Morgunblaðið - 19.05.1963, Side 15
Sunnudagur 19. maí 1963
MORCVISBL4Ð1Ð
15
Höfuðstaður Breíða-
fiarðar fyrr og nú
I>AÐ mun hafa verið um árið
>1600 sem Stykkishólms er fyrst
.getið sem verzlunarstaðar, og á
næstu árum mun verzlun hafa
aukizt að miklum mun, og er þá
á sautjándu öld mesti verzlunar-
staður við Breiðafjörð. Jafn-
framt verzluninni hófst nokkur
útgerð til fiskveiða frá Stykkis-
thólrni, þótt ekki væri í stórum
. stíl til þess að byrja með, en
semsagt fyrstu sagnir um nokk-
urn útveg í Stykkishólmi eru í
sarobandi við danska kaupmann-
inn Diðrik Hölter, sem rak verzl-
un og útgerð í Hólminum eftir
•1780 eða þar í kring. >á koma til
sögunnar Jón kaupmaður Kol-
Ibeinsson og Pétur sonur hans,
sem ráku verzlun og útgerð í
IHólminum um nokkurt skeið.
INæsti athafnamaður er svo Ól-
afur Thorlacius kaupmaður, sem
Ikaupir Hölters verzlun og rekur
Ihana til dauðadags. Allir þessir
ikaupmenn ráku nokkra útgerð
ésamt verzlunum sínum, enda
iþótt í smáum stíl væri, hefur þó
þessi atvinnurekstur orðið til
þess að bæta lífskjör Hólmara
Iþeirra tíma. Um þilskipaútgerð
úr Hólminum, sem nokkru nem-
ur er ekki að ræða, fyrr en breið
firzki höfðinginn Árni Thorlaci-
us kaupmaður kemur til sög-
unnar. Þessi fjölhæfi heiðurs-
maður hafði mikla útgerð í
Stykkishólmi eftir þeirra tíma
mælikvarða, eða fjögur þilskip
samtímis, og mun þessi mikla út-
gerð hafa stuðlað að talsverðri
velmegun fólks í Hólminum á
þeim tíma. Árna verður því
ávallt minnzt með virðingu og
sem brautryðjanda bættra lífs-
kjara og aukinnar menningar í
Stykkishólmi.
Næstu útgerðarmenn £ Hólm-
inum eru svo Níels Christían
Gram og Bjarni skipstjóri Jó-
hannsson, sem tekur við af
Gram og gerir út þrjú þilskip á
tímabili, en því miður alltof stutt
an tíma því Bjarni skipstjóri dó
á 47. aldursári. Ýmsir aðrir ráku
nokkra úgerð í Stykkishólmi, svo
sem Hjálmar Sigurðsson, Arni Imundar frá Narfeyri vegna
P. Jónsson, Jón Guðmundsson
og fleiri, en munu hafa staðið í
stuttan tíma.
>á kem ég að þeim manninum
sem mestur athafnamaður hefur
verið í Stykkishólmi bæði fyrr
og síðar, sem er heiðursmaðurinn
Sæmundur Halldórsson kaup-
maður í Stykkishólmi, gerði
hann út 5 þilfarsskip samtímis,
og rak um leið eina hina um-
fangsmestu verzlun sem rekin
hefur verið við Breiðafjörð. >að
voru einmitt menn eins og Sæm-
undur í Stykkishólmi, sem settu
svip á landið með brautryðjanda
starfi sínu í verzlunar- og út-
gerðarmálum þeirra tíma.
Ég hefi nú með nokkrum orð-
um rakið þróunarsögu útgerðar-
mála fyrri tíma í Stykkishólmi,
og kem þá næst að hinum lands-
kunna leiðtoga breiðfirzkrar al-
þýðu, heiðursmanninum Guð-
mundi Jónssyni frá Narfeyri,
sem vann talsvert að útgerðar-
málum, meðal annars stjórnaði
'hann útgerð i sambandi við
Kaupfélag verkamanna í Stykkis
hólmi. >á hafði hann forgöngu
um Samvinnuútgerð Stykkis-
hólms, sem á krepputímum varð
til þess að efla og auka atvinnu
sem ekki var vanþörf á, því erf-
iðir tímar voru í Stykkishólmi
eins og víðar á landinu á tíma-
bilinu 1930—40. Alþýða þessa
lands mun lengi minnast Guð-
brautryðjandastarfs hans, ekki
einungis í útgerðarmálum heldur
og fyrir baráttu hans fyrir auk-
inni menningu og bættum lífs-
kjörum íslenzkrar alþýðu.
Nokkur útgerð í sambandi við
fólks- og vöruflutninga hefur
verið og er rekin úr Stykkis-
hólmi, má í því sambandi nefna
Tang & Rús sem gerði út tvö
skip vegna þessarar starfsemi,
Breiðafjarðar Svanur, sem flutti
fólk og vörur um Breiðafjörð um
lengri tíma, ennfremur Baldur
Guðmundar Jónssonar frá Narf-
eyri sem annazt hefur fólks- og
vöruflutninga um Breiðafjörð
svo áratugum skiptir og er ennþá
í fullum gangi undir stjórn Lár-
usar Guðmundssonar skipstjóra.
Tvö togarafélög hafa starfað í
Stykkishólmi, Búðanes hf og
Þórólfur Mostrarskegg hf. Tog-
arar þessara félaga sem báðir
voru keyptir gamlir og með lé-
legar vélar, reyndust illa og urðu
til lítillar upphyggingar atvinnu-
lífi í Stykkishóimi- Hins vegar
má benda á, að Stykkishólmur
er vel í sveit settur hvað snertir
aðstöðu til togaraútgerðar, og
myndi slík útgerð með góðu
skipi verða mikil lyftistöng at-
vinnulífinu og efla og auka efna
lega, andlega auðlegð Hólmara í
ríkum mæli.
Síðastliðna þrjá áratugi hefur
hinn landskunni athafnamaður
Sigurður alþingismaður Ágústs-
son starfað að útgerðar- og
verzlunarmálum meira og minna
og verið annar og stundum jafn-
vel sá eini aðalatvinnurekandinn
í Stykkishólmi. Eins og að líkum
lætur hefur Sigurður Ágústsson
•átt við ýmsa örðugleika að etja
í sambandi við útgerð sína, enda
var svo komið málum ekki sízt
á meðan Framsóknarflokkurinn
fór með völd, að stórtap var á
allri útgerð og útgerðarmenn
flestir á heljarþröm. Það var því
ekki eftirsóknarvert oft og tíðum
að vinna að útgerðarmálum
gegn skilningsleysi Framsóknar-
valdhafanna og annarri óáran
sem Framsóknarmönnum fylgdi
bæði fyrr og síðar.
Að síðustu mætti nefna Kaup-
félag Stykkishólms, sem rekið
hefur allmikla verzlun og haft
forgöngu um nokkra útgerð sér-
staklega hin síðari árin, enda
hafa þessi tvö aðalfyrirtæki í
Hólminum, Sigurður Ágústsson
og kaupfélagið, góða aðstöðu til
vinnslu fiskafurðanna, þar sem
bæði fyrirtækin reka myndarleg
hraðfrystihús ásamt fiskimjöls-
verksmiðju.
Fyrrnefnd verksmiðja er að
sjálfsögðu um leið síldarmjöls-
verksmiðja, og er nú mjög að-
kallandi að verksmiðja þessi
verði stækkuð allverulega, vegna
hinna miklu síldveiða á breið-
Framhald á bls. 22.
13 R1D Ca E S T O N EF,á japan
MEST SELDI) HJÓL BARÐAR Á ÍSLANDI
AÐRIR
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Söluumboð Reykjavík: GÚMBARÐINN
Brautarholti 8, sími 17984.
Söluumboð Akureyri: BRIDGESTONEUMBOÐIÐ.
llafnarstræti 19, sími 1485.
Kaupfélag Suður-Borgfirðinga, Akranesi. Hjalti Benónýsson, Akranesi. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði.
Kaupfélag Borgnesinga, Borgarnesi. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Kristján Imsland, Hornafirði.
Verzlunin Skemman, Ólafsvík. Vélsmiðjan Neisti, Siglufirði. Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga,
Vík Mýrdal.
Kaupfélag Króksfjarðar, Króksfjarð-
arnesi. Verzlunarfél. Austuriands, Egilsstöðum. Kaupfélagið Þór, Hellu.
Vélsmiðjan Logi, Patreksfirði. Verzlun Björns Bjarnasonar, 1 Kaupfélag Vestntannaeyja,
Neskaupstað V estmannaey jum.
Kjartan R. Guðmundsson, ísafirði. Verzlun Elíasar Guðnasonar, Eskifiði. Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar,
Hólmavík. Verzlunin Framsókn, Reyðarfirði. Jón Guðmundsson, Hafnarfirði.
Einkaumboð á íslandi
UMBOÐS* & HEILDVERZLUN
Reykjavíx