Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 8
8 M O R C 1’ V n T 4 »1 <9 Sunnudagur 7. apríl 1963 Starfsemin undirbúin Stofnfundurinn samþykktl drög að starfsáætlun, en frekari ákvarðanir varðandi starfsemina verða teknar af framkvæmda- nefnd samtakanna á sérstökum fundi í Vín innan skamms. A þeim fundi mun einnig verða ákveðið, hvar höfuðsetur samtak- anna verður, rætt um ráðningu framkvæmdastjóra o. fl. Öll að- ildarríki æskulýðsráðsins eiga fulltrúa í framkvæmdanefndinni, einn hvert. . ---• .. . -v . . ■ 7 . ,, v?;r W:; ■':;■v' (WAY). WAY er sem kunnugt er umfangsmestu og öflugus.u æskulýðssamtök heims og taka yfir 100 þjóðir þátt í marghátt- aðri starfsemi þeirra, sem nær yfir 5 heimsálfur. I tengslum við WAY Eðlilegt þótti, að hin nýju Ev- rópu-samtök, sem að nokkru leyti munu taka við af ráðgjafar- nefnd WAY fyrir Evrópu, yrðu áfram í tengslum við heimssam- tökin. Nokkur skipulagsbreyting var hins vegar nauðsynleg, þar sem aðilar hins nýja samstarfs munu ekki einungis verða þau æskulýðssambönd í álfunni, sem xveir runtruar heöan Af íslands hálfu sátu stofn- fundinn tveir fulltrúar frá Æsku- lýðssambandi íslands (ÆSÍ), heildarsamtökum íslenzkrar æsku, Helga Kristinsdóttir og Hörður Sigurgestsson. Gerðist ÆSÍ stofnaðili hinna nýju sam- taka, eins og áður var sagt. —. Auk fulltrúa landssambands æskulýðs í hinum ýmsu löndum sátu stofnfundinn allmargir á- heyrnarfulltrúar, þ.á.m. aðal. framkvæmdastjóri World Assem- bly of Youth, Svíinn David Wir- mark og fleiri leiðtogar þeirra samtaka; ennfremur m.a. fulltrú ar frá Alþjóðasambandi ungra sósíalista (IUSY), K.F.U.M, (YMCA) og Evrópuráðinu. Merkur áfangi • Æskulýðsráð Evrópu (CENYC) mun vera fyrstu heildarsamtök evrópskrar æsku. Er stofnuu ráðsins því tvímælalaust merkur þáttur í þróun æskulýðssamstarfs í álfunni og líklegt, að í kjölfarið sigli mikil efling þess á næstu árum. BITSTJÓHAR: BlflGIH. ÍSL. GUNNAHSSON OG ÓLAfUR EGILSSON Samjsndsráös oj fuiitrúaráösfundur SUS verúur 25. apríi í SAMRÆMI við frestun Fundur SUS verður hald Landsfundar Sjálfstæðis- inn í Valhöll og hefst kl. flokksins til 25. apríl n. k. 10 f. h. 25. apríl og stendur hefur stjórn Sambands fram eftir degi. Fundar- ungra Sjálfstæðismanna menn munu snæða saman ákveðið að fresta sam- hádegisverð. Landsfundur- bandsráðs- og fulltrúaráðs- inn verður síðan settur um fundi SUS til sama dags. kvöldið. Æskulýðssamband íslands meðal aðíla frá 12 þjóðum, sem undirrituðu siofnskrána á fundi / Lundúnum LAUGARDAGINN 23. marz komu fulltrúar 14 þjóða sam- an á fund í Lundúnum, til þess að ganga frá stofnun Æskulýðsráðs Evrópu (The Council of European National Youth Committees), en sam- tök þessi hafa verið í deigl- unni vun alllangt skeið. Hin nýju samtök eru að veru- legu leyti runnin undan rifjum æskulýðssarobanda þeirra í álf- unni, sem verið hafa aðilar að Alheimssambandi æskunnar, þ.e. World Assembly of Youth aðild eiga að WAY, heldur og nokkur hinna, sem utan haía staðið — og væntanlega öll, áður en lýkur. Mun hið nýja æsku- lýðsráð verða ráðgjafaraðili WAY og á ýmsan hátt halda við það nánum tengslum, en á hinn bóginn starfa að verulegu leyti sjálfstætt að málefnum, sem ein- göngu varða evrópska æsku. Stofnskrá undirrituð Á fundinum í Lundúnum var gengið endanlega frá stofnskrá samtakanna og hún að því búnu undirrituð af fulltrúum 12 þeirra fjórtán þjóða, sem fundinn sátu: tóku hin tvö (Sviss, Ítalía) sér frest, en munu væntanlega ger- ast aðilar á næstunni. Þau rík-i, sem undir stofnskrána rituðu, eru: Austurríki, Belgía, Bret- land, Danmörk, Frakkland, Hol- land, ísland, Luxembourg, Nor- egur, Svíþjóð, Tyrkland og Þýzkaland. — Fyrsiti forseti hins nýstofnaða Æskulýðsráðs Ev- rópu var einróma kjörinn Heinz- Georg Binder, formaður vestur- þýzka æskulýðssambandsins. Heimdallur sko5ar Sementsverksmiðjuna SÍÐASTL. laugardag efndi Heimdallur, FUS, tii ferðar á Akranes í þeim megintilgangi að skoða Sementsverksmiðj- una. Var lagt af stað frá Reykja- vík kl. 13,30 á iaugardag og komið til Akraness um kl. 16.00. Var þá haldið í Sem- entsverksmiðjuna, en þar hafði Þór, FUS, á Akranesi fengið afnot af salarkynnum verksmiðjunnar og bauð félag ið gestum frá Heimdalli, svo og ungum Sjálfstæðismönn- um í Vesturlandskjördæmi til kaffidrykkju. Valdimar Indriðason, form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisféiag- anna á Akranesi, bauð gesti velkomna í nafni Þórs FUS. Þá flutti Ásgeir Pétursson, sýslumaður, formaður stjórn- ar Sementsverksmiðju ríkis- ins, ræðu. Að ræðu hans lok- inni ‘flutti Bragi Hannesson, bankastjóri, erindi um stór- iðju á íslandi. Þá lýsti Jón Vestdal, framkvæmdastjóri, starfsemi verksmiðjunnar. Bjarni Beinteinsson, formað- ur Heimdallar, þakkaði heima mönnum góðar móttökur og síðan var þátttakendum skipt í hópa og gengið um verk- smiðjuna. Um kvöldið sóttu þátttak-w endur dansleik, er Þór, FLS á Akranesi efndi til og að hon um loknum var haldið til Reykjavíkur. Myndin, sem hér birtist, er tekin af ferðalöngunum fyrir utan húsakynni Sementsverk- smiðjunnar. Æskulýðsráð Evrópu stoínað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.