Morgunblaðið - 05.04.1963, Side 2
2
MORCVNBf'4 ÐHB
Föstudagur 5. apríl 1963
Landburður af físki
á Eyrarbakka
Bakkabátar hornreka 1 Þorlákshöfn
EYRARBAKKA, 4. april. — Hér
hefur verið óvenjugóður afli síð
ustu vikuna, allt upp í 30 lestir
í róðri. Hafa bátamir getað land
að heima nema í gærkvöldi og
nú í kvöld. Þá hafa þeir ekki
komizt inn í myrkrinu vegna
brims og orðið að fara til Þor-
lákshafnar.
Þar er þó sá galli á gjöf Njarð
ar, að okkar bátar hafa ekki
sama rétt og heimabátar. Fá
Stokkseyrarbátar og Eyrarbakka
bátar eitt bryggj upláss ásamt
öðrum aðkomubátum, en Þorláks
hafnarbátar hafa hin. Afleiðing-
in er að sumir Eyrarbakkabát-
anna og Stokkseyrarbátanna
komust ekki að fyrr en í morg-
un. Bílarnir frá okkur biðu á
bryggjunum í alla nótt eftir afl-
anum. Og þegar loks tókst að
ná aflanum upp á bryggjuna var
viktarmaðurinn farinn heim og
neitaði að vega hann. Er hætt
við að ef við verðum hafnlaus-
ir en höfn kömin í Þorlákshöfn,
þá verði bátum okkar æði oft
skákað út í horn og þykjast
menn sjá fram á hvernig það
verði.
Hér er unnið af kappi í fisk-
inum, húsmæður sóttar út í sveit
ir og börnunum gefið frí i skól-
unum, allt niður í 11 ára aldur,
til að reyna að vinna aflann.
— Fréttaritari.
Sendiherra
Ungverjalands
• í heimsókn
SEiNDEHERRA Ungverjalands,
Pál Karbacsics er væntanlegur
hingað til lands föstudagskvöld
5. þ. m. og verður hér á landi
til 15. þ. m.
Korbacsics hefur verið sendi-
herra hér á landi síðan 1960, en
eigi hafa svo langa viðdvöl fyrr.
Hann er búsettur í Stokkhólmi.
í fylgd með sendiherranum er
Dr. Rezsö Bányász, sendiráðsrit-
ari, sem er blaðafulltrúi sendí-
ráðsins.
Sendiherrann ætlar að taka á
móti gestum í tilefni þjóðhátíðar
Uagverjalands 9. þ.m. .
NÁMSMAÐUR í Svíþjóð,
Jón Björnsson stud arch., hef-
ur sent okkur myndir sem
hann tók af Sigurpáli GK
375, hinum nýja báti Guð-
Sigurpáll í reynsluför
mundar á Rafnkelsstöðum,
sem verið hefur í smíðum í
Marstrand, smábæ 40 km frá
Gautaborg. Birtum við hér
eina mynd af Eggert Gísla-
syni skipstjóra, ásamt vél-
stjóranum og frú hans, þar
sem þau standa við nýja bát-
inn. . ______
Sigurpáll átti að fara í
reynsluferð þriðjudaginn 2.
apríl og gerði Eggert þá ráð
fyrir að lagt yrði af stað heim
þann 10. apríl.
Sigurpáll virðist vera
byggður eingöngu fyrir síld-
veiðar, eins og við var að bú-
ast ef haft er í huga hver
skipstjórinn er, skrifar Jón
Bjömsson. Báturinn verður
blár að lit og yfirbygging hvít
og er öll innrétting mjög
vönduð. Eggert hefur verið
hér í Svíþjóð um tíma og
fylgzt með smíðinnL
Þetta er fyrsti stálbátúrinn,
sem skipasmíðastöðin í Mar-
strand byggir fyrir íslend-
inga, en nú hefur hún fengið
pöntun á tveimur sams konar
bátum að auki og jafnvel bú-
izt við að pöntunum fjölgi við
heimkomu Sigurpáls.
Stjórnarsinnar hafa
náð yfirhöndinni
— byltlngcamenn í Argentínu
hafa þó enn skip á sínu vafdi
Buenos Aires, april — NTB
STJÓRNARSINNAR í Argcn
tínu virðast nú hafa náð yfir-
höndinni í viðureign sinni við
byltingarsinna í landinu. Síð-
asta vígi þeirra í landi, flota-
stöðin Mar del Plata, féll í dag.
Gáfust byltingarmenn þar upp
án þess að til átaka kæmi.
Flotastöðin var eina herstöð-
in, sem byltingarmenn höfðu þa
á valdi sínu. Þá þegar höfðu
þeir gefizt upp og horfið frá
þremur öðrum flotastöðvum
Punta Indio, Rio Santiago og
Puerto Belgrano.
Nú á aðeins eftir að ná til
HA 15 hnútar
S V 50 hnútar
k Sn/óAoma
t Úiiwm
V S/rúrir
2 Þrumur
'/ÆKt9n\^fj KutíaM HA Hmt
Æ/trmik^ Hitath* L*La
Rússneskt skip
með ísl. átusafnara
í GÆR kom inn til Reykjavíkur
rússneskt fiskirannsóknarskip.
Tekur það þátt í rannsóknum á
hrygningu þorsksins við Vestur
Grænland og er í sama leiðangri
og franska rannsóknarskipið, er
hér var fyrir skömmu.
Skipið kom hér við til að taka
tæki til rannsóknanna, en það
er sérstakur átusafnari, sem Her
mann Einarsson átti upptökin að
og Fiskideild Atvinnudeildarinn-
ar hefur. En nú nota flest rann-
' sóknarskipin þessi tæki. Skipið er
| væntanlegt aftur úr ferðinni 25.
apníL
UM HÁDEGI í gær var hamn
gróinn í sunnanátt með há-
þrýstihrygg fyrir austan land-
ið, en víðáttumikla lægð suð-
ur af Grænlandi. Hér á landi
var víða 10 stiga hiti og auk .
þess smiárigning sunnan lands f
og vestan, bezta giróðrarveð -
ur. Þá var hiti 2 st. í Kaup-
maonahöin, 1 í OsLó og 6 í
New York og París.
10 þús, la% gjöf
til skógræktar
SKÓGRÆKTARFÉLAGI fslands
hefur borizt gjöf að upphæð kr.
10.000,—
Ragnhildur Runólfsdóttir kaup
kona, Hafnarstræti 18, sem and-
aðist hér í bæ hinn 6. marz 1963,
arfleiddi Skógræktarfélag íslands
að kr. 10.000.— til frjálsrar ráð-
stöfunar.
Stjórn félagsins hefur tekið á
móti þessari höfðinglegu dánar-
gjöf.
þeirra uppreisnarmanna, sem
hafa á sínu valdi nokkur her
skip á hafi úti. Höfðu þeir hót-
að að gera árás af sjó, en þeirri
áætlun mun nú hafa verið slegið
á frest. Yfirmaður sjóhersins,
Eladio Vazquez, ræddi í dag við
landvamaráðherrann, Jose Manu
el Astiguata, og munu viðræður
þeirra einkum hafa snúizt um
vopnahlé. Ekkert hefur þó verið
látið uppi um þær viðræður.
Stjórnmálafréttaritarar skýra
svo frá í dag, að svo virðist, sem
stjórnin hafi ekki enn tekið á-
kvörðun um, hvort krafizt skuli
skilyrðislausrar uppgjafar af
byltingarmönnum, eða hvort
reyna skuli að koma á einhverju
samkomulagi.
Krafa byltingarmanna er sú,
að kosningum þeim, sem halda
á í júní, skuli frfestað. Fréttir
voru í fyrstu óljósar, en nú heyr-
ist, að tilgangur byltingartiiraun-
anna hafi verið sá að reyna að
koma í veg fyrir kosningasigur
Peronista.
Síðustu fréttir hermdu, að Vaz
quez, yfirm. flotans, hatfi skipað
uppreisnarmönnum á hafi úti að
sigla skipum sínum þegar til
hafnar.
Ætti heldor
að þokko fyrir
hreingern-
ingornnr
Á ALÞINGI hafa framsóknar-
menn haldið uppi miklu mál-
þófi að undanförnu vegna
þeirra sjálfsögðu ráðstafana,
sem núverandi ríkisstjóm hef-
ur gert til að koma ríkisábyrgð
unum í viðunandi horf, en við
þær umræður lýsti Eysteinn
Jónsson því m. a. yfir, að í
ráðherratíð hans hefði í mý-
mörg skipti verið veitt ríkis-
ábyrgð, þótt fyrirsjáanleg
hefði verið, að ekki yrði staðið
í skilum.
Gunnar Thoroddsen fjár
málaráðherra undirstrikaði afi* 1
þessu tilefni, að alis ekki getur
gengið til lengdar, að ríkis
sjóður vitandi vits geri sveit
arstjórnir, einstök félög eðaí
einstaklinga að vanskilamönn f
um með þessum hætti. Slíkt
spillir fjármálasiðferðinu í
landinu. Það verður að skapa
þeim, sem ríkisábyrgðir fá,
skilyrði til að standa við skuld
bindingar sínar. Kæmu þar
m. a. til greina annaðhvort
beinar styrkveitingar eða lán,
sem afborgunarlaus yrðu
fyrstu árin, meðan viðkom-
andi aðili væri að koma undir
sig fótunum. ^
Ræðu sinni lauk ráðherrann
síðan með þessum orðum: „I
stað þess að ónotast út af þess-
um umbótum og hreingeming
um ætti hv. 1. þm. Austf.
(Eysteinn Jónsson) heldur að
þakka fyrir það, að einhver
fæst til að gera hreint eftir
allt of langa um.gengni hans
um fjárhirzlur rikisins.
Meðoiaili Keilavíkurbáfa 7,31 lesf
KEFLAVÍK, 4. apríl. — Frá
Keflaviík eru nú 45 bátar á veið-
um með línu og net. Heildarafili
miðað við mánaðamótin marz—
apríl er 12.542 lestir í 1714 veiði-
ferðum. Á sama tíma í fyrra var
aflinn 9770 lestir í 1301 veiði-
ferð. Meðalafli í veiðiferð er þvá
I það sean eif er þessu ári 7,31 lest,
en var í fyrra 7,05 lestir.
Aflahæstur er Frarn með 503
lestir í 57 veiðiferðum, Baldur
naestur með 485 lestir í 61 ferð,
Hilmir 478 lestir í 48 ferðuim,
Jón Finnsson 473 lestir í 51 ferð,
og Ólafur Magnússon 470 lestir
í 59 veiðiferðum.
13 bátar haifa eingöngu veitt
í net, en 32 verið með línu og
net og nokikrir þeirra með Knu
eingöngu. Ógæftir voru fyretu
daga mánaðarins en mua betri
seinni partinn.
Heildarloðnuafli í Keflavikiur-
Ihöfn var 12500 tunnux.
, ^ Helgi S.