Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 3
Fimmtudagur 11. apríl 1963 M O R C V V n f 4 fíl Ð 3 — Súlan Framhald af bls 24. um borð eftir skamma stund og álíta að ekki hafi mátt tæpara standa í þessum fimbulkulda, sem í sjónum var. Á gúmmíbátnum var tjaldhim inn, opinn á tveimur stöðum og næddi þar ískaldur gustur í gegn. Ennrfemur var báturinn hálffullur af sjó og urðu þeir, sem í hann komust að hefja aust ur. Skutu þeir upp handblysi með rauðu Ijósi, sem Njarðvík- urbáturinn Sigurkarfi GK 410 varð var við, er hann var um tveggja tíma siglingu frá slys- staðnum. Telur skipstjórinn á Súlunni að þeir skipverjar, sem fórust, muni ekki hafa komizt í gúmmí- björgunarbátinn á bátadekkinu. í>rir þeirra, sem fórust, vorv, í lúkarnum frammi í, en hinir tveir munu hafa komizí að brúnni. Skipbrotsmenn á gúmmí björgunarbátnum sáu aldrei til hins bátsins, sem var í ' Tloti skammt frá. Samkvæmt frásögn skipstjór- ans á Súlunni, liðu í mesta lagi 3—4 mínútur frá því hnúturinn reið á skipinu þar til það var sokkið og þeta staðfesta aðrir þeir, sem björguðust af áhöfn- inni. Mjög mikil ísing var á skip inu og hefur þyngt það til muna. Súlan hafði verið á síldveiðum víð Vestmannaeyjar og var með 700 tunnur í lestinni á leið til Keykjavíkur með aflann. Sigurkarfi sá neyðarblysin Þegar Sigurkarfi kom til Kefla víkur um 8 leytið í gærkvöldi átti fréttaritari blaðsins í Kefla- vík tal við skipstjórann, Gunn- laug Karlsson frá Njarðvíkum. Sagði hann að Sigurkarfi og Súlan hefðu verið á heimleið af miðunum SA af Vestmannaeyj- Sr. Bjarni Sigurðsson: Upprisan og lifið Mennirnir, sem björguðust af Súlunni: Talið frá vinstri: Ing- ólfur Sigurðsson, skipstjóri, Ólafur Ólafsson, háseti, Jóhann Guðmundsson, stýrimaður. — Ljósm.: Heimir Stígsson. \ ' 'i I Talið frá vinstri: Birgir Steindórsson, 2. vélstj., Óskar Helga- son, háseti, Arnaldur Árnason, matsveinn. neyðarblys og beygðu þá af leið, til að grennslast fyrir um hvað þetta væri. Komu þeir þá auga á tvo björgunarbáta og var annar þeirra á hvolfi, en í hinum voru 6 menn, sem tókst greiðlega að ná upp í Sigurkarfa. Var mönn- unum mjög kalt í þessum níst- ingskulda, enda gegnblautir af verunni í sjónum. Voru þeir settir í uppbúin rúm, fengin þurr föt, sjóðheitt kaffi og var líðan þeirra allgóð, er þeir komu að landi. Ekkert meira fannst Varðskipið Óðinn, Þór og Sæ- björg höfðu farið á vettvang og héldu Óðinn og Þór áfram leit- inni á þessum slóðum, þrátt fyr- ir slæmt veður og mikinn sjó. Fundu þau skilrúmsborð fiskikörfur, tómar tunnur bíladekk, en urðu ekki vör fleiri menn. og og við Gunnlaugur Karlsson, skipstjóri á Sigurfara. um kl. 4 í gær, þegar óveður skall nokkuð snögglega á. Sigur- karfi hafði ekki samband við Súluna, því það var miklum erfiðleikum bundið vegna ísing- •r á loftnetum. Urðu þeir ekki varir við að neitt væri að á öðrum bátum fyrr en þeir sáu Skipstjórinn á Sigurkarfa seg- ist ekkert geta um það sagt hvort mennirnir hafa komizt í gúmmíbátinn eða ekki. Þarna var slæmt veður og mikill sjór og líklegt að skipinu hafi hvolft. Sigurkarfi kom með skipbrots mennina til Keflavíkur um kl. 8 í gærkvöldi og var fjöldi manns á bryggjunni. Þeir sem björguðust voru: Ingólfur Sigurðsson, skipstjóri, Reykjavík, Jóhann Guðmunds- son, stýrimaður, Rvík, Birgir MANNKYNIÐ hefir engum kynnzt, sem hefir verið eins fórnfús og kærleiksríkur og Jesús Kristur. Enginn hefir held ur hafið mannshugann jafnhátt og hann. Kærleiksfórn hans er mannlegum skilningi ofar, en þó fær trú vor skynjað, að þar sem hann fer, er sjálft guðdómseðlið holdi klætt. Menn negldu hann á kross honum til ævarandi sví- virðu og um leið skyldi fagnað- arboðskap hans hnekkt fyrir fullt og allt. En krossinn varð upphafning hans og aðalsmerki, tákn eilífrar kærleiksfórnar og dýrlegs sigurs. Kross Krists er sigurmerki í augum milljónanna fyrr og síðar, um hann liggur leið mannsins inn í himininn. — ★ — Upprisufrásögn guðspjallanna er að vissu leyti n^tengd frá- sögnum þeirra um máttarverk Krists og að nokkru af sama toga spunnin og þær. Því að er yfir- leitt annað hugsanlegt en sá al- mættiskraftur, sem máttarverk- in vann og gaf þeim heilsu og þrótt í einu vetfangi, er árum saman höfðu lifað daufir og dumbir, lamaðir og líkþráir, er Sigurkarfi kemur til hafnar í Keflavík með skipbrotsmennina af Súlunni. — Ljósm.: Heimir Stígsson. Steindórsson, 2. stýrimaður, Ak- ureyri, Ólafur Ólafsson, Rvík, Óskar Helgason, háseti, Akur- eyri, Arnaldur Árnason, matsv., Akureyri. Súlan EA 300 er byggð í Gaus vik árið 1902, úr furu og endur- Ijyggð 1944 og 1963. Hún var 127 lestir að stærð. Eigandi er Leó Sigurðsson á Akureyri. Þessi mynd var tekln frá varðskipinu Óðni í gær á þeim stað sem Súlan sökk, klukkutíma eftir að slysið varð. Sýnir hún brak úr skipinu. —Ljósm.: Helgi Hallvarðsson. stýrimaður. Pólýfónkórinn PÓLÝFÓNKÓRINN hélt sam- ■söng í Gamla bíó í gærkvöldi og fyrrakvöld við mjög góðar undirtektir áheyrenda. A efnis- skránni voru m, a. sönglög frá 16. og 17. öld eftir Orlands di Lasso, Hans Leo Hussler, Johann Hermann Schein, Luca Mar- enzio, Carlo Gesualdo, Giovanni Gastoldi, Thomas Morley og Thomas Weelkes. Ennfremur voru sex lög eftir Paul Hinde- mith, við Ijóð eftir Rainer Maria Rilke, og nýtt kórlag eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, sem hann nefnir „Hvískur“. Loks voru fimm negrasálmar úr óratóríunni „A Child of Our Time“ (1958) eftir Michael Tipp- ett. Síðasti samsöngur Pólýfón- kórsins að þessu sinni verður annan páskadag kl. 3% e. h. í Súlnasalnum í Hótel Sögu. — Einsöngvarar með kórnum eru þau Svala Nielsen, Sigurður 'Björnsson H»Udór Vilhelms- son. annað hugsanlegt en slíkur al- mættiskraftur nái að lifa út yfir gröf og dauða? Hér er vissulega máttur, sem ekki er af þessum heimi, meiri en líkamlegur kraft ur. Getum vér sætt oss við, að slíkur guðdómsmáttur líði undir lok við andlát jarðnesks líkama, sem hýsir hann og er musteri hans? En atburður, er jaðri við upp- risu Krists um gildi og boðskap hefir aldrei gjörzt fyrr né síðar. Og vissulega fá engin þau vís- indi, sem vér enn þekkjum, rúm að upprisuna innan sinna vé- banda. E. t. v. verður hún fyrst skilin og skýrð á þeim tilveru- stigum, sem eru utan seilingai jarðnéskra manna. En hvað um það. í upprisutrúnni er engin mótsögn fólgin. Og úr þvi að hún hefir enga mótsögn fólgna í sjálfri sér, er það vissulega ekki á færi voru að hafna henni, að hún geti ekki hafa átt sér stað með þeim hætti, sem ritn- ingarnar greina. Páskarnir eru elztir kristinna hátíða. Helgihald jóla kom ekki til fyrr en öldum síðar. í Post- ulasögunni og bréfunum verður ekki séð, að frumkristnin hafi fyrst og fremst látið sér títt um fæðing Krists og uppvaxtarár, ekki um það, sem hann sagði eða gjörði. Þeim mun oftar er vitnað til hins mikla veruleika: Kristur er upprisinn. Og uppris- an er þessu fólki boðskápur um mátt guðs og almættiskraft. Hún er kraftur sem maðurinn getur reitt sig á og ekki muni lúta lokasigri tortímingarafla tilver- unnar. Og þessi máttur er vís- bending um þá tilveru, sem er handan heims og drauma. Kristur er einstakur persónu- leiki í sögu veraldar. Vafalaust má því deila um, hvort upprisa hans sé í sjálfu sér sönnun um, að sál vor lifi dauða líkamans, úr því að hann, guðssonurinn, lifir. En fyrirheit hans sjálfs veitir skýlaust svar efasemdum vorum: Ég lifi og þér munuð lifa. Það, sem hann lifði á pásk- um, munum einnig vér fá að reyna, þegar þar að kemur. — ★ — Vert er, að um páska séu rifj- uð upp þessi heiðríku orð skálds ins Victors Hugos, er Þórhallur biskup Bjarnarson gaf forkunn- arfagran íslenzkan búning: „Þú segir, að sálin sé ekki annað en líkamlegur kraftur. Hvernig er því þá farið, að aldrei hefir ver- ið bjartara yfir sálu minn-i en nú. þegar líkamsfjörið tekur að þverra? Vetur er mér á höfði, en eilíft vor er í hjarta mér.... Og því sem sem ég kem hinzta áfanganum, því fegur hljóma mér í eyrum heimlaðanarradd- irnar frá heimunum umhverfis. Þetta er allt svo blátt áfram um leið og það er dásamlegt. Það er ævintýr og sönn saga. Hálfa öld hefi eg fært í letur hugsanir mínar í bundnu máli og óbundnu, eg hefi fengi?t við sögu og heimspeki, samið sjón- leiki og skáldsögúr, rakið fornar sagnir og flimtað daghlægi, hefi sungið og kveðið. Einskis hefi eg látið ófreistað, en það finn eg, að ekki hefi eg kömið orð- um að þúsundasta hlutanum af því, sem í mér býr. Þegar eg geng til grafar, þá get eg sagt eins og margir aðrir, að nú hafi eg lokið dagsverki mínu, en hitt get eg ekki sagt, að lokið hafi eg lífi mínu. Starfs- dagur minn byrjar aftur næsta morgun. Gröfin er eigi hliðinu læst, en látið opið aftur í dög- un. “ Gleðilega hátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.