Morgunblaðið - 19.05.1963, Page 8

Morgunblaðið - 19.05.1963, Page 8
8 MORCVNBL ADIO Sunnudagur 19. maí 1963 SEM BARN heyrði ég fyrr get- ið um Níl en Skjálfandafljót eða Jökulsá á Fjöllum. Sagan um Móses, sem falinn var í sefinu við ána Níl og síðar varð leiðtogi þjóðar sinnar, varð eitt af kær- komnum íhugunarefnum bernsku áranna. Förin úr Egyptalandi og flóttinn til Egyptalands urðu manni jafn heimakomnar og sög- urnar um Búkollu og Brúsa- skegg. Það var ekki sízt Egypta- land, sem dróg hug minn til sín og freistaði mín, þegar fregnin barist um það á síðast liðnu vori, að ferðaskrifstofan Útsýn hyggði á ferðalag til Austur- landa í byrjun októbermánaðar. Flugvél okkar hóf sig á loft í Jerúsalem og beindi flugi sínu yfir Agabaflóann og sandauðn- ir og gróðurvana hálendi Sínaí- skagans. Súesskurðurinn birtist til hægri handar milli Miðjarð- arhafsins og Rauðahafsins, og við nálguðumst Kairó. Það er jafnan fagurt að fljúga yfir borgir að kvöldlagi. Götuljós og lýsingar eru eins og glitrandi festár og men. Og nú renndi Gunnar Fred- riksen loftfák sínum niður á flugvöllinn í Kairó af þeirri leikni og kunnáttu, sem við far- þegarnir svo oft dáðumst að. En okkur dvaldist á flugstöðinni, og þar var ys og þröng. Skipulags- leysið virtist þar ríkjandi. En allt silaðist í rétta átt, og loks lentum við á Hótel Semiramis, glæsilegu gistihúsi, sem stendur á fögrum stað við Nílarfljótið, skammt frá útsýnisturni borgar- innar, gnæfandi hinum megin árinnar. Fjöldi þeldökkra þjóna gekk um beina. Að því er mér var sagt, voru þeir frá Núbíu, miklir að vallarsýn og sumir laglegir, allir klæddir í gular skikkjur, útsaumaðar. Þetta fyrsta kvöld vörðu flestir tím- anum til hvíldar. En ánægjulegt var að ganga á steinlögðum strætum meðfram ánni Níl, létt- klæddur, í þægilegum hita næt- urinnar. Hvað haustnótt Egypta- lands er ólík hinum norrænu nóttum. Hún á sér svo stuttan aðdraganda eftir sólarlagið, en kemur létt í svifum og dular- full og leggst að líkama manns eins og hlý værðarvoð. Hún á ekkert hörkulegt eða kaldrana- legt í fari sínu. Engin næturský byrgja tindrandi stjörnur Afríku. — Dagana, sem við dvöldumst í Kairó, skein sól af heiðum himni, og komst hitinn upp í 32—37 °C, en það var óvenjulega mikill hiti þar á þessum tíma árs. Hin- ir þeldökku menn virtust ekki síður í svitabaði en við. Fólk kann að klæða sig þar suður frá í samræmi við veðráttuna. Að vísu sást fjöldi fólks klædd- ur að hætti Evrópumanna, en Egyptar eru yfirleitt í hvítum síðkuflum. Börn sáust í þessum kufli einum klæða. En óneitan- lega er það undarlegt að sjá kon- ur svartklæddar og jafnvel sum- ar með blæjur fyrir andlitinu. Yfirleitt bera innfæddir menn sinn arabíska höfuðbúnað eða fez. Nokkrir sjást með vefjar- hetti. Eftirvænting var ríkjandi í hug um allra morguninn sem við lögðum af stað til pýramítanna í Giza. Við söfnuðumst saman í vagn, sem beið okkar fyrir utan hótelið. En brátt vorum við um- kringd af alls konar kaupahéðn- um, sem höfðu varning á boðstólum. Armhringum, fest- um og alls konar menjum var hampað framan í okk- ur. Og þá er um að gera að prútta. Segja bara: „Ertu frá þér. Þetta er allt of dýrt, karl minn”, og láta eins og maður sé fráhverfur kaupunum, en þó á báðum áttum. Seljandinn, sem ekki er á því að láta kaupand- ann ganga sér úr greipum, og kaupandinn, sem er staðráðinn í því að láta sölumann ekki snúa á sig, þjarka þannig stundar- korn. Sölumaður hefur brátt lækkað verðið um helming, og þá er oftast hægt að ganga að kaupunum. Ef sölumanni er mjög í mun að selja varning sinn, end- ar þetta þjark oft með því, að hann spyr: „Fyrir hvað viltu kaupa það?“ Það þótti mér eftir- tektarvert, hvað þessir sölumenn í Austurlöndum voru vel færir í ensku, og gilti einu í hvaða landi var. Þegar inn í vagninn kom ráð- lagði hinn arabíski fylgdarmað- ur okkur, að kaupa ekki af götu- sölunum, því varningur þeirra væri óvandaður og oftast velkt- ur. Að vissu marki mun þetta hafa verið rétt, en ekki.bland- aðist mér hugur um það síðar, að þarna hafði fiskur legið und- ir steini, því hann benti okkur á vissar sölubúðir og fór með okkur þangað og hefur þá tví- mælalaust fengið nokkuð fyrir snúð sinn hjá seljanda. Svo var farið af stað til pýra- mítanna, langleiðina í vagni, en síðasta spölinn á úlföldum. Þótt það farartæki væri hvorki hrað- skreitt né þýtt, þá var hér um dýrmæta og ánægjulega reynslu að ræða, sem ekkert okkar hefði viljað vera án. Það er eins og úlfaldinn sé skapaður fyrir bleik- ann sand eyðimerkurinnar. Hún gerir hann þarfan og eftirsóttan, jafnvel nú á dögum tækninnar, og hann veitir henni líf og vissa töfra með tíguleik sínum og reisn. Arabarnir sem stjórnuðu úlföldunum og leiddu þá, gáfu þeim merki, og þeir lögðust nið- ur í volgan sandinn. Heldur voru þeir óþolinmóðir að liggja og gáfu frá sér sitt hryglukennda hljóð. Það er eins og þeim líki bezt að vera á stjái. Svo var stigið á bak. Framan á reiðver- inu er allhár klakkur og annar lægri að aftan. Þessir klakkar koma sér vel, því ekki veitir af að halda sér, þegar skepnan rís á fætur. Þá verða mikil bak- föll og vippingar. Arabinn hvet- ur úlfaldann með því að segja: „hardía, hardía“. Og úlfaldinn brokkar. En það, sem vakir fyr- ir Arabanum með því að hraða göngu úlfaldans, er fyrst og fremst það að komast út úr mestu þvögunni, svo hann geti í ró og næði og svo lítið beri á hafið sitt leiðindasuð um gjafapeninga og aukagreiðslur. Og þótt eitt- hvað sé látið að hendi rakna er vandinn ekki þar með leystur né suðan þögnuð, heldur verður hún þeim mun ákafari. Þetta þrá láta nudd ónáðar og dregur úr ánægjunni. Bezta ráðið mun vera að lofa einhverri aukaþóknun á leiðarenda ef suðinu sé hætt og borga ekkert fyrr. En þetta hafði mér ekki hugkvæmzt þá. Og nú komum við að Keóps- pýramídanum, eins og Grikkir kölluðu hann, byggðum af Khúfu, faraó af fjórðu konungs- ættinni, um 2690 f. Kr. Það er eitthvað dularfullt og heillandi við það að sjá þessa voldugu steinbyggingu, sem á hálfa fimmtu árþúsund að baki sér og betur þó, gnæfa úr fjarska, þög- ula og leyndardómsfulla, yfir bleikum sandauðnunum. En ég verð að játa þá staðréynd, að þegar ég stóð hjá þessu mikla steinbákni og horfði upp eftir því, þá lét það mig í fyrstu ó- snortinn. En viðhorfið breyttist. Hugurinn tók til starfa, studdur mikilfenglegum staðreyndum. Á þeim tíma, sem mannkynið hafði enn hvorki tekið gufuafl né rafmagn í þjónustu sína, hafði þessum tveim milljónum og þrjú hundruð þúsundum steina, verið hlaðið upp í 146 metra háan hrauk, sem vó alls 6 milljónir tonna. Aldir og árþúsundir hafa lið- ið í djúpið eilífa, stórveldi risið og hnigið og mennirnir tileink- að sér menningu ýmissar teg- undar, en allt þetta hefur pýra- mídinn staðið af sér, jafnvel þær árásir og sprengingar, sem á hann sjálfan hafa verið gerðar. Frægð hans hefur borizt um víða veröld, bæði vegna aldurs og hinnar gífurlegu stærðar. Mér verður fyrst fyrir að virða fyr- ir mér yfirborð pýramítans, þeg- ar ég horfi upp eftir honum. Hleðslan er stölluð og ójöfn, sorf in af veðrum og sandstormum margra alda. En þessi pýramíti, sem við nú horfum á í dag, er ekki samur og hann var, þegar fornþjóðirnar litu hann augum. Þá var hann á öllum hliðum klæddur hvítum, fáguðum kalk- steini, sem gljáði og endurvarp- aði geislum sólar. Jafnvel í lok 12. aldar var þessi hvíti flötur enn á sínum stað og helgiletur var skráð á yfirborð hans. Abdúl Latif getur þess í ritum sínum frá þeim tíma. Hann segir, að á yfirborði tveggja pýramídanna sé óskiljanlegt letur, svo mikið, að það mundi fylla meir en sex þúsund blaðsíður. Inni í Keóps- pýramídanum hefur aldrei neitt letur fundizt, og geta menn gert sér í hugarlund það tap, að þetta letur skyldi glatast. En mikill jarðskjálfti varð í Egypta- landi tveim árum eftir að Abdúl Latif var á ferð þarna. Þá hrundi Kairóborg til grunna. Arabar reistu hana að nýju. og til þess að fá byggingarefni réðust þeir á pýramítann og höfðu fyrir grjótnámu. Vitað er einnig að hin stílfagra mOska Hassans sold'áns var byggður úr pýramítagrjóti. Það var ætlun in að nota aillan pýramitann sem grjótnámu, en þegar búið var að rífa tind hans kom í ljós, að 'það hefði orðið allt og tímafrékt og tafsamt verk og var horfið frá því ráði. — Eg sé 1 hug mér hinn volduga faraó, sem lét reisa þetta mikia steinibákn. Hann telur sig jarðneskum mönnum meiri og guðum líkan. Hann trúir á ann- að líf eftir líkamsdauðann, heim, sem andi hans. lífsorkan og per- sónuleikinn, ka, flytji til. En ka hans er jarðneski líkaminn ómiss andi. Því varð að ganga þannig frá honum, að hann væri varinn rotnun og eyðileggjandi harð- hnjaski. Því var það, að líkin voru smurð og gerð að múmíum Og traust grafhýsi gerð, þegar tignir menn og auðkýfingar átfcu í hlut. Pýramiítar faróanna voru 'hástig þessara grafhýsa og líkin vendilega falin inni í steininum. Mér er sem ég sjái þessi stóru björg höggin út úr klettunum í Mókattam-hæð skammt frá Kaí- ró. Hópur nakinna verkamanna flytur þau á flekum eftir Níl og dregur þau eftir sér á áfanga staðinn. Eftir því, sem Heródótos segir, þá unnu 100,000 rnanns að hleðslu þessa eina pýramíta í 20 ár, 3 ménuði ár hvert. Með svip um eru þeir barðir áfram af keyrslumönnuim sínum, og graf- hýsi faraós vex upp úr ópum þeirra og kveinstöfum, en sjálf- ir máttu þeir flestir láta sér nægja að hyljast sa-ndi eyðimerk urinnar, þegar lífi lauk. — Við göngurn inn í pýramíitamn og fylgj um hærra og hærra gangi, sem aldrei virðist ætla að enda. Loftið er heifct og þungt þarna inni, svo sumum liggur við öng- viti. En áfram er haldið upp í Kisifcu herbergi farós. Það er efsta her- bergið í pýramítanum mikla. Og hvað er þar að sjá? Eina ryik- fallna granítkistu, tóma og lok lausa, en svo meistaralega fægða, að engu er líkara en að hún sé gerð úr málmsteypu. Og einmitt þetta, þessi fátæikit þegar upp er uim hærra og þungt þarna inni kiomið, þessi spurn, sem gím við og óráðna gáta, er miklu áhrifa- meiri en þótt þarna væri safn dýrgripa. Hafi faraó einhverntíma legið í þessari kistu. þá er hann borfimn þaðan fyrir áraþúsundum og öill hans auðæfi rokin í veður og vind. Þegnar faraós létu krók koma á móti bragði. Allt frá öndverðu þjálfuðu þeir sig upp í ránum og gripdeildum, en hvernig fóru þeir að því að brjótast inn í þessi rammgerðu steinvígi, finna leið til fjársjóðanna, sem svo rækilega höfðu verið faldir í þessu völundarhúsi og lyftá gran. ít lokkum, sem vógu tugi smá- lesta. Og þegar við stöndum gagn- vart þessari kistu, sem kennd er við faraó, vaknar sú spurning hvort hann hafi nokkurn tíma l’egið í henni. Enginn veit. Flest ir telja, að svo hafi verið. En af hverju eru engar helgi- myndir eða letur á þssari rauðu graní’tkist'u eins og venja var? Á ailar aðrar sliíkar steinkistur voru höggnar myndir eða letur dregið til minningar um notkun þeirra. Svo er annað. Um það leyti, sem komið er inn í kistu- herbergið, streymir lífsloft skynd lega á móti mamni. Þar eru loft- rásir, sem tengja grafhvelfing- una við andrúmsloftið úti fynr. Dánir menn þurfa ekki lífsloft. í hvaða tilgangi var þefcta allt gert og það lagt á þjóðina að byggja þetta tröllaukna steinbákn? Ekkert svar. Allskonar kenning ar hafa komið fram. Menn hafa jafnvel þótzt geta lesið örlög heiimsins í þessu grjótbákni. En alilit hetfur þetta reynst léttvæ*gt. Eg vil minnast á eitt atriði ena í sambandi við þennan pýramiíta. Kistuherhergið er fóðrað imnan með geysistórum granítbjörgum. í l'Oftinu eru níu risastórir stein- bitar, og er nú talið fullsannað, að þeir séu stærstu björgim í öll um pýramiítanuim. Eitt einstakt vegur sjötíu smálestir! Hvernig fóru smiðirnir að því að koma þeim upp alla leið og á sinn stað? Jatfnvel Sigurður Hal'ldórsson, verkfræðingur sem var með í förinni, gat ekki leyst þá gátu! Og við snerum burt frá dul pýramátanis aftur til úlfaldanna okkar. Eg Mt við til pýramítamna þriggja ,sem þeir eiga að hafa reistf Khutfu, Kefre og Mykerin- os. Þrátt fyrir ófullkomin tæiki á þeim tíma, sem þeir voru byggð- ir,er því líkara að náttúrukraft- ar hafi verið að verki en mann legur roáttur í fjarri forbíð til að skapa þessar furður, enda var Keópspýraimiítinn talinn eitt af sjö undrum veraldar! Við föruim fram hjá Sfinxinmi mifclu. — Já, þessi sfinx. Ásjóna hennar verður ógleymanleg, eims þótt Mamelúkar hafi nefbrotið hama með fall'byssuskotum sin- um og skémmdarvargar fortíðar innar máð brosviprurnar af vör- um hennar, sem læknirinn og beimispekimgurinn frá Bagdad. Abdúl Latif, lýsir á þessa leið á 12 öld f. Kr.: „Andlitið var fag- urt og munnsvipurinn yndisleg- ur“. Höfuðbúnaður sfinxinnar er einnig bersýnilega skaddaður. Þarna hefur hún staðið voldug og dularfull um áraþúsundir, starandi út í eilífan bláinn. Enginn veit hve lengi. Margir álíta, að hún sé höggin út úr berginu á dögum Kefrens faraó, sem byggði einn af pýramítun- um í Giezla, og ætti þá að vera sem næst hálfnuð með fimmtu árþúsundina. Geta þeir sér til, að hún muni eiga að sýna svip Kefrens, en tákni annars guð hinnar upprennandi sólar, Re- Herakte. Sfinxin, sem er bæði maður og ljón, á vafalaust að gefa til kynna vizku og kraft. Höfuðið og framhluti búksina er höggvinn úr einu og sama bjarginu, en framlappirnar og afturhluti skrokksins að nokkru hlaðinn úr tígulsteini. Lengdin frá framloppum til halans er 73,5 m, og er önnur stærð eftir því. Sumir hallast að þeirri skoðun að sfinxin sé miklu eldri en frá dögum Kefrens og styðjast þar við forna áletrun. Þetta er ráðgáta, sem engan veginn verður leýst, og í sjálfu sér er það áhrifameira, að upp- runi hinnar dulúðugu sfinxar sé hulin mistri og móðu. Að baki Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.