Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 1
fHoírjjíwwWafriííi Sunnud. 7. april 1963 Heimsókn HÖGNI TORFASON, fréttaritari Morgunblaðsins á ísafirði, hefur skrifað nokkrar greinar fyrir blaðið frá Vestfjörðum. Hann hefur nú nýverið ferðast um Vestfirðina og fer hér á eftir grein Högna frá Patreksfirði. Snemma morguns í öndverð- um marzmánuði siglir ESJA inn í Patreksfjarðarhöfn neðst á Vatneyri. Fyrir ofan Kauptúnið gnæfir fjall, sem ber það sér- kennilega nafn Brellur (linur iramburður), snjólaust með öllu. Hér skal staldrað við og gerð tilraun til að bregða upp mynd af árferði og högum manna í Barðastranidarsýslu. Við göngum inn brekikuna og komum brátt að húsi sýslumanns Barðstrend- inga, Ara Krisinssonar. „Hér hefur árferði veríð gott, veturinn snjóléttur og sérstak- lega góður trl landsins. Vegir hafa verið færir um Rauðasands- Ari Kristinsson, sýslumaður hrepp og inn á Barðaströnd í svotil allan vetur, og sömuleiðis yfir Kleifaheiði og í Tálkna- fjörð. Eftir áramótin var farið á hjarni til Bildudals yfir Hálf- dán. Samgöngur á vegum hafa verið með meira móti í vetur.“ Og til sjávarins, sýslumaður? „Gæftir hafa verið sæmileg- ar en þó stopular í febrúar, en afli sæmilegur miðað við aðrar verstöðvar. Bátarnir reru yfir- leitt langt, framanaf , en mun styttra eftir að steinbíturinn gekk á miðin. Af bændum er það að segja, að fénaðarhöld hafa verið góð og veturinn gjafmild- ur. Grasspretta var heldur lé- leg vegna kuldanna í fyrravor, og hey því sennilega minni en oft áður.‘ Næst spyrjum við um sam- göngumálin. „Hér vestra teljum við að sam göngur á sjó séu ekki í góðu lagi og væntum þess að sér- stakt skip verði haft í förum milli Reykjavíkur og Vestfjarða. Strandferðirnar eru óviðunandi ems og þeim er hagað nú og ferðir of fáar. Vélskipið Særún kemur einu sinni í viku og bætir töluvert úr flutningaþörfinni, en þessi vandi verður ekki leystur nema með sérstöku V^stfjarða- skipi, sem sömuleiðis gæti bætt úr erfiðum samgöngum milli fjarða. „Um samgöngur í lofti er það að segja, að við væntum þess að flugvallargerð hjá Sauðlauks dal verði lokið á sumri kom- anda. „Vegir á Vestfjörðum eru flest Frá höfninni á Patreksfirði »in . i »• il Patreksimrðar ir gamlir. Þó hefur verið unnið talsvert við vegaframkvæmdir í nágrenni við Patreksfjörð á sl. ári. Nýr vegarspotti í Patreks- firði sjálfum var tekinn í notk- un. Lokið var að mestu lagningu vegar í Mikladal milli Patreks- fjarðar og Tálknafjarðar, en þó er ekiki búið að opna þann veg. Vegurinn yfir Hálfdán frá Tálkna firði til Bíldudals er slæmur, en þess er vænzt, að sá vegur verði næsti áfangi og mikil nauðsyn er að ljúka honum. Eins þurfa Bílddælingar að fá veg frá Suð- urfjörðum upp úr Trostansfirði upp á Vestfjarðarveginn nýja. Að þeim vegi yrði mikil sam- göngubót fyrir Bílddælinga, sem þurfa nú að fara erfiðan fjalla- vág yfir Hálfdón, um Patreks- fjörð og inn alla Barðaströnd til þess að komast á þjóðveginn suður. Bíldudalur er í rauninni eina þorpið á Vestfjörðum, sem hefur ekki beint akvegasamband við hinn nýja Vestfjarðaveg. „Þá hlýtur að koma að því að vegurinn yfir Þingmannaheiði verði lagður niður og farið með fjörðum. Sýsluvegasjóður lagði á sínum tíma fé í byrjunarfram- kvæmdir við þann veg og hér fer það ekki á milli mála, að talin er brýn nauðsyn að leggja niður veginn yfir Þingmanna- heiði. Að vísu teljum við til milkilla bóta, að undanfarin tvö sumur voru brúaðar þrjár ár á Þingmannaheiði. Nú, um Austur- Barðastrandaarsýslu er það að segja, að mikil nauðsyn er að endurbæta vegi þar, sem eru gamlir og mjög úr sér gengnir. Það er víða endurbóta þörf, enda þótt töluvert hafi áunnizt undan- farin ár, og framhjá þeirri stað- reynd verður ekki komizt, að sýslan er öll erfið yfirferðar." Barðastrandarsýsla skiptist í 2 sýslufélög, Austur-, og Vestur- sýslu, og sýsluvegasjóðir eru í báðum, en fjármagn þeirra er mjög takmarkað.* Hvernig gengur rafvæðingin? „Flestir bæir í Geiradalshreppi og nakkrir í Reykhólahreppi Nýja sjúkrahúsbyggingiu fengu rafmagn haustið 1961 og enn var haldið áfram á síðasta ári þannig að nú eru flestir bæir í Reykhólahreppi búnir að fá rafmagn. Rafmagn er líka komið í öll þorpin: Patreksfjörð, Bíldu- dal og Tálknafjörð frá Mjólkár- virkjup.1 Fer íbúum sýslunnar fækk- andi? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég hefi ekki handbærar tölur nema frá 1. des. 1961, en þá voru íbúar 2.515, þar af um 2000 í V-Barð. og um 500 í A-Barð er það svipaður íbúafjöldi og undanfarin ár. Hagur og afkoma fólks hefur verið góð og at- vinna næg. Ég vil nefna í þessu samibandi, að greiðslur almanna trygginganna hafa aukizt veru- lega. Á sl. ári voru greiddar 7 milljónir kr. í sýslufélögunum í bætur vegna almannatrygging- anna og þar af voru fjölskyldu- bætur 2.7 milljónir. Gjöld um- fram tekjur hjá tryggingaum- dæminu voru 3.9 milljónir kr.“ Hvað er að frétta af bygginga- framkvæmdum? „Þær hafa verið talsverðar. T.d. byggði Kaupfélag Króiks- fjarðár nýtt verzlunarhús í sum- ar og tók í notkun. Mjólkurbú er í byggingu á Reykhólum og nokkrir bændur eru að byggja íbúðarhús og peningshús. í Tálknafirði hafa verið miklar framikvæmdir á sl. ári. Nýr 150 lesta bátur kom_ þangað á sl. ári og þar eru nú 4 bátar, 70—150 lestir. Útgerð er þar rekin af miklum dugnaði og stendur með blóma undir forystu Alberts Guðmundssonar. Þar er hrað- frystihús og fiskimjölsverk- versmiðja. Töiuvert hefur verið unnið þar við hafnarframkvæmd ir og bryggjan lengd og endur- bætt.“ Hvað er helzt tíðinda úr Breiða fjarðareyjum? „Yfirleitt allt gott. Selveiði hefur verið með svipuðu móti og undanfarin ár og ágætt verð á selskinnum. Selurinn er veidd ur í nætur. Dúntekja hefur ver- ið allgóð, en þeir eyjabændur sem ekki eiga eyjarnar, verða að gjalda 1 kg. af dún í lands- skuld fyrir hvert hundrað að fornu mati. Kílóið af dún er nú selt á 1800 krónur og víða er árgjaldið um 40 kg., en pá nemur árgjaldið 76 þús. kr. Þetta er gamall leigumáli, sem haldizt hefur allt til þessa, og þykir mörgum þetta hátt árgjald. „Þá má geta þess, að í ráði er að smíða nýjan bát til þess að annast sarrígöngur um Hvammsfjörð og Breiðafjörð í staðinn fyrir Baldur, sem er orðinn gamall og úr sér geng- inn.“ Næst víkur talinu að hinu myndarlega sjúkrahúsi á Ptreks firðL 1 „Vestursýslan á og rekur sjúkrahúsið*1, segir Ari sýslu- maður „og hefur endurbætt það mjög mikið 'undanfarin ár. Þar eru 19 sjúkrarúm og voru sjúklingar á síðasta ári 195 og legudagar 4.917. Erlendir sjúkl- ingar voru- 31, aðallega brezkir og þýzkir togarasjómenn, sem lágu samanlagt í 365 daga. Sýslu Landið okkar irnar og ýmislegt annað og Ás- mundur oddviti segir síðan fri^: „Mál málanna hér hjá okl*ir er vitaskuld höfnin. Það eru 17 ár síðan hafnargerð hófst hér og hún er sérstæð fyrir þær satkir að þetta er fyrsta og eina höfn- in hér á • landi, sem gerð er á þennan hátt. Hér niðri á Vatn- eyrinni var áður vatn, sem eyrin var kennd við. Það var þurrkað upp og byggðir hafnarbakkar á þurru landL um 300 m. langir. Stáliþil var rekið niður, steyptar 2 bryggjur fyrir minni báta, festingum komið fyrir o.s.frv. Síðan var grafið nokkuð frá þessum bökkum og það efni flutt inn á eyrina að austan- verðu og þar hefur verið gerður breiður strandvegur á fjöru- kambinum. Þessu næst kom dýpk unarskipið Grettir og gróf 40 metra breiða siglingarennu í gegnum kambinn inn í höfnina, Þar með var fengin innilokuð höfn og öruggt skipalægi. Um þær mundir var að hefjast héð- an bátaútgerð, en áður var hér Nýi barnaskólinn sjóður V-Barðastrandarsýslu hefur nokkur undanfarin ár lagt fram 2S0 þús. kr. árlega til sjúkra hússins, en fná ríkinu er fram- lagið 10 kr. á legudag. Þykir þetta lágt og lægra en fjórðungs- sjúkrahúsin fá, þó að sjúkrahúsið hér sé búið jafn góðum tækjum og geti veitt jafn góða læknis- þjónustu og fjórðungssjúkrahús. Sjúkrahúsið á Patreksfirði er nú búið öllurn helztu lækningatækj- um og hefur t.d. fengið mjög fullkomið röntgentæki. Kven- félagið á Patreksfirði og fleiri félög hafa sýnt sjúkrahúsinu sér staka ræktarsemL og hefur ný- lega gefið því svonefndan fóstru kassa fyrir börn, sem fæðast fyrir tímann. Áður höfðu nokkur félög safnað fé til röntgentækj- anna. „Um læknaskipun er það að segja að við höfum verið sér- staklega heppin með lækna hér. Kristján Sigurðsson er nú hér- aðslæknir og sjútkrahúslæknir, mjög vel látinn, en umdæmi hans er stórt því að auk starfa ið sjúkrabúsið gegnir hann lækn- isstörfum í héraðinu; Patreks- firðL TálknafirðL Rauðasands- hreppi og á Barðaströnd, óg hef- ur auk þess apótekið. Við telj- um að læknirinn sé of störfum hlaðinn og að ríkið þyrfti að kosta hér aðstoðarlækni.“ Að loknu samtalinu við Ara sýslumann höldum við til fund- ar við Ásmund B. Olsen kaup- mann og oddvita Patrekshrepps. Hann tekur okkur vel og við förum í ökuferð "um kauptúnið áður en .við setjumst að rabbi. Við skoðum sjúkrahúsið, barna- skólann nýja, hafnarframkvæmd aðeins trébryggja, sem stærrl skip gátu lagzt að, en bátalægi ekkert. Báta rak þá iðulega upp og þeir höfðu ekkert var. Með Patrekshöfn hefur fengizt ör- uggt bátalagi og ágætt athafna- svæði við höfnina og öll kaup- skipin geta lagzt hér að bryggju. Á sl. sumri var hafizt handa um að grafa upp innst í norðurhöfn inni frá bryggjunum, sem steypt- Ásmundur B. Olsen, oddviti ar voru þar fyrir mörgum ár- um og jafnframt opnuð leið inn að þeim. „Þessar framkvæmdir hafa til þessa kostað rúml. 11 millj. kr. Auk þes hafa verið byggðar ver- búðir við ..öfnina, sem kostuðu rúmar 2 millj. Þar eru veiðar- færageymslur fyrir 4 stóra báta og hefur hver bátur kæliklefa Framhald á bls. 2 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.