Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 7. aprfl 1963 „Sjálfs er höndin hollust" Skipasmíðar þurfa að vera stór þdttur í iðnaði og atvinnumdlum íslendinga d næstu drum eftir Þorberg Ólafsson MEÐAL algengustu frétta í blöð- um og útvarpi um nokkurra ára skeið, eru frásagnir af nýjum fiskibátum, sem keyptir hafa ver ið til landsins með stuttu milli- bili 'ög koma frá Norðurlöndun- um og öðrum nágrannaþjóðum okkar — fullsmíðaðir og tilbún- ir til sóknar á íslenzk mið. Mikil gleðitíðindi hefðu þetta verið íslenzkri þjóð, hér fyrr á öldum, þegar íslendingar höfðu engin tök á að smíða skip sín sjálfir og líf og framtíð þjóðar- innar byggðist á því að sigling- ar til landsins legðust ekki nið- ur. Þeim þjóðarvoða var þá leit- ast við að bægja frá, með því að gera samning við Noregs- konung, um að hann léti íslend- ingum I té siglingar til landsins, en þeir gengjust undir að greiða konunginum skatt. Samningur- inn er Gamli sáttmáli, svo sem kunnugt er. Eftir þeim fréttum að dæma, sem berast, er þetta aldagamla vandamál ennþá að miklu leyti óleyst. Enn er keypt útlent vinnuafl fyrir dýrmætan gjaldeyri, til þess að vér höfum nægan skipakost allt niður í smæstu fiskibáta, enda þótt íslenzkt vinnuafl, skipa smíðastöðvar og tæknimenntim sé fyrir hendi. Islendingar halda því enn á- fram í raun og veru að borga útlendingum sinn skatt. Stönd- um vér nú, þótt undarlegt kunni að þykja, á öld tækni og spútn- ika, í sömu sporum og nýlendu- þjóð á þessu sviði. Má það þó nokkuð styrkja gleði okkar og öryggi, að blöð og útvarp hafa skýrt frá því, að Færeyingar, þessi þjóð, sem fá- mennust er og næst okkur býr, að Grænlendingum einum und- anskildum, stendur tæknilega reiðubúin til þess að smíða handa okkur skip af þeim stærðum, sem vér megnum ekki að smíða og kaupum sem ákafast erlendis frá. Erum við þá komnir að þeirri spurningu, sem gamalli menning- arþjóð, eins og við viljum telja okkur, er alls ekki alveg sama um, hvorir verða á undan að geta fullnægt eigin þörf og boðið hinum skip, íslendingar eða Eskimóar. Skipasmíðar þekkja margir ís- lendingar af nokkurra áratuga reynslu. Og vitað er að yfirleitt hafa íslenzk skip reynzt fylli- lega sambærileg við erlend, hvað traustleika og sjóhæfni snertir. Enda hefur það oft verið mikið vandamál í sambandi við þenn- an óða innflutning á fiskibátum, að tryggja það, að þeir væru rægilega traustir, samkvæmt ís- lenzkum skipasmíðareglum, en á það hefur alloft viljað vanta, þar sem það gerir skipin mun dýrari en ella. Til dæmis tnunu yfirleitt ekki vera gerðar eins miklar kröfur til traustleika tréskipa erlendis og hér er gert, og er það raunar eðlilegt, þar sem hafið umhverf- is ísland getur verið ákaflega harðviðrasamt. Tímabært mun vera, og það þótt fyrr hefði verið að athuga nokkuð, hvers vegna skipasmíð- ar eru hér svo óveruleg atvinnu- grein og hvað helzt hefur staðið í vegi fyrir framgangi þeirra. Of langt mál yrði það að rekja þá sögu ítarlega en stiklað verð- ur á nokkrum atriðum. Ef litið er til baka, til styrj- aldaráranna síðari, þá kemur í Ijós að samkvæmt skýrslum, um starfsmannafjölda í skipasmíðum hér á landi að hann var 448 menn um það leyti, sem styrjöld- inni lauk. Aldrei hefur verið smíðað eins mikið af skipum inn- anlands eins og þá. Fimm árum síðar var starfsmannafjöldinn kominn niður í 278 menn. Fækk- un 170 manns. Þetta er mikill afturkippur hjá þjóð, se.m er ört fjölgandi og þarf því á síauknum skipastól að halda, m.a. vegna aukinnar út- gerðar. Það sem olli þessari öfug þróun var m.a. það að horfið var þá að því ráði af stjórnarvöld- unum (eins og gert er raunar enn þann dag í dag, 17 árum síð- ar) að flytja inn fiskibáta úr tré í stórum stíl. Það voru hinir svo- kölluðu „Svíþjóðarbátar." Þess- ir bátar reyndust ekki, að því er fregnir hermdu, ódýrari, þegar heimflutningskostnaður var með talinn, allar breytingar og end- urbætur og heldur ekki neitt traustari, en íslenzkir bátar, nema síður væri. Þessi bátainnflutningur hafði þau áhrif að eftirspurn eftir skip um smíðuðum innanlands minnk aði að sjálfsögðu, svo og hdtt að efni til skipasmíða og viðgerða varð lítt^fáanlegt næstu árin eft- ir þetta og nýsmíði skipa lagðist alveg niður á tímabili. Þegar eft- irspurn eftir nýjum skipum tók að aukast vegna fyrningar á báta flotanum ,var jafnan rokið til að flytja skipin inn á ný. Ungir menn, sem höfðu hafið nám í skipasmíðum á striðsárun- um af mikilli bjartsýni á það, að skipasmíðar ættu framtíð fyr- ir sér, hættu nú í iðninni og fóru í önnur störf. Útkoman varð sú að bærist skipasmiðastöðvunum öðru hvoru aukin verkefni, þá kom að því að æft starfslið vant- aði. Það mun vera staðreynd, sem er mjög athyglisverð, að ef inn- lend skipasmíði leggst niður eða dregst saman verulega, fækkar fljótlega starfsmönnum viðgerð- arstöðvanna, þrátt fyrir það, þótt bátafjöldinn sé stóraukinn með innflutningi á bátum og kalli þar af leiðandi á stóraukna viðgerð- arþjónustu. Þótt eitthvað kunni að hafa fjölgað aftur í þessari iðngrein síðan, vantar þó mikið á, að hún sé það, sem hún var fyrir 17 árum. Ekki verður þessi ömuriega þróun eingöngu færð undir það, að stálskipasmíðin hafi verið að ryðja sér til rúms. Til þess að skýra betur það, sem hér er átt við, leyfi ég mér að vísa til skýrslu Skipaskoðunar ríiksins frá jan. 1962 yfir báta i smíðum innanlands og erlend- is á árunum 1958 til 1961. Þar er skýrt frá því að 31 skip úr tré hafi verið smíðuð erlendis á þessu tímabili, á stærðinni 40 til 99 rúmlestir. Samtals 2.242 rúm- lestir. En ekki nema 10 skip inn- anlands af sömu stærð, samtals 799 rúmlestir og munar það 1443 rúmlestum, sem meira. er smíðað erlendis af þessari stærð tréskipa á ofangreindu tímabili. En aftur á móti hefur senni- lega verið meira smíðað innan- lands af bátum undir ofan- greindri stærð og skal nánar að því vikið síðar. Þó verður ekki annað sagt, en að á því sviði hafi ýmsir skrítnir hlutir skeð, er sýna greinilega hvernig allir möguleikar til innflutnings á bát um eru nýttir til hins ýtrasta. Byrjað var t.d. á því að flytja inn bát frá Rússiandi og 20 til viðbótar eru sagðir í pöntun. Ekki er hægt að segja annað í því sambandi, en að útlit skipti heldur litlu máli, þegar um inn- flutning er að ræða, svo fjarri fer því að það sé sambærilegt við það sem almennt eru gerðar kröfur til um báta, sem smíðað- ir eru innanlands. En hvað styrk leika snertir, þá gaf skipaskoð- unarstjóri út tilkynningu, um að hann væri langt undir því, sem íslenzkar skipasmíðareglur gerðu kröfu til. Um verðið er ekki fyllilega kunnugt en allar líkur benda til þess. að það verði ekki hagstæðara á þeim fullbún- um með vélum en á innlendum bátum, miðað við tonnastærð eins og hún er mæld af Skipa- skoðun ríkisins. Þorbergur Ólaisson Dæmi lík þessu eru ekki neitt einsdæmi í sambandi við inn- flutning á litlum bátum. Fyrir allmörgum árum var megnið af þeim nótabátum, sem notað'r voru til síldveiðanna fluttir inn frá Norðurlöndum. Þegar hafin var smíði innan- lands á nótabátum, sem reyndust mikið ákjósanlegri sjóskip, auk þess mikið sterkari og þurftu mun minna viðhald, miðað við það, sem venja var til með hina innfluttu báta. Þá var fjárhags- leg fyrirgreiðsla til þessarar framleiðslu lítt hugsanleg og ekV'.i var innflutningi á þessum úi- lendu trébátum hætt fyrr en bát- arnir voru farnir að hrúgast upp og kaupendur fundust engir. En nótabátar eru nú úr sögunni og heyra fortíðinni til. Sá sem þetta ritar hefur 15 ára reynslu til að styðjast við. Frá því skal skýrt hér, þar sem það er ekkert leyndarmál, að þótt fyrir hendi sé verkstæðis- hús til þess að smíða inni í fiski- báta 100 til 200 rúmlestir, hefur reynzt ógerlegt að fá fé í nokk- urri innlendri lánastofnun til smíðanna, jafnvel ekki út á á- byrgð eða viðurkenningu Fisk- veiðasjóðs, fyrir því, að hann láni þegar smíði bátsins er lokið. En sú viðurkenning sjóðsins er heldur hvergi nærri alltaf fyrir hendi, þ'egar pantanir á bátum yfir 20 tonn liggja fyrir. Aðeins hefur verið hægt að fá fé til smíða á 8 til 12 rúmlesta fiski- bátum, út á lánsviðurkenningu sjóðsins. Þessi lánafyrirgreiðsla virðist að mestu leyti hafa verið bundin við þessa stærð báta að undanförnu. En eins og eðlilegt er eru skipasmíðastöðvamar al- gerlega háðar því, að bær fái rekstrarlán, meðan á smíði báta og skipa stendur. Mun það vera alger undan- tekning, ef Fiskveiðasjóður lán- ar fé beint til skipa á meðan þau eru í smíðum, nema þar sem eru dráttarbrautir og skipasmíð- amar aukavinna til vinnujöfnun- ar, þegar lítið eða ekkert er að gera í viðgerðum í dráttarbraut- unum. Ekki ætti það að þurfa mikilla skýringa við, að tæplega getur innlend skipasmíði orðið mikil- vægur atvinnuvegur eða sam- keppnisfær við erlendar skipa- smíðastöðvar, á meðan nýbygg- ing skipa er höfð sem auka- vinna. Það liggur í augum uppi að verk, sem hlaupið er í, öðru hvoru með hóp af mönnum, en ' ikkert unnið í tímum saman, /inmst mikið ver og verður þar af leiðandi mikið* dýrara, held- ur en verk, sem unnið er af vön- um mönnum að staðaldri, auk þess, sem mikill vaxtakostnaður eykur til muna heildarverð skips ins, eftir því sem það er lengur í smíðum. Að öllum líkindum er ýmis- legtl varðandi lausn fjárhagslegra vandamála þessarar iðngreinar öfugt farið við það, sem erlendis þekkist. Þar munu skipasmíða- stöðvum strax vera veitt rekstr- arlán eða um leið og gengið er frá samningum um smíði skípa, bæði fyrir útlenda og innlenda aðila. Nægir þessu til frekari stað- festingar, sem hér er að framan sagt, að minna á fregn sem birt- ist í dagblöðunurn á sl. hausti. En þar var frá þvi skýrt, að skipasmíðastöð sú innlend, er gerði tilboð í smíði Djúpbátsins og var með tilboð eigi hærra en hin útlendu, gat hvergi fengið lán hjá nokkurri lánastofnun og fékk því útlend skipasmíðastöð verkið. í janúarmánuði sl. skýrði sjáv- arútvegsmálaráðherra frá því á fundi LÍÚ að um síðustu áramót hafi fiskiskip verið í smíðum, heima og erlendis, fyrir um 316 millj. kr. Verð þeirra skipa, sem í smíð- um væru innanlands væru áætl- uð kr. 43 millj. en fiskiskip í smíðum erlendis kr. 273 millj. eða ca 230 milljónum meira en er í smíðum innan’ands og var tekið fram að hér væri eingöngu um fiskibáta að ræða en ekki togara. Sést á þessum tölum, svo að ekki verður um villzt, hversu gífurlegt verkefni framundan er fyrir íslenzkan iðnað, ef þessar skipasmíðar flyttust !nn í lai.dið, og augljóst er, hversu geysileg- ur gjaldeyrissparnaður yrði því samfara, I stað þe-F að kaupa algerlega útlent vinm.iafl til þess að framkvæma alla þessa miklu vinnu. Þarna er um að ræða verkaefni fyrir fjölda járnsmiða, skipasmiða auk annarra tré- smiða við innréttingu skipa, raf- virkja, málara, svo og ýmsa tæknilærða menn auk verka- manna, svo að eitthvað sé nefnt. Ekki mun þurfa nema sem svarar litlu broti af því fjár- magni, er heyrzt hefur nefnt í sambandi við nýjar iðngreinar, sem þörf er á talin að rísi hér upp, svo að hægt væri að fram- kvæma algerlega endurnýjun og aukningu fiskibátaflotans, bæði úr stáli og tré, nema helzt smíði togara, enda mun ekki vöntun á þeim í bili, svo vitað sé. Þannig hagar til, að þrátt fyrir erfiða aðstöðu við innlenda báta- smíði hafa allmargar nýjar skipa smíðastöðvar verið reistar hin síðari ár af nokkurri bjartsýni og eru því fyrir hendi, þó að nokkuð mikið skorti á, að þær hafi nægilega hentugan aðbúnað og ýmis tæki til að létta erfiði við vinnuna og auka vinnuaf- köstin. Ef unnið yrði að því f fullri alvöru að flytja skipasmíðarnar inn í landið, er það vissulega engan veginn nauðsynlegt að all- ar skipasmíðar séu að verulegu leyti framkvæmdar í nágrenni Reykjavíkur. Heldur gætu þær líka átt sion þátt í að skapa jafn- vægi í byggð landsins með því að dreifa þeim út um landsbyggð- ina, til þeirra kaupstaða sem berjast alloft við atvinnuskort og byggja sína afkomu svo til ein- göngu á stopulli útgerð. ÖHum ætti að vera ljós hætt- an af því að byggja okkar af- komu á einhæfum atvinnu- rekstri, t. d. útgerð, sem eins og allir vita, er engan veginn ár- viss og getur brugðizt. Sem dæmi má nefna ,að fyrir nokkrum ár- um lá við eyðingu sjávarþoipa og kaupstaða í nokkrum lands- hlutum, vegna togveiða áður en fiskveiðilögsagan var færð út.~ Einnig ber að hafa í huga það ástand, sem ríkt hefur. Allmarg- S* nýir togarar voru keyptír til landsins og kostuðu um eða yfip 40 millj. kr. hver. Þessi dýru og fullkomnu tæki hentuðu vei til þess að ausa upp atfla á karfa- miðum umhverfis ísland, Græn- land og Nýfundnaland. En þessi mið bara tæmdust af fiski og tog- ararnir hafa um nokkurra miss-« era skeið legið bundnir við land- festar og hlaðið á sig skulduim Þá er ekki úr vegi að nefna mið, sem hafa verið opnuð fyrir drag- nót eins og t. d. Faxaflóinn. Þrátt fyrir glæsilega drauma margra um þykkt lag af dýrmæt- um flatfiski í flóanum og veið- ar undir vísindalegu eftirliti, þá er nú svo komið að aflinn er þegar orðinn helzt til rýr, svo að lánastofnanir munu ekki gin- keyptar fyrir að veita lán til út- gerðar á þau mið. Allar fiskveiðar, ekki sízt sfld- veiðarnar, sem vissulega haía fært okkur mikið í þjóðarbúið að undanförnu, geta líka brugð- izt, eins og reynslan hefur sýnt bæði okkur og öðrum þjóðum. Með þetta í huga og einnig >að, að fiskveiðar munu verða að langmestu leyti að bera uppi gjaldeyrisþörf þjóðarinnar, um ófyrirsjáanlega framtíð, þá ætti að vera kominn tími til að létta á þessari gjaldeyrisþörf með þvi að færa sem allra fyrst inn í land ið, framleiðsluna á mestu og öflugustu framleiðslutækjum þjóðarinnar, fiskibátaflotanum, og sama mætt! raunar segja um vélar í bátana og veiðarfæri. Það ætti því ekki að draga lengur að gera ráðstafanir til úrbóta og veita þegar meira fé til skipabygginga innanlands. Samkvæmt þeirri skýringu, sem Fiskveiðasjóður sjálfur gefur, þá hetfur ekki verið hægt að veita meira fé í. þessu skyni, vegna þess að tekjur sjóðsins, sem er framlag frá Útflutningssjóði hafa ekki hrokkið lengra. Og þess vegna verður hann, til þess að geta fullnægt eftirspurn eftir skipum, að takmarka mjög lán til skipasmíða innanlands, en lán ar frekar til skipabygginga er- lendis, þar sem sjóðurinn hefur getað yfirtekið erlend lán er nem ur nokkrum hluta af andvirði skipanna og eru veitt til 5 eða 7 ára. (En þessi lán þurfa íslend- ingar vissulega líka að borga, sem er að miklu leyti greiðsla fyrir erlenda vinnu, vinnu, sem íslendingar geta sjálfir leyst af hendi). Nú þegar talið er að innstæð- ur safnist svo að nemur hundr- uðum milljóna króna árléga, þá ætti að vera kominn tími og von- andi tækifæri til að finna viðun- anlega lausn á þessu vandamálL Ég leyfi mér að skýra hér frá ábendingu frá ábyrgum ráða- manni við lánastofnun innlenda. Hann taldi að þetta yrði bezt leyst með því að öllum bönkijm og sparisjóðum á/ landinu yrði gert að skyldu, að leggja Fisk- veiðasjóði til fé, árlega, sem dygði til uppbyggingar fiskiskipa flotans innanlands, á svipaðan hátt og bankar og sparisjóðir leggja inn fé til Seðlabankans. Einhverjir kunna að velta þvl fyrir sér, hvort aukin vinna við skipasmíðar sé æskileg, þar sem allir virðast hafa nóg að gera. Á það skal bent, að margt er haft að atvinnu hér, sem gjarn- an mætti dragast saman, í stað þess að verða ört vaxandi at- vinnugrein næstu kynslóða. Hvað er t. d. að segja um þá atvinnu, sem fylgir ört fjölgandi leigubíl- um í landi hér. Og hvað er að segja um alla sælgætisframleiðsl- una? Ætli það sé bætandi og til heilbrigðisauka fyrir uppvax- andi æsku að um allar götiur og stræti í bæjum og borgum er keppzt við að koma upp svo þéttriðnu neti af sælgæissjopp- um, svo að helzt ekkert bari* eða unglingur sleppi 1 gegn. Sá iðnaður, sem að þessu stendur mun ekki þurfa að kvarta um neitun um rekstirrsfé. Og margt fleira mætti nefna, sem of langt mál yrði upp að telja. Framihald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.