Morgunblaðið - 11.05.1963, Page 9
Laugardagur 11. maí 1963
MORCUNBLAÐID
9
Fylgzt með LOUNNI
frá London til Rey kjavíkur
Aðfaranótt skírdags snjóaði í Stornoway. Myndin sýnir
hvernig flugvélin leit út um morguninn. (Ljósm. Bj. P.)
UM það bil 30 mílur norðan
við London, milli bæjanna
Hatfield og Welwyn Garden
City, er lítill einkaflugvöllur,
sem nefnist Panshanger. Þar
hefur bækistöð sína fyrirtæk-
ið Keegan Aviation, en af því
keypti Björn Pálsson hina
nýju flugvél sína, Prestwick
Twin Pioneer, TF-LÓA.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins var í för með Birni, er
hann sótti flugvélina, ásamt
Lárusi Óskarssyni, stórkaup-
manni, og enskum flugstjóra,
William I. Bright, D.F.C., sem
er sölustjóri Keegan Aviation.
Lárus og Björn höfðu áður
flogiff í vélinni með Keegan
og Bright frá Túnis til Eng-
lands.
Það var um hádegisbilið
sunnudaginn 7. f. m. sem við
komum til Panshanger. —
Skrifstofur voru lokaðar og
aðeins tveir menn á flugvell-
dnum, þeir Mr. Sommers, eig-
andi hans, og kunningi okk-
ar, David Brown, ritstjóri
Esso Aviation World.
— Hér er heldur dauflegra
um að litast en í gamla daga,
segir Brown og andvarpar.
Þar til fyrir 7 árum var hér
flugskóli á vegum Konung-
lega brezka flughersins og ég
var einn kennaranna. Þá var
líf í tuskunum hérna.
Nú er flugvélin dregln út
úr skýlinu, við kveðjum, klifr
um um borð og hreyflarnir
eru settir í gang. Kl. 13,13
hefur Björn vélina til flugs.
— Þrettán er happatalan
mín, segir Björn.
Veður er gott og sólskin,
en mistur yfir London eins og
oft er. Talsvert er tekið að
vora og eins langt og augað
eygir teygja sig fyrir neðan
okkur víðir akrar í skýrt af-
mörkuðum og mislitum spild-
um, eins og hlýlegt teppi með
óreglulegu mynztri. Við fljúg
um í norðurátt, enda er ferð-
inni heitið til Prestvíkur í
Skotlandi. Vegalengdin þang-
að er um 300 mílur. Fyrst er
flogið í 2500 feta hæð yfir
Northampton og síðar Leicest-
er, en þegar komið er norður
yfir Manchester er flugið
hækkað í 6000 fet og er þeirri
hæð haldið mestalla leiðina.
Við fljúgum yfir Lake Dis-
trict, sem eins og nafnið
bendir til, er þakið vötnum,
en á milli eru skógi vaxnir
hálsar. Þarna eiga margir
Englendingar sumarbústaði og
á einu stærsta vatninu, Lake
Windermere, sjáum við
nokkra seglbáta. Lake Dis-
trict er eitt örfárra héraða í
Englandi, þar sem iðnvæðing-
in hefur ekki haldið innreið
sína, vélaskrölt tekið við af
sveitasælunni, skógar felldir
og borgir reistar í þeirra stað.
í þessu héraði hefur náttúran
fengið að haldast nokkurn-
vegin óskert og var það orðið
yrkisefni skálda þegar á fyrri
hluta 19. aldar og í Lake Dis-
trict var Wordsworth fæddur
og uppalinn.
Á hægri hönd eru Pennína-
fjöll, en framundan til vinstri
er Solway-fjörður og inn af
honum Cheviot-hæðirnar,
sem skilja að England og
Skotland. Þegar við komum
yfir fjöllin fyrir norðan Sol-
way-fjörð sjáum við Clyde-
fjörð, en við hann er Prest-
víkurflugvöllur, þar sem við
lendum. Hefur flugið tekið
tvo og hálfan tíma.
Við flugvöllinn eru Scott-
ish Aviation verksmiðjurnar,
en þar er vél Björns smíðuð
og eigum við erindi þangað,
þar sem fyrirhugað er að
vigta vélina, áður en við fljúg-
um til íslands. Scottish Avi-
ation smíðuðu flugvélina sér-
staklega fyrir Persakeisara
árið 1957 og var hún þá búin
hægindastólum og öðrum
þægindum, sem ekki eru
hentug í venjulegu farþega-
flugi, svo að Keegan Aviation
létu breyta innréttingunni og
þá verður að vigta vélina, til
þess að komast að því, hve
mikla hleðslu hún þolir. —
Einnig lét Keegan klæða sal-
erni vélarinnar, svo að það
minnir einna helzt á búnings-
herbergi hefðarkonu. — Þetta
er 1. farrými, sagði Keegan
við mig, þegar ég sá vélina í
fyrsta sinn. Ef Björn flýgur
einhverntíma með þjóðhöfð-
ingja eða önnur slík stór-
menni, ætti hann að láta þá
sitja á salerninu. Konan mín
sá um innréttinguna og ég er
viss um að þetta er fínasta
náðhús, sem til er í nokkurri
flugvél í heiminum. Þar er
meira að segja rafmagnsrak-
vél.
Flugvélinni er stillt fyrir
framan verksmiðjuna, sem er
lokuð, þar sem það er sunnu-
dagur. Við ökum niður í bæ-
inn Ays, sem samvaxinn er
Presivík. Þar gistum við um
nóttina, en morguninn eftir
höldum við út á flugvöllinn
og eru þá Skotar farnir að
virða fyrir sér afkvæmi sitt,
sem verið hefur í 6 ára út-
legð í Austurlöndum. Ljúka
þeir hinu mesta lofsorði á út-
lit og innréttingu vélarinnar,
en þegar þeir sjá salernið,
rekur þá í rogastanz og eiga
engin orð til að lýsa aðdáun
sinni.
Hádegisverð snæðum við á
Flugvallarhótelinu með ein-
um af forstjórum Scottish
Aviation og reynsluflug-
manni þeirra, sem segir okk-
ur, að hann hafi flogið Prest-
wick Twin Fioneer flugvél-
um víða um heim og séu þær
einhverjar þægilegustu og
meðfærilegustu vélar, sem
framleiddar hafi verið. T.d.
hafi hann lent þeim á flug-
völlum í Sviss, þar sem meira
að segja Piper Cup er bann-
að að lenda.
Leigubílstjóri nokkur, sem
ekur okkur að vélinni síðar
um daginn, tjáir okkur það,
að mánudagur sé óheillavæn-
legur til ferðalaga og letur
okkur mjög fararinnar, en
ekki verða fortölur hans okk-
ur fjötur um fót, heldur hitt,
að Skotar ljúka ekki vigtun
sinni fyrr en orðið er of seint
að halda til Stornoway,
næsta áfangastaðar okkar, en
flugvellinum þar er lokað kl.
4.30 e. h. Gistum við því á
flugvallarhótelinu.
★
á þriðjudagsmorgun erum
við uppi með fuglunum, en
ekki gengur greiðlega að
komast af stað, því að við
verðum að fara gegnum toll-
og vegabréfaskoðun og ganga
frá ýmsum formsatriðum, og
enginn er að flýta sér nema
við, sem vonumst til að kom-
ast til Reykjavíkur fyrir
myrkur, eða að minnsta kosti
til Hornafjarðar.
Kl. 10 hefur LÓAN sig loks
til flugs og enn er haldið
norður á bóginn og flogið með
vesturströnd Skotlands með
skozka Hálendið á hægri
hönd.. Eftir klukkutíma tök-
um við stefnuna norðvestur
yfir hafið til Long Island, en
milli hennar og lands er breitt
sund, sem nefnist Minch.
Langur tangi, Eye að nafni,
gengur út úr miðri eynni að
vestanverðu og þar stendur
höfuðstaðurinn, Stornoway.
Þar er ágætur flugvöllur og
lendum við þar eftir nákvæm
lega 90 mínútna flug frá
Prestvík. Miklar framkvæmd-
ir eru á flugvellinum, — ver-
ið er að lengja brautirnar og
bæta, þar sem til stendur að
setja þar upp NATO-bækistöð
innan skamms. Nýju braut-
irnar eru steyptar úr íslenzku
sementi, sem er ódýrara í
Skotlandi en hið enska.
A Stornoway er ekki ætl-
unin að hafa lengri viðdvöl
en þarf til að fylla vélina
benzíni. Öðru vísi fer þó, því
að þar vorum við veðurteppt-
ir í 5 daga. Skeyti hafði bor-
izt bæði frá Reykjavík og
Prestvík og Björn varaður
við að halda áfram förinni,
þar sem veður tæki mjög að
versna á leiðinni til íslands.
Við hringdum því í leigubíl
og ökum inn í bæinn og fá-
um inni í gistihúsi nokkru,
sem nefnist Crown Hotel.
Stornoway er friðsamur og
vinalegur bær með um það
bil 6 þúsund íbúum. Það vek-
ur sérstaka athygli okkar hve
hreinar göturnar og húsin
eru. Meira að segja athafna-
svæðið við höfnina er þrifa-
legt. Eina skipið í höfninni er
Laxá.
★
Á páskadag er flugvöllurinn
í Stornoway lokaður, en við
látum það ekki aftra okkur
fararinnar, enda er vélin til-
búin og veður gott á leiðinni
til íslands þótt talsverður
mótvindur dragi mjög úr flug
hraðanum. Frá Stornoway
förum við kl. 11 eftir íslenzk-
um tíma og tökum norðlæga
stefnu. Við verðum að fljúga
lágt (í 2 þús. feta hæð), þar
sem skýjahæðin er ekki meiri,
en förum við hins vegar upp
fyrir skýin eða upp í 6—7
þús. feta hæð, er mótvindur-
inn miklu meiri þar, og þess
vegna ákveður Björn að halda
sig á neðri hæðinni.
Eftir fáeinar mínútur slepp
ir. Long ..sland og við tekur
endalaust Atlantshafið. Að
hætti fávísra farþega heyrist
mér öðru hverju sem hreyfl-
ar flugvélarinnar stöðvist eða
hósti og verður litið niður á
úfinn sjávarflötinn, sem mér
finnst lítt árennilegur til að
lenda á. — Hvernig heldurðu
að væri að lenda hérna? spyr
ég Lárus, sem er flugmaður
og situr við hliðina á mér.
Hann hlær, en segir svo: —
Ég vildi nú helzt komast hjá
því. Vélin mundi sennilega
fyrst fara á bólakaf, en skjóta
svo upp aftur. — Förum við
þá í bátinn? spyr ég. — Já,
þá förum við í bátinn.
Niðurstaða þessa samtals
okkar er sú að við Lárus för-
um aftur í vélina og færum
gúmbjörgunarbátinn upp að
hurðinni, svo að fljótlegra
verði að athafna sig, ef ....
Einmitt þegar ég er hættur
að heyra allar vélbilanir og
ímynda mér lendingu á haf-
inu, kallar Bill kapteinn úr
stjórnklefanum, en hurðin er
opin í hálfa gátt. — Sjáið þið
hvað er grunnt hérna, strák-
ar. Ef við förum í sjóinn, get-
um við bara staðið á botnin-
um og teygt hausana uþp úr.
Það er verst hvað sjórinn er
kaldur.
— Ég hélt að við ætluðum
fljúgandi til Færeyja, segi ég,
en þá finnur Bill sig knúinn
til að segja söguna af því,
þegar hann flaug Cessna 310
frá Gander frá Nýfundnalandi
til Azor-eyja og fékk svo mik
inn mótvind að benzínið átti
að vera búið 10 mínútum áð-
ur en hann lenti á eyjunum.
Framh. á bls. 14
Séð yfir höfnlna í Stornoway a» sunnan. Efst til hægri er Lewis Castle, en til vinstri bátahöfnin. (Ljósm. J. L. Rodger)
1
!i
i
í
1
i
i
I
i