Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. aprfl 1963 u o ** r. T ’ \ n r 4 0 10 13 — Krisiriisaga Framh. af bls. 9 Níelsson, var einn mesti Biblíu- fiæSingur íslenzkur á þessari öld, vandvirkur vísindamaður og án efa andríkasti prédlkari, sem íslenzk kirkja hefur átt á síðari öldum. Ef nokkurn tíma hefur verið vakning í íslenzkri kirkju, þá gerðist það árin kringum 1920, þegar hann flutti guðsþjónustur í Fríkirkjunni í Reykjavík við svo mikla aðsókn að fólksfjöld- inn stóð út úr dyrum og margir urðu frá að hverfa. Ætla ég að slík kirkjusókn hafi þá verið einsdæmi að minnsta kosti um öll Norðurlöncf. En hvað var það, sem kveikti þessa brennandi mælsku og and- ríki í huga þessa guðs þjóns? >að voru hinar nýju opinberanir sál- arrannsóknanna, sem honum virt ist varpa ljósi yfir sams konar fyrirbrigði frumkristninnar. — Gagnstætt efahyggju þýzku guð- fræðinnar, sem leit á kraftaverka sögur Nýja testamentisins sem helgisögur, sýndist honum sálar- rannsóknirnar staðfesta uppris- una og fjölda annarra frásagna hinna helgu rita, og þetta gaf trú hans byr í seglin. Ef nokkurn tímann hefur verið til Kriststrú- armaður á Islandi. þá var Har- aldur Níelsson það. En auðvitað voru þá til ein- hverjir musterisriddarar, sem vildu fyrir hvern mun láta reka hann úr kirkjunni. Helztu trúarbrögð heims í inngangi þessarar ágætu bók- ar, sem dr. Paul Hutchinson hef- ur skrifað, en hann var um skeið útgefandi The Christian Century, eins bezta og víðlesnasta tímarits um kristindómsmál, eru þessi orð höfð eftir Arnold Toynbee: „Fjögur æðstu núlifandi trúar- brögðin eru fjögur tilbrigði sama stefs...... Ef allir fjórir grunn- tónar þessa himneska hnattsöngs næðu jarðneskum eyrum á sama tíma og jafnskýrt, myndi sá sæli áheyrandi verða þess vís, að hann væri ekki að hlusta á mishljóm, heldur samhljóm“. Arnold Toynbee er eins og kunnugt er einn mesti söguspek- ingur vorra tíma. Einnig er í sama inngangi vitnað í S. Radha- krishnan, núverandi forseta Ind- lands, sem talinn hefur verið einn mesti trúarheimspekingur veraldar, vitur maður og víð- skyggn, jafnlesinn i austrænum og vestrænum fræðum og iðu- lega boðinn til fyrirlestrahalda af háskóliun í Evrópu og Amer- íku. Þessi maður heldur því einnig fram, að trúmenn með mismunandi skoðanir þarfnist hverjir annarra til æðri skilnings á sannleikanum. Þetta mundi líka stappa nærri sjónarmiði guðspekinnar eins og hún hefur verið boðuð hér á landi af gáfuðum mönnum, en fellur kreddumönnum því verr í geð, sem þeir eru þröngsýnni og vita minna um andleg mál yfir- leitt og nefnist „ósómi“ í þeirra munni. Ef guðspeki „grassérar" hér í kirkjunni eins og S.A.M. kvartar yfir, þá mundi sú guð- speki vera eitthvað í líkingu við guðspeki Toynbees og Radha- krishnans, og er þá engum leið- um að líkjast. Rétt er og að minna á það í þessu sambandi, að með háskóla- reglugerðinni 1942 var tekið að kenna almenn trúarbragðavís- indi við guðfræðideild Háskól- ans og var einmitt núverandi biskup Islands fyrsti kennarinn í þeirri grein. Væntanlega hefði hann ekki tekið þessa kennslu að sér, og þá ekki heldur lagt hönd að útgáfu þessarar ágætu bókar Almenna bókafélagsins, ef hann hefði yfirleitt talið trúarbrögð annarra þjóða „ósóma“, sem að- eins væri líklegur til að „grugga“ hina einu sönnu trú. Hvað er spíritismi? Hinn „ósóminn“, sem S.A.M. telur að reka eigi presta úr kirkjunni fyrir er spíritismi. Auðvitað skýrir höfunduryin heldur ekki, hvað fyrir honum vakir með heitinu spíritismi, en án efa hefði hann t.d. talið Har- ald Níelsson „ósóma-mann“ í kirkjunni, sem átt hefði að reka. Fjandmenn „spíritisma“ tala oft eins og hann sé í því fólginn, að menn trúi öllu, sem miðlar tala eða festa á blað. Ég hef aldrei þekkt nokkurn prest né menntamann, sem trúað hefur þannig, og vissule^á varaði Har- aldur Níelsson lærisveina sína við slíkri trúgirni. Ég býst svo sem við, að eitthvað sé til af slíku fólki, en líka eru til trú- flokkar, sem telja sig kristna eins og t.d. Vottar Jehova, sem trúa alls konar slúðri. Og ef sumt af skrifum miðla er ekki á marga , fiska, þá eru líka til ókjör öii af | svonefndu „guðsorði“, sem ekki er öllu 'hærra ris á. Ef prestar eiga að vera sekir um spíritisma, þá er hann ekki á þessu sviði, heldur því, að þeir telja sér skylt og eðlilegt stöðu sinnar vegna að fylgjast eftir föngum með sálarrannsóknum og kynna sér niðurstöður þeirra. Og þetta virðist ekki vera óeðli- legt um menn, sem hafa það hlutverk að boða trúna á guð og ódauðleikann við hverja gröf. Reyndar verður ekki séð, að annað málefni komi þeim meira við. Og þar sem kristin trúar- brögð hafa yfirleitt orðið til í andrúmslofti líkra fyrirbrigða og sálarrannsóknarmenn eru að at- huga, ætti það a.m.k. að geta styrkt aðstöðu þeirra gegn efnis- hyggjtmiönnum, ef sýnt verður fram á, að menn úr þeim flokki hafa sannfærzt um framhaldslíf af rannsóknum sínum. Sannast að segja virðist mér það alger- lega óskiljanleg afstaða frá hendi trúarbragðanna að amast við þess konar rannsóknum. Hitt get ég. skilið að efnishyggju- mönnum sé illa við að hreyft sé við rótgróinni trú þeirra á dauð- ann. Þar er um skoðanakergju að ræða. Fyrir áttatíu árum var Sálar- rannsóknarfélagið brezka stofnað af gáfuðum mönnum, sem skildu, að í svokölluðum „dulrænum fyrirbrigðum" var að minnsta kosti fólgið athyglisvert rannsókn arefni. Stofnendurnir voru Ed- mund Gumey, skáldið F. W. H. Myers og Sir William Barrett, en fyrsti forseti prófessor Henry Sidgwick. Af öðrum forsetum má nefna: Arthur Earl Balfour, prófessor William James, Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge, prófessor Richet, Gerald Earl Balfour, Mrs. Henry Sidg- wick, Andrew Lang og prófessor Bergson, allt frægir og nafnkunn ir vísindamenn. Sumir þeirra voru miklir efahyggjumenn, er þeir hófu rannsóknarstarf sitt, en munu flestir ef ekki allir hafa sannfærzt um af rannsóknum sínum, að líf mannsins héldi á- fram eftir dauðann, og að unnt væri að ná sambandi við fram- liðna menn. Ef þetta heitir líka spíritismi, þá munu margir íslenzkir prest- ar hafa verið spíritistar, en ekki verður séð, að slík rannsókn eða sannfæring geti að nokkru leyti skaðað þá trú, sem grun'dvöliuð er á því að Jesús hafi sýnt sig lærisveinum sínum margsinnis eftir písl sína með mörgum ó- rækum kennimerkjum og hafi hann þannig leitt í ljós lífið og ódauðleikann. Var þá upprisa meistarans ekki ííka „ósómi“, og hefði ekki átt að reká hann úr söínuðinum? Á að innleiða skoðanakúgun í kirkjuna? Ég held að það sé alveg óhætt fyrir Sigurð A. Magnússon að láta biskupa íslenzku kirkjunn- ar dæma um það, hverja hann telur ástæðu til að reka úr kirkj- unni, enda þarf til slíkrar ákvörð unar talsvert meiri þekkingu á andlegum málum en Sigurður þessi virðist hafa til að bera. En ég get huggað hann með því, að ef þessi stofnun yrði einhvern tímann svo óhamingjusöm að eignast jafnþröngsýna yfirstjórn og hann dreymir rftn, ef íslenzka kirkjan færi að taka upp skoð- anakúgun að hætti miðalda og í samræmi við hátterni sumra ein- ræðisflokka nútímans, mundi ekki þurfa að reka íslenzka presta úr stéttinni. Þeir mundu segja af sér í hrönnum af sjálfs- dáðum. Um hitt er ég ekki jafnviss, að hækka mundi risið á íslenzkri kirkju, þegar klerkastétt hennar væri orðin skipuð eintómum flat- járnuðum bókstafsþrælum. Benjamín Kristjánsson. — „Sjálfs er 44 Framhald af bls. 12 Ég tel það alvarlegt ástand, et langvarandi framhald verður' á því, að innlendar skipasmíða- stoðvar, sem geta smíðað flest- ar stærðir fiskibáte., þótt ekki hafi þær dráttarbrautir, sé synj- að um rekstrarlán. Vitandi það að erlendar skipasmíðastöðvar, er sumar hverjar hafa verið að komast á laggirnar með íslenzka fiskibáta sem frumsmíði, hafa fengið viðstöðulaus viðskipti frá ' íslandi, þótt ekki hafi þær drátt- arbrautir. Með öðrum orðumr Fiskveiðasjóður íslands er látinn byggja upp erlendan iðnað á nokkrum árum, sem nemur mörg hundruð milljónum króna. Á sama tíma og innlendar skipa- smíðastöðvar skortir á víxl verk efni eða vinnuafl svo og rekst- ursfé. Það er ekki nóg að fá ríkis ábyrgðir til þess að koma upp verkstæðum til þess að byggja skip, ef flest annað vantar, sem verður að tryggja reksturinn með. Ef sömu hömlur verða á þvi, sem að undanförnu, að fá fé til skipasmíða innanlands, þá eri horfur á, að þetta fjárhagsspurs- mál leiði til þess a.m.k. að þær stöðvar, sem ekki hafa dráttar- brautir og jafnvel hinar líka, verði að rífa sín verkstæðishús og flytjá til útlanda, til þess að fá aðgang að íslenzku fjármagni. Þorbergur Ólafsson. VinsæLsta fermingargjöfin er PIERPÖNT ★ Vatnsþétt ★ Höggvarið ★ Óbrjótanleg gangfjöður * ★ Sjálfvinda ★ Dagatal Á 60 mismunandi gerðir. Garðar Ölafsson, úrsmiður Lækjartorgi, sími 10081. úr ANGLI-SKYRTAN 'h auðveld í þvofti 'fc þornar fljótt og ★ s'éft um leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.