Morgunblaðið - 19.05.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.1963, Qupperneq 1
II 48 síönr (I og II) ef fylgt yrði stefnu kommúnista og Framsóknarmanna MBL. BIRTIR hér mynd af 'biðröð frá hafta- og skömmt- unartímabilinu. Slíkar biðrað ir fylgja ávallt í kjölfar haft- ann. Ef ný „vinstri" stjórn verður mynduð, þá munu skömmtunarseðlar og biðrað- ir koma í stað vöruvalsins og vörugæðanna. Verðbólgan mun á ný ógna launum fólks og verðgildi íslenzks gjald- eyris í erlendum bönkum. Þá mun tími valdboða, banha og náðarsamlegra leyfa renna upp á ný. Þá verða það stjórn arherrarnir og skrifstofustjór- arnir, sem skammta borgar- anum úr hnefa. Viðreisnin hefur fært ís- lendingum meiri velmegun, en áður hefur þekkst í sögu þjóðarinnar. Viðreisnin hefur jafnframt, um leið og efna- hagur landsins var reistur úr rústum eftir „vinstri“ stjórn- ína, lagt grundvöllinn að á- framhaldandi og hraðari framförum til þess nútíma- þjóðfélags, sem skapar þegn- um sínum FRELSI, ÖRYGGI og FRAMFARIR. Stjórnarandstæðingar hafa hinsvegar barizt hatramm- lega gegn viðreisninni og leit- azt við að rífa niður, það sem upp hefur verið byggt. í stað frelsis og framfara boða þeir haftastefnuna, þá stefnu „vinstri“ stjórnarinnar, sem leiddi þjóðina að hrún hengi- flugs verðbólgu og gjaldþrots. Framsóknarmenn og komm únistar munu taka stefnu hafta og ófrelsis upp á ný, ef þeim endast atkvæði til þingmeirihluta. Sú stjórn þeirra mun óhjákvæmilega leiða á ný til sama öngþveitis og verðbólgu og áður, þegar stefna þeirra hefur verið ráð- andi. Haftastefna þeirra mun leiða af sér ófrelsi og skömmt un á neyzluvörum. Vöru- skorturinn, sem leiða mun af stefnu þeirra og höftum, ger- Ir það óumflýjanlegt. Nú er valið milli ófrelsis, hafta og skömmtunar eða uppbyggingar og framfara viðreisnarinnar. Hvernig verða lífskjörin á íslandi og möguleikar til nútímalifnaðar hátta, ef snúið verður við á braut viðreisnarinnar aftur til baftanna og ófrelsis. Þetta er spurning, sem hver einn ís- lendingur ætti að hugleiða þcnnan mánuð. Valið er milli viðreisnar og velmegunar eða hafta og skömmtunarhúskapar stjórn- arandstæðinga, sem snúa mun við allri framþróun til kyrr- stööu, skorts og ófrelsis. Myndin var tekin af biðröð, er verzlun Egils Jacobsen opnaði á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.