Morgunblaðið - 19.05.1963, Síða 19
Sunnudagur 19. maí 1963
MORCVNBLAÐIB
19
— Sr. Benjamín
Framh. af bls. 6.
hefði risið upp í jarðneskum
líkama og farið þannig til him-
ins. Sagan um tómu gröfina á að
styðja þessa hugmynd og sagan
um, að Jesús hafi látið læri-
sveina sína þreifa á naglaförun-
um í lófum sér, neytt máltíðar
með þeim og svo framvegis.
Þessar sagnir eru þó bæði rugl-
ingslegar og mótsagnakenndar,
þar sem jafnframt er frá því
skýrt, að Jesús hafi gengið inn
um læstar dyr, birzt þeim og
horfið skyndilega. En það er í
samræmi við þessa seinni hug-
mynd, sem „postullega“ trúar-
játningin tók upp orðalagið:
upprisa holdsins.
Það er efalaust þessi síðari
hugmynd, sem S.A.M. trúir, svo
illa sem honum er við andana,
og er það hin einstæða sérkristi-
lega kenning, sem hann. telur að
ekki megi víkja frá. En gallinn
á henni er bara sá, að enginn
nútímamaður, sem nokkuð hugs-
ar, getur trúað henni. Það jarð-
neska Messíasarríki, sem menn
héldu að væri að hefjast, þegar
þessar hugmyndir urðu til, kom
ekki. Jesús kom heldur ekki í
skýjum himinsins með tíu þús-
undum engla næstu daga eins og
haldið var. Hvað getur maður
þá hugsað sér að yrði um hinn
jarðneska líkama hans? Trúar-
játningin segir, að hann stigi
Upp til himins. Svona gátu menn
trúað fyrir þúsundum ára, þeg-
ar menn héldu að himinninn
væri bara nokkur hundruð
faðma fyrir ofan jörðina. En ef
menn tryðu nú á slíkt efnislegt
himnaríki, yrði að leita þess
mörg ljósár úti í geimnum.
Mundi nokkur jarðneskur lík-
ami þola slíkt ferðalag óvarinn
fyrir frosti og bruna, matarlaus
og súrefnislaus, f heljarauðnum
Ginnungagaps? Og þó að bjarga
ætti málinu við með því að líta
á þetta sem eitthvert stórkost-
legt kraftaverk, sem enginn
skildi, þá sýndist það vera á-
stæðulaust kraftaverk. Kenning
Páls um dýrðarlíkamann er
miklu aðgengilegri. Hver mundi
kæra sig um, sem sálaðist gam-
all og hrumur, að ganga þannig
aftur? Römmustu draugasögur
vorar segja að vísu frá slíkum
afturgöngum, en fáir nú til dags
nema þá S.A.M. mundu byggja
vonir sínar um framlíf á slíkum
hugmyndum. Forfeður vorir
trúðu því, að jafnvel goðin köst-
uðu ellibelg öðru hverju. Og í
Heilagri ritningu eru Guði lögð
þessi orð í munn: Sjá, ég geri
alla hluti nýja!
Newton og eplið
Til er saga um það, að eitt
sinn er Isaac Newton sá epli
detta til jarðar hafi honum í
einu vetfangi orðið það ljóst, að
hér væri sami kraftur að verki
og sá, sem héldi himintunglun-
um á braut sinni. í framhaldi af
þessari athugun, kom hann síð-
ar fram með kenningu sína um
þyngdarlögmálið, sem hann varð
heimsfrægur fyrir. Þannig hafa
vísindaleg afrek verið unnin af
mönnum, sem skynjað hafa sam
hengið í tilverunni og skilja, að
samband kann að vera milli fyr-
irbrigða, sem í fljótu bragði
kunna að virðast óskyld. Hin
minnstu fyrirbæri geta bent til
stórra staðreynda. f fyrstu útgáf-
unni af Encyclopædia Britannica
var t. d. fullyrt,, að rafmagn
mundi aldrei geta komið að
nokkru raunhæfu gagni. Það
gæti aldrei orðið notað til ann-
ars en loddarabragða til gam-
ans. Þessi fullyrðing hljómar
einkennilega í eyrum nú.
En engu viturlegri eru fullyrð
ingar þeirra, sem skella skoll-
eyrunum við rannsókn svokall-
aðra „dularfullra fyrirbrigða", af
því að þau falla ekki inn í þá
heimsmynd, sem náttúruvísiíid-
in hafa gert sér um hríð, og
telja þau bábilju eina. Miklu
nær hinu sanna mundi hitt, að
þegar þau hafa verið gaumgæfð
til hlítar, yrðu menn mikils til
fróðari um heiminn eins og hann
raunverulega er og nær því að
ráða gátu rúms og tíma. Þá
mundu menn vita meira um lífið
og ódauðleikann.
Þeir sem takmarkaðan skiln-
ing hafa á andlegum efnum undr
ast það mjög, ef í umræðum um
trúmál er minnzt á fleira en
gamalkristna dogmatik. Óllu er
þar hrært saman, segja þeir:
þjóðtrú, kristnum fræðum, guð-
speki, fræðum öndunga, ind-
verskri hjátrú og íslenzkri, fyr-
irbærin ekki flokkuð og greind,
svikið og ósvikið hvað innan um
annað.
Þetta getur nú litið vísinda-
lega út í fljótu bragði, enda mjög
tíðkað af fræðimönnum að
flokka ýmis fyrirbæri náttúrunn
ar til að reyna að átta sig bet-
ur á þeim. En á þessu stigi enda
lika vísindin fyrir mörgum. Þeir
horfa ráðalausir á flokkunina og
gefast svo upp, reyna ekki að
finna leyndardóminn á bak við.
En það skiptir mestu máli í trú-
arbrögðum. Hvaða gagn er svo
sem í því að flokka sundur
heiðna miðla og kristna miðla?
Vísindin byrja fyrst, er menn
koma auga á, að það eru alveg
sams konar fyrirbrigði, sem ger-
ast hjá báðum. Enn meiri vís-
indi væru það að gefa viðhlít-
andi skýringu á, af hverju þessi
fyrirbrigði stafa, hvort þarna eru
að verki einhver ókunn öfl í
manninum eða utan við hann.
Þetta er ekki hægt að gera
nema með rannsóknum. En
hvernig er unnt að framkvæma
þær rannsóknir, ef þorri manna
er haldinn þeim hleypidómum,
að rannsóknirnar séu óguðlegar,
eða neitar því að óathuguðu
máli, að fyrirbrigðin gerist, eða
ætlar alveg að brjálast, þó ekki
sé gert annað en minnzt á þetta
mál blátt áfram? Enn eimir eftir
af menningaranda þeirrar ald-
ar, sem brenndi Bruno, vegna
þess að hann hélt því fram, að
jörðin væri hnöttótt, og að til
væri fleiri sólkerfi en það, sem
jörðin tilheyrði. En þó að ösku
hans væri dreift út í veður og
vind, var það hann, sem vann
sigur.
Komast hrímþursar til
himins?
Svo segir í Gylfaginning, að
upp á himininn mundu ganga
hrímþursar, ef öllum væri fært
á Bifröst, sem fara vilja. Margir
staðir eru á himni fagrir og þar
er allt guðleg vörn fyrir. Tröll-
in hrapa af himinbrúnni. Hún
er ekki fær öðrum en Einherj-
um, sem hraustlega höfðu barizt
á jörðinni.
í þeirri trú, sem S.A.M. vill
láta íslenzka presta kenna, er
reyndar gert ráð fyrir, að allir
menn hafi frá falli Adams fæðzt
gerspilltir og guði fjandsamleg-
ir með tilhneigingar til ills eins,
enda fari þeir yfirleitt til helvít-
is í eilífri glötun. Þó séu aðeins
fáeinir af þessum görmum tekn-
ir til náðar, ekki fyrir neina
verðskuldun, heldur einungis,
þegar þeir trúa því, að syndirn-
ar séu þeim fyrirgefnar vegna
dauða Krists á krossinum. Ann-
að nauðsynlegt skilyrði fyrir því,
að menn geti bjargazt, er að þeir
hafi verið skírðir.
Með öðrum orðum, því er
haldið fram, að alls konar ill-
virkjar og aumingjar muni setj-
ast til borðs ipeð englum og út-
völdum, ef þeir aðeins eru rétt-
trúaðir, trúa því eða látast trúa,
að Guð hafi fórnað syni sínum
saklausum þeirra vegna. Af öll-
um trúarkenningum hefur end-
urlausnarkenningin tekið á sig
margbreytilegast form í aldanna
rás. Segja má, að sá sé endur-
lausnari, sem með viturlegum
keningum og öðru fordæmi
vísar veginn fram á við og frels-
ar menn undan harðstjórn
grimmdar og heimsku. Þessir
endurlausnarar eru venjulega
grýttir eða krossfestir af blind-
ingjum sinna tíma og má þann-
ig segja, að þeir gefi líf sitt til
lausnargj alds fyrir marga. En
það er ekki þess konar endur-
lausnarhugmynd, sem liggur að
baki játningakristindóminum,
heldur hin upphaflegasta og villi
mannlegasta blóðfórnarkenning,
sem búið var að hafna löngu
fyrir daga Krists aí spámönnum
Gamla testamentisins, sem
spurðu: Hvað hefur Guð að gera
með mör og blóð? Algengt var
í fornum trúarbrögðum, að menn
fórnuðu ekki aðeins skepnum,
heldur mönnum og jafnvel börn-
um sínum, á altari grimmlyndra
guða í því skyni að blíðka þá.
Þessi kenning var leidd inti í
kirkujna, og hugðu menn að
Guð mundi ekki geta fyrirgefið
þeim syndir þeirra, nema sak-
laus maður og þá helzt einka-
sonur Guðs yrði drepinn fyrir
þá. Með þessu móti mundu þeir
hólpnir verða. Engum datt í hug
að brjóta heilann um, hvaða er-
indi fólk með þessum hugsunar-
hætti ætti inn í himnaríki, né
hvort siðirnir mundu ekki fljótt
spillast uppi þar með tilkomu
hrímþursanna, sem ekki gátu
hugsað öðruvisi en 1 manndráp-
um.
Jesús hafði allt aðrar hug-
myndir um þetta en þessir guð-
fræðingar. Hann sagði, að ekki
mundu aðrir ganga inn í himna-
ríki en þeir, sem gerðu vilja föð-
ur síns, sem væri á himnum,
enda væri guðsríki ekki hér eða
þar, heldur væri það hið innra
með mönnunum. Það væri fyrst
og fremst nauðsynlegt að taka
sinnaskiptum, breyta um hugar-
far, og þá væri guðsríkið í nánd.
Þetta er í samræmi við alla skyn
Framhald á bls. 20.
4
LESBÓK BARNANNA
Sagan af Vellýgna - Bjarnc
13. Þorláksmessukvöldið
kemur Snælaug að máli við
bónda sinn og segist una því
illa, að hafa ekkert nýmeti
um jólin. Nú væri gaman að
hafa blautan fisk, því að á
honum væri þeim mest ný-
Hæmi.
Bjarnl tók lítt undir mál
hennar, en samt gekk hann
uð heiman, svo að enginn
Vissi. Hann gengur nú sem
mest má hann, og kemur vest
ur á Mýrar, aðfangadags-
morguninn. Þar fær hann sér
skip og menn. Bjarni vildi
koma heim í tækan tíma; var
hann því svo ákafur, að þeg-
ar hann ýtti, spyrnti hann
bjargið upp að öklum.
14. Þeir sigla nú á djúpmið
og renna færum. Ekki líður
á löngu, áður en þeir hafa
dregið átján í hlut af löngu.
Þá fer að hvessa, svo Bjarni
heldur í land. Loksins varð
svo mikið brim, að skipinu
hvolfdi undir þeim. Bjarni
lét sér ekki bilt við verða.
Hann snýr upp skipinu og
tínir upp í það skipverja
sína og allan fiskinn. Sezít
hann því næst undir árar,
því að hinir voru slæptir
mjög, og spyrnir fast í hlunna
15. Þegar þeir eru komnir
undir land, sér Bjarni svarta
flygsu í loftinu. Hann nær
henni og kippir henni niður
( skutinn, en flygsan var
hvorki meira né minna en
hestasteinninn frá Hólum í
Hjaltadal, og voru bundnir
við hann tóif hestar. Þeir
fcomast nú á land, bera af
•kipi og setja það upp í
uaust, en þegar það ir um
garð gcngið, finnst Bjarna sér
verða eitthvað bumbult.
16. Hann hélt fyrst, að það
væri af þreytu, en þá varð
honum litið út á sjó, og sér
hann, að þar flýtur svolítið
blóðrautt hnoða, á þriðju
báru frá landi. Hann þekkti,
að þetta var sálin úr honum.
Hann náði hnoðanum og
gleypti það þegar í stað. Eftir
það var hann miklu hressari
en áður.
Bjarni tekur nú hlut sinn
leggur hann á bak sér og
labbar af stað, en þegar hann
er kominn upp í Norðurár-
dal, gerir logndrífu svo mikla
að hann getur rétt aðeins rek
ið staf sinn upp úr á hæstu
hólum.
Skautakeppni n
Það var sunnudagur,
sólin skein í heiði,, þó
það væri hávetur. Alls
staðar glitraði á snjó og
svell.
Bræðurnir Áki og
Snorri á Hóli bjuggu sig
til að fara á skauta. Fyrir
neðan bæinn Hól var
tjörn, sem nú var ísilögð.
Flest ungt fólk úr sveit-
inni var þar saman
komið, því nú átti að
fara fram skautakeppni.
Þegar bræðurnir voru að
labba niður eftir, slóst
strákur af næsta bæ í
för með þeim. En strák-
urinn, sem hét Björn,
ætlaði líka að keppa og
þóttist hann viss um
sigurinn. Alla leiðina var
hann að gorta af skauta-
list sinni. Er þeir komu
niðureftir, voru flestir
komnir og var öllum
raðað upp við annan
endann á tjörninni. Áttu
þeir að fara yfir tjörn-
ina.
í miðri tjörninni var
hólmi, og voru allir á-
minntir um að fara ekki
mjög nálægt honum, því
ísinn gæti verið ótraust-
ur þar hjá. Nú blés dóm-
arinn í flautu, og allir
brunuðu af stað. f fyrst-
unni var Björn lang-
fyrstur, en Áki næst á
eftir, og þar næst Snorri,
sem þó var nokkuð langt
á eftir hinum tveim.
Smátt og smátt breikk-
aði bilið á milli þeirra.
Allt í einu tók Áki eftir
að Björn stefndi mjög
nálægt hólmanum, og
kallaði Áki aðvörunar-
orð til hans, en Björn lét
það sem vind um eyru
þjóta. Áki dró nú á hann
og var loks kominn fram
úr honum. Allt í einu
heyrðist skvamp, og er
Áki leit til baka, sá hann
Björn vera hálfan ofan í
tjörninni. Hann gat enga
björg sér veitt, en allir
hinir voru langt á eftir.
Strax og Áki sá þetta,
sneri hann við og fór
til Björns og togaði hann
upp úr. En í því slitnaði
ólin á öðrum skautanum,
því að þetta voru gamlir