Morgunblaðið - 11.04.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 11.04.1963, Síða 23
Fimmtudagur 11. april 1963 MOItCVTSBl 23 nema hvar ekki er vitað um slysstað Hafþórs, en hann hvarf áhöfnum Sæbjargar og Helga ir sýna þá staði er ætlað er að — Sextán sjómenn Framhald af bls 24. á staðinn, og sagði að brakið benti eindregið til að þar hefði báturinn orðið allur. Ekki hefir fundizt gúmmábáturinn, sem í Magna var, og ekki heldur neitt er bendir til hvað orðið hefir af tveimur mönnum, semr á bátnum voru. Þó þykir ekki líklegt að þeir hafi komizt lífs af, því hefðu þeir komizt í björgunar- bátinn, ætti hann að hafa rekið fyrir löngu. Um hvarf mannanna og gúmmibátsins er allt óljóst enn. Þeir félagar höfðu keypt bát- inn í vetur og hugðust gera hann — Stórhuga Framhald af hls 24. í veg fyrir að allt fari úr bönd- unum. Henni er að sjálfsögðu ætlað að bæta efnahag þjóðar- innar, en einmitt þess vegna er áherzla á það lögð, að fram- kvæmdunum sé hagað þannig, að efnahagsjafnvæginu sé ekki etofnað í voða, heldur byggist framfarirnar á traustum grund- vellL Enda þótt slíkar áætlanir eéu gagnlegar til að stjórna efna hagsmálunum og geti leitt til hraðari framleiðsluaukningar, þá er öll þessi viðleitni miðuð við framtíðina, en ekki hægt að bú- ast við skjótum árangri. Auk þess verða menn að muna, að hér er aðeins um áætlun að ræða, sem auðvitað getur breytzt við breyttar aðstæður." „Hvenær fara umræður fram um þjóðhags- og framkvæmda- éætlunina?" „Ég mun flytja þinginu skýrslu um málið, í vikunni eftir páska?“ Á miðsíðu blaðsins í dag er •kýrt frá meginefni þjóðhags- og framkvæmdaáætlunarinnar. I mynni Eyjafjarðar. Krossam- bátarnir hafi horfið. út, enda skipið talið gott og þeir báðir dugnaðarmenn. Hér verður haldið áfram að ganga fjörur þar til nánari vitn- eskja fæst um afdrif mannana. Eins og frá var skýrt í gær, var þilfarsbátsins Lóms einnig saknað héðan frá Þórshöfn. For- maður bátsins, Sveinbjörn Joen- sen, sagðist hafa verið með bil aðan dýptarmæli og því ekki þorað að reyna siglingu inn, er skyggni var ekkert. Lónaði hann því upp í veðrið og hélt sjó í nótt þar til birti, enþá var bót- urinn orðinn mikið ísaður. Þetta er 7 tonna dekkbátur og komst hann heim með afla og veiðar- færi. — Einar. SIGLUFJÖRÐUR: VÉLBÁTURINN Hringur, héð- an úr bænum, kom að landi skömmu fyrir hádegi í morgun eftir langa og stranga útivist eft- ir óveðrið, sem hér skall á í gær. Tvo menn tók út af Hring, er hann fékk á sig hnút á leið til hafnar af miðunum. Báturinn var þegar stöðvaður og tókst skipverjum að ná öðr- um manninum um borð aftur, en hann var þá látinn. Hinn maður- inn fannst ekkL Bærinn að Svarf. höli brennur Borg, Miklaholtshreppi, 10 apríl. Klukkan um 11 í morgun kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Svarfhóli í MiklaholtshreppL Eldsins varð vart í kjallara húss- ins. Brann húsið til kaldra kola á skammri stundu. Norð-austan rok var á og hríð. Irmbú bjargað- ist að nokkru leyti. Hjálp barst fljótlega frá flestöllum bæjum sveitarinnar og einnig komu nokkrir menn frá bæjum í Eyja- hreppL Innbúið og hús var vá- tryggt íbúðarhúsið á Svarfhóli var járnklætt timburhús á steyptum kjallara. Þegar eldsins var vart, var ekki annað fólk heima en hjónin, Guðbjörg Magnúsdóttir og Kristinn Sigurvinsson. Voru r Uthlutunar- nefnd lista- niannalauna Á FUNDI Sameinaðs þings í gær voru eftirtaldir menn kjörn- ir í úthlutunarnefnd listamanna- launa. Sigurður Bjarnason, Bjart mar Guðmundsson, H01"’ Sæm- undsson, Halldór ' ison frá Kirkjubóli og Juð- mundsson, ritstjóri. þau við morgunstörf. Sonur þeirra, 10 ára, var nýlega farinn til nsesta bæjar í barnaskólann. Áfast við íbúðarhúsið var fjós og hlaða. Tókst að verja það. Engin slys urðu á fólki við brun- ann. — P.P. Alþingi frestað til þriðjudags SÍÐUSTU FUND’lR Alþingis fyr ir páska voru haldnir í gær og óskuðu forsetar þings þingmönn um og starfsmönnum þings gleði legra páska. Þingmenn endur- guldu árnaðaróskir þeirra með því að rísa úr sætum. Alþingi kemur væntanlega sam an að nýju á þriðjudag á venju- legum fundartíma. Færðin sæmileg en rok hamlar umferð LÍTIL BREYTING varð á vega- færð vegna óveðursins í fyrradag og fyrrinótt. Illfært vax þó enn sums staðar í gær vegna veður ofsa, en vegirnir sjálfir yfirleitt í lagi. Þá voru vegir færir á Snæ- fellsnesL Enginn snjór var norð- an fjallgarðsins, en sunnan megin snjóaði lítils háttar. Vegamála- skrifstofan vissi ekki um neinn bíl, sem farið hafði yfir Bröttu- brekku í gær, en ekki var gert ráð fyrir verulegum snjó þar. — Talið var vel fært í gær fyrir Gils fjörð og í Saurbænum. Holta- Arekstur í Aðaidai HÚSAVÍK, 10. apríl. Stórhríðin í gær gerði öku- mönnum erfitt fyrir, svo að þeir urðu alltaf að stanza annað slag- ið, en fyllsta gætni dugði þó ekki ætíð til. í Reykjadal fóru tveir bílar út af veginum, og einn fór út af við Laxamýri, en á þeim bílum urðu engar skemmdir. í Aðaldal óku saman rússa- jeppi og vörubíll. Varð það all- harður árekstur. Bílstjórinn á vörubílnum telur sig ekki hafa Orðið varan við jeppann, fyrr en 'bílarnir skullu saman. Jeppa- bílstjórinn sá hinn bílinn rétt áður en þeir skullu saman, en þó ekki það snernma, að hann gæti komið í veg fyrir árekstur. 1 jeppanum voru tveir ungir pilt- ar frá Akureyri, sem Verið höfðu við mælingavinnu fyrir vegi í í Aðaldalshrauni, og voru á leið Skipstjóri bráð- kvaddur í skipi SÍIIU í GÆRKVÖLDI barst tilkynning um það frá danska skipinu „Ethly Danielsen", sem legið hefur inni við Gufunes og losað þar, að skipstjórinn hefði orðið bráð- kvaddur. Skipið kom að Grófar- bryggju í nótt, og var lík skip- stjóra borið í land að viðstöddum lögregluþjónum, lækni o. fl. til Húsavíkur. Við áreksturinn köstuðust piltarnir í jeppanum fram, svo að höfuð annars þeirra fór gegnum framrúðuna. Skarst hann nokkuð á augabrún, svo að sauma þurfti saman, og skrám- aðist hann eitthvað fleira. Engan sakaði í vörubílnum, en hann varð óökufær eftir áreksturinn. Jeppanum var hins vegar snúið við, og var haldið undan veðri til bæja. Áætlunarbíllinn frá Húsavík fór ekki inn eftir, fyrr en kl. 11 í morgun. Gekk honum sæmi- lega, og var ekki teljandi snjór til fyrirstöðu. Hann er væntan- legur hingað aftur fyrir mið- nætti í kvöld. — Fréttaritari. Rauðavatns- slysið EINS og Mbl. skýrði frá í gær, lenti sendiferðabíll úti í aRuða- vatni á þriðjudagskvöld, eftir að langferðabíll hafði lent á hon- um. Skrásetningarmerki lang- ferðabílsins er X 404, en sendi- ferðabílsins R 13814. Sá, sem ók hinum síðarnefnda, heitir Sverr- ir Vilhjálmsson, maður um þrí- tugt. Hann slasaðist töluvert og var fluttur í Landakotsspitalann. Líðan hans var óbreytt í gær. Með honum í bílnúm var 22ja ára stúlka, Sigríður Sigurjóns- dóttir, Skúlagötu 68. Hún meidd ist ekki að ráði. vörðuheiði var fær, en hvínandi hávaðarok tálmaði umferð tals- vert ásamt hríðarslitrum, sem á stundum urðu svo þétt, að tæp- lega sá út úr augum. í Húna- vatnssýlu var lítill snjór og ekki mikill á Öxnadalsheiði, en þar geisaði enn óveður. — Hálka var um tíma í Hvalfirði, vegna þess að snjór rauk upp á veginn og fraus þar, en um miðjan dag í gær var svellið horfið. Kirkjukvöld í Dómikirkjunni í D A G (skírdag), gengst bræðrafélag Dómkirkjunnar fyrir kirkjukvöldi í Dómkirkj- unni. Athöfnin hefst kl. 20.30. Efnisskráin verður þannig: 1) Hr. prófessor Þórir Kr. Þórðarson setur samkomuna og stjórnar henni. 2) Dr Páll ís- ólfsson leikur á orgel. 3) Stúd- entar úr guðfræðideild Háskól- ans syngja þætti úr messu. 4) Frú cand. theol. Geirþrúður Bernhöft flytur ræðu. 5) Svala Níelsen syngur. 6) Að lokum syngja allir: Son guðs ertu með sanni. Bræðrafélagið vonar, að sem flestir innan- og utansafnaðar- menn komi í Dómkirkjuna á skírdag. Dr. Pál ísólfsson þekkja allir, hann þarf ekki að kynna. Svala Níelsen á vaxandi vinsældum að fagna meðal borgarbúa. Það verður áreiðanlega ánægjulegt að hlusta á hana í Dómkirkj- unni, með undirleik dr. Páls. Þeir guðfræðistúdentar, er hér koma fram, hafa æft undir hand- leiðslu dr. Róberts A. Ottóssonar, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnax. Þarf ekki að efa, að þeir þættir, er þeir flytja verði viðstöddum til ánægju. Frú Geirþrúður Bern- höft er guðfræðingur að mennt- un. Það við bezt vitum, hefir hún ekki áður komið fram á kirkju- kvöldi. Við, sem að þessu klrkju- kvöldi stöndum, erum frú Geir- þrúði Bernhöft afar þakklátir fyrir góðvilja hennar, að flytja ræðu við þetta tækifæri í Dóm- kirkjunni. Bræðrafélag Dómkirkjunnar býður alla hjartanlega velkomna á skírdagskvöld í Dómkirkjuna kl. 20.30. — Aðgangur ókeypis • * Eins og hleypt vœri af byssu 44 Akureyri, 10. apríl: — V.b. Anna frá Ólafsfirði, 20 lestir að stærð, kom til Akur- eyrar snemma í morgun. — Fréttamaður Mbl. náði tali af Bimi Gunnarssyni, vélstjóra, um borð í bátnum, en skip- stjórinn, Guðmundur Ólafs- son, var þá í landi. Birni sagðist svo frá: — Við vomm að draga línuna norð- austur af Grímsey um hádegis bilið í gær í mesta blíðskapar veðri. Eg var stakklaus við dráttinn, og báturinn hreyfðist ekki. Svo rauk hann allt í einu upp í þetta sjóðvitlausa veður, eins og hleypt væri af byssu. Þá vorum við hálfnað- ir við að draga, en lukum þó við það. Við snerum heimleið- is um kl. hálf eitt, og var þá komin grenjandi stórhríð og haugasjór. Dýptarmælirinn var bilaður, svo að við gátum ekki áttað okkur á dýpinu. Við reyndum að lóða með færum, en það gekk ekkert; þau flutu eitthvað út í sjó. Það ruglaði okkur líka, að við fórum alltaf minnstu ferð, en vorum þó bara þrjá og hálfan tíma til lands. Höfum við venjulega verið fjóra tíma á fullri keyrslu. Kl. fjögur töldum við okkur komna upp undir Foss- dalinn, suðaustan við Siglu- nes, en vorum þó ekki vissir og lónuðum þarna fram og aft- ur í fjóra til fimm tíma, Þá rofaði snöggvast til, og við sá- um í land, þekktum Reyðará og Hvanndalina og vissum, að við vorum komnir upp undir Landsendana austan við Héð- insfjörð. Þetta bjargaði okkur. Vb. Guðbjörg frá Ólafsfirði kom til okkar skömmu seinna, og urðum við henni samferða inn fyrir Hrísey, en síðan vb. Snæfellinu hingað til Akureyr ar. Ekkert varð að á bátnum, og við fengum aldrei á okkur sjó. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.