Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.1963, Side 1
24 síður Hörmungarástand. ríkjandi á Bali í Indénesíu: Öttazt a5 ellefu bús. hafi farizt og 400 þús. heim- ilislausir ai vold- um eldgossins Den Pasar, 26. marz. — NTB-Reuter —• Ó T T A Z T er, að 11 þúsund manns, að minnsta kosti, hafi farizt af völdum eldgossins í fjallinu Agung á Balí í Indó- nesíu. Meira en 400 þúsund manns hafa misst heimili sín. Talið er víst, að flytja verði fólk þetta hrott frá eynni, því að tíu ár murri líða áður en unnt verður að hefja ræktun þar að nýju. Formaður Rauða krossins í Indónesíu, frú P. Abdul Rahman, átti fund með fréttamönnum í dag og skýrði frá því, að 400 þúsund manns hefðu misst heim- ili sín og aleigu vegna hamfar- anna á Balí. Sagði hún suðaustur hluta eyjarinnar, þar sem mestur hluti fólksins bjó, hafa orðið mjög illa úti, vegna öskufalls og hraunstraums. Sennilega yrði að flytja allt þetta fólk á brott, því að áratugur mundi líða áður en unnt yrði að hefja ræktunarfram kvæmdir að nýju. Frú Rahman sagði, að þegar hefðu 50 þús. manns verið flutt- ir burt og aðrir 35 þús. færu fyr- ir vikulokin. Hún sagði Rauða krossinn hafa farið fram á aukna aðstoð stjórnarinnar við björg- unarstarfið, fleiri flutningavélar, þyrlur og báta, og ennfremur meiri lyf, hrísgrjón og fatnað. í>á sagði talsmaður Indónesíu- stjórnar á Balí í dag, að ætla mætti að ellefu þúsund manns hafi týnt lífi í þessum náttúru- hamförum. \ Á Vestur-Borneó hafa þúsund- ir manna misst heimili sín vegna flóða. Fregnir frá Manila herma, að stjórn Filippseyja hafi ákveðið að senda þrjár stórar flugvélar með lækna, hjúkrunarkonur, lyf og önnur hjúkrunargögn til Balí. Verða fjörutíu læknar í liðinu. Indónesíustjórn hafa borizt samúðarkveðjur víða að, meðal annars frá stjórn Hollands. Eggert Gíslason við nýja bátinn. (Ljósm. Sigurður Finnsson). Eggert að koma með Sigorpól SIGURPÁLL, hinn nýi bátur Guð mundar á Rafnkelsstöðum, sem Eggert Gislason fyrrum á Víði II er að sækja, er nú að verða til búinn í Marstrand í Svíþjóð og er vonast til að hann geti lagt af stað til íslands um miðja næstu viku, að því er Guðmundur skýrði blaðinu frá í gær. Smíði bátsins iafðist um 3 vik ur vegna frosta og sagði Guð mundur að Eggert væri að verða óþolinmóður, þar eð hann sé Framh. á bls. 23 Meðfylgjandi mynd var tekin 23. marz sl. á Bal i þar sem verið var að flytja fólk brott frá eynni. Mestu óeirðir í London írá því fyrir stríð — 7000 manns söfnuðust saman við þinghúsið London, 26. marz — NTB-AP í dag kom til alvarlegra óeirða við þinghúsið í London, er um það bil sjö þús. atvinnuleysingjar víðs- vegar að af Bretlandseyjum söfnuðust þar saman til árétt- ingar kröfum sínum um vinnu og brauð. Margir særðust svo að flytja varð í sjúkrahús og enn seint í gærkvöldi voru þúsundir manna samankomn- ir í nágrenni þinghússins, en lögregla hélt mannfjöldanum í skefjum. Slíkar óeirðir hafa ekki orðið í London frá því fyrir stríð. í nótt hafði fólk þetta flykkzt til London til þess að taka þátt í mótmælafundi vegna atvinnu- leysis. Fór mannfjöldinn kröfu- göngur um götur borgarinnar, hélt sinn fund og lagði síðan leið sína til þinghússins. Kröfuspjöld voru borin, þar sem á stóð: „Lát- ið okkur fá vinnu“, „Niður með Macmillan“ o. s. frv. Margir göngumanna voru mjög við aldur og höfðu sumir þeirra tekið þátt í hinni svoköll- uðu „hungurgöngu" árið 1933. í fararbroddi lék lúðrasveit og meðal forystumanna voru þrír þingmenn Verkamannaflokksins, Anthony Greenwood, frú Bar- bara Castle og Douglas Jay. í fyrstu fór allt fram með frið- samlegum hætti. Lögreglumenn hleyptu fimmtíu manna sendi- nefnd inn í þinghúsið, þar sem átti að afhenda Macmillan for- sætisráðherra mótmælaorðsend- ingu. Fúndur stóð yfir í neðri málstofunni og er einn af þing- mönnum Verkamannaflokksins spurði forsætisráðherann, hvort hann vildi taka á móti sendi- nefndinni, svaraði hann því ját- andi. Á FÖSTUDAG urðu kunn úrslit i aukakosningum þeim, er fram fóru í Colne Valley á Englandi, í fyrri viku. Kosið vaí um eitt þingsæti, er Verkamannaflokkur inn hafði áður. Úrslitin nú urðu á þann veg, að Verkamannaflokkurinn tapaði sætinu til Frjálslyndra, en fhaldsflokkurinn, flokkur Mac- millans, forsætisráðherra, hlaut fæst atkvæði. Þykir brezka stjórnin hafa beðið mikinn ósigur, er flokkur hennar fær svo fá atkvæði. Almennt var talið, fyrir kosn- ingarnar, að Verkamannaflokk- urinn myndi halda þingsætinu, íhaldsflokkurinn fengi næstflest Meðan þessu fór fram komst hreyfing á mannfjöldann og áður en varði höfðu slagsmál og skemmdarverk hafizt. Bifreiðir þingmanna voru umkringdar og grýttar og fengu lögreglumenn sömu útreið, er þeír reyndu að sporna við skemmdarverkum. — Mannfjöldinn reyndi að ryðjast inn í þinghúsið, en lögreglu- mönnum tókst með naumindum að koma í veg fyrir það, meðan riddaraliðssveit lögreglunnar var kvödd á vettvang. Mannfjöldinn beitti glerbrotum, grjóti og hrossataði gegn lögreglumönn- um en þar kom, að þeir fengu nokkurn veginn náð yfirhönd- inni. I>á tóku mó,tmælendur það til bragðs að setjast niður á göt- urnar í stórum hópum með þeim atkvæði, en Frjálslyndir myndu reka lestina. Frjálslyndir fengu 18.033 at- kvæði, Verkamannaflokkurinn 15.994 og íhaldsflokkurinn aðeins 6.288. Verkamannaflokkurinn fékk aðeins fleiri atkvæði, hlutfalls- lega, en við síðustu kosningar, en Frjálslyndir fengu alla fylgis- aukningu sína frá íhaldsflokkn- um. í aukakosningum þeim, sem farið hafa fram að undanförnu, hefur verið kosið um 8 sæti, sem íihaldbflokkurinn hefur haldið. Hefur hann nú tapað fjórum af þeim. Framhald á bls. 2. Brezki Ihalds- flokkurinn tapar — í aukakosningum í Colne Valley

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.