Morgunblaðið - 05.04.1963, Qupperneq 10
10
MORCVISBLÁÐ1Ð
Fostudagur 5. april 1963
PETIJR OTTESEM SKRIFAR UM:
FÖR TIL LOFOTEN
Enn lifir í koiunum
ÞAÐ er upphaf þessa máls, að
við ferðafélagarhir tókum okkur
upp fyrir hálfum mánuði og
lögðum leið okkar til Noregs, og
var ferðinni heitið til hinna
margra alda gömlu verstöðva í
Lófóten, sem er á vesturströnd
Noregs, um 200 km norðan við
heimsskautsbaug. För þessi hafði
haft nokkurn aðdraganda. All-
lengi hafði hugur okkar stefnt
að því, að gaman væri og fróð-
legt að geta séð með eigin aug
um hinar sérkennilegu aðstæður
norður þar til fiskveiða, sem
sagnir hermdu, að um sjósókn,
fiskverkun og fleira líktist miög
athafnalífinu í verstöðvum ýms-
um hér á landi.
Við, sem hér eigum hlut að
máli og beindum nú för okkar í
vetrarríkið norður þar, erum:
Hafsteinn Bergþórsson, sem
lengi var togaraskipstjóri og
háði marga hildi í þeim sæför-
um, en hefur nú um langt skeið
verið framkvæmdastjóri Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur, og var
hann foringi fararinnar. Annar í
röðinni var Einar Guðfinnsson,
útgerðarmaður og kaupmaður í
Bolungarvík. En það er um hann
að segja, að hann lætur sér ekki
lengur nægja að beina útgerð
sinni á Kvíamið Þuríðar sunda-
fyllis út af ísafjarðardjúpi, en í
þess stað hefur hann nú hin síð-
ari ár haslað hinum stærri bát-
um sínum völl á víðara sviði,
eftir árstíðum, á miðunum fyrir
sunnan og norðan land, og hafa
þeir löngum reynzt þar harla
fengsælir. Þriðji maður farar-
innar var svo ég, sem línur þess-
ar rita. Ég hef lengst af minni
ævi verið bóndi uppi í sveit, og
má því segja, að það skjóti
nokkuð skökku við, að áhugi
minn beinist í þá átt, er að för
þessari lýtur. En við því er það
að segja, að á unglingsárum mín-
um stundaði ég sjó um skeið og
það Hefur lifað í þeim kolum
síðan, þótt þátttaka mín í sjávar-
útgerð hafi verið sú ein að afla
á báti mínum á stundum soðn-
ingar í bú mitt.
Nú er við ferðafélagarnir fór-
um að bera saman bækur okkar
um ferðalagið, kom 'til liðs við
okkur hinn áhugasami fiskimála-
stjóri, Davíð Ólafsson, forstöðu-
maður Fiskifélags íslands. —
Greiddi hann götu okkar á ýms-
an hátt, meðal annars með því
að skrifa nokkrum mönnum,
sem hann þekkti á þessum slóð-
um og beiddi þá að veita okkur
aðstoð um upplýsingar varðandi
útgerðaymál þar, sjósókn, land-
háttu o. fl. Allt bar þetta góðari
árangur og viljuni við færa
fiskimálastjóra beztu þakkir fyr-
ir alla aðstoð hans og liðveizlu.
Ferð okkar hófst með þeim
hætti, að við flugum með flug-
vél Flugfélags íslands til Bergen
laugardaginr^ð. þ. m. Ferðalagið
tók um fjórar klukkustundir.
Leiðin liggur yfir Færeyjar, og
sjást eyjarnar harla vel, ef bjart
HLJOMLEIKAR
Delta Rythm Boys
Tekist hefur að framlengja dvöl lista-
mannanna um 2 daga og verða 5. hljóm-
leikar n.k. föstudagkvöld kl. 11,15 og þeir
6. laugardagskvöld kl. 11,15. — Vegna
geysilegrar eftirspurnar verður bætt við
hljómleikum laugardag kl. 7,15 e.h. —
Miðasala hafin að þessum þremur hljóm-
leikum í Bókaverzl. Lárusar Blöndal Vest-
urveri og á Skólavörðustíg og í Háskólabíói.
Ósóttar pantanir óskast sóttar í dag —
annars seldr öðrum.
er í lofti. En skýjafari var svo
háttað að þessu sinni, að ekkert
sást móta fyrir þeim. Flugvöllur-
inn í Bergen er tiltölulega nýr
og er um hálftíma akstur af hon-
um inn í bæinn.
Bergen er næststærsti bær
Noregs með um 150 þúsund íbúa.
í Ósló með úthverfum eru um
arsviðið fyrsta og stærsta gleði-
leikaskáld Norðurlanda, Ludvig
Holberg. J. C. Dahl endurvekur
norska málaralist, Ole Bull getur
sér heimsfrægð fyrir fiðluspil
sitt og Edvard Grieg vekur fögn-
uð og hrifningu í hjörtpm fólks-
ins með sinni ódauðlegu tónlaga-
smíð. í Bergen vann skjáldjöfur-
inn Henrik Ibsen sinn fyrsta leik
hússigur. Veraldlegt gengi og
andleg straumhvörf sigla hrað-
byri inn á svið síðari tíma menn-
ingar og þroska.
Elzta byggingin í Bergen er
Maríu-kirkjan frá því um miðja
11. öld. Margar fieiri gamlar
byggingar eru þar, eins og Há-
konarhöllin. Margar gamlar
kirkjur eru í Bergen. og er dóm-
kirkjan þeirra stærst og vegleg
ust að allri gerð.
Á blómaskeiði norskra herkon-
unga á 12. og 13. öld. er yfirráða-
svæði þeirra tók iangt út yfir
strendur Noregs í vesturátt, voru
ekki færri en 27 kirkjur og
klaustur í Bergen. Er talið, að
fslendingar njóta útsýnis frá „Flöien'.
500 þúsund íbúar. Bergen er einn
af elztu bæjum Noregs. Grund-
völl að stofnun bæjarins lagði
Ólafur konungur Kyrri um 1070.
A 12. og 13. öld, og raunar lengi
e'tir það, var Bergen höfuðstað-
ur Noregs. Ríkastan þátt í vexti
bæjarins um þessar mundir átti
hinn mikli útflutningur skreiðar,
sem var verðmætasta útflutnings
vara þeirra tíma. Öll skreið
sem verkuð var í Vestur-Noregi
var þá flutt út frá Bergen. Langt
fram á aldir var Bergen mesti
útflutnings- og siglingabær Nor-
egs.
Lengi voru Hansakaupmenn
sterkasta aflið í viðskiptalífi
bæjarins. Enn standa í Bergen
stórar húsaraðir frá þessu tíma-
bili og snúa stöfflum að höfninni.
En upp úr miðri 16. öíd tók veldi
Hansakaupmanna að hnigna og
innlendir kaupsýslumenn tóku
forystuna á sviði' verzlunar og
siglinga. Menningarlíf og listir
tóku þar miklum framförum á 19.
öld. Þá kemur þar fram á sjón-
Hentar öllum. — Prýðir alls-
staðar. Innpakkað í smekklega
gjafaösku. Tilvalinn til ferm-
ingar- og annarra tækifæris-
gjafa.
^«mpínn sem allir hafa beðið
eftir kemur á markaðinn í þess-
ari viku.
Umboðsm. S. ÁRMANN MAGNÚSSON heildv. sími 16737.
juaugavegi 31.
krýning Hákonar Hákonarsonar’
er þar fór fram, hafi á sér mest-
an viðhafnarblæ og beri hæst
allra frásagna miðaldasögunnar
um tign og veldi ríkis og bæjar
í Bergen er mikið af söfnum
margs konar, enda eru Norð-
menn þekktir að því að halda til
haga öllu sem gildi hefur og sýn-
ir forna menningu þeirra og
snilli. Þarna er sjófiskasafn, og
vísindi og listir skipa þar í hví-
vetna veglegan sess.
Byggingar í Bergen eru mjög
sundurleitar að gerð. Bera eldri
byggingar einkenni síns tíma. En
yngri byggingar allar eru óbrotn-
ar að gerð, stílhreinar og er
meðal þeirra margt háhýsa. Árið
1916 brann stór hluti bæjarins, og
er allt það svæði fullbyggt, breið
ar götur og torg og raðir fallegra
steinbygginga. Bergen varð fyr-
ir allmiklum skemmdum í síð-
ustu heimsstyrjöld, en dugnaður
og framtakssemi Bergenbúa hef-
ur grætt þau sár. Mikill hluti
bæjarins er reistur utan í fjalls-
hlíðum og nær byggðin sumstað-
ar undrahátt upp eftir hlíðunum.
Mikill hluti borgarbúa býr því í
miklum bratta. En hvergi nær
byggðin hærra en svo, að tekizt
PÉTUR OTTESEN, fyrrum
alþingismaður, er
skömmu kominn heim úr
Noregsferð. — Hann fór við
þriðja mann alla leið norður
til Lofoten og mun í nokkrum
greinum hér í Morgunblaðinu
lýsa því sem fyrir augu bar.
Um för sína sagði Pétur Otte-
sen við Morgunblaðið: „Hin
sérstæða sigling norður til
Lofoten, innan skerjagarð-
anna, er mér sagt eigi engan
sinn líka. Noregsferðin var
mér ógleymanlegur lærdóm-
ur, ekki sízt kynnin af þessu
duglega og þrekmikla fólki,
sem býr í norðurhéruðum
Noregs“.
Pétur Ottesen fór til ísraels /i
um áramótin 1958—1959, eins (
og öllum er í fersku minni.
Um ferð sína þangað skrifaði
hann greinarflokk í Morgun-
blaðið og varð hann mjög vin-
sæll, enda er Pétur skemmti-
legur penni.
hefur að leggja akfæra vegi !
ótal krákustígum upp að húsun-
um .til afnota fyrir þá, sem þar
búa.
Uppi á háfjalli fyrir ofán borg-
ina er skemmtistaður í stórfi og
veglegri byggingu, er kallast
Flöien, er þaðan gott útsýni yfir
b'orgina og innsiglingarleiðina til
hennar. Síðasta spölinn upp á
fjallið, sem er snarbrattur, er
farið með rafmagnsbraut.
Við vorum elnn sunnudag um
kyrrt í Bergen og vorum við
messugerð í einni af hinum
gömlu kirkjum. Kirkjusókn var
góð og margt fólk til altaris, og
hafði hver altarisgöngugesíur
sinn bikar við útdeilingu á
messuvíninu. Veggir og súlur
kirkjunnar að innan búa sýni-
lega að fyrstu gerð, ekkert gert
til að afmá hið hrjúfa yfirborð
þeirra, og fer vel á því. Kirkjan
er mjög myndskreytt. Altari og
ræðustóll hvort tveggja listaverk.
Myndir þessar og höggverk
tengja hug kirkjugesta við löngu
liðinn tíma og vekja þá til um-
hugsunar um það, að listamenn
fortíðarinnar lögðu alla sál sína
í það að beita listamannsgáfunni
að því að skapa verk, er orð:ð
gætu til dýrðar og vegsemdar
trúnni og guðlegri forsjón. Þessi
verk lifa, og áhrifin af þvi að
virða þau fyrir sér ná til hjart-
ans.
Um kvöldið fórum við um
borð í skipið, sem flutti okkur
frá Bergen til Lófóten, og verð-
ur sagt frá þeirri ferð í næstu
greinum.
TÓNLEIKAR
________ Lúðasveitín Svanur heldur tónleika
í Tjarnarbæ sunnudaginn 7. apríl næstk. kl. 9 e.h.
Stjórnandi Jón G. Þórarinsson.
Fjölbreytt efnisskrá.
Aðgöngumiðasala í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vestur-
veri og í Tjarnarbæ á sunnudag frá kl. 4 e.h.