Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. aþríl 1963 MORGVNBL AtllÐ 3 Rætist draumur Nassers um UNDANFARNAR vikur og mánuði hafa borizt fregnir af miklum umbrotum og á- tökum í ríkjum Araba. Hver byltingin hefur rekið aðra og menn bíða enn frekari at- burða. Hvar verður næst lát- ið til skarar skríða? í Jórdan- íu? Saudi-Arabíu? íran? Eftir byltingamar í írak og Sýrlandi í febrúar og marz s.í. virtist mönnum einsýnt, að Nasser, forseti Egypta- lands, hefði öll ráð í hendi sér, þess væri skammt að bíða að lýst væri yfir myndun ríkja sambands Egyptalands, Sýr- lands, íraks og Jemen og, að þar yrði Egyptaland hinn ráð andi aðili. En síðustu fregnir bera með sér, að málið virð- ist ekki svo einfalt. Þær sýna, að Arabar eiga fleiri mikil- hæfa forystumenn en Nasser, sem verið hefur ókrýndur leið togi þeirra í áratug — og svo virðist, sem ágreiningur sé allnúkill með þessum mönn- um. ★ ★ Sem kunnugt er, voru >a3 stuðningsmenn Nassers og Baath-sósíalisfcar, sem sam- eiginlega stóðu að bylting- unum í írak og Sýrlandi. En ýmislegt hefur borið til tiíð- inda 1 Sýrlandi að undanförnu og í ljós komið, að aðstand- endur byltingarinnar eru síð- ur en svo á eitt sáttir um markmið hennar eða þróun- arleiðir. Um mánaðamótin, nánar tiltekið 30. marz s.l. sögðu fimm af 20 ráðherrum byltingarstjórnarinnar af sér og voru þeir allir stuðnings- menn Nassers. Ástæðan var sú, að Baath-sósíalistar neit- uðu að skipta jafnt með stuðn ingsmönnum Nassers — eða Nasseritum, eins og þeir éru oftast nefndir, — ráðuneytinu og þjóðbyltingarráðinu. Afsögin ráðherranna vakti mikinn úLfaþyt meðal alþýðu manna, varð tilefni óeirða meðal stúdenta og kröfu- gangna, þar sem bornar voru myndir af Nasser og sungn- ir um hann lofsöngvar. Að lokum tók stjórnin til bragðs að setja útgöngubann 18 klst. á dag og loka háskó’lum um óákveðinn tíma. Óeirðirnar hófust á flugvellinum í Dam- askus í þann mund, er sendi nefnd frá Alsír, undir for- sæti Houari Boumedienne, landvarnarráðherra, kom þang að. Mannfjöldinn gerði hróp að Salath Bitar, forsætisráð- herra og sakaði hann um að hafa átt þátt í sambandsslit- unum við Egyptaland 1961. Varð hann að leita hælis um hríð í flugvallarskýli, vegna grjótkasts fólksins. • Draumur Nassers Það- er löngu ljóst, að Nass- er, forseta, dreymir um ara- bískt ríki, er nái frá' Persa- flóa til Atlantshafs. Sá draum ur á rót að rekja til fyrri alda, — allt til sjöundu aid- ar, er ríki múhameðstrúar- manna var svo víðfeðmt. Nasser hefur oft minnt þjóð sina á sigurferðir hershöfð- ingjanna Amr Ibn-al As, sem hélt inn í Afríku um 640, og Uqbah Ibn Nafis, er hafði náð til stranda Atlantshafsins um 680. Þeir börðust fyrir boð- skap Múhameðs, ef ekki með orði þá með blikandi brandi. Þegar ríki Múhameðstrúar- manna var sem mest, náði það norður yfir Tyrkland, suður yfir Persíú og Afghan- istan til Indlands og austur um Mið-Asíu til Kína; vestur yfir Egyptaland, vestur yfir Spán og allt til Suður-Frakk- lands. Skip Múhameðstrúar- manna sigldu með austur- strönd Afríku og náðu þar miklum ítökum, og gegnum Súdan komust þeir til Norð- vestur-Afríku. Það er einróma álit þeirra, er fylgzt hafa með atburðum í Arabaríkjunum að undan- förnu, að meðal Araba fari þjóðernistilfinning, þjóðar- stolt og sjálfsvirðing sívax- andi- Er það einkum þakkað Nasser og þeim feikna fram förum, sem orðið hafa í Egyptalandi undir hans stjóm. Nasser sýndi Aröbum, að hægt var að losna undan erlendum yfirráðum. Hann hefur gerbreytt kjörum og hugsunarhætti egypzkra smá bænda. Hagur þeirra hefur batnað mest allra þar i landi, þó að undanskildum iðnverka mönnum. Áður fyrr var kæru leysi, hugsunarleysi- og fram kvæmdaleysi einkennismerki þerrra, og þeim var gjarnan lýst með orðatiltækinu „anna mali“ sem þýðir eitthvað á þá leið: „mér gæti ekki stað- ið meira á sama“. En nú hef- ur það orðtæki horfið fyrir öðru, orðinu „nahdha", sem þýðir að setjast upp og veita því athygli, sem gerist í kring um mann. Komist á samband Arabá- ríkjanna fjögurra nær það til 44 milljóna manna á 650.000 fermílna svæði. Sjálfsagt verð ur Egyptaland miðdepill þessa sambands, það er fjöl- mennasta ríkið, byltingin elzt og þjóðin lengst á veg komin efnalega og andlega. Nasser hefur haft vakandi auga á þróuninni í nágranna- ríkjunum og gert sitt til að beina henni í sér hentugan farveg. Eitt áhrifaríkasta á- róðursvopn hans er útvarpið. Geisli Kairo-útvarpsins nær langt og áhrif þess eru víð- tæk. Nasser er viðurkenndur áróðurssnillingur; hann veit hvað hinum arabíska fjölda, kemur og beitir útvarpi og sjónv*rpi af mikilli slægð. J>egar uppreisnin var getrð gegn imaminum í Jemen sendi Nasser uppreisnarmönn um þegar í stað vopn og ferða útvarpstæki — síðan her- menn. Hann safnar beztu fá- anlegu arabískum skemmti- kröftum að útvarpinu í Kairo — og sjónvarpinu, sem sagt er hið fjölbreyttasta í Mið- Au»turlöndum. Er haft í flimt ingum, að útvarpssendingar kommúnista frá Búlgaríu til Arabaríkjanna, sem mest eru langar áróðuxsræður, missi allan mátt sinn gagnvart skemmtikröftum þeim, sem flytja áróður Nassers. „Radd- ir“ Kairo-útvarpsins eru marg ar og vel dulbúnar. Geta Egyptar þvi hvatt til upp- reisna og grafið undan hin- um ýmsu stjórnum án þess þær fái rönd við reist. Sagt er ab sm þessar mundir sé verið að ljúka við sendistöð, sem hugsuð sé til andróðurs- starfsemi gegn Habib Bour- guiba, forseta Túnis. • Eining — sundrung Þegar rætt er um hina vax- andi sameiningartihneigingu Araba í heild, er rétt að drepa sérstaklega á nokkur veiga- mikil atriði, sem stuðla eink- um að þessari tilhneigingu. Eitt þeirra er hinar miklu oílulindir í löndum Araba. Fréttamenn í Arabaríkjun- um hafa oft orð á því hve mjög hinni ungu uppvaxandi kynslóð menntamanna svíður í augu að sjá, hve víða tekjur af oíuvinnslu eru misnotaðar. Að sjálfsögðu deila þeir um það, hvort vestrænu olíufé- lögin greiði nægilega mikið fyrir olíuna, sem þau vinna, en það mun langt því frá alvarlegasti ásteytingarsteinn inn. Margfalt meiri er gremj- an í garð arabískra ráða- manna, eins og til dæmis Saud konungs í Saudi-Arabíu, sem vanrækja með öllu að láta þjóðfélagið njó'ta þessara tekna. Saud konungur er þess- i Talið frá vinstri: Michel Aflak, framkvæmdastjóri og stofnandi Baathflokksins. Nasser, for- seti og Salah Bitar, forsætisráðherra Sýrlands. Myndin vartekin í Kairo fyrir nokkrum dög um Nasser forseti er 45 ára að aldri. um mönnum stærstur þyrnir í augum. Þeir sjá í honum dæmigerða græðgi og hroka hinna gömlu lénsherra og þeim svíður að sjá hann sjálfan og nánustu samstarfsmenn hans lifa í dýrðlegum fagnaði i skrautbúnum höllum, hafa til umráða kádiljáka og einka- flugvélar, meðan þjóðin, milljónir manna, er ólæs, menningarsnauð, soltin og býr við gersamlega úrelt þjóð- skipulag. Annar álíka þyrnir var Imaminn í Jemen þar sem þjóðin stendur flestum öðrum að baki. Var þó sagt að undir stjórn A1 Badr hefði hún ver- ið á hraðri leið inn í þrettándu öldina. Þegar Kassem tók völdin í írak árið 1958, með blóðugri byltingu var talið, að ger- bylting yrði í þjóðfélaginu og hann mundi nota olíutekj- urnar til framdráttar þegnum landsins og þróun þjóðskipu- lagsins. Þegar til kom reynd- ust framfarirnar vera of hægfara undir hans stjórnar- hendi. Annar stór þáttur í samein- ingartilhneigingu Araba er að sjálfsögðu tilvist Ísraelsríkis. Þar sjá þeir sameiginlegan óvin, sem stendur þeim tækni lega framar og hefur með hinum ótrúlegu framförum vakið enn meiri athygli á nið- urlægingu Arabanna allt i kring. Og Arabar gleyma því ekki fyrst um sinn, er hinn fámenni her Ísraelsríkis sigr- aði sameiginlegan her Araba- ríkjanna árið 1948. Eins og minnzt var á í upp- hafi virðist einnig ýmislegt geta orðið til að torvelda náið samband Arabaríkjanna. í því sambandi benda kunnugir á nokkur atriði er mæla gegn því, eins og nú horfir. í fyrsta lagi segja þeir engin dæmi í sögunni um var- anlega einingu Arabaríkjanna. Hið mikla veldi Múhameðs- trúarmanna á fyrri öldum var sjálfu sér sundurþykkt og fékk ekki staðizt, — sundr- aðist vegna innbyrðis deilna einstakra þjóða og smákon- unga. Og nærtækasta dæmið um sundrungu Araba er sam- band Sýrlands og Egyptalands, sem stóð í hálft fjórða ár og skildi eftir sig mörg ör og stór. Fjölmargir forystumenn Sýr- lendinga þar á meðal margir áköfustu hvatamenn sam- bandsins hafa sakað Nasser um tilraun til að seilast til yfirráða í Sýrlandi. Egyptar staðhæfa enn, að þeir hafi varið of miklu fjármagni og mannafla til styrktar Sýr- lendingum en þeir halda því hinsvegar fram, að Egyptar hafi skert lífskjör þeirra, ef nokkuð. Er næsta víst, að mörg fyrri ágreiningsatriði eiga eftir að koma fram í um- ræðunum í Kairo. Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.