Morgunblaðið - 27.03.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.03.1963, Qupperneq 15
Miðvikudag'ur 27. marz 1963 MORCVISBLAÐIB 15 FYRIR nokkrum dögum var frá því skýrt, að Dame Ninette De Valois, forstöðukona brezka konunglega ballettsins muni láta af störfum í des- ember næstkomandi og við taki hinn kunni ballethöfund- ur Sir Frederick Ashton. Dame Ninette á öðrum fremur heiðurinn af því að hafa byggt upp brezka ballett- inn og skapað honum sinn veg- lega sess á heimsmælikvarða. Hún hefur helgað honum alla sína krafta í hálfan fjórða ára- tug og í hálfa öld, eða allt frá fimmtán ára aldri, hefur hún verið tengd leiksviðinu. Hún fæddist á írskum bóndabæ, um það bil fjörutíu kílómetra frá Dublin og var skírð Edris Stannus. Segja má, að dansferill hennar hafi haf- izt, er hún sjö ára hnáta tók upp á því í barnaboði að dansa írskan dans fyrir krakkana, móður sinni til mestu hneyksl- unar. Skömmu síðar fluttist Dame Ninette De Valols. þá fékk ekkert haldið aftur af Edris Stannus og hún fékk að fara í danstíma. Árangurinn varð sá, að hún nálgaðist að vera hreint undrabarn og fimmtán ára kom hún fyrst fram á leiksviði. í fyrstu kom hún fram í lát- bragðsleikum, óperettum, revý um og óperum, en á sumrin ferðaðist hún með flokkum, er sýndu dans fyrir ferðafólk á baðstöðum. Það hefur verið haft eftir Dame Ninette, að hún hafi sennilega dansað svaninn deyjandi á hverjum einasta bryggjusporði í öllu Englandi. Eftir styrjöldina réðist hún til Diaghileffs hins rússneska og varð fljótlega ein af sóló- istum hans. Tveim árum síðar stofnaði hún sinn eigin dans- skóla í London og kenndi jafn framt hreyfingar og iátbragða- list við Old Vic-leikhúsið. Laun hennar þar voru eitt sterlingspund á viku. Þegar Lilian Baylis opnaði Sadler’s Wells leikhúsið að nýju árið 1931, réði hún Edris Stannus, sem þá hafði tekið upp nafnið Ninette de Valois, til að kenna ballett og þá var grundvöllurinn lagður að frægð brezka ballettsins. í fyrstu voru nemendurnir aðeins sex stúlkur og gekk flokkurinn undir nafninu „Vic-Wells ballett". Ninette var sólódansari leikhússins, og kennari — og ballethöfundur var hún allt þar til Frederick Ashton, fyrrverandi nemandi hennar, sem nú tekur við starfi hennar við Govent Gard en, fór að láta að sér kveða á því sviði. • Á þessum árum átti Dame Ninette de Valois, eða „Mad- am“, eins og hún jafnan hefur verið kölluð í leikhúsinu, —. við margskonar erfiðleika að etja. Eftir að Sadler’s Wells ballettinn var sameinaður Covent Garden óperunni árið 1946 varð hún að heyja stöð- uga samkepphi við þá, sem stóðu að óperusýningunum sjálfum, — samkeppni um hlut rekstrarfjár óperunnar, að- stöðu til aefinga og hlutdeild í hljómsveitinni. Hún hefur unnið margvísleg afrek til framgangs brezka ballettsins og má þar til nefna, er hún fékk því framgengt, að Rudolf Nureyev, sovézki listdansar- inn, sem flýði frá Kirov-ball- ettinum á sýningarferð í París, var ráðinn að Govent Garden, — en honum stóðu þá allar dyr opnar. Um þessar mundir dansar Nureyev mikið á móti Margot Fonteyn. Var alveg nýlega frumsýndur í London ballett eftir Sir Frederick Ashton, byggður á sögu Alex- ander Dumas „Kamelíufrúin", Sir Frederick samdi þennan ballett, sem hann nefnir „Marguerite og Armand“, sér- staklega fyrir þau Nureyev og Fonteyn, og hafði lengi verið beðið eftir frumsýningunni. Þessir listamenn hafa vakið mikla athygli fyrir leikræna hæfileika og miðaði Ashton að því, að þeir fengju sem bezt notið sín. Hlaut ballettinn af- bragðs góða dóma brezkra gagnrýnenda. Á frumsýningu, þar sem brezka konungsfjöl- skyldan var meðal áhorfenda, voru þau Nureyev og Fonteyn kölluð fram tuttugu sinnum. >f Um þessar mundir er kvik- myndafélagið Norsk film, að gera kvikmynd eftir leikritinu „Villiöndin" eftir Henrik Ib- sen. Sonarsonur skáldsins, Tancred Ibsen, stjórnar kvik- myndatökunni. Hann hefur einnig skrifað kvikmyndahand ritið sem er u.þ.b. þriðjungi styttra en leikritið sjálft. Með aðalhlutverk fara Henki Kol- stad, sem leikur Hjalmar- Ekdal, Wencke Foss, er leikur Ginu og tólf ára telpa, Kjersti Dalby, sem fer með hlutverk Hedvigar. Tancred Ibsen er með kunn- ustu kvikmyndaleikstjórum Norðmanna um þessar mund- ir. Hann var lengi búsettur í Hollywood og lærði þar kvik- myndatöku og leikstjórn. Er haft eftir honum í viðtali, að hann hafi byrjað námið með því að þvo og bóna gólf og lokið því með því að fara yfir kvikmyndahandrit fyrir Metro Goldwyn Meyer. Hann hefur lengi haft áhuga fyrir að gera kvikmyndir eftir leikritum afa síns og hefur nú, að lokinni kvikmyndun Villiandarinnar, sem sögð er vel heppnuð, feng ið vilyrði um fjárframlög til þess að kvikmynda leikritið „Afturgöngur“. — Kvæntur er Tancred Ibsen norskri leik- konu, Lillebil Ibsen. En sonarsonur skáldsins er í heimalandi sínu þekktur fyrir fleira en afskipti sín af kvikmyndum. Hann er einnig flugmaður að mennt og er sagt, að hann sé eini Norð- maðurinn, sem unnið hefur sér til frægðar að fljúga milli húsa eftir aðalgötu Oslóborg- ar, Karl Johan, og lenda flug- Fonteyn og Nureyev í „Marguerite og Armand“. Kjersti Dalby í hlutverki Hedvigar. vél sinni á Slotsbakken. Sjálf- ur kveðst hann hafa gert þetta vegna veðmáls við kunningja sinn — en hver, svo sem ástæð an var, vakti þess fífldirska ekki svo litla athygli á sínum tíma. Ákveðið hefur verið að koma á fót í Uppsölum bóka- safni til minningar um Dag Hammarskjöld, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanng. Er fyrirhugað að leggja þar áherzlu á bækur, er varða alþjóðleg málefni og alþjóðasamstarf. Þegar er ákveðið, að bóka- safnið fái inni í elzta húsi Upp sala, merku húsi — og verða þar innréttaðar lesstofur, vinpustofur og ef til vilf einnig vínstofa. Borgarstjórnin í Upp- sölum hefur heitið að leggja fram það fé, er þarf til inn- réttingar safnsins og fyrstu bókakaupa og hefur þegar gefið vilyrði fyrir nærri fimmtán milljónum króna ís- lenzkra. Talið er, að kostnaður við rekstur bókasafnsins verði um það bil sjö milljónir króna ísl. árlega. Þá hefur einnig verið heitið stuðningi af hálfu Sameinuðu þjóðanna, bæði aðalstöðvanna í New York og sérstofnanna samtak- anna. Fyrirhugað er, að fram- kvæmdir hefjist 1. janúar næstkomandi og verði að því miðað að opna safnið almenn- ingi 1. september 1964. í síðústu viku var sagt frá því í NTB-frétt frá Moskvu, að rússnesk kona, Olga Leva- sjova hefði varið doktorsrit- gerð í tónvísindum um norska tónskáldið Edvard Grieg. Fylgdi fregninni, að rannsókn hennar á verkum tónskáldsins væri sú umfangsmesta og ná- kvæmasta, sem nokkru sinni hefði verið gerð í Sovétríki- unum, en þar nýtur Grieg mik illa vinsælda. Levasjova hefur numiS músik heima í Rússlandi en lengi dvalizt í Noregi. f rit- gerð hennar eru sagðar koma fram margvíslegar upplýsing- ar um tónskáldið og vinnu- brögð hans, sem ekki hafa áður verið prentaðar. Sjálf segir Levasjova í viðtali við Tass-fréttastofuna, að þeir Tancred Ibsen sem fyrr hafi skrifað um Grieg hafi, að sínu áliti ekki lagt nægilega áherzlu á að skil- greina þann grundvöll og þann jarðveg, sem Grieg byggði músik sína á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.