Morgunblaðið - 19.05.1963, Síða 6
6
M O R C V /V B L 4 Ð 1 Ð
Sunnudagur 19. maí 1963
Sr. Benjamin Kristjánsson:
Andinn frá Worms
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldri?
VORTlZK AN 1963
VOR
■’r. & * -
GEFJIM
KIRKJUSTRÆTI
ÞAÐ er leiðinlegt að þuría að
leiðrétta sama mann oftar en
einu sinni. Þó verður stundum
ekki hjá því komizt til glöggv-
unar á réttu máli. í Mbl. nýlega
hefst Sigurður A. Magnússon
handa um að leggja út af sleggju
dómum sínum í trúmálum, og
verður sú útlegging sem vænta
má því verri sem orð hans eru
fleiri. Ég sé eftir pappírnum, sem
í þetta fer. Reyndar þarf ekki
að eyða mörgum orðum að
þessu skvaldri hans, því að það
er ekki annað en útmálun á
sömu fjarstæðum, sem áður var
búið að hrekja. En ef það mætti
verða einhverjum til skilnings-
auka á andlegum málum, má
fullvel nota S. A. M. sem dæmi-
gerðan fulltrúa guðfræðilegs aft-
urhalds og hleypidóma, sem
heldur virðist fara vaxandi í
landinu, eins og oft á sér stað á
efnishygg.jutímum.
Hugsunarvilla númer 1.
Sú er hans fyrsta hugsunar-
villa (og koma margar á eftir),
að hann telur sig engan áhuga
hafa fyrir að troða skoðunum
sínum upp á mig eða aðra. Þetta
stenzt ekki. Ef svo væri, færi
hann ekki að stökkva með þessa
fávizku sína í blöð, heldur
geymdi hana þar sem betur
hæfði í fylgsnum sálar sinnar.
Auðvitað ætlast hann til, að
mark verði á sér tekið, en ekki
litið á orð hans eins og ábyrgð-
arlaust gaspur. Gæta verður
hann líka þess, að það voru ekki
aðeins skoðanir, sem hann lét
í Ijós. Hann bar fram ósvífnar
og ástæðulausar sakir á hendur
íslenzkri prestastétt og krafðist
þess, að prestar yrðu sviptir
hempunni. Sjálfur kveinkar
hann sér undan, að þessum firr-
um skuli hafa verið svarað.
Hann virðist ímynda sér, að sjálf
ur eigi hann einkarétt á að
ganga forugum fótum yfir em-
bættisheiður íslenzkra presta, en
þeir mega helzt ekki opna sinn
munn, til að bera af sér óhráð-
urinn. Og þegar honum er sýnt
fram á, að ásakanir hans eru
byggðar á einskærri vanþekk-
ingu, hefur hann ekki mannrænu
til að biðjast hreinlega afsökun-
ar, heldur gerir hlut sinn enn
verri með málrófi, sem engin
heil brú er í. Sjálfs sín vegna
geta íslenzkir prestar svo sem
látið þennan -ógburð eins og
vind um eyrun þjóta, en það er
ekki hægt málefnisins vegna.
Þegar Sókrates og Jesús voru
ákærðir fyrir að afvegaleiða lýð-
inn svöruðu þeir fyrir sig. Ákær-
endur, sem á ýmsum tímum hafa
hamast gegn víðsýni í andleg-
um efnum, hafa sjaldan fengið
gott eftirmæli. Klassískt dæmi
um það er dómur sá um Faríse-
ana, sem ég benti S. A. M. á í
fyrri grein minni, í von um að
verða mætti honum til viðvör-
unar.
Er bókstafurinn form?
Eins og sýnt hefur verið fram
á hér á undan, skilur S. A. M.
ekki sjáifan sig, og er þá ekki
þess að vænta, að honum sé það
gefið að þekkja leyndardóma
guðsríkis. Er það nánast sagt
spaugilegt að heyra slíka menn
tala um hugtakarugling, sem
hvorki skilja sjálfa sig eða aðra.
Virðast þeir helzt halda, að
þetta sé eitthvert handhægt
töfraorð, sem nota megi til að
breiða yfir fátæklegan málflutn-
ing, þegar röksemdir þrýtur.
S. A. M. kallar það hugtakarugl-
ing, að Jesús, Páll og Lúther hafi
barizt gegn bókstafsþrældómi,
því að þeir hafi aðeins barizt
gegn gömlum trúarformum, ekki
gegn inntaki trúarinnar. Er þá
bókstafurinn bara form, er hon-
um ekki ætlað að fela í sér ein-
hverja hugsun? Annars eru það
nýjar trúarlegar upplýsingar, að
Kristur hafi gert sér tíðara um
form en efni trúarkenninganna.
En hvað sem því líður: Bókstaf-
urinn getur orðið að eintómu
formi, þegar menn eru hættir að
skilja hann, eða hann er ekki
framar samrýmanlegur þekkingu
tímans. Þá er þörf á nýjum spá-
manni til að blása lífi í bókstaf-
inn. Jesús var slíkur spámaður.
Hann vakti dýpri skilning á ýms-
um trúarhugtökum <Jyðinga.
Enginn neitar því, að ýmsar
kenningar kristindómsins eiga
rót sína í gyðingdómi. Þó var
kenning Jesú svo ný, að Faríse-
arnir viðurkenndu hana ekki og
dæmdu hann dauðasekan villu-
trúarmann. Þeir voru bókstafs-
þrælar.
Þegar kaþólskir menn telja
mótmælendur vera villutrúar-
menn, sem ekki trúa í dag eins
og menn gerðu á siðaskiptaöld,
þá er það sams konar bókstafs-
þrældómur. Þetta fólk gætir
ekki þess, að sömu orð og at-
burði er hægt að skilja á ólíkan
hátt. Ef til vill skilja engir
menn nokkurn hlut alveg eins.
Víst er um það, að þúsundir
guðfræðinga hafa á liðnum öld-
um skilið orð Jesú og ævistarf
sinn með hverju móti, og hvernig
er þá hægt að tala um játning-
arnar sem kenningargrundvöll,
sem allar kirkjudeildir hafi á
öllum öldum sameinast um?
Meira að segja trúarjátningarn-
ar eru sprottnar upp úr áköfum
deilum guðfræðinga, og fer því
fjarri, að þær geti skoðast vera
hið síðasta orð um þessi efni:
Eru t. d. sumar þeirra komnar
úr kaþólsku, og játa lútherskir
menn með þeim trú sína á
„kaþólska kirkju“! Lúther vildi
breyta þessu 1 „kristilega
kirkju“, en vaninn varð skyn-
þykir sumum það nauðsynlegt I
seminni yfirsterkari. Á sama hátt
dag að kenna kirkjuna frekar
við Lúther en meistarann sjálf-
an, sem er hneyksli út af fyrir
sig. En hér er það sljór og hugs-
unarlaus vaninn en ekkert ann-
að sem ræður. Þetta gerði þó í
rauninni ekki svo mikið til, ef
ekki fylgdi sú fásinna, að frem-
ur bæri að fylgja Lúther en
Kristi.
Andinn frá Worms
Lúther var án efa ágætur mað
ur á sinni tíð og mest fyrir það,
að hann hafði andlegan dug til
að hugsa fyrir sjálfan sig. Hann
sagði meðal annars: „Það er bæði
erfitt, skaðsamlegt og háskasam-
legt, að breyta gegn samvizkunn
ar röddn.“ Þessi hugsunarháttur
er það, sem kallað hefur verið
andinn frá Worms, og við þetta
var átt, þegar íslenzkum prest-
um var boðið að kenna í „anda
vorrar evangelisku lúthersku
kirkju.“ Merkilegt er það, að
menn, sem þykjast vera lúthersk
ir umfram allt, skuli ekkert
kannast við þennan anda, en
telja hann muni gera þjóðkirkju
vora að undri. S.A.M. þykir það
firn mikil, ef prestar heita því
einu að kenna kristindóminn
eins og skilningur þeirra, vit og
samvizka býður þeim. En þetta
er einmitt sú hreinlútherska
stefna. Án efa hefði Lúther litið
öðru vísi á marga hluti nú en
hann gerði á sinni tíð. En þá
fylgdi hann fram því, er hann
hélt vera rétt og gat ekki ann-
að. Enn í dag getur enginn mað-
ur gert betur en fylgja þvi, er
hann veit sannast. Það væri í
fyrsta lagi óheiðariegt og í öðru
lagi gagnslaust að fara öðru vísi
að. Lifandi trú verður aldrei til
nema fyrir persónulega reynslu.
Það væri andlegur dauði að vera
að þylja fram kenningar, sem
menn hefðu enga sannfæringu
fyrir. Þá fyrst væru prestar
orðnir atvinnutrúmenn.
Meinlokan mikla
Að guð hafi opinberað sann-
leikann með einstæðum hætti í
eitt skipti fyrir öll, er ekkert
annað en guðfræðileg meinloka,
sem furðulegt er að nokkur
menntaður maður skuli geta lát-
izt trúa á þessari öld. Einmitt
þegar bent er á, að ýmis trúar-
brögð önnur en kristindómur-
inn gera kröfu til að vera talin
hin fullkomnasta opinberun, þá
er ályktunin auðveld: Ekki geta
öll haft rétt fyrir sér, öllum
kann að skjátlast. Réttara mundi
vera að kalla þau „tilraunir með
sannleikann,“ eins og Gandhi
nefndi sjálfsævisögu sína.
I sínu dæmalausa skrifi um ís-
lenzka presta segir S.A.M. að
þeir séu ekki fyrst og fremst
þjónar fólksins eða rikisins, held
ur þess sannleiks, sem kirkj-
unni hefur verið trúað fyrir kyn
slóð fram af kynslóð. Hvers kon-
ar sannleikur er það, sem eng-
um þjónar, eða enginn vill
heyra? Höfundurinn liggur ekki
á því: Það eru kreddur þær, sem
Danakonungar tróðu upp á ís-
lendinga fyrir fjórum öldum.
Hvernig urðu þær kreddur til?
Þær voru settar saman af mönn-
um, sem engin ástæða er til að
halda að hafi verið á nokkurn
hátt vitrari en menn gerast nú,
en margfalt fáfróðarL
En segjum nú svo, að sannleik
urinn í sáluhjálparefnum hefði
verið opinberaður í eitt skipti
fyrir öll og höggvinn á stein,
mundu menn samt sem áður ekki
halda áfram að skilja hann með
frábrigðilegu móti, allt eftir vits
munum sínum? Hafa ekki orð
Krists verið túlkuð á ýmsan
veg? Jafnvel þó að Guð almátt-
ugur hvíslaði sannleika sínum í
eyra S.A.M. hefi ég enga trú á,
að hann mundi skilja hann, því
að til þess þyrfti hann hvorki
meira né minna en skilning
Guðs almáttugs. Það var af þess-
ari ástæðu, sem enginn vissi
nokkru sinni, hvað Óðinn mælti
í eyra Baldri. Nú hyggur S.A.M.
sig vita meira en aðrir um þessi
efni og vandinn sé ekki annað
en þylja skilningslaust kreddur
miðaldaguðfræðinga. Slíkur
naglaskapur yfirgengur allan
annan, og getur ekki byggzt á
neinu öðru en hreinni vanþekk-
ingu.
Hinn sanni kristinðómnr
Hvernig er þá þessi játninga-
kristindómur, sem S.A.M. telur
eiga að vera hinn eina kristin-
dóm, sem leyfast skuli í Iandi
voru? Hér verður aðeins drepið
á fátt eitt til að bregða birtu
yfir trúarlíf þessa trúvilludóm-
ara. Því var trúað, að Jesús hefði
verið einkasonur Guðs í þeim
skilningi, að hann hefði engan
jarðneskan föður átt; hann hafi
risið í jarðneskum líkama úr
gröf sinni og farið þannig upp
til himna og sitji þar við hægri
hönd Guðs almáttugs og muni
þaðan koma að dæma lifendur
og dauða. Vel væri nú hægt að
skilja sumt af þessu á táknlegan
hátt, en upprunalega var allt
þetta skilið bókstaflega og
mundu trúmenn slíkir sem S.A.
M. telja það sáluhjálparatriði að
trúa þannig. í samræmi við
þetta trúðu menn einnig á upp-
risu holdsins á efsta degi, þegar
rétttrúaðir menn einir yrðu
hólpnir, en heiðingjar og villu-
trúarmenn, einkum endurskír-
endur og hvítvoðungar, sem ekki
náðu skím, yrðu sendir til hel-
vítis og látnir brenna þar um
alla eilífð á glóandi eldi.
Sá meistari, sem brýndi það
fyrir mönnum að elska óvini
sína og biðja fyrir þeim, er í
Ágsborgarjátningu gerður að
grimmlyndum heimsdómara,
sem stendur fyrir steikingu ung-
barna og hræðilegri misþyrming
alls þorra mannkyns í eilífri út-
skúfun. Þó að S.A.M. sé þetta
vel að skapi og geti ekki hugsað
sér ánægjulegri kristindóm
handa íslendingum, þá segi ég
það fyrir mitt leyti, að mér
finnst drottinn kristinna manna
lítt vera vegsamaður með svo
ofboðslegum getsökum, enda
heyrast þær nú sem betur fer
sjaldan í íslenzkri kirkju. Fyrir
mörgum árum kallaði eitt bezta
sálmaskáld og velgerðarmaður
íslenzkrar kirkju þetta: kenn-
inguna ljótu. Hann fékk að vísu
biskupsáminning, en seinna
gerði Háskóli íslands þennan
prest að heiðursdoktor í guð-
fræði, og þá ákvörðun studdi
þjóðin heils hugar. Það er von
mín, að aldrei verði svo dimmt
í salarkynnum þessarar æðstu
menntastofnunar íslands, að hún
sæmi nokkurn mann doktorsbót,
sem trúir á eldinn og brenni-
steininn og gerir Gúð að kval-
ara mannanna.
Einkasonurinn og
upprisa holdsins
Hvað yrði nú um öll rétt-
trúuðu „guðsbörnin“, ef Guð
hefði aldrei annað barn átt en
Jesú? Sjálfur talaði Jesús um
Guðs syni, sem með sér mundu
öðlast hlutdeild í upprisunni, og
Páll talaði um Jesús sem frum-
burð meðal margra bræðra. Af
þessu sést, að ekki er unnt að
líta á Jesú eins og gert er í játn-
ingunum. Hann gerði enga kröfu
til þess sjálfur. 1 orðinu felst
upprunalega heldur ekki annað
en Messíasarhugmyndin: hinn
útvaldi konungur, sem smurður
var anda og krafti drottins og er
í innilegu sambandi við hann.
Þar sem játningarnar urðu til
á löngum tíma gætir þar bæði
frábrigðilegs orðalags og við-
bóta, sem smám saman hefur
verið skotið inn í textann. Menn
sem standa á líku þekkingarstigi
og S.A.M. gera sér aldrei grein
fyrir því, að misjafn skilningur
kemur fram í ýmsum gerðum
kreddunnar, og hver þeirra á þá
að teljast réttur ,eða teljast allir
réttir, þó ólíkir séu? Nikeu-játn-
ingin talar aðeins um „upprisu
dauðra“ og Aþanasíusar-játning-
in um „upprisu líkamans'*. Er
þetta sennilega sömu merkingar
og þarna farið eftir skilningi
Páls, sem ávallt hélt því fram,
að hold og blóð geti ekki erft
guðsríki. Þetta var í fullu sam-
ræmi við reynslu Páls, sem gerði
sér grein fyrir því, að hann hefði
einungis séð Krist í sýn, og kall-
aði hinn upprisna Jesú: andann.
Seinna kom upp í kristninni sú
skoðun í samræmi við upprisu-
hugmyndir Farisea, að Jesús
Framhald á bls. 19.