Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. apríl 1963 MORCVNBLAÐIÐ 5 SIGURÐUR LÍNDAL SKRIFAR UM STUDENTSMENNTUN i. LANGT er siðan farið var að ræða um það, að kennaraskólinn aetti að brautskrá stúdenta og kröfur um það orðið æ hávær- ari. Hér hafa m. a. verið að verki ýmsir forystumenn í mennta- málum, og kynni þvi margur að ætla, að þetta væri sjálfsagður hlutur. Nú hafa kröfur þessar komizt það áleiðis, að í frum varpi því til laga um Kennara- skóla íslands, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, er gert ráð fyrir að skólinn fái slik réttindi, og er ekki annað að sjá en allir séu sammála. Alltaf er leiðinlegt að spilla einingu, ekki sízt þá sjaldan hún er fyrir hendi. En málið er þó þess eðlis, að ekki má afgreiða það að lítt athuguðu máli, en einmitt sú hætta vofir jafnan yf- ir, þegar allir eru sammála. Sízt skal dregið í efa, að nauðsyn beri til að bæta menntun kennara, svo að þeir verði færari um að gegna hlutverki sinu, sem æ mikilvægara verður. Spurningin er aðeins þessi, hvort sú leið sé rétt að gefa nemendum skólans bost á stúdentsnafni með þeim hætti, sem frumvarpið gerir ráð íyrir. II. Til þess að spurningunni verði svarað er nauðsynlegt, að menn geri sér grein fyrir þvi, hvað fel- ist í stúd'entsmenntuininni, hvers eðlis hún sé og hver sé tilgang- ur hennar. Erfitt kann að reyn- ast að skilgreina hér til hlítar, en mikilvægt er þó að festa hend ur á nokkrum meginatriðum, sem einkenna hana og aðgreina frá annars konar menntun. Hér er einkum tvennt sem kemur til. Stúdentsmenntun á að vera i því fólgin að búa nemendur undir háskólanám, en í því felst, að leitast ber við að kynna nem- endum frumundirstöðu vísinda- legs náms og vísindalegra vinnu bragða, m.ö.o. innræta mönnum vísindalegt hugarfar. í öðru lagi að veita mönnum þá al- mennu menntun, sem hverjum háskólagengnum sérfræðingi er nauðsynleg, bæði til þess að geta aflað sér þessarar sérþekkingar, svo og vegna þess forystuhlut- verks, sem þeim er fengið á ýms um sviðum þjóðlífsins vegna sér menntunar sinnar. Af þessu er augljóst, að ekki getur öll þekking eða allar fræðigreinar talizt til þess falln- ar að ala upp stúdenta. Náms- greinar verður að velja þannig, að þær hafi almennt hagnýtt gildi (svo sem t. d. tungumál Stórþjóða), að þær hafi almennt menntunargildi, að þær hafi al- mennt þjálfunar- og erfiðisgildi, Sú námsgrein, eða þær náms- greinar, sem mynda kjarna stúd entsmenntunarinnar verða að sameina þetta. Sú námsgrein, sem Tiggur ti! grundvallar stærðfræðideildum menntaskólanna, — stærðfræð- in —felur þetta allt í sér. Hún hefur verulegt almennt hagnýtt gildi, hún hefur mikið almennt menntunargildi og síðast en þó ekki sizt mikið þjálfunar- og erfiðisgildi. 1 máladeildunum er hins vegar því miður engin grein, sem að sínu leyti getur elgerlega skipað sess stærðfræð innar. Næst kemur latínan. Hún hefur að vísu aðeins takmarkað hagnýtt gildi, hún hefur hins vegar mikið almennt menntun- argildi, sem höfuðtunga vest rænnar menningar um 2000 ára skeið og einn helzti grundvöll- ur almennra málvísinda og hún hefur mikið þjálfunar- og erfið isgildi. Þannig verður að telja, að Crundvöliur bseði stærðfræði- og máladeilda menntaskólanna | þessar bjóða heim hvers konar sé í samræmi við tilgang og eðli stúdentamenntunarinnar. Með þessu er þó ekki sagt, að ekki geti aðrar greinar en stærð fræði eða latína myndað grund- völl stúdentamenntunar, þ.e.a.s. að annan grundvöll megi fdnna en hinn stærðfræðilega og mál- vísindalega (filologiska). Vel væri hér hugsanleg heimspeki — almenn heimspekisaga og rök- fræði. Beint hagnýtt gildi henn- ar liggur ef til vill ekki í aug um uppi, hins vegar felur hun í sér mikið almennt menntun argildi og mikið erfiðis- og þjálf unargildi. Náttúrufræði án stærð fræði og þjóðfélagsvísindi kæmu og til álita, sem slíkur grund völlur, en eru þó vafasamari snakki og yfirborðsmennsku. Er það raunar eðlilegt, þegar haft er í huga, að báðar eru ungar, niðurstöður þeirra mjög á reiki og fátt um almennt viðurkennd | sannindi. Þessarar takmarka | gætir að sjálfsögðu ekki sízt, þegar í hlut eiga lítt þroskað- ir nemendur, eins og verða muu í kennaradeild skólans, sem auk | þess hljóta að fá tiltölulega yfir- borðslega þekkingu á fræðum þessum. Báðar eru fræðigrein- ] ar þessar merkar og mikilvæg- ar, en þær ættu að vera við- fangsefni fulltíða og þroskaðs | fólks, sem þegar hefur hlotið vis ] indalega þjálfun. Ef ekki verður ‘fallizt á það.l sem nú hefur sagt verið, er þess ] beiðzt, að ráðamenn mennta- mála geri grein fyrir, hvar þeir I álíti, að takmörk stúdentamennt | unarinnar eigi að liggja. Hefðu það raunar verið geð-1 felldari vinnubrögð, ef slík [ greinargerð hefði birzt áður en | tekið er að búa til margvíslegar „tegundir“ stúdentsprófs. í einu fylgisskjali frv. er þess að vísu getið, að fyrir þá, sem ætla í háskóla til að búa sig und ir kennarastarf, væri heppilegra [ að hafa fengið stúdentsmenntun sína í skóla, sem miðar kennslu sína við undirbúning undir kenn arastörf, og er þetta talið iheðal raka fyrir því, að skólanum verði veitt réttindi þessi. Ef | gefur vísbendingu um, >ví að hætt er við, að þessar greinar skorti nægilegt þjálfun- I þetta argildi. Valfrelsi er einnig hægt 'hvert stefna á, verður ekki kom- að koma við og það er að mörgu | izt hjó að spyrja eftirfarandi leyti æskilegt, en þó því aðeins að framangreindra sjónarmiða sé gætt. III. En hvernig fellur nú stúd- entspróf það, sem gert er ráð fyrir að kennaraskólanum verði veitt í frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, dnn í þessa mynd? Að ýmsu leyti virðist það verða sambærilegt við stúdentspróf menntaskólanna, en verulegur munur kemur þó fram, þar sem sízt skyldi. Latínan og stærð- fræði eru að mestu útlægar gerðar, einmitt þær greinar sem bezt fullnægja innsta eðli og til- gangi stúdentsmenntunarinnar, og ekkert hliðstætt kemur í stað inn. í 6. gr. frv. segir, að sálar- fræði, uppeldisfræði, kennslu- fræði og kennsluæfingar séu að alviðfangsefni kennaranámsins. En þessar greinar mynda einnig uppistöðu í stúdentsamenntun' inni svokölluðu, enda ber að láta próf í þessum greinum gilda til stúdentsprófs og fella niður inn- an takmarka, sem ákveðin eru í reglugerð (sú reglugerð er ekki til) annað námsefni, sem því svarar á svipaðan hátt og gert er um sérgreinar í mála- og stærðfræðideildum menntaskól- anna (2. gr. 3. tl. frv.) Þetta verður enn ljósara, þegar haft er í huga, að frá því að kenn- araprófi lýkur er gert ráð fyrir eins árs námi til stúdentsprófs. En hvað er þá um þessa nýju uppistöðu í stúdentamenntun- inni að segja. Kennslufræði og kennsluæfingar hafa ekki al mennt hagnýtt gildi, heldur að- eins hagnýtt gildi fyrir þá seon kennslu leggja fyrir sig. Þessar greinar hafa ekki almennt menntunargildi og þær hafa ekki þjálfunar- eða erfiðisgildi. fyrir uppeldi til vísindalegs náms. Uppeldis- og sálarfræði standa nær því að falla inn ramma stúdentamenntunarinn ar. Almennt hagnýtt gildi hafa þær takmarkað, almennt mennt- unargildi að vísu noikkuð, en sára lítið þjálfunar- eða erfiðisgiidi. Alkunna er, hversu greinar Bílskúr óskast Vér viljum taka á leigu bílskúr 20—40 ferm. til styttri eða lengri tíma. Æskilegt að hann sé sem næst verzlun vorri að Snorrabraut 56. Nánari uppl. í verzluninni, sími 19720. Dráltarvélar h.f. Kjörblómið Fvrir páskana, falleg plöntuker. Lítið inn. Kjörgarði. TEIKNARI Ung stúlka, sem lært hefur teikningu utanlands og innan um 2ja ára skeið óskar eftir starfi strax. Góð þýzku- og enskukunnátta fyrir hendi. Tilboð merkt: „Teikning — 6693“ sendist MbL spumingar: Ef gera á bóklega og verklega abvinnuíþjálfun kennara að uppistöðu í stúdentsmenntun, á þá ekki að gera sams konar þjálfun annarra stétta, svo sem bænda, sjómanna eða iðnaðar- manna að uppistöðu í stúdents- menntun, svo að ekki sé minnzt á lækna, lögfræðinga eða verk- fræðinga, — og hvar endar stúdentsmexmtunin þá? IV. Fullyrt hefur verið, að vænt- anlegt stúdentspróf kennara- skólans verði sama að þyngd og stúdentspróf máladeilda mennta skólanna. Hér hafa verið leidd rök að því, að svo geti ekki ver- ið af þeirri einföldu ástæðu, að erfiðustu greinunum er kippt brott án þess að nokkuð hlið- stætt komi í staðinn. En jafnvel þótt fullyrðingin væri rétt, væri leið þessi mjög vafasöm. Hlutverk kennaraskólans er það að búa menn undir kennara- starf. Er það ærið hlutverk og mikilvægt. í þessu felst, að hann er sérskóli. Sú menntun, sem hann á að veita er sérmenntun og því annars eðlis en stúdents- menntun, Þegar einn og sami skóli fer inn á þá braut að verða hvort tveggja sérskóli og mennta skóli er hætt við því, að annað verði á kostnað hins. Yfir kenn- araskólanum vofir sú hætta að verða annað hvort lélegur kenn araskóli eða lélegur mennta- skóli nema hvort tveggja verði. Gildir þetta ekki sízt, þegar haft er í huga, að skv frv. verður það ekki látið nægja, að gera kenn- araskólann að „menntaskóla", heldur á hann og að verða vísir að „hiáskóla“, þ.e. „kennarahá- skóla“. Enginn vafi er á því, að skól- inn gegnir bezt hlutverki sínu í þágu kennarastéttarinnar og þjóðarinnar allrar sem miðstöð allra rannsókna og kennslu á sviði uppeldis- og fræðslumála. Gildir hér einfaldlega lögmál verkaskiptingarinnar. Þetta fel- ur í sér, að öll sú kennsla og þær rannsóknir, sem fram fara á vegum háskólans á þessu sviði ætti að flytja í kennaraskólann. Æskilegast væri, að allir kenn- arar yrðu stúdentar, og þá um leið allir nemendur skólans, en þangað ættu þó allir þeir sér- fræðingar, sem við kennslu fást að geta leitað um kennslufræði- lega sérmenntun sína. Að sjálf- sögðu jrrði að áskilja visst lág- mark almennrar menntunar og rétt væri, að skólinn veitti slika menntun þeim, sem hennar þyrftu við, en það væri engin stúdentsmenntun, enda ekki nauðsynlegt, að allir kennarar séu stúdentar, þótt það eins og áður segir sé æskilegt. Þessari almennu menntun mætti að sjálfsögðu haga með hliðsjón af einhverjum bekk menntaskól- anna til þess að auðvelda mönn- um framhaldsmenntun, sem hug hefðu á. Með frumvarpinu er stefnt að gQundnoða. Kennaraskólinn á að vera kennaraskóli, hann á að vera „menntaskóli“ og hann á að verða vísir og þá væntanlega síðar fullgildur svokallaður kennaraháskólL En jafnframt þessu eiga áfram að vera í Há- skóla íslands tvö prófessors embætti, þar sem anað er al- gerlega helgað sérmenntun kenn ara og hitt að mestu leyti. Hverjum gagnar slíkur glund- roði? V. Helzti tilgangur þessara ráð stafana virðist vera sá að auka aðsókn að kennaraskólanum og bæta úr kennaraskorti. Hvort tveggja er nauðsynlegt, en sú leið að gera það með fyrirheiti um auðfengin stúdentspróf er röng og verður æðri menntun þjóðarinar til tjóns. Þau rök hafa verið fram borin, að náms- braut í kennaraskólanum hafi verið lokuð braut. Eftir fjögurra ára nám hafi þeir, sem þaaðn brautskrást ekki átt kost á neins konar framhaldsnámi. Þetta er ekki rétt. Nemendur úr kenn- araskólanum hafa margir lokið stúdentsprófi, a.m.k. frá Mennta skólanum í Reykjavík. Til þess, að sú leið yrði sem greiðfærust hefur þeim verið heimilt að taka stúdentspróf í áföngum, sem er að sjálfsögðu miklu auðveldara en taka prófið allt í einu, þótt nokkru hærri einkunn sé að vísu áskilin. Hér er því ekki nein lokuð leið, sem opna þurfi. Hins vegar kann að vera, að sumum finnist, að opna þurfi eim auðveldari leið, og þeirra sjónarmið hefur hér orðið ofan á. Þetta er einnig rangt. Kennarastéttina skortir betri menntun, en ekki menntunar- nafn, og þar heggur sá, sem hlifa skyldi, þegar kennarastéttin æO ar að hafa forgöngu um að vega að æðri menntun meðal þjóðar- innar, með því að rýra gildj stúdentsmenntunarinnar. VI. Sú skoðun gengur eins og rauður þráður gegnum frum- varpið og fylgisskjöl þess að stúdentspróf máladeilda mennta skólanna sé harla gott, þvi að jafnan .er svo til orða tekið, að stúdentspróf kennaraskólans eigi að verða jafngilt þessum stúd- entsprófum. Þessu er því miður ekki svo farið. Stúdentspróf menntaskólanna standa til mik- illa bóta, og hefði nær legið að gefa því nokkurn gaum og leita leiða til úrbóta, heldur en taka til við enn frekari útþynningu en orðið er. Oft er með réttu hent á, að ekki sé ýkja hátt ris- ið á stúdentum í menningarlífi þjóðarinnar um þessar mundir. Skyldi þetta ekki eiga að ein- hverju leyti rót sína að rekja til þess að undirbúningsmenntun þeirra sé áfátt? Þess er ekki kostur að fjalla um þetta nánar hér, en þetta er þó mál, sem brýnt er að tekið sé til gaum- gæfilegrar athugunar, en hefur verið látið reka á reiðanum ár- um saman, ef ekki áratugum. Útþynniinganstefnan veður uppi hér á landi og er sama, hvert liitið er. Menn fara út í sumarleyfum og koma til baka með doktors- nafnbætur eða aðra lærdóms- titla, sem fáir kuna skil á hvem- ig fengnir séu. Hér úir og grúir af alls konar slíkum doktorum og fræðingum, frá hinum marg- víslegustu háskólum, sem svo eru kallaðir ,og flest eða allt er hér á landi viðurkennt. Nú er ný atlaga gerð að stúdents- prófinu og stefnt að því, að gera það að einhverri merkingar- leysu. En menn virðast ekki láta slíka smámuni trufla sig, hrista aðeins höfuðið og segja, að ekki sé nú ýkja mikil eftirsjá af þessu titlatogi. En hvaða til- gang hefur það? Þann að vernda fólk fyrir vankunnandi mönn- um, til þess að slá vörð um æðri menntun, þannig ,að hún verði eins góð og kostur er. Þegar þessi varnargarður, er rofinn, er henni um leið stefnt í voða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.