Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. apríl 1963 MORGVyBl4Ð1Ð '9 - SKÁK Framhald af bls. 2. Nú kemur í ljós gallinn á 9. leik brvíts. Ddl er nú valdlaus. 10. Dc2 Ekki 10. Dxd5, Rxe2t 10. . Rxg2 11. Rxg2 Dd4 12. Rc3 Dxc5 13. e4. Mun skánra var Be3 13. Rh3 14. Be3 Dc4 15. f3 Eftir 15. a3! getur hvítur veitt Iharða mótspyrnu. 15. Rb4 16. Da4 Bxg2! 17. Kxg2 Bxc3 18. bxc3 Rd5! Gefið. l.R.Jóh. SKÁKBYRJANTR eru sá þátt- ur skáklistarinnar sem skák- rrxenn leggja mesta vinnu í. Þetta stafar einfaldlega ai þvi að það getur riðið baggamuninn, hvcxrt inenn ná þokkalegri stöðu í fyrstu 10 tiil 15 leikjunum. Það er því ekki svo lítið atriði fyrir t.d. atvinnusikákmeistara að afla sér skáka frá helztu stórmótum sem fram fana hverju sinni. í dag er þetta ekki sórlega örðugt Iþví að það heyrir til undantekn- inga ef ekki eru fjölritaðar allar skákir á öllum stærri skákmót- um. Hér kemur svo örlítið yfirlit yfir eitt aðal afbrigði Sikileyj- arvarnarinnar. I. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, R.f6. 5. Rc3, a6. 6. Bc4, e6. 7. Bb3. R. Fiseher hefur á undanförn- öra árum blásið Xífi í þetta af- Ibrigði og unnið marga góða sigra. Ungverski skákmeistarinn Dely hefur náð athyglisverðum á- rahgri með þessu kerfi. Það er enginn vafi á því að þetta af- brigði getur verið hættulegt vopn á höndum sóknarslcákmanns. 7. e6 Skörp leið er hérna 7. — b5, en Iþessi leið , hefur margvíslegar hættur í för með sér, eins og við sjáum á eftirfarandi skák. 8. f4, Bb7. 9. O-O, b4. 10. e5! bxc3. 11. exf6, Rd7. 12. f5! e5. 13. Bxf7f, Kxf7. 14. Dh5f, g6. 15. fxg6f hxg6. 16. Dxh3, exd4. 17. Dh7t, Ke6, 18. Dg8f gefið, Dely — Szabo 1962. Bezt var eennilega 10. — dxe5. 11. fxe5, Rd7. 8. f4 0-0 Ef svartur reynir hér 8. — Rc6. 9. Be3, O-O. 10. 0-0 nú hefur Ihvítur komist inn í þaegilegt af- Ibrigði þar sem a6 verkar sem leiktap. k 9. Í5 Þessi staða er þó nokkuð at- Ihyglisverð. í skákinni Dely — Simagin Moskvu 1962 lék svart- ur 9- — e5. Hvítur tefldi nú upp é það að ná á sitt vald. 10. Rde2, Rbd'7. 11. Rg3, b5. 12. Bg5, Bb7. 13. Bxf6, Rxf6. 14. Rh5, Rxh5. 15. Dxh5, Hc8. 16. Bdð. Hvítur hefur nú náð valdi á d5 reitn- um. Það bezta sem svartur á Ikost á í þessari stöðu er 16. — Kxo3! og reyna þannig að ná gagnsókn. Simagin lék 16. — Bx d5? 17. Rxd5. Hxc2. 18. O-O, Bg5? (18. — Bf6) 19. £6! og hvít- ur vann á sókn. Við snúum okkur aftur að Btöðumyndinni. í skákinni Cio- caltea — Gligoric, Havana 1962. Gligoric fann lausn á þessum vanda 9. — exf5. 10. exf5, Rc6. II. O-O, dö. 12. Khl, Bc5. 13. Rx C6, bxc6. 14. Bg5, a5. 15. Df3, Bd4!, 16. DÍ4, Bxc3. 17. bxc3, He8. 18. Hfel Bd7 og svartur hef ur fullkomlega jafnað taflið. SjáUsagt á skákfræðin eftir að foreyta afstöðunni gagnvart þessu afbrigði I.R.Jóh, Bridge SPILIÐ, sem hér fer á eftir var spilað í tvímenningskeppni og varð lokasögnin sú sama á öllum borðum eða 4 spaðar. — Spilið vannst á öllum borðunum, en á einu borðinu tókst sagnhafa að fá 11 slagi á skemmtilegan hátt. Þar gengu sagnir þannig: Guðrún Runólfsdóttir Suður Vestur Norður Austur 1 * pass 2 V pass 2 A pass 2 gr pass 3 A pass 4 * dobl pass pass Redobi Aiiir pass A D 4 V Á K 6 4 ♦ Á87 * 9643 * 2 * ÁG107 V D G 7 3 V 10 5 ♦ 653 2 ♦ G10 9 ♦ 108 7 2 * KDG5 ♦ K 9 8 6 5 3 V 982 ♦ KD4 ♦ Á Vestur lét út laufa 2, sem drep inn var með ás. Sagnhafi lét nú út hjarta, drap í borði með ás, lét út lauf úr borði og trompaði heima. Enn var hjarta látið út, drepið í borði með kóngi og enn var lauf látið úr borði og tromp- aði heima. Nú var tígull látinn út, drepið í borði með ás og fjórða laufið látið úr borði og trompað heima. Sagnhafi tók nú tígulkóng og drottningu og átíi þá eftir heima 3 spaða og eitt hjarta. Hjartað var nú látið út og austur, sem aðeins átti tromp eftir, varð að trompa. Nú var sama hvað austur gerði, sagn- hafi fékk slagi á drottningu og kóng í spaða og vann þanmg 5 spaða. GUÐRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, Fossi, Rangárvöllum, andaðist á heimili sínu hinn 3. janúar sl. á 99. ári og var þá búin að vera húsráðandi á Fossi í 67 ár. Þar áður var hún á Reynifelli vinnu kona í allt að eða um 16 ár hjá þeim Árna hreppstjóra Guð- mundssyni og Guðrúnu hinni fróðu Guðmundsdóttur, ljósmóð- ur. Á þeim árum var það almanna rómur, að Reynifellsheimilið væri einskonar skóli. Má því vera að Guðrún hafi fengið þar einhverja viðbótarþjálfun í allskonar mynd arskap til viðbótar meðfæddum hæfileilkum. Vorið 1896 giftist hún Hafliða Sæmundssyni á Fossi, og tólk við búsforráðum þar. Á Fossi voru þá mjög léleg húsakynni, sem víðast annars staðar, allt til 1912, eftir jarðskjálftann þann 6. maí það vor. Var þá byggt á Fossi einkennilegt ibúðarhús en eigin- lega ágætt. Alllöngu síðar var byggt þar steinhús. Hafliði tók við litlu búi Sæmundar Ólafsson ar og Þórunnar Hafliðadóttur, en því fylgdi náttúrlega framfærslu skylda. Þau voru foreldrar hans og orðin gömul og lúin. Á Fossi var þá bróðir Haftiða, er Ólafur hét; var það lausamaður og lagði á borð með sér. Hann var veikur í bakinu og gekk mjög boginn. Samt reri hann út á vertíðum og smáðaði skeifur o.fl. og var sí- kátur. Hann átti tvo góða hesta og nokkrar kindur, sem hann hafði sér. Hann heyjaði lítilshátt ar sjálfur og keypti hey. En fáum árum eftir að Guðrún kom að Fossi andaðist Ólafur eftir stutta legu og var þá talið að hann hefði haft berkla í bak- inu. Að venju voru skrifaðar upp og hirtar eigur hans og reyndust þær vera svolítil upphæð miðað við þann tíma. Ein af þrem systr um þeirra Ólafs og Hafliða hét Þórunn. Hún hafði verið efni- legur unglingur og að mestu al- in upp í Dagverðarnesi, en þar var þá efnaheimili. En þegar Þór unn var 16 ára fékk hún slag og varð máttlaus öðrum megin og var það alla sína löngu ævi. Strax eftir þetta mikla áfall fór hún á sveitina. I Nú þegar Ólafur var dláinn og Diegel — Prentvél Vil kaupa Diegel-prentvél (Handrokk). Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Prent 123 — 6697“. hann átti ekki böm, þá áttu for- eldrar hans, en þau voru þá bæði á lífi, það sem hann lét eftir sig. En þá sá þáverandi hreppsnefnd Rangárvallarhrepps sér leik á borði. Fyrst gömlu hjónunum hafði tæmzt arfur, bæri þeim að sjá fyrir dóttur sinni svo lengi sem það næði, þó þau væru kom in að fótum fram og eignalaus að öðru leyti. Var Þórunn svo flutt að Fossi og látin vera þar í 3—4 ár. Þá var Þórunn móðir hennar að komast í rúmið og lifði þó nokkuð eftir það. Flest- um fannst þetta all harkaleg að- ferð, og ýmsir töl^u þetta lög- brot. Sæmundur lifði all mörg ár eftir þetta, en var útslitinn og til lítillar vinnu. Jörðin kotbýli, engar slægjur aðrar en tæplega þriggja kúa tún, að vísu góð fjárbeit þegar til náðist, en snjó- þyngsti og illviðrasamt, enda í 165 m hæð yfir sjávarmál. Auk þess var Guðrún þá búin að eign ast 3—4 börn. Af þessu má sjá, að staða hús- freyjunnar hefir verið allerfið og ekki fyrir aukvisa, en Guðrún var stjórnsömu, nýtin og hreinleg með afbrigðum, eins og hennar ætt, prýðilega vel vinnandi, spann og óf hverja voðina eftir aðra og allt með fyrsta flokks handbragði. Guðrún var trú- hneigð og trygglynd svo af bar. Þegar gg var á 3. ári drnkknaði faðir minn á Eyrarbakka. Vegna þess þurfti móðir mín oft að fara að heiman. Fór hún þá m.eð mig að Reynifellí til afa og ömmu þar. Þá voru þar þrír vinnumenn og fjórar vinnukon- ur og var Guðrún ein af þeim. Ég var þar óeirinn og óþægur, en allir kepptust við að hafa úr mér óþægðina, og þó að Auðunni, síðar bónda á Svínhaga, og Sig- ríði, síðar húsfreyju á Lækjar- botnum, tækist það sæmilega, þá minnir mig að það væri Guðrún, sem varð að taka við þegar verst lét. Það hefir sjálfsagt verið eðli Guðrúnar að hlúa vel að börn- um, enda veitti henni ekki af, því þar sem hún eignaðist 8 dæt- ur og einn son. Það er furðulegt hvað sumir gátu komið upp mörgum börn- um og það sómasamlega og án allra styrkja, þó á kotbýlum væru, en ýmsum öðrum reyndist þó fullerfitt þó þeir byggju við miklu betri skilyrðL En þetta gerði Guðrún á Fossi og sýndi þar með að hún var mikilmenni. Ég var næsti nágranni hennar í full 50’ ár, en auk þess kynntist ég henni á meðan hún var i Reynifelli, sem var skammt frá. Mann sinn, Hafliða, missti hún fyrir allmörgum árum, en eftir það, eða nokkru fyrr, var hún bústýra hjá Óskari, syni sínum, til dauðadags. Ég þakka henni merkilega samleið í nærri 60 ár og bið hinn mikla alvald, sem við köllum guð, að blessa hana og varðveita. Guðrún var dóttir Runólfs og Katrínar í Háarima í þykkvabæ, búandi hjóna þar. Börn þeirra Guðrúnar og Hafliðc, sem á lífi eru, eru: Runólfur Óskar, bóndi á Fossi; Haflína Guðrún, hús- freyja Króktúni, Landi; Jónína, húsfrú, Haukadal, Rangárvöilum Ólafía Jóna, húsfrú, Kirkjulæk, Fljótshlíð; og Guðrún, heima- á Fossi. Dánar eru: Katrín Stefa- nía; Guðrún; og Ólafía Sæunn. Björn Guðmundsson. frá Rauðnefsstöðum. Lítt miðar um afvopnun Genf, 3. aprS. (AP-NTB) FULLTRÚAR vesturveldanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf lýstu því yfir í dag, að samnings- vilji Sovétríkjanna væri ekki fyrir hendi, í þeim mæli, sem nauðsyn bæri til, ætti samkomu- lag að nást um afvopnun. Sovétrikin leggja til, að þar til öðru stigi afvopnunnar verði náð, skuli Sovétríkin og vestur- veldin hafa nokkurt magn kjarn orkuvopna. Telja fulitrúar vest- urveldanna ekki nógu langt geng ið í þá átt að tryggja að sam- komulag um magn slíkra vopna verði haldið. HANSA-skrifborð HANSA-hillur eru frá: [HANSAÍ Caztœki frá Max Sievert A/B eru þegar landskunn fyri rgæði Kynnið ykkur og notið MAX SIEVERT-gaztæki U m b o ð : Björn Guðmundsson & CO. — Sími 24323. SI-SLETT POPLIN (NO-IRON) MINERVAcÆvWterr STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.