Morgunblaðið - 27.03.1963, Page 22
22
MORGIIISBL4Ð1Ð
Miðvikudagur 27. marz 1963
Sænskur knattspyrnu-
dómari hingað
Atþiíðaknattspyrnus.'vmbandið
hefur nýlega skipað 10 kunna
ðómara í nefnd til að annast
dómaranámskeið hjá aðildarríkj'
unum. Er hugmyndin að dómar-
arnir heimsæki viðkomandi lönd
Milan og
Benefica
mætast
DREGIÐ hefur verið um
það hvaða lið keppa saman í
undanúrslitum keppninnar
um Evrópubikarinn í knatt-
spyrnu. Drátturinn fór þann-
ig að Milan ítaliu mæti Benef
ica Portugal og Feynoord Hol
landi leikur gegn Dundee
Skotlandi.
Þá hefur einnig verið dreg-
ið um það hVaða lið lenda
saman í undanúrslitum í
keppni bikarsigurvegara Evr-
ópulanda. Sá dráttur fór þann
ig að OFK, Belgrad eða ítalska
liðið Napoli (þau eiga eftir
. aukaieik) mæta Tottenham. 1
hinum léiknum mætast Nurn-
berg, Þýzkalandi og spánska
liðið Atletico Madrid.
og starfi þar stuttan tíma að
dómaramálum.
Knattspyrnusamband íslands
hefur farið þess á leit við Al-
þjóðasambandið, að einn nefnd-
armanna komi til íslands. Hef-
ur nú verið ákveðið að hinn
kunni dómari Ake Bromm frá
Sviþjóð komi til íslands 19. apr-
íl n.k. og dvelji í Reykjavík í
3 daga. Mun hann halda fyrir-
lestra á námskeiðum fyrir dóm-
ara, skýra út knattspyrnulögin
og reglur o.fl.
Dómaranefnd K.S.f. mun ann-
ast undirbúning og framkvæmd
námskeiðs þessa, en Dómara-
nefndin er þannig skipuð: Einar
Hjartarson, form., Þorlákur Þórð
arson og Carl Bergmann.
Er reiknað með, að dómarar
af ölilu landinu muni notfæra
sér þetta einstaka tækifæri og
fjölmenna á námskeiðið. »
Tvð íslandsmet
TVÖ íslenzk met voru sett á
sundmóti ÍR í gærkvöldi og voru
ÍR -ingar að verki í bæði skiptin.
- Enska knattspyrnan -
Úrslit leikja sem fram fóru fyr-
hluta þessarar viku.
Bikarkeppni:
Coventry - - Portsmouth ... 2-1
N. Forest - — Leeds ... 3-0
Dundee — Hibernians .. 1-0
St. Mirren — Patrick .. 1-1
Rangers — • E. Stirling ... 7-2
Dundee — Queens Park .. 3-1
Deildarkeppni:
Ipswich — Everton .. 0-3
West Ham — Manchester U. . ... 3-1
Bury — Rotherham .. 0-5
Preston — Walsall ... 4-2
Celtic — Raith ............. 4-1
Hearts — Kilmarnock ........ 2-3
Wolverhampton — Bolton ..... 4-0
Blackpool — Bumley ......... 0-0
Liverpool — W.B.A........... 2-2
Derby — Plymouth ........... 3-2
Southampton — Huddersfield .... 3-1
Sunderland — Norwich ....... 7-1
Clyde — Airdrie ............ 3-0
Motherwell — Third Lanark .... 3-3
Sl. miðvikudag fór fram lands-
leikur í Cardiff milli Wales og Ung
verjalands og urðu úrslit 1—1.
Hrafnhildpr Guðmundsdóttir
setti met í 200 m bringusundi
á 2.58.6 og sveit ÍR, Guðmundur
Gíslason, Sigurður Sigurðsson og
Þorsteinn IngóIfsson settu nvst í
3x100 m þrísundi, syntu á 3.28.6.
• Metin
Hrafnhildur synti mjög vel,
en hafði litla keppnl. Hún var
14 sek á undan keppinaut sín-
um Auði Guðjónsdóttur Kefla
vík, sem synti á 3.12.9 en það
er langbezti tíma Keflavík-
ursund^onu í þessari grein.
Gamla met Hrafnhildar var
2.59.2 og sett 1961.
Hrafnhildur er í mjög góðri
þjálfun nú. Hún ógnaði meti
Ágústu Þorsteinsdóttur Á' í
50 m skriðsundi, synti á 29.7
en met Ágústu er 29.3.
Sveit ÍR hafði mikla yfir-
burði í boðsUndinu. Sveitin
bætti metið um 7.6 sek en
gamla metið átti ÍR 3.36.2. Var
ÍR sveitin nær 25 m. á undan
sveit KR og um 50 m á und-
an hinum sveitunum tveim
sem kepptu.
^ÞETTA eru þrír af reykvísku
skíðamönnunum sem kepptu í
bæj aikeppni við Bergen
og Glasgiow í Solfönn við Berg
len. Myndirnar eru teknar í
isvigkeppni mótsins og allar
við sömu beygjuna svo vel
|má bera saman stíl kappanna.
Lengst til vinstri er Valdimar
tÖrnólfsson, í miðið Þorberg-
iur Eysteinsson og t.h. er Gunn
Gaugu^.Sigiirðssonj. t r
• Sigurvegarar
Sigurvegarar í einstökum grein
u m voru:
100 m skriðsund karla, Guðm.
Gíslason ÍR 59.5 sek.
100 m bringusund telpna, Auður
Guðjónsdóttir ÍBK 1.29.5.
100 m bringusund drengja, Guðm
Grímsson Á 1.25.2.
200 m bringusund karla, Sigurð-
ur Sigurðsson ÍR 2.50.8.
100 m flugsund karla, Guðm,
Gíslason ÍR 1.08.1.
200 m bringusun'd kvenna, Hrafn
hildur Guðmundsd. ÍR 2.58.6.
50 m skriðsund drengja, Trausti
JúMusson Á 30.2
100 m baiksund karla, Guðm.
Gíslason ÍR 1.08.0.
50 m skriðsund sveina, Þorsteinn
Ingólfsson Á 31.4.
50 m skriðsund kvenna, Hrafn-
hildur Guðmundsd. ÍR 29.7.
3x100 m þrísund, sveit ÍR 3.28.0
Met.
firði um páskana
Siglufirði, 26. marz. — Ákveðið
mun vera að Skíðamót íslands
fari fram á Siglufirði um pásk-
ana. Það hefst þriðjudaginn 9.
apríl og lýkur sunnudaginn
14. apríl.
Keppni hefst 9. apríl með 10
og 15 km göngu. Miðvikudaginn
10. apríl er stökk í öllum flokk-
um, og fimmtudaginn 11. 4x10
km boðganga og flokkasvig. Laug
ardaginn 13. verður 30 km ganga
og stórsvig í karla- og kvenna-
flokkum, og sunnudaginn 14. er
svig í karla- og kvennaflokkum.
Þátttöku þax-f að tilkynna fyrir
þriðjudaginn 2. apríl, þar sem
útdráttur um rásx-öð fer fram
miðvikudaginn 3. apríl.
Skíðamótið var fyrirhugað á
Norðfirði en frá því þurfti að
hverfa vegna snjóleysis þar. Hér
á Siglufirði er svo til snjólaust i
byggð, en vonir standa til að mót
ið geti farið fram í svonefnduia
Skarðsdal.
Mótstjóri verður Helgi Sveins-
son, íþróttakennari, og aðrir i
mótsstjórninni eru þessir: Guð-
mundur Árnason, Baldur Ólafs-
son, Aðalheiður Rögnvaldsdóttir,
Bragi Magnússon og Jón Þor-
steinsson.—Stefán.
— Hór/ð t>itt...
Framhald af bls. 3.
Læknirinn við vitnagrind-
urnar: — Eg get ekki annað
sagt en að það var ekki mín
sök, ef við sleppum því, að
hátterni hans (og því miður
er ekki hægt að þagga það
niður) varð (við skulum ekki
vera að skafa utan af því)
alltaf gyðinglegra og gyðing-
legra, enda þótt það geti ver-
ið, að ungi maðurinn hafi ver-
ið Andorri eins og við hin. Ég
er alls ekki að draga nein*
dul á það að við létum stjórn-
ast af því, sem kalla mættl
dægurflugu. Við skulum ekki
gleyma því, að þetta voru
rósturtímar.
★ • ★
í lok leiksins hvíttar Barbl-
in enn. Hún segir við prestr
•inn: — Pabbi er dáinn.
Faðir: — Ég veit það Barbl-
in.
Barblin: — Og hárið á mér?
Faðir: — Hárið á þér, Barbl
in, það vex aftur....
Barblin: — Eins og grasið
á gröfunum.
Þessir 10 Framarar vorn sæmdir gullmerki féia gsins fyrir vel unnin störf í þágu þess á afmælis-
hátíðinni. (Ljósm. Sveinn Þorm.). \
Veglegt afmælishðf Fram
Guðmundur Jónsson
knattspyrnuþjálfari Fram
með styttuna.
FRAM minntist 55 ára afmæl-
is síns sem er 1. maí n.k. með
hófi^að Hótel Borg s.l. laugar-
dagskvöld. Var hófið fjöimennt
og fór fram með miklum mynd-
arbrag öllum til ánægju. Meðal
gesta Fram í hófinu var borgar-
stjórinn Geir Hallgrímsson og
frú, heiðursforseti ÍSÍ Ben. G.
Waage, forrn ÍBR B'aldur Möll-
er, formenn flestra íþróttafélaga
í bænum o.fl.
Veizlustjóri var Jón Sigurðs-
son slökkviliðsstjóri en aðalræð-
una fyrir minni Fram flutti Pét-
ur Sigurðsson háskólaritari. Þá
flutti ræðu Ben. G. Waage, Bald-
ur Möller ávarpaði veizlugesti
svo og Reymr Sigurðsson form.
ÍR sem talaði af hálfu 11 íþrótta
félaga í Reykjavík og nágrenni
sem keppa við Fram og afhenti
hann sameiginlega peningagjöf
frá þeim.
Ómar Ragnarsson skemmti
veizlugestum í orðsins fylietu
merkingu oig dansað var af miklu
fjöri fram eftir nóttu.
Undir borðum voru heiðraðir
ýmsir Framárar eldri o,g yngri
sem unnið hafa félaginu dyggi-
lega. Tiu hlutu gullmerki Fram
og þjálfarar félagsins í hand-
knattleik og knattspymu hlutu
styttur áletraðar að gjöf fyrir
vel unnin störf innan félagsins.
Eru það þeir Guðm. Jónsson í
knattspyrnu og Karl Benedikts-
son í handknattleik en hann var
fjarstaddur með unglingalands-
iiðinu í Noregi.
Sigurður Jónsson form. Fram
afhenti heiðursmerkin og þakk-
aði öllum sem þeim hlutu hin
dyggu störf.