Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. apríl 1963 MORCVN BL AÐIÐ 11 Myndin var tekin á sýslumannssetrinu í Vík og sýnir hina þrjá nýju embættismenn. Talið frá vinstri: Vigfús Magnússon hér- aðslæknir, Einar Oddsson sýslumaður og Páll Pálsson sóknar- prestur. (Ljósm.: Brandur Stefánsson, Vík) Nýir embættismenn Skaftafellssýslu Opin bréf til þjónandi presta og preláta ÞAÐ mun ekki koma oft fyr- ir, heyrir víst til hreinna und- antekninga, að þrjú aðalemb- cetti sama héraðs losni á einu og sama árinu. — Þetta gerð- ist samt í Vík í Mýrdal á sl. ári er sóknarpresturinn, sr. Jónas Gíslason, fékk ársorlof og aðstoðarprestur kom í hans stað. Héraðslæknirinn, Haraldur Jónsson, sagði af sér eftir aldarfjórðungsdvöl með Mýrdælingum. Loks losnaði svo embætti sýslu- manns við andlát Jóns Kjart- anssonar. 1 tilefni af þessum miklu mannaskiptum skulu nokkur orð látin fylgja mynd þeirri, sem hér birtist af hinum nýju embættismönnum. Héraðslæknlrinn Um héraðslæknisembættið sótti er.ginn, er það var auglýst laust til umsóknar. -Var þá ráðinn í það, um eins árs bil, ungur læknakandidat úr Reykjavík. Hann heitir Vigfús Magnússon, tæplega þrítugur, stúdent frá MR 1953, kand. med. 1961. For- eldrar hans eru hjónin Sólveig Guðmundsdóttir og Magnús Vig- fússon, byggingam. í Reykjavík. Hann er kvæntur Fanneyju Reykdal og eiga þau 3 börn. Ungi læknirinn kann ágætlega við plássið og fólkið. Og fólkið spyr: Verður hann lengur en þetta eina ár, sem hann er ráð- inn? Um það er ekki gott að segja. Hann kveðst vilja fara eítir -þessu einfalda en ágæta ráði eins kollega síns: „Þú skalt ekki vera svo lengi að fólkið fái leiða á þér“, . r— Starfsskilyrðin? ■! — Ekki góð, en þau standa til bóta. Allir hafa fullan hug á að úr þeim verði bætt eftir því sem kostur er. T.d. er nauðsyn á, að fá ný röntgentæki í stað þeirra, sem eru orðin gömul og ónot- hæf. Þau þurfa að vera til í hverju læknishéraði. : Sýslumaðurinn í Tvö mikilmenni, sem unnu lífs Btarf sitt í Skaftárþingi voru báðir úr Skagafirði. Okkur Skaftfellingum er því alltaf vel Við Skagfirðinga og eigum þeim mikla þökk að gjalda fyrir það, að þeir gáfu okkur bæði sr. Jón Steingrímsson og Svein Pálsson. Nú höfum við fengið yfirvald úr Skagafirði, því að eftirmaður Jóns Kjartanssonar er Einar Oddsson, fæddur í Flatatungu í Skagafirði 20. apríl 1931. Þar búa foreldrar hans, þau Oddur Einarsson og Sigríður Gunnars- dóttir. Einar varð stúdent frá MA 1953 og kand. jur. 1959. Að loknu prófi varð hann starfsmað- ur útflutnihgssjóðs og fulltrúi hjá bæjarfógeta á ísafirði um tíma. Síðustu þrjú árin var hann fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík, unz hann tók við sýslumannsembættinu 1. febrúar sl. —. Kona hans er Halla Þorbjörns- dóttir úr Reykjavík. Hún lauk læknaprófi á^'ið 1961 og hefur nú nýlega fengið almennt lækn- ingaleyfi. Hinn nýi sýslumaður hefur ekki enn hitt marga af sýslubú- um og hann hefur heldur ekki enn séð mikið af sínu víðlenda lögsagnarumdæmi, sem hann verður að ferðast um bæði á bíl- um og flugvélum, er hann fer í þingaferðir. En honum segir vel hugur um að kynnast þessu hér- aði „mikilla sanda og mikilla sæva“ og íbúum þess. Presturinn Prestinn, sr. Pál Pálsson, þarf ekki að kynna Skaftfelling- um. Hann er einn í ættum Síðu- presta og á hér frændur og frænkur á öðrum hvorum bæ. sonur Fáls yfirkennara Sveins- sonar og konu hans, Þuríðar Káradóttur. Hann er fæddur í Reykjavík 26. maí 1927, stúdent 1949, kennarapróf 1955, kand. theol. 1957. Með námi sínu var hann kennari í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu frá árinu 1951 og var trúnaðarmaður Kennarafélagsins í skólanum- síðustu árin. Sr. Páll er sá eini af þessum nýju embættismönnum Mýrdæl- inga, sem undirritaður hefur náð tali af og það fyrsta sem berst í tal er þetta: — Hvort fellur þér nú betur að vera kennari eða kennimað- ur? — Þetta er að mörgu leyti samofið. Ég stundaði mikið kennslu í Reykjavík og það geri ég hér líka. Kenni allmikið við unglingaskólann hér í Vík. Mér finnst það geta mæta vel GERA má ráð fyrir, að þeir, sem^ koma til kirkju til þess að taka’ þátt í guðsþjónustu, en ekki að- eins fyrir forvitnissakir, óski þess, að hinar kirkjulegu, helgu athafnir fari sem virðulegast fram og í sem fyllstu næði þann- ig, að þær hafi tilætluð áhrif á söfnuðinn. Alla jafna mun þessu og þannig farið um hinar al- menrni messur. Öðru máli er að gegna um flestar fjölmennustu messur ársins, þegar fermingar fara fram. Ég man ekki hvenær sá ósiður bélt innreið sína hér í Reykjavík, að foreldrar risu úr sætum sín- um, þegar barn þeirra staðfesti skírnarheit sitt. Líklega hefur það verið nálægt 1930, ef til vill litlu fyrr. Þessi ósiður hefur breiðzt út og spannar væntan- <£>-----—------------------- í Vestur- farið saman, og ekki svo gott að gera upp á milli. Margir prestar hafa verið miklir kennarar og góðir fræðarar. Ég vona að þjóðin eigi eftir að eignast marga slíka í framtíðinni, ekki síður en hingað til. Annars hlýtur hver prestur fyrst og fremst að vera minnugur þess, sem hann hét á sínum vígsludegL — Við prestarnir kvörtum mikið yfir lítilli kirkjusókn og tíðum messuföllum. Tekur þú undir þær kvartanir? — Þetta er sjálfsagt nokkuð misjafnt eftir því hvar er á land- inu. Mín reynsla er nú ekki löng í prestsskapnum eins og þú veizt. En ekki hef ég þurft að kvarta enn sem komið er. Ég vil segja það, að lítil kirkjusókn þarf ekki eingöngu að vera prestinum að kenna, frekar en góð kirkjusókn er ekki einungis honum að þakka. Það sem er mest áríðandi er að samhugur og samstarf sé gott milli prests óg safnaðar. Báðir þurfa að finna til sinnar ábyrgðar — söfnuðurinn ekki síður en presturinn. Prestsstarfið er nefnilega meira en það, sem menn sjá og heyra í kirkjunni. Presturinn á að vera þjónn Orðs- ins bæði í kirkju og utan. Þá er grundvöllurinn fenginn fyrir því að hann umgangist sóknarbörnin svo sem honum ber að gera, þ.e. „fagni með fagnendum og gráti með grátendum". — G. Br. Sovétríkin noita Berlín, 3. apríil (NTB) SOVÉTRÍKIN neituðu í dag að viðurkenna réttmæti mótmæla af breskri hálfu, vegna skothríðar í lofti nærri Berlín, á flugvél jprezks sjónvarpsmanns. Ný mót mæli munu senn afhent. HINN 14. marz s.l. var undir- ritaður í Washington lánssamn- ingur milli Framfarastofnunar Bandaríkjanna (AID) og Fram- kvæmdabanka íslands, að tilhlut an ríkissjórna íslands og Banda- ríkjanna, um lán til Fram- ltvæmdabankans, sem notað verð ur til þess að styrkja íslenzkt atvinnulíf með lánum til þýðing- armikilli framkvæmda. Sam- lega .smám saman allt lanr"\ ef ekki verður hamlað á móti. Og nú erú það ekki aðeins foreldr- arnir, sém rísa úr sætum, heldur og, ef til eru: amma, afi, systkini og önnur skyldmenni, og nánir kunningjar eru teknir að slæð- ast með. Þannig getur það orðið upp undir 20 manns, sem rís í einu úr sætum. Það er óþarfi hér að lýsa öllum þeim ys og þys, marri og skrjáfi, sem þessu brölti fylgir það þekkja allir, er verið hafa við fermingarathöfn hér í Reykjavík, en hér kemur enn alvarlegri. hlutur til sögunnar: Þessi afkvæma- eða ættingja- sýning dregur að sér athygli þá, sem á að beinast að hinni helgu athöfn við altarið. Kirkjugestir sftúa sér í allar áttir til að fylgj- ast naeð hinum fjölþættu sýn- ingum. Flestum mun finnast skírnin einhver fegursta athöfn innan kirkjunnar. Þá stendur allur söfnuðurinn upp í einu, síðan er allt hljótt, og athyglin beinist óskert að athöfninni. SvO var það og við fermingu, á meðan allur söfnuðurinn sat kyrr á bekkjum sínum. Hinn áður nefndi siður, sem ég nefndi hér ósið, hefur lík- lega verið tekinn upp í þeim góða tilgangi að gera fermingar- athöfnina hátíðlegri (sbr. skírn- arathöfnina, sem óneitanlega er hátíðlegri, síðan söfnuðurinn fór að standa upp), en hér hefur algerlega verið skotið framhjá markinu. Þessar ættingjasýning- ar raska svo helgi fermingarat- hafnarinnar, að þær geta naum- ast kallazt annað en helgispjöll, sérstaklega í stórum, fjölmenn- um kirkjum, þar sem fólk þekk- ist ekki. í sveitakirkjum er þetta að sjálfsögðu ekki eins áberandi. Þar þekkjast allir, svo að for- vitnin grípur ekki eins um sig. Ef til vill dettur einhyerjum í hug, að vel færi á því, að allur söfnuðurinn stæði, meðan ferm- ingarathöfnin fer fram (sbr. skírnarathöfnina), en slíkt mundi sennilega gera vont verra, þagar fermingarbörnin eru mörg. Tíminn verður það langur, að söfnuðurinn, sérstaklega roskið fólk, endist ekki til þess að standa kyrrt í sömu sporum. Eg hefi um nokkurt skeið vak ið máls á þessum fjölskyldusýn- ingum við marga leikmenn og noikkra presta, þar á meðal einn þjónandi hér í Reykjavík. Allir þessir hafa, undantekningarlaust, verið mér sammála um, að hér þurtfi að verða breyting á. Að sjálfsögðu væri fyrirhafnar laust fyrir hina þjonandi presta að kveða þennan ósið niður með nokkrum aðvörunarorðum á undan fermingarathöfn. En mér er ekki grunlaust um, að það sé einhver geigur í þeim, hverj- um fyrir sig, að hefjast handa. Og ef svo er, þá virðast samtök þeirra í millum vera eina úrræð ið. Úr því að ég fór af stað með þetta mál, þykir mér rétt að kvæmt samningnum lána Banda- ríkin íslandi, í ísl. krónum, kr. 61.0037.550. Lánið er til 20 ára, afborgunarlaust í 3 ár og með 4% vöxtum. Lánið er veitt af fé því, er stjórn Bandaríkjanna eignast hér á landi samkvæmt samningi milli hennar og ríkis- stjórnar íslands varðandi kaup hinnar síðarnefndu á landbúnað- arvörum í Bandaríkjunum sam- kvæmt bandarískum lögum þar drepa á fleiri kirkjusiði. Eg ferð ast nokkuð víða um land & hverju sumri og hefi því fengið tækifæri til að vera hér og þar við messur og aðrar kirkjulegar athafnir. Að sjálfsögðu fylgja prestarnir yfirleitt handbókinni nákvæmlega, svo langt sem hún nær, og jafnlengi eru kirkjusið- irnir hinir sömu, en síðan getur brugðið á ýmsa vegu. Einhverju sinni var drepið á það í útvarpinu (ef til vill af Guðmundi Jónssyni, söngvara), að prestar notuðu breytilegar þýðingar af bæn bænanna. Fað- ir vorinu. Eg er einn þeirra, sem þykir þessi fjölbraytni bæði ó- þörf og óviðkunnanleg. Jafnvel þó að þýðingamar kunni að vera allar jafngóðar og fara jafn vel í munni, þá virðist viðkunn- anlegast, að einungis ein þýðing, bænarinnar sé viðurkennd og notuð í þjónustu kirkjunnar. Til breytingar geta verið góðar, en þær eru ekki ávallt jafn við- eigandi. Við jarðarfarir eru notaðar ýmiss konar venjur, eftir sveit- um og landshlutum. Það er vandi að dæma um alger smekks atriði, sérstaklega ef þau snérta viðkvæm mál. Hér skal því að- eins vikið að einu jarðarfarar- atriði, sem mér virðist, að bezt fari á aðeins einn veg. Þegar kista er borin í kirkju hér í Reykjavík, er henni snúið í hálf hring um leið og hun er sett nið ur við kórinn. Höfuðgaflinn snýr þannig að altarinu og presturinn flytur ræðu sína, bænir og bless unarorð við höfuðgafl hins látna. Form þessarar athafnar hefi ég hvergi séð betra. En utan Reykja víkur hefi ég séð önnur form er mér þykir verr fara, t.d. þeg ar fótagafl kistunnar er látinn vita að altarinu. Þó þykir mér enn óskemmtilegra, þegar kistan er sett til bliðar við gráturnar, höfðagaflinn snýr að söfrnuðinum, en í kring um kistuna sitja að- standendur hins látna og loka sem næst hringnum, ef þeir hafa fjölmenni til. Eg var eitt sinn líkmaður, þar sem svona. var farið að. Eg gerði tilraun til þess að fá kistunni snúið þannig, að fótagaflinn sneri að söfnuðinum. Það brá fyrir undrunarsvip yfir fáfræði minni, og ég var upplýstur um það, að kistan ætti að snúa gegnt austri eins og í kirkjugarðinum. Þá má minna á hinn breyti- lega texta, er prestar nota, þeg ar þeir „kasta rekunum“. Er slík tilbreytni smekkleg eða æskilag? Hér verður ekki drepið á fleira, en ég leyfi mér hér með að skora á virðulega þjónandi presta og preláta, að þeir taki til athugunar, hvort ekki sé ástæða til að endurskoða og samræma siðareglur íslenzku kirkjunnar. Ásgeir L. Jónsson Mao fer hvergi Peking, 3. apríl (AP-NTB) TALIÐ er nú fullvíst, að Mda Tse tung muni ekki þekkjast boð Krúsjeffs, um að koma til Moskvu, til að ræða vandamál þau, sem hæst hafa borið, í sam- skiptum Sovétríkjanna og Kína. Er því haldið fram í Kína, að Mao vilji ekki fara úr landi. Engar nánari skýringar eru þó gefnar. að lútandi (Public Law 480). Á síðastliðnu ári veittu Banda- ríkin íslandi samskonar lán að fjárhæð kr. 56.534.775. Þessa dag- ana er verið að ganga frá lánveit ingum af fé því til Fiskveiða- sjóðs og Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Er Fiskveiðasjóði lánað kr. 29.000.000 og Stofn- lánadeild landbúnaðarins kr. 19.000.000. 61 millj. kr.framkvœmda- lán frá Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.