Morgunblaðið - 19.05.1963, Síða 11
Sunnudagur 19. maí 1963
MORGUlSltLAÐIÐ
11
landasýninguna í Svíþjóð fyr-
ir fimm árum eða svo, var ég
að hugsa um að segja við
opnun hennar: „Hingað koma
margir og segja: „Sýningin
er ekki nógu góð.“ Hingað
koma líka margir og segja:
„Sýningin er góð.“ En ég held
meira upp á orð þeirra, sem
segja að sýningin sé ekki nógu
góð, því þá getum við farið
heim og átt draum okkar óráð
jnn: að geta gert ennþá betur.
En ég sagði ekkert við opnun-
ina. Við erum nógu mikil vand
ræðabörn, þó ég sé ekki að
bæta þar ofan á við hátíðleg
tækifæri.
En af hverju ertu alltaf að
spyrja mig um trúna? í min-
um augum er hún grundvöll-
ur. Allt nýtt byrjar með trú.
Ég byrja aldrei á neinu verki,
nema ég trúi á það, trúi að
ég geti gert það betur en ég
eða aðrir hafa áður getað.
Trúin á það að maður eigi að
gera eitthvað, vitundin um að
maður komist ekki undan því,
það er driffjöðurinn í allri
list. Hafliði garðyrkjustjóri
sagði við mig í gær, að sagan
um Ingólf og öndvegissúlurn-
ar væri lygasaga, en ég mót-
mælti því harðlega. Þeir
voru heittrúaðir þessir karlar
og ég efast um að við finnum
eins sterka trú hjá fólki nú
á dögum og þessir menn höfðu
þegar þeir létu guðdóminn
ráða bólfestú sinni, en þá
sagði Hafliði: „Ingólfur var
sjómaður og vildi setjast að
nálægt sjó.“ Því mótmælti ég
auðvitað ekki, þar hafði hann
nokkuð til sins máls. Það
breytir þó ekki því sem Lange
sagði: Það var ekki maðurinn
sem kom fyrstur til íslands,
heldur myndin.
En trúin er misjöfn. Ég get
ekki fallizt á, að villimanns-
leg afstaða til manna og mál-
leysingja geti verið réttlæt-
anleg, þó hún sé nefnd nöfn-
Um eins og trú og trúarbrögð.
Ég sagði einhverju sinni við
prófessor Milles, kennara
minn: „Ég viðurkenni öll
trúarbrögð," sagði ég eins og
barn. „Það get ég ekki gert,“
svaraði hann. „Villimenn sem
taka lifandi fugl, rekja úr hon
um garnirnar til þess eins að
þóknast guðum sínum, eru
ekki að mínu skapi. Svona
grimmd fyrirlít ég.“ Ég varð
að játa, að hann hafði rétt að
mæla.
En grunur trúarinnar er
nauðsynlegur, og það er þar
sem mér finnst kristna kirkj-
an hafa staðnað. Þar mundi
ég halda að hún væri í mestri
hættu. Orð Jesús eru auðvit-
að í fullu gildi. Þau eru yndis-
legur boðskapur, en tímarnir
eru aðrir. Fólkið hefur breytzt
og veröldin er önnur en hún
var fyrir 2000 árum. Kirkjan
á að vera fljót, sem rennur
eins og lífið. Þannig er öll
góð list. Trúin hefur lært
mikið af listinni og gerir enn.
Án hennar er hún raunar lít-
ils virði. Þetta vissu þeir
kaþólsku. Eða hugsaðu þér
Passíusálmana án listar, hve
lengi mundu þeir lifa? Það er
listmagnið í orðum Hallgríms
sem lifir, því margir samtíða-
menn hans höfðu sömu trúar-
sannfæringu og hann, þó ekki
færu sögur af þeim. í ítalska
renessansinum og gotneska
stílnum var reisn myndhöggv-
arans og málarans hvað mest.
Þá fengu þeir að vinna með
trúarbrögðunum. En svo fór
kirkjan að brjóta þetta allt
niður og rífa. Nú vantar list
inn í okkar kirkju. Ég ætla
að sýna þér skírnarlaug hérna
við vegginn, þó ég hafi ekki
þorað að sýna hana neinum
presti, Það þarf ekki að
stækka hana nema um helm-
ing til að hægt sé að skíra úr
henni. Hún er byggð úr þrí-
■MMMMWl'
hyrningi og endar í pýramída,
en skál er fyrir framan undir
vatnið eins og þú sérð. Ef
prestarnir gera athugasemd
við pýramídann, máttu skila
þessu til þeirra: Ég veit hvar
Móses var alinn upp. Og ég
hef grun um, að hann hafi
lært sitt af hverju af Egypt-
um. Ég held það hafi verið
Aminopus IV, sem vildi inn-
leiða eingyðistrú. Hann vildi
láta þjóð sína trúa á sólina og
birtuna. Þetta þyrtfi að athug-
ast nánar, en því miður erum
við ekki svo byrgir af sérfræð
ingum, að við getum sent
neinn þeirra suðureftir, ekki
ennþá. En það er enginn vafi
á, að ég hef orðið fyrir mikl-
um áhrifum frá Egyptum.
Sumir listfræðingar, sem hing
að hafa komið, hafa tekið eft-
ir því, til dæmis í þessari
mynd þarna. Hún heitir
„Pýramísk afstraktsjón".
Þarna er réttur pýramídi og
hérna er annar öfugur, svo er
auga í miðjunni, nú tala þeir
ekki aðeins um persónulega
meðvitund, heldur undirmeð-
vitund ættarinnar og segja að
hún sé ríkjandi í okkur öll-
um. Það finnst mér mjög
intressant, að öll ættin hvíli
í mánni og brjótist út við
ýmis tækifæri. Þessu hefur
haldið fram, að því er mér er
sagt, einn af lærisveinum
Freuds gamla, Svisslendingur
einhver sem ég man ekki hvað
heitir, en mér finnst þetta
gáfulegt og langt síðan mér
datt eitthvað svipað í hug.
Ég er svo. trúaður að ég get
ekki annað en verið sannfærð-
ur um að gömlu goðin séu
hérna og fylgi mér. Af ein-
hverjum ástæðum hlýtur það
að vera, að mér er tíðhugsað
til þeirra. En ég var að segja
þér frá píramídanum. Ég hef
aldrei getað fyrirgefið Dön-
um að þeir stilltu honum
upp á endann á Louisiana-
sýningunni. Ég get sett hana
svoleiðis fyrir þig og þá sérðu,
að það vantar í hann allt per-
spektív.“
Ásmundur tók í nefið, virti
hann fyrir sér, bætti við:
„Nei, askotakornið. Þetta
kalla ég að misskilja bæði
trúna og listina. Annars hafa
þeir Danir, sem ég hef kynnzt,
reynzt mér ágætlega. En þó
er ekki hægt að neita því, að
Skandinavar eru of konserva-
tívir í listinni, samanborið við
aðrar Evrópuþjóðir. Mér
finnst listin eigi að vera speg-
ilmynd af því lifi, sem lifað
er í dag, en ekki því lífi sem
lifað var á dögum Heródót-
usar. En ég ber tilhlýðilega
virðingu fyrir gömlu meistur-
unum þrátt fyrir það. Hing-
að kemur fólk í fötum eftir
nýjustu tízku, móderne bíl og
ég veit það á nýmóðins hús,
og það segir við mig: „Ég þoli
ekki þessa nýju list. Ég vil
sjá eitthvað sem þú gerðir
fyrir 40 árum.“ Ég veit ekki
til að fólk komi til neinna
annarra en listamanna og
biðji um fjörutíu ára gamla
vöru. Mundi þetta fólk fara
inn í rafmagnsverzlun og
segja: „Nú þarf ég ljós í stof-
una mína, þér eigið víst ekki
lýsislampa?“ Nei, þessi hugs-
unarháttur er andlegt líkþorn.
Ég efast um að hundrað ára
gömul kerling kæmi inn í
fatabúð og bæði um kjól, sem
var í tízku, þegar hún var ung
stúlka og ætlaði á jörfagleði
austur í sveitum. Ef ég ber
svona dæmi á borð fyrir þetta
fólk, þá svarar það: „Þú ert
ekkért annað en tízka eða
tízkufyrirbrigði." En ég spyr
þá háu herra: „Hvað eruð þið
annað en tízka? Hvað er nú-
tímamanneskjan annað en
tízkufyrirbrigði?" Þeir hlæja
að fötunum okkar, þegar þeir
sjá þau á filmum eftir hundr-
að ár. Það gengur enginn
fram hjá tízku aldanna, en
hún á ekkert skylt við dæg-
urtízku og pjatt, þó fólk eigi
erfitt með að skilja það.“
Skammt frá okkur, þar sem
við stóðum nú í salnum, var
járnmynd með grænu gleri,
eins og hlíf fyrir myndinni.
Ég spurði Ásmund um þessa
mynd. „Hvað heitir hún?“
„Hún heitir Andardráttur á
glugga,“ svaraði hann. „Hún
á rætur að rekja til þulu, sem
kveðin var yfir mér, þegar ég
var barn og átti að fara að
sofa:
„Við skulum ekki hafa hátt
hér er margt að ugga.
Eg hef heyrt í alla nátt
andardrátt á glugga.“
„Andardráttur á glugga", —
þessi orð urðu beygur í ó-
hertri sál minni og birtist hér
aftur í ótta mínum við ástand-
ið í heiminum í dag; að tor-
tíming sé yfirvofandi, ef list-
in og skynsemin bjarga okk-
ur ekki undan ófreskjum
kalda stríðsins. Mundirðu
segja að ég væri vitlaus, ef
ég fullyrti að andardráttur
óttans væri enn á veraldar-
glugganum okkar? Og þarna
er önnur mynd, sem einnig
á rætur í gamalli þulu:
„Tunglið, tunglið taktu mig.“
Nú eru þeir að berjast við að
sigra tunglið og af þeim sök-
um hefur þessari gömlu þulu
skotið upp í kollinum á mér.
Hún er falleg, þó barninu líði
ekki ýkja vel:
Þar situr hún móðir mín
og syngur lofgjörð nýja.
Þetta á einnig við okkar
tima. Við verðum að trúa því,
að einhver sitji þarna uppi á
himninum, langt fyrir ofan
skýin, og „syngi lofgjörð
nýja“. í því felst von eins og
ástandið er.“
II. KAFLI
Þulurnar leiddu okkur aft-
ur til þess tíma, þegar Ás-
mundur var ungur sveinn á
heimili foreldra sinna að Kols
stöðum í Miðdölum í Dala-
sýslu, og spurði sjálfan sig,
úr hverju guð hefði smíðað
tungl, sól og stjörnur. Þá var
hann ekki byrjaður að taka í
nefið, en hafði samt gaman af
að hggja í grasinu við kál-
garðinn og velta fyrir sér
furðum næsta nágrennis, sak-
laus að því að hafa gert „ís-
lenzk viðfangsefni að heims-
list“, svo vitnað sé í orð Nób-
elsskáldsins, og grunlaus um
það mótlæti fullorðinsáranna,
að brautryðjandastarf hans
yrði metið til nokkurra innan-
tómra upphrópana eins og:
tizka og tízkufyrirbrigði. Þá
var oftast gott veður og bjart
yfir sveitinni og sál drengs-
ins hrein og óflekkuð eins og
vatnið í bæjarlæknum. Hann
var ekki fyrr hættur að skoða
á sér fingurna en hann var
tekinn til við smíðar og feng-
in verkefni í hendur.
„Sumt fólk, sem kemur
hingað segir við mig: „Hvern-
ig hefurðu getað gert þetta
allt, byggt húsin og unnið
myndirnar." Húsin væru nóg
ævistarf fyrir einn mann. En
ég svara: „Við vorum vanin á
að vinna.“ Þár sem ég ólst
upp þótti iðjuleysi löstur. Við
eigum að kenna unga fólkinu
að vinna og hafa nautn af
vinnunni. Ég ræddi þetta eitt
sinn við ungan mann: „Jú,“
sagði hann, „þú hefur haft
gaman af þinni vinnu, en það
hafa fæstir. Og hvað heldurðu
að hefði orðið úr þér, ef þú
hefðir orðið götusópari?“ Ég
komst í nokkurn vanda, það
er rétt, en ég sagði: „Þá
mundi ég útvega mér stóran
ryksugubíl og sitja sjálfur
kjólklæddur í framsætinu og
stjórna honum og soga allt
rykið upp af götunni. Og þá
mundi fólk ganga fram hjá
og stara undrandi á þessi
vinnubrögð og það mundi taka
ofan fyrir mér.“ Hann hló,
en ég bætti við: „Ekkert er
svo fullkomið að ekki megi
endurbæta það á einhvern
hátt, ef hugmyndaflugið er í
lagi.“ En hvernig skyldi
henni Selmu liða, hefurðu ein
hverja hugmynd um það?
Hefurðu hitt hana nýlega?
Þetta eru erfiðir tímar og ó-
kyrrð í lofti. Þeir eru víst
alltaf að hringja í hana og
krefjast þess hún kaupi af
þeim myndir fyrir safnið.
En hún stendur fyrir sínu.
Faðir minn vildi að menn
stæðu fyrir sínu. Hann gat
skammazt út af smámunum,
en þegar stórir hlutir voru í
veði, þagði hann.
Þegar ég var drengur, sendi
hann mig eitt sinn sem oftar
að leita fjárins og koma því í
hús. Ég fór af stað, en þá
skall á ösku þreifandi bylur.
Ég leitaði, en án árangurs.
Þar sem ég stóð í hríðinni var
ég að hugsa um, hvort ég ætti
að þora að fara heim við svo
búið. Ég var hálfhræddur
um að faðir minn mundi reið-
ast mér. En ég átti ekki ann-
ars úrkosta. Þegar ég kom
heim í bæ, tók faðir minn á
móti mér. Og sagði ekki orð.
Hann hafði orðið hræddur um
mig og varð feginn að sjá mig
heilan á húfi. En við svo búið
mátti ekki standa. Allar kind-
urnar hans, 200 að tölu, úti í
bylnum, lífsbjörg heimilisins.
Hann var of gamall til að fara
sjálfur og sendi okkur þrjá
bræðurna og bað okkur finna
féð og koma því í hús. Hann
sagði við okkur: „Þið skuluð
halda hópinn og tapið ekki
hundinum.“
Við lögðum af stað út í byl-
inn og þegar við höfðum geng
ið alllengi og vorum
orðnir úrkula vonar um að
finna féð, heyrðum við aUt í
einu bjöUuhringingu og viss-
um að þar þar forustusauð-
urinn. Við runnum á hljóðið
og fundum kindurnar, þar
sem þær stóðu í hnapp undir
klettum niður við fljótið, þær
hafði hrakið undan veðri. Það
var erfitt verk að reka þær
heim yfir skaflana en tókst, •
og við komum þeim í hús.
Og eitt get ég sagt þér, að
það voru engir venjulegir
menn sem lögðust til svefns
að Kolstöðum það kvöld,
heldur þrír konungar og einn
prins, hundurinn Vaskur.
Aldrei hafði móðir mín gef-
ið honum jafngóða máltíð og
þegar við komum heim með
fjárhópinn.
Málararnir okkar ættu að
íhuga þetta. Þeir eru alltaf að
mála sól og sætabrauð og
segja það séu áhrif frá ís-
lenzkri náttúru.
En af kynnum mínum af
landinu veit ég, að því er
eiginlegra að klæðast öðrum
búningi, en flauelssól Jóns-
messunnar. Jafnvel trylling-
urinn í veðrinu, þegar við
berjumst með lífsbjörgina
heim í fjárhús, getur haft á-
hrif á hið skapandi afl. ís-
land er enn ísland. Það er
ekki síður fallegt í hörkum
en sætabrauði. Þetta vita
menn eins og Kjarval og
Gunnlaugur Scheving; Kjar- |
val kann tökin á óbyggðum, I
Gunnlaugur á sjónum. Þeir
hafa tekið próf í vetrarsmala-
mennsku. |
Þegar ég var smábarn var
hjá okkur sveitarómagi, blind
kona sem hét Sigríður, bónda-
dóttir frá næsta bæ, Odds-
stöðum. Hún var gömul orð-
in og hafði gaman af að segja
mér sögur frá því hún var
ung stúlka með fulla sjón.
Oftsinnis hafði hún farið á
grasafjall á afrétt Dalamanna
og hún fullvissaði mig um að
dalurinn, sem liggur upp af
Kolstöðum, væri fallegasti
bletturinn á öllu afréttarlandi
Dalamanna. Auðvitað hlakk-
aði ég mikið til að sjá þenn-
an dal. Og þegar ég var sex
ára fór ég með eldri bræðrum
mínum til að skoða hann og
varð ekki fyrir vonbrigðum.
Síðar sat ég þrjú sumur yfjr
kvíaánum.í þessum dal og það
hafði mjög mikil áhrif á form-
sans minn. Þá fór ég um alla
afréttina og sá að þetta var
rétt hjá gömlu konunni: dal-
urinn klofnar fremst og þar
rís Kamburinn með þver-
hníptum klettum svipað og
Þyrill en miklu stórkostlegri,
upp af honum myndast svo-
lítil slétta og þar upp af rísa
enn fallegri hnjúkar, sem
heita Kambshaus, Kerlingar-
Frh. á bls. 12
Ásmundur með Religion
D