Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 13
Fimmtudagur 11. apríl 1963
MORGUNBLAÐ1Ð
13
Framkvæmdaáætiun 1963-66
ÞJÓÐHAGS- og fram-
kvæmdaáætlanir fyrir ár-
in 1963—1966 var birt í
gær, í skýrslu ríkisstjórn-
arinnar til Alþingis.
Skýrslan skiptist í þrjá
meginkafla, en auk þess
eru birt fimm fylgiskjöl,
ásamt ítarlegum töflum.
Við lestur skýrslunnar
kemur í ljós, að hún hefur
í senn að geyma mikinn
fróðleik um efnahagsþró-
im undanfarins hálfs ann-
ars áratugs, auk þess, sem
hún hefur að geyma upp-
lýsingar um það, hvers er
að vænta um þróun þjóð-
arbúskaparins á næstu ár-
um. Á það einkum við
vöxt þjóðarframleiðslunn-
ar, neyzlu og fjárfesting-
ar. —
Aðdragandi
í fyrsta meginkafla skýrsl-
unnar er gerð grein fyrir
þjóðhags- og framkvæmda-
áætlunum, almennt, og að-
draganda þess, að nú hefur
verið í það ráðizt hér að hag-
nýta almennar þjóðhagsáætl-
anir.
Á árinu 1961 beitti Banda-
ríkjastjórn sér fyrir því, að
aðildarríki Efnahags- og fram
farastofnunarinnar í París,
OECD, ákváðu að setja sér
það markmið, að þjóðarfram
leíðsla þeirra ykist um 50% á
áratugnum 1961—1970, en það
jafngildir um 4% meðalvexti
á ári. Er ætlunin, að löndin
miði stefnu sína í efnahags-
málum við þetta. Enda þótt
ekki beri nauðsyn til þess, að
áætlanir séu notaðar sem hag
stjórnartæki til að ná þessu
markmiði, má þó gera ráð
fyrir, að svo verði I æ fleiri
löndum.
Ríkisstjórn íslands hafði
þegar á árinu 1959 lýst því
yfir, að hún myndi taka upp
samninga þjóðhagsáætlana,
er vera skyldu leiðarvísir
stjórnvalda og banka um
markvissa stefnu í efnahags-
málum.
Ari síðar leitaði ríkisstjóm
in til Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar, og fór þess á
leit, að stofnunin veitti að-
stoð við undirbúning þjóð-
hags- og framkvæmdaáætlun-
ar. Við þeirri ósk var orðið,
og fyrir aðstoð norsku ríkis-
stjórnarinnar komu hingað
til lands þrír hagfræðingar á
árinu 1961, til að vinna að á-
ætlanagerðinni.
Sú skýrsla, sem norsku
hagfræðingarnir luku við um
áramótin 1961/1962, hafði
ekki að geyma endanlegar
þjóðhags- og framkvæmda-
áætlanir, en íslenzkir embætt
ismenn gátu stuðzt við þær I
áframhaldandi starfi að þess-
um verkefnum.
IVIiklar framkvæmdir á flestum
sviðum athafnalífsins framundan
í stórum dráttum má segja,
að um þrjár tegundir áætlana
geti verið að ræða hér á
landi:
• í fyrsta lagi almennar
þjóðhagsáætlanir. Þær gera
grein fyrir því, hver þróun
þjóðarbúskaparins geti orðið
á ákveðnu tímabili, hve mik-
ið þjóðarframleiðslan geti
vaxið, hve mikið neyzla geti
aukizt, og hversu miklu fjár-
festing geti numið.
• í öðru lagi sérstakar, sund
urliðaðar áætlanir um fram-
kvæmdir opinberra aðila og
fjáröflun þeirra. Slíkar áætl-
anir eru yfirleitt tengdar al-
mennum þjóðhagsáætlunum.
• í þriðja lagi sérstakar,
sundurliðaðar áætlanir um
framleiðslu og framkvæmdir
hverrar atvinnugreinar og
jafnframt tengdar almennri
þj óðhagsáætlun.
Þjóðhagsáætlanir
tímabærar
Ríkisstjórnin telur, að tíma
bært sé að hagnýta hér á
landi þá tegund áætlanagerð-
ar, sem fyrst var nefnd, þ. e.
almennar iþjóðhagsáætlanir.
Er Framkvæmdabanki íslands
lauk á sl. sumri við gerð þjóð
hagsreikninga fyrir tímabilið
1945—1960, var fenginn not-
hæfur grundvöllur áætlunar-
gerðar.
í öðrum kafla skýrslunnar
er vikið að þróun þjóðarbú-
skaparins á árunum eftir
styrjöldina, og er sú þróun
borin saman við þróunina í
nágrannalöndunum. í skýrsl-
unni eru helztu atriði þessa
yfirlits dregin saman:
1. Þjóðarframleiðsla og þjóð-
artekjur jukust mikið á
styrjaldarárunum. Þessi
aukning byggðist að mestu
á sérstökum og tímabundn
um aðstæðum, en átti sér
ekki eðlilega stoð í sjálfu
efnahagslífi landsins.
2. Aherzla var á það lögð f
styrjaldarlokin að búa
landið nýjum framleiðslu-
tækjum, þannig að unnt
væri að halda hinum háu
tekjum styrjaldaráranna
við nýjar og erfiðar að-
stæður. Aflaleysi og verð-
fall útflutningsafurða
drógu úr árangri þessarar
viðleitni, og það var ekki
fyrr en um það bil tíu ár-
um eftir styrjöldina, að
þjóðarframleiðsla og þjóð-
artekjur á mann höfðu aft
ur náð fyrri hámarki.
3. Eftir að þessu marki var
náð, hafa þjóðarfram-
leiðsla og þjóðartekjur
haldið áfram að vaxa.
Þessi vöxtur hefur verið
skrykkjóttur og flest ár-
anna ekki miklu hraðari
en sem svarar fjölgun
fólks. Þau ár, er aflabrögð
hafa verið bezt og við-
skiptakjör hagstæðust, hef
ur vöxturinn þó verið all-
miklu hraðari. Eru þetta
einkum árin 1955, 1958 og
1962. Meðaivöxtur þjóðar-
framleiðslu á ári frá 1954
til 1962 var 4,1% og með-
alvöxtur á mann 2%. Þar
sem viðskiptakjör hafa far
ið batnandi, þegar yfir allt
tímabilið er litið, uxu
þjóðartekjur nokkru meira
en þjóðarframleiðsla, eða
um 4.6% á ári að meðal-
tali, og um 2.5% á mann.
4. Efnahagsþróun íslands er
á svipuðu stigi og iðnaðar-
landanna í Vestur-Evrópu
og þjóðartekjur á mann
svipaðar og þar. Þess er
því ekki að vænta, að hag-
vöxtur á íslandi sé hrað-
ari en- yfirleitt gerist í
þessum löndum, eða frá
2 til 4% á mann á ári. Á
þeim árum, sem hér um
ræðir, 1955—1962, var hag
vöxtur á íslandi þó hæg-
ari en í flestum þessara
landa, og svipaður því,
sem gerðist í þeim þeirra,
sem minnstan vöxt sýndu.
5. Tiltölulega hægur vöxtur
þjóðarframleiðslunnar á
ekki rætur sínar að rekja
til þess, að fjárfesting hafi
verið minni hér á landi
en annars staðar. Þvert
á móti var fjárfesting á
Islandi tiltölulega meiri á
þessum árum en í nokkru
öðru landi Vestur-Evrópu,
að Noregi undanteknum.
Hin mikla fjárfesting stend
ur fyrst og fremst í sam-
bandi við miklar bygging-
ar íbúðarhúsa og miklar
opinberar framkvæmdir.
Sú fjárfesting í skipum,
vélum, tækjum og bygg-
ingum, sem stendur í beinu"
sambandi við framleiðsl-
- una, er þó einnig heldur
meiri en víðast hvar ann-
ars staðar. Ekki er heldur
ástæða til að ætla, að þeir
erfiðleikar, sem fámenni
landsins veldur, séu nein
meginskýring þess, hversu
tiltölulega hægur hagvöxt
urinn hefur verið á því
tímabili, sem hér um
ræðir.
6. Skýringarinnar á því, að
hagvöxtur hér á landi hef
ur verið tiltölulega hæg-
ari en í nágrannalöndun-
um, er fyrst og fremst að
leita í því, sem mest hef-
ur skilið ísland frá þess-
um löndum á árunum eftir
styrjöldina, en það er sú
almenna stefna, sem fylgt
hefur verið í efnahagsmál-
um. í nágrannalöndunum
hefur verið fylgt þeirri
stefnu að viðhalda jafn-
vægi í efnahagsmálum
samfara fullri atvinnu. —
Jafnframt hefur verið dreg
ið mjög úr hvers konar
vernd og höftum, og verð-
kerfið hefur verið leiðrétt
eftir aflögun styrjaldarár-
anna. Á íslandi hefur á
hinn bóginn lengst af ríkt
jafnvægisleysi í efnahags-
málum árin eftir styrjöld-
ina, halli á viðskiptum út
á við og verðbólga innan-
lands. Jafnframt hefur
tollvernd og höftum og
margvíslegri aflögun verð
kerfisins, sem upphaflega
kom til á kreppu- og styrj
ald'arárum, verið haldið
við líði að miklu leytL
Þetta hefur leitt til þess,
að þróun atvinnulífsins
hefur beinzt inn á aðrar
brautir en heppilegast
hefði verið, miður hag-
kvæmar framkvæmdir
hafa oft á tíðum setið í
fyrirrúmi fyrir þeim, sem
þýðingarmeiri voru, og
dregið hefur úr áhuga at-
vinnurekenda og starfs-
fólks fyrir umbótum í
rekstri.
Þjóðarbúskapurinn
1963—’66, horfur og stefna
í þriðja meginkafla skýrsl-
unnar er vikið að þjóðarbú-
skapnum árin 1963—66, horf-
um og stefnu. Rætt er um
þjóðarframleiðslu, ráðstöfun
hennar, gjaldeyrisstöðu,
neyzlu, fjárfestingu og loks
sjálfa' þjóðhagsáætlunina og
framkvæmd hennar.
Allítarlegar skýringar er að
finna í skýrslunni um áætl-
unina, en helztu atriði henn-
ar eru þau, sem hér greinir:
1. Þjóðarframleiðsla vaxi
um 4.0% á ári að meðaltali
eða um 2.2% á mann. Gert
hefur verið ráð fyrir, að eng-
in breyting verði á viðskipta-
kjörum á tímabilinu, og þjóð-
artekjur vaxi því jafnmikið
og þjóðarframleiðsla.
2. Útflutningur og innflutn
ingur vaxi nokkru hraðar en
þjóðarframleiðsla. Fram-
leiðsla útflutningsvöru vaxi
um 5% á ári að meðaltali og
sömuleiðis flestar greinar
þjónustuútflutnings.
3. Einkaneyzla á mann vaxi
lítið eitt hægair en þjóðar-
framleiðsla á mann eða um
2.0% á ári að meðaltali. Með
þessu móti skapist grundvöll-
ur fyrir tiltölulega mikinn
vöxt sparnaðar og fjármuna-
myndunar, og þar með traust
ari og örari hagvöxt, þegar
fram í sækir. Jafnframt yrði
almenningur jafnóðum aðnjót
andi árangurs hagvaxtarins í
bættum lífskjörum.
4. Samneyzla ykist örar en
þjóðarframleiðsla eða um 5.7
% á mann.
5. Stefnt sé að því, að fjár-
festing aukist á næstu árum.
Þetta mundi, ásamt aukningu
samneyzlu, stuðla að örari og
traustari hagvexti, þegar fram
í sækir, og hjálpa til að full-
nægja miklum sameiginleg-
um þörfum þjóðarinnar. Fjár
festing verði þó ekki meiri
en jafnvægi í efnahagslífinu
inn á við og út á við leyfir
og í mesta lagi um 26% þjóð-
artekna á öllu tímabilinu að
meðaltali.
6. Innan þessara marka sé
fyrst og fremst lögð áherzla
á aukningu fjárfestingar í
rafvæðingu, samgöngum og
opinberum byggingum, svo
sem skólum. Á þessum svið-
um sé stefnt að aukningu fjár
festingar um rúmlega 60%
miðað við árin 1957—1961.
7. Stefnt sé að því, að um
1300 íbúðir verði byggðar á
árinu 1963 og um 1500 íbúðir
að meðaltali á ári hverju ár-
in 1964—1966. Svarar þetta
til þess, að fjárfesting í íbúð-
arhúsum verði svipuð og hún
var árin 1957—1961 að með-
altali, og hægt sé að fullnægja
þeim þörfum, sem aukin fjöl-
skyldumyndun skapar, auk
þess sem húsnæðisástandið
gæti haldið áfram að batna
með líkum hætti og það gerði
sl. áratug.
8. f atvinnuvegunum sé
stefnt að verulegri aukningu
fjárfestingar á sumum svið-
um jafnhliða bættum rekstri
og bættum vinnubrögðum. Á
öðrum sviðum sé ekki stefnt
að aukningu, þannig að aukn-
ing fjárfestingar í atvinnulíf-
inu í heild verði 13% miðað
við árin 1957—1961.
9. Stefnt sé að því, að gjald
eyrisforðinn haldi áfram að
vaxa til þess að treysta fjár-
hagsöryggi landsins og bæta
skilyrði fyrir heilbrigðri efna
hagsstarfsemi. Vegna þess
mikilvæga áfanga, sem náðst
hefur i þessu efni á undan-
förnum árum, er hins vegar
ekki þörf hraðrar aukningar,
og gerir þjóðhagsáætlunin því
ekki ráð fyrir meiru en um
100 millj. kr. aukningu gjald-
eyrisforðans á ári að meðal-
tali.
10. Aflað sé erlendra lána
á næstu árum að upphæð um
600 millj. kr. að meðaltali á
ári. Þessi lán séu að mestu
leyti til tiltölulega langs tíma,
þannig að þau íþyngi ekki
greiðslugetu þjóðarinnar um
of, og gangi fyrst og fremst
til að greiða erlendan kostn-
að við þær framkvæmdir,
sem í áætuninni felast.'
Fylgiskjöl skýrslunnar eru
fimm, eins og áður greinir.
Fjalla þau um þjóðhagsáætl-
un 1963—66, fjárfestingu og
fjáröflun á árinu 1963, þróun
Þjóðarbúskaparins 1954—62
og fjármunamyndun árin
1957—62.
Öllum skjölunum fylgja ná
kvæmar töflur, þar sem þró-
unin á hverju einstöku sviði
er sýnd.
— Alþingi
Framhald af bls. 8.
azt verði við að setja sanngjarn-
ar reglur um beitingu Verkfalls-
og verkbannsréttarins og stefnt
að því að minnka það tjón, sem
þjóðarbúið hefur einatt orðið
fyrir og yfir því hefur vofað
vegna deilna um kaup og kjör.
Reglur þessar verði grundvall-
aðar á þeim skilningL sem aðilar
vinnumarkaðarins munu al-
mennt viðurkenna, að verkfalls-
og verkbannsrétturinn sé neyð-
arréttur og skuli aðeins beitt
sem slíkum. Sýnist ekki óeðli-
legt að tryggja, að þessum rétti
verði beitt þannig, að fórnað
sé minni hagsmunum fyrir aðra
meiri, eins og gildif' almennt um
neyðarrétt.
Hagstofnun launþega og
vnnuveitenda
Þá skuli stefnt að því að setja
fastari reglur um hagstofnun
launiþega og vinnuveitenda. En
upplýsingar þær, sem slík stofn-
un gæfi, gætu haft mikil áhrif í
þá átt, að til verkfalls og verk-
banns þyrfti miklu sjaldnar að
koma.
Þá skuli settar reglur, er fyrir-
byggja að þjónusta við börn og
sjúklinga verði hindruð með
verkfalli eða verkbanni. Settar
skuli ákveðin fyrirmæli til að
koma í veg fyrir eyðileggingu
þegar framleiddrar vara eða
framleiðslutækja af völdum verk
falla og verkbanna. Tryggja skal
ríflegan tíma milli kröfugerðar
og verkfalls eða verkbannsboð-
unar, svo að sáttaumleitanir geti
farið fram með nægilegum fyrir-
vara. Einnig skuli settar nánari
reglur um það, á hvern hátt til
slíkrar stöðvunar skuli koma inn
an viðkomandi félaga og félaga-
samtaka.
Loks skuli nánari reglur sett-
ar um félög launþega og félaga-
samibönd svo og félög og félaga-
sambönd vinnuveitenda. Þess
verði gætt sérstaklega, að leik-
reglur lýðræðisins verði ekki
fyrir borð bornar og pólitísk mis-
notkun útiiokuð.
25 farast í bílslysi
Amman, Jordaníu,
9. apríl (NTB):
Langferðabifreið með 27 manns
lenti út í á einni í Suðvestur
Jordaníu, sem var í örum vexti.
Farþegarnir voru franskar konur
í hópferð og franskur biskup, sem
var fylgdarmaður þeirra. Öku-
maðurinn var frá Líbanon. A8-
eins tvær konur komust lífs af,
en 23 konur, biskupinn og öku-
maðurinn fórust í strauminum.