hefur lifað
og starfað og mótað gang sögunn-
ar á sínum stað, sameiginlega, en
þó hver einstakur með „sitt“, að
einhverju leyti ólíkur öllum öðr-
um. Ég sendi þér þetta bréf, sem
og mörgum öðrum á Akranesi,
með þeim tilmælum, að þú ljáir
ofangreindu stuðning. Það, sem
til er ætlazt, er, að þú takir
saman stuttan þátt um eitthvað,
sem þér býr í huga, og talir hann
inn á bandið, þegar komið verð-
ur með það heim til þín. Hæfilegt
er, að hver þáttur taki um 3—5
mín. Æskilegt er, að efni þátt-
anna snerti á einhvern hátt þessa
byggð, starf þitt hér t. d., eða á
annan hátt. Þó er það ekki nauð-
synlegt. Einhver atburður þér
minnisstæður á hér vel heima. Og
margt fleira má sér benda á. Val-
ið er frjálst. Þátturinn má ein3
vel vera í samtalsformi, þ. e.
einn spyr og þú svarar á þann
veg, sem í hugann kemur. Sum-
um kann að láta það betur en að
að festa á biað og lesa upp. Aðal-
atriðið er, að ná sem allra flest-
um og á sem eðlilegastan hátt.
Á undan hverjum þætti verður
viðkomandi kynntur með örfá-
um orðum. Ég bið þig vinsam-
legast að svara þessu bréfi, ef
þú vilt verða við tilmælum mín-
um, og það hið allra fyrsta. Líður
þá ekki á löngu, að þú verðir
lítils háttar tafinn með sjálfu
segulbandinu.
Með trausti og vinsemd.
Jón M. Guðjónsson“.
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANN\
3
„Það er bezt að vera
alveg viss“, hugsaði Mari
anna með sér, teygði sig
út um gluggann og sagði:
„Láttu rigna, litla stjarna,
litla stjarna.“
í því sá hún nýmán-
ann gægjast upp yfir
krónu gömlu eikarinnar.
„Ég ætla að vera alveg
viss um, að það rigni á
morgun“, sagði hún við
sjálfa sig, „og þess vegna
er bezt, að ég biðji mán-
ann líka að uppfylla ósk
mina.“
Svo hneigði hún sig
þrisvar fyrir mánanum
og ókaði sér rigningar á
morgun.
Strax og Marianna
vaknaði daginn eftir
hljóp hún fram úr og leit
út um gluggann. En það
var engin rígning. Sólin
skein jafn glatt og hún
hafði gert síðustu dagana
„Mamma, mamma, kall
aði Marianna og_ hljóp
niður stigann. „Eg bað
óskabeinið, stjörnuna og
nýmánann að gefa mér
rigningu, en samt heidur
sólin áfram að skína. Af
hverju fer aldrei að
rigna?“
„Á ég að segja þér
nokkuð, Marianna," svar
aði mamma hennar, „rign
ingin kemur, þegar hún
á að koma, en aldrei ann
ars. Það er sama hvað
mikið þú óskar og óskar,
það fer ekki að rigna fyr
ir því.“
Þá varð Marianna leið
og settist á tröppurnar
fyrir utan dyrnar. Hún
horfði á fólkið, sem-átti
leið framhjá. Einn af
þeim var pósturinn.
„Góðan daginn, Mari-
anna,“ sagði hann.
„Finnst þér ekki veðrið
indælt í dag?“
„Nei,“ svaraði
anna, „ég vildi
heldur fá rigningu í stað-
inn.“
„Segðu þetta ekki,“ sv
svaraði pósturinn, „þá
yrði ég rennvotur við að
bera út öll bréfin/ Og
hann hélt glaðuráfram og
blístraði fjörugt lag.
Handan götunnar opn-
aði Stína frænka dyrnar
og kallaði til Mariönnu:
„Góðan daginn, Mari-
dásamlegt í dag!“
„Nei,“ svaraði Mari-
anna, „ég vildi miklu
heldur, að það væri rign-
ing.“
„Segðu það ekki,“ svar
aði Stína frænka, ,,ég
ætla einmitt að þvo í dag
og þvotturinn minn þorn
ar ekki, ef hann fer að
rigna.“
Framhald næst.
Mari-
mikla
rfSTURI!
TVÖ LISTAVERK
KOLBRÚN Jóhannsdótt-
ir, 4 ára, Reykjavík, send
ir okkur þessa skemmti-
legu teikningu. Þar sem
engar skýringar fylgdu
mydinni, verður hver að
segja sér sjálfur, hvað
hún á að tákna, enda fer
bezt á því (sjá mynd til
vinstri).
Og hér er svo önnur
mynd, sem systir hennar,
LAUFEY, 5 ára, sendL
(myndin efst til vinstri),
Hún var fallega lituð og
vel upp byggð, en því
miður koma litirnir ekki
fram í prentuninni. Les«
bókin þakkar þessum
ungu listakonum fyrir
myndirnar og sendir
hvorri þeirra 50 krónur.
David Severn;
V/ð hurfum inn
í framtíðina
„Já, svo kom stríðið og
grandaði allri þeirri
menningu, sem við höfð
um tileinkað okkur. Það
er ekki vitað með vissu,
hvenær það brautzt út,
en talið, að það hafi ver-
ið við lok tuttugustu og
þriðju aldar,“
„Hvernig varð svo þetta
nýja England til“, spurði
ég. „öll þessi stærðfræði,
vélaleysi og þetta frum-
stæða líf?“
Það var á dögum Marli
fyrir fjögur hundruð níu-
tíu og sjö árum. Á þeim
tíma var engin fræðileg
þekking til. Engar vís-
inda- eða.' listastofnanir
höfðu lifað kjarnorku-
stríðið af. öll slík þekk-
ing var löngu gleymd.
Smáskærur milli ætta og
flokka, þar sem að lokum
var bariztmeð mjögfrum-
stæðum vopnum, voru nú
að mestu hættar. Stríð
sóttir höfðu að mestu eytt