Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 13

Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 13
Laugardagur 11. maí 1963 MORCVNBL4Ð1Ð 13 NÚ er helmferðin hafin. Við fórum frá Svolvær, en þar höfðum við dvalizt lengsit, í tveimur áföngum til Bodö. Fyrst til Stamsund, sem er, eins og áður er getið 1000 manna bær, sem á sér mjög merfea sögu. í>ar vorum við eina nótt og lengst af næsta dag. Þarna var margt og mik ið að sjá. Auk þess fórum við í bíl ailmikið um nágrenn- ið, komum þar á sveitabæ og í nágrannfiskibæ, sem heitir Henningsvær. Þr er einnig venjulega mikið um að vera. Ef til vill get ég síðar ræki- legar um Stamsund, en þar hefir sama ættin ráðið ríkjum, hver ættliðurinn fram af öðr- um upp undir 100 ár. Seint að kveldi þessa dags fórum við með strandsiglingaskipi á suður leið til Bodö og kom- um þar klukkan þrjú um nótt- ina og fengurn inni á ágætu hóteli, sem heitir Grand Hot- eL Bodö er höfuðstaður hinna norðlægari byggða. Þar eru 13000 íbúar. Þetta er mikill samgöngubær. Þar er stór flugvöllur og miklar járn- brautarsamgöngur suður á bóginn alla leið til Oslóar. En lengra norður en til Bodö nær járnbrautin ekki, en þá taka bílarnir við. Bodö er fallegur bær. Hann liggur í líðandi haila upp frá hinni ágætu höfn staðarins. Þar er víðsýni mikið til allra átta. Mesta athygli vekur út- sýnið til sjávar og hin glæsi- lega fjallasýn. Þótt flest á leið vorn bæri óumdeilanleg merki dugnaðar, framtaks og afreka þesss fólks, sem þarna unir hag sínum, þá má þó segja, að eðliskostir þessa kjarnafólks birtist í skýrustu ljósi í Bodö. Bærinn var á stríðsárunum skotinn í rúst. Hann var í stríðslokin eitt kolsvart brunasár. Átökin urðu þarna norður frá svona geysilega hörð. Það- an er skammit til Narvikur, en þaðan fluttu Þjóðverjar mikið af málmgrýti til hern- aðarþarfa. En á rústum þess- arar gereyðingar hefir nú verið reistur nýr bær, sem um gatnagerð, húsaskipun og reisn í byggingum hefir á sér snið þess, sem bezt er og haganlegast í byggingartækni bæja, sam risið hafa upp hán síðari ár á grundvelli eðli- legrar þróunar. Maður stend- ur undrandi framrni fyrir þeim dugnaði, framtakssemi, út- sjón og hagsýni, sem hér hef- ir verið að verki. Bodö er mikill atihafnabær. Þar er efcki mikil sjávarút- gerð að vis'u, sökum þess að nokkuð er iengra þar tiá sófcn ar en annars staðar á þessum slóðum. Þó er þar stór og reisuleg sáldarverksmiðja. Skipajsmíðastöð er þar, og byggðir jöfnuim höndum fiski bátar og hin stærstu flutin- ingaskip, er sigit geta uim öil heimsins höf. Norðmenn þurfa mikiis með í skipajsmíðum. Heimssiglingafloti þeirra er hinn þriðji stærsti í röðinni. Er það vel af sér vikið af rúm- lega þriggja milljóna þjóð. Smærri iðnaður er þar og alll- mikill og vaxandi. Þar er þil- plötugerð og er lauftrjáaskóg- urinn, sem annars er til Mt- iila nota nema þá til eldivið- ar, hafður í þilplöturnar. Ræfctun barrskóga gengur þarna vel eins og á Lófót- eneyjum. Bodö er mikill viðskipta- og verzlunarbær. Að honum liggja mikil landbúnaðanhér- uð, sem reist hafa mjög stóra mjólkurstöð í bænum. Ráð- hús er þar stórt og fallegt, og annað stórhýsi hafa bændur í nágrannasveitum reist þar til margiháttaðra nota 1 þeirra þágu. Menntalif er þarna í mikl- um blóma, og stór söfn eru þarna. Hér ríkir, eigi síður en, annars staðar í Noregi, ríkur áhugi á verndun og varð- veizlu fornra minja. Við fór- um þarna í bíl nokkuð um næstu nágrannasveitir. Þar bar al'lt vott um mikinn dugn- að í búskapnum og hafði hin nýja tækni á því sviði sýni- lega hafið þar innreið sína. Bændaskóli er í nágrenni við Bodö, mikill og reisuleg- ur. Við komum þar í fjósið. Þarna var vothey mikið notað til gjafar og ágætlega verkað, enda tóku kýrnar hressilega í tugguna, þegar opnuð var loka fyrir básunum inn á fóðurganginn. Þau kynni, sem við fengum þarna af landbún- aðinum, voru okkur Ijós vott- ur þess, að þarna er vel bú- ið. Við sáum í blöðum og urð- um þess varir í viðtölum við bæjarbúa, að þeim, sem næst búa flugvellinum, þykir ó- næði af hinni miklu flugum- ferð þar. Liktist þetta nokkuð því, sem cxft er rætt um Reykja víkurflugvöllinn. En umtial þetta virtist enda á einn veg. Öllum hraus hugur við öfl- un þeirra mörg hundruð millj- óna króna, er þyrfti til þess að byggja nýjan flugvöll, enda Frá Bodö samfelld, en klukknaport efst. Neðsti tuminn er steinstöpull mikill og í hann letrað, að hann geymi minningu þeirra, sem létu lífið fyrir föður- landið í síðustu heimsstyrj- öld. Berir ofi hrjúfir stein- Á heimleið víða fárra bosta völ um flug- vallarstæði í hinum bratt- lendu byggðum Noregs. Við vorum í Bodö á sunnu- degi og fórum þar í kirkju fyrir hádegið. Kirkjan er eins og annað nýlega byggð, hið reisulegasta hús, sem vahnn A siglingu með Noregsströndum 50 kýr mjólkandi stóðu þar í básum, auk ungviðis. Voru þær allar svarthryggjóttar og gæðalegar og frábærlega vei hirtar. Hey er þar sem annars staðar geynut á lofti uppi yf- ir fjósinu og tekið á málum niður á fóðurganginum, sem þarna var í miðju fjósinu. hefir verið fallegur staður í bænum við aðalgötu hans. Turn er ekki á ■sjálfri kirkj- unnL En til hliðar við inn- ganginn í kirkjuna er reist- ur sérstæður turn, geysihár og tignarlegur, sem gnæfir yí ir nágrennið. Er turninn reist ur á súlum að neðan, en þeg- ar ofar dregur er bygging hans veggir kirkjunnar hið innra gefa kirkjunni sérstæðan svip og einis hvlfingin, sem einnig er steinverk alsett götum, svo hvelfingin gefur nokkra hug- mynd um alstimdan himin. í kór er fallegt altari, en þó skrautlaust, og einnig prédik- unarstóll án himins yfir. En fyrir ofan altarið er geysihár myndskreyttur gluggi, er að fegurð og hlýleik tekur flest- um altaristöflum langt fram. Grindverk mikið og hátit er milli kórs og kirkju, og er þar Krijstslíkneski í fulllri. stærð, og standa þar tveir af postuilum hans, sinn til hvorr- ar handar. Söngpallur er stór fremst í kirkjunni yfir inn- ganginum. Er þar stórt og hljómmikið pípuorgel. En það kom okkur ferðafélögum einkennilega fyrir sjónir, að þar var enginn söngkór. Org- anistinn var þar einn og lék á þetta mikla orgel. En kirkju söngur var eigi að síður góður, því kirkjugestir höfðu allir sálmabækur og tóku undir. í þremur innstu sætunum ann- ars vegar í kirkjunni vom heyrnartæki fyrir heyrnar- dauft fólk. Birtist i þassu lofis- verð hugulsemi. Margt fólfc var þar til altaris, og var kirkjuatihöfnin hugþekk og virðuleg. Mikið vetrarríki er hér norð ur frá og allt í snjó og gaddi. Hefir svo verið síðan í ofctó- ber. Daginn sem við komum við í Bodö á norðurleið var um hádegið 10 stiga frost og nokkur vindur. Þótti ofck- ur ferðafélögunum, sem komin ir vorurn fyrir nokkrum dög- um úr veðurblíðunni hér 'heima, taka í hnúkana um frostið og kuldann. En þeg- ar hlýindi koma leysir hér skjótt upp. Lítið frost er í jörðu, snjórinn hefir varnað þvi, og þiðnar því bæði ofan og neðan frá, svo snjórinn hverfur fljótt og sólarylnum tekst í skjótri svipan að vekja gróðurinn af dvala á ný. Við flugurn frá Bodö síðla sunnudags í góðu veðri, og var ferðinni heitið til Oslóar þann dag með viðkomu í Þrándheimi. Þegar til Oslóar kom, var farið að snjóa og bæði það og líka mikil umferð á flugvell- inum seinkaði nofckuð lend- ingu. Á flugvellinum hittum við fslendinga, sem nýkomnir vom að heiman. og sögðu þeir okkur aflafréttir og að sama veðurblíðan hefði haldizt og að farið væri að slá græn- uim lit á tún og haga. Mikill er sá munur. Við vorum einn dag í Osló og ætluðum að fljúga þaðan heim daginn eftir. En sú breyt ing varð á flugferðum, að ferð in þann dag féll niður, svo við urðum að fljúga til Kaup- mannaihafnar daginn eftir og fá flugtfar þaðan hedm. Daginn, sem við vomm i Osló, nutum við mikillar gest- risni hjá sendiherra vorum þar, Haraldi Guðmundssyni, og hinni ágætu bonu hans. Þar sáum við í sjónvarpi um krvöldið Gulltfossbrunann, og fylgdi því fyrsta fréttin af þessu bmnaslysi. Var þetta mikið bál og reykurinn myrkvaði stórt umhverfi. Við flugum í þotu frá Osló til Kaupmannahafnar og vor- um 5ð mínútur á leiðinni, og skakkaði þar ekki um eina mínútu frá því sem upp var gefið, er ferðin hófst. Er nær dró Kaupmannahöfn voru suindin þar öil ísi lögð og mörg skip sátu þar föst.í ísn- um, og voru sum þeirra mjög stór. Við flugum daginn eftir beim á leið með flug'vél frá Flugtfélagi íslands og fannst okkur, er við stigum inn í flugvélina, að við værum komnir heim. Flugvélin stanz- aði litla stund á flugveilinum í Glasgow. Var svo flugvél- inni beint í norðurátt, fyrst ytfir hálendi Skotlands og sdð- an á haf út, og var fyrsta landsýn í Vestur-Skaftafells- sýslu, þar sem hinir tignar- legu jöklar gnæfa við him- in. í skjóli öryggis hinna traustu og farsælu flugmanna vorra og undir handleiðsdu hinna gestrisnu og hugþekbu flugfreyja leið öllum vel í flugvélinni, sem var fullskip- uð farþegum. Og er við stig- um út úr flugvólinni á Reykja- vikurtflugvelli, mætti okkur sama veðurbMðan og við höfð- um yfirgefið fyrir rúmri hálfri annarri viku og breiddi nú faðminn á móti okkur við heiimkomuna. PÉTUR OTTESEIM SKRIFAR UM: FÖR TIL LOFOTEN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.