Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. apríl 1963 MORCVNBLAÐIÐ 9 Kristnisaga Sigurðar A. Magnússonar eftir sr. Benjamín Kristjansson REIMAULT er bifreiðin sem öll Evrópa hefur þekkt unt áraraðir fyrir endingu og gœði gj Renault Dauphine er 5 manna. H Renault Dauphine er 4ra dyra og með sér- stökum BARNA-öryggislæsingum á aftur- huröum. gj Renault Dauphine er sparneytinn, 5,9 lítrar á 100 km. — 4 cyl. sterkbyggð vatns- kæld aftanívél. rg Sjálfstæð gormafjöðrun á öllum hjólum. H Stór, rúmgóð farangursgeymsla. gj Öflug miðstöð, sem gefur þægilegan yl um allan bílinn. Fallegt, tizkulegt franskt útlit. gj Verð krónur 121.000,00. Renault bifreiðarnar, hafa reynzt af- burðavel hér á landi. — AHir þekkja endingu Renault 1946. H Renault Dauphine er nú fyrirlíggjandi. Viðgerðarverkstæði er í rúmgóðum húsa- kynnum að Grensásvegi 18. — Varahlutabirgðir fyrirliggjandi. — Sýningarbílar í Lækjargötu 4. _ Columbus hf. Brautarholti 20. — Símar 22116, 22118. MÉE finnst ég hafa heyrt þess getið, að Sigurður A. Magnússon hafi einhvern tíma litið inn í guð fræðideild Háskóla Islands, en ekki þori ég að ábyrgjast það og finnst það reyndar heldur ólík- legt eftir skrifum hans að dæma. J>ó vý-ðist hann telja sig þess um- kominn að segja íslenzkum prest um fyrir verkum og heldur sig vita talsvert meira um sáluhjálp- arefni en þeir, sem þjónað hafa þjóðkirkju íslands langa ævi. Og það er enginn smáræðis völlur á þessum sjálfskipaðá yfirsiða- meistara klerkastéttarinnar. — Hann krefst þess í, Lesbók Mbl. nýlega, að álitlegur hluti ís- lenzkrar prestastéttar verði svipt ir hempunni. Er skemmst af að segja, að skrif þessa manns eiii- kennast í senn af freklegri van- þekkingu og andlegri blindu. Ákærurnar I Morg mblaðinu 20. des. sl., þar sem hann skrifar um bók Al- menna bókafélagsins: Helztu trú- arbrögð heims, ber hann fram þá ákæru, án þess þó að rök- styðja hana hið minnsta, að krist indómurinn hafi gruggazt svo mjög í meðferð íslenzkra presta að hann sé orðinn að hreinasta viðundri, og að prestar íslenzkir eigi heimsmet í þvl að svipta öll- tim höfuðstoðum undan trúnni. J>essa kæru hefur hann fyrr og síðar verið að ámálga með sí- felldu narti, þó að lítt hafi hún verið virt svars. En í Lesbók Mbl. 24. febrúar sl. leggur hann enn á ný til atlögu og vill nú láta skera stéttina að miklu leyti nið- ur. Þar segir hann orðrétt: „Starfsmenn kirkjunnar ' eru ekki fyrst og fremst þjónar ríkis- ins eða fólksins, heldur þess sannleiks, sem henni hefur verið trúað fyrir kynslóð fram af kyn- slóð. Þeir eru bundnir af játn-| ingum kirkjunnar og eiðfestingu við embættistöku, en svo undar- legt sem það er, virðist ýmsum þjónum kirkjunnar hér á landi liggja í léttu rúmi, hvaða eiða þeir hafa unnið, ef nokkuð má marka af spíritisma, guðspeki og öðrum ósóma, sem grassérar inn- an kirkjunnar og er á góðum vegi með að gera hana „heiðna.“ Boðbera slíkra kenninga innan kirkjunnar á hiklaust að svipta hempunni, ef hún vill vera sögu sinni og erfðum trú.“ Bókstafsþrælar skulu þeir vera Skrif eins og þetta eru vitan- lega daglegt brauð hjá gersam- lega ómenntuðum og hálf-rugluð- um ofstækismönnum. En að nokkur maður, sem telur sig vera skáld og bókmenntagagnrýnanda skuli láta slíka eindæmadellu frá sér fara vekur furðu og efa um, að hann sé þeirri dómgreind gæddur, sem æskileg verður að teljast til bókmenntastarfa. í þennan skæting hans vantar ekk- ert annað en tillögu um, að trú- villingamir verði brenndir á báli samkvæmt sðgu ög erfðum sömu Stofnunar og í samræmi við hugs unarhátt andlegra fyrirrennara hans. Bókstafsþrælar skulu íslenzk- ir prestar vera, það er fyrsta og síðasta krafa hans til stéttarinn- ár. Ekki eiga þeir að þjóna and- legum þörfum fólksíns, heldur eldgömlum játningum löngu dauðra guðfræðinga, sem varia nokkur maður hefur hugmynd wm framar, hvaða kenningar höfðu að flytja. Þær voru samd- er á tímum, er menn höfðu ólík- er hugmyndir um alla hluti við það sem nú er og eru því hættar eð eiga sér hljómgrunn í hug- um þorra manna. Bókstafurinn deyffir Auðséð er það, að S.A.M. hef- ur aldrei komizt svo langt í guð- fræðinni að íhuga þessi orð Páls postula: Bókstafurinn deyðir, en andinn ■ lífgar. Allir miklir spá- menn hafa verið svarnir óvinir bókstafstrúar. Spámenn Gamla testamentisins börðust gegn blóð- fórnum lögmálstrúarinnar, Krist- ur gegn bókstafstrú Farisea, Páll gegn íhaldssemi gyðingkristinna, Lúther gegn páfadómnum. Hvar sem reynt hefur verið að þræl- binda menn við gömul trúar- form, deyr trúin og ekki verður annað eftir en siffur, sem smám saman missir vald sitt yfir hug- Sr. Benjamin Kristjánsson unum. Hver einasti trúmaður, sem einhver andlegur dugur hefur verið í, skilningur og manndómur, hefur sjálfur séð himnana opna og boðað trúna eins og sannfæring hans og sam- vizka bauð. En þar sem hvorugt er til staðar og engin sjálfstæð trúarreynsla, hanga menn í visnandi beinagrindum trúar- játninganna með sama skilnings- leysi og þrjózku eins og fræði- mgnn Gyðinga á dögum Jesú bundu sig við lögskýringar fyrri tíðar manna. Um þess konar menn sagði Jesús: „Þannig berið þér sjálfum yður vitni ,að þér sé- uð synir þeirra er drápu spámenn ina. Þér höggormar, þér nöðru- afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis?“ Opinberun Guðs nemur aldrei staðar. Hvar sem trú eða þekk- ing eða hugsun mannsandanS staðnar, deyr hún, eins og líkam- inn deyr, þegar maðurinn hættir að anda og hjartað að slá. Þegar menn hætta að trúa á hinn lif- andi Guð, fara þeir að trúa á dauðan . bókstaf, sem þeir skilja ekki. Þá heldur hræsnin innreið sína í kirkjuna. Vígsluheitiff Áður en menn taka sér fyrir hendur að rógbera íslenzka prestastétt fyrir alþjóð í opin- berum blöðum, væri að minnsta kosti viðkunnanlegra, að þeir reyndu að kynna sér örlítið þau mál, sem þeir byggja ákæru sina á, svo að meginforsendan fyrir áfellisdómnum reynist ekki stað- leysustafir. Vanþekking þessa opinbera ákæranda (því að ég vil heldur ætla, að það sé vapþekkin^ en vísvitandi blekking) kemur meðal annars fram í .þvi, að eið- ar þeir, sem höfundurinn segir að prestar hafi svikið með köldu blóði, að kenna samkvæmt játn- ingum lúthersku kirkjunnar, voru afnumdir úr Helgisiðabók íslenzku þjóðkirkjunnar fyrir meira en hálfri öld. Um þetta getur hver og einn sann- færzt, sem hafa vill fyrir því að líta í Helgisiðabókina. Þar ér ekki um neinn eið að ræða, held- ur brýnir biskupinn það einungis fyrir vígsluþega að prédika Guðs orff hreint og ómeingaff, eins og þaff er aff finna í hinum spámann legu og postullegu ritum og í anda vorrar evangelísku lút- hersku kirkju og hafa hin heilögu sakramenti um hönd samkvæmt boði Krists með lotningu. Fyrir kirkjunnar hönd spyr biskupinn síðan vígsluþega, hvort hann lofi því af einlægu hjarta að gera þetta eftir því, sem Guff veiti honum náff til, og játar hann því. Þetta síðasta getur ekki merkt annað, en að prestarnir heita því að kenna kristindóminn eins og skilningur þeirra, vit og sam- vizka býður þeim. Ef prestar teldu sig bundna við bókstaf, sem ofbýður samvizku þeirra og skilningi gæti ekki verið um neina einlægni að ræða, heldur uppgerð og látalæti. En það veit hver guðfræðingur, að enda þótt trúarjátningarnar séu merkileg trúarsöguleg plögg, eru þær engin spámannleg eða postulleg rit, heldur aðeins vitnisburður um trúna á liðnum öldum eða tilraun til að lýsa henni. Að gera játningaritin að einhverju óskeik ulu úrskurðarvaldi fyrir trú kristinna manna nú á tímum er jafnmikil fjarstæða og ef fara ætti að skipa mönnum að leggja álíka gamlar læknaformúlur til grundvallar fyrir lækningum nú- tímans og trúa á þær. Enda væri það sízt í anda evangelisk-lút- herskrar kirkju að binda trúna við úrelta guðfræði. Það var meginkenning siðbótarmanna, að Ritningin ein ætti að vera upp- spretta trúar og kenningar á öll- um tímum, og þá ems og Guð gefur túlkandanurn náð til að skilja. Ella væri Lúther eða Kalvín gerður að nýjum páfa. „Guðs orð“ er heldur ekki inni- lokað I bókum, stofnunum, trú- arjátningum eða kirkjulegum reglugerðum. Guðs orð er ekki forngripur. Það er fyrst og fremst sú lifandi hugsun, sem Guð kveikir í vitundinni, er hún stendur andspænis heiminum, einlæg í því að vilja vita sann- leikann og þjóna konungi hans. Leiffin, sem Jesús fór Reynsla kynslóðanna er að vísu dýrmætur arfur. Sérhvert virturlegt orð var guðsorð á þeirri stund, sem það var talað, og getur endurómað sem Guðs orð í hugum þeirra, sem hafa eyru til að heyra. Þannig heldur Kristur áfram að vera hinn mikli leiðtogi og Drottinn kirkju sinnar. Enn getur hann notað margs konar menn eins og áður, en þó því aðeins að þeir séu einlægir. Ekki krefst hann þess af neinum, að þeir haldi fram skoðunum eða kenningum, sem þeir hvorki fella sig við né geta trúað innst í hjarta sínu og þylja fram af gagnrýnislausri undir- gefni við kirkjuleg yfirvöld, sem geta verið skeikul: „Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt burt frá mér“. Þá eru mennirnir stærst- ir, er þeir reyna að þjóna sann- leikanum eins og þeir skilja hann bezt, kosti það hvað sem vill. Þetta var leiðin, sem Jesús fór og Lúther fór og öll mikilmenni mannkynssögunnar. Vitnisburffur þriggja gufffræffikennara Þessi sjónarmið voru rökrædd islenzkri kirkju til stórsæmdar áður en Sigurður A. Magnússon fæddist í þennan heim. Og það er min skoðun, að islenzk kirkja þurfi ekkert að blygðast sín fyr- ir það, þó að hún hafi verið nokkuð víðsýnni en aðrar kirkj- ur. Hitt væri hörmung, ef hún hefði ekkert nýtilegt til málanna að leggja, hugsaði ekkert og hefði enga skoðun, væri ekki annað en jarmandi eftirherma annarra kirkna. Séra Haraldur Níelsson skrif- aði grein í Skírni 1908, sem hann nefndi: „Trúarjátningarnar og kenningafrelsi presta". Þar sagði hann meðal annars: „Það, sem fyrir oss vakir, sem aðhyll- umst kenningafrelsi presta, er einmitt þetta: Vér viljum forðast kyrrstöðuna og afturförina. Vér treystum sannleika kristindóms- ins til að þola allt frelsi. Vér teljum honum bezt borgið þar, sem hugsanafrelsið er einlæg- ast .... Oss stendur stuggur af því, að kirkjan á nokkurn hátt reyni að hefta hugsanafrelsið. Skjöldur hennar er orðinn of ó- hreinn af hluttökunni í því ó- happaverki á umliðnum öldum“. Fyrsta prestastefnan undir for- sæt-i Þórhalls Bjarnasonar bisk- ups var haldin á Þingvöllum sumarið 1909. Þar sveif hinn sami frjálsmannlegi andi yfir vötnunum og bar margt á góma, er sýndi ólgu og vorhug í hinni íslenzku kirkju. Langmesta at- hygli vakti þó fyrirlestur Jóns lektors Helgasonar: Prestarnir og játningaritin, sem var eins konar árétting og framhald af ritgerð séra Haraldar Níelssonar í Skírni. Sýndi hann fram á með skýrum rökum, að játningaritin hefðu ekkert dómaravald í andlegum efnum og að sá hefði verið skiln- ingur siðbótarmannanna sjálfra. Ætti kirkjunni að geta nægt þessi skipun meistara síns: „Far- ið. .. . og kennið þeim að halda allt, sem ég hef boðið yður“. „Þess vegna hlýtur markmið vort að vera það að losna sem fyrst við heitbindingu prestanna við játningaritin", mælti guðfræðl- kennarinn. í umræðunum á eftir vaktd Það mikla athygli, að Þórhallur biskup skýrði frá því, að hann hefði talað við einn af beztu lög- fræðingum landsins um þetta mál, og hefði hann sagt, að eigi gæti hann hugsað sér þann dómstól, sem dæmdi eftir trúar- játningunum. „Er maður ekki að vega að dauðum?“ spurði biskup. „Jatningaritin eru dauð f sam- vizkum manna“. í samhljóðan við þetta álit lærðustu manna kirkjunnar var eiðurinn og bindingin við trúar- játningamar tekið út úr Helgi- siðabókinni við endurskoðun hennar 1910, en prestaheitið tek- ið inn í staðinn eins og áður er frá skýrt. Allir þessir þrír menn höfðu verið guðfræðikennarar langa hríð og tveir af þeim urðu bisk- upar íslenzku þjóðkirkjunnar. Er því ekki ástæða til að ætla' að þeir hafi látið þessar skoðanir I ljós af rasandi ráði, heldur eftir nakvæma rannsokn og íhugun, og mætti S.A.M. vel hafa gert slíkt hið sama. Man nú enginn séra Harald Níelsson? Hinn þriðji þessara höfuðskör- imga kirkjunnar, séra Haraldur Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.