Morgunblaðið - 25.05.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.05.1963, Qupperneq 6
6 MORCUNBLADIÐ r Laugardagur 25. maf 1963 Samtryggmg íslenzkra botnvörpunga 40 ára Á FUNDI í félaigi íslenzkra botn- vörpuskipafeigenda í janúar 1923, lagði formaðurinn, Ólafur Thors, fram tillögu um stofnun Sam- ábygðar fyrir íslezka botnvörp- unga. Var tillagan samþykkt af fuiltrúum 16 botnvörpunga og undirbúningur strax hafinn með aðstoð Gunnars Egilssonar skipa- miðlara. Samþykktir félagsins, sem fékk heitið Samtrygging ís- lenzkra botnvörpuniga, voru end- anlega staðfestar á fundi í hinu nýja félagi þ. 25. maí 1923, og stjórn þess kosin. Félagið er gagnkvsemt ábyrgð- arfélag, sem skiptir upp tekju- afgangi að fullu á félagsmenn. Jón Ólafsson framkvæmdar- stjóri hf. Alliance var kjörinn stjórnarformaður og Kjartan Thors framkvæmdastjóri hf. Kveldúlfs, ritari stjórnarinnar. Félagsstofnun þessi markaði nýtt spor í sjóvátryggingum fiski skipa hér á landi. Fullkomnustu tryggingar slíkra skipa voru þá fáanlegar á Lloyd’s vátrygginga- markaðinum í London, fyrir samtryggingar fiskiskipa í ýms- um hafnarbæjum þar í landi. Gunnar Egilson hafði um skeið unnið að því, með brezkum vá- tryggingamiðlara Percy Harding, að koma slíkum félagsskap á, til viðskipta við Lloyd’s markaðinn, og var samtryggingin í Fleet- woöd höfð til fyrirmyndar. Með hinni nýju tilhögun tryigg inganna áunnust tvær megin- breytingar frá fyrri háttum. Tjónsviðgerðir á skipunum voru nú greiddar að fullu, án tillits til aldurs þeirra, en hin gamla frádráttarregla hafði gilt lengi og hélzt hér áfram, með þungum búsifjum í öðrum skipatrygging- um. Hin breytingin var fólgin í því að hægt var að tryggja skipin fyrir enrurnýjunarverði, en milli þess og sannvirðis skipanna breikkaði bilið, eftir því sem skipin eltust. Þessi regla hafði ómetanlega þýðingu, er skips- tapa bar að höndum, til að létta undir með kaupum á nýju skipi. Iðgjöld í hinni nýju tryggingu urðu einnig strax mun hagstæð- ari en verið hafði, og margvís- legt hagræði annað fylgdi í kjöl- farið. Fyrsta árið, 1923, voru tryggð 22 botnvörpuskip í Samtrygg- ingunni, af 33 skipum alls, eða 7,3 hlutar botnvörpuskipaflotans. í febrúarbyrjun 1925, geisaði á Halamiðum eitt hið mesta veður, er sögur fara af. í>á fórst eitt af skipum Samtryggingar- innar og annað brezkt. Á tima- bilinu til styrjaldarloka 1945, fórust alls 16 skip í félaginu. Við lok þess tímabils höfðu tryggjend ur í London greitt 78 þús. sterlingspund í tjónsbætur, um- fram iðgjöld. Var það andvirði 3 botnvörpuskipa á verðlagi fyrir stríðið. Á 20 ára afmæli félagsins 1948, var efnt til samkeppni um „Botn vörpuskip framtíðarinnar“. All- a lausnir höfðu margvísleg ný- mæli upp á að bjóða, þ. á m. ein tillaga með tvö þilför. Þegar fyrsta botnvörpuskip nýsköpunarinnar, Ingólfur Arn- arson hljóp af stokkunum 1947, bauð félagið enn hagkvæmust tr. ggingakjör í samkeppni við aðra. Félagið annast nú trygigingu 17 skipa, en eitt fórst 1955. Til árs- ins 1960 nam tapið af trygging- unum síðan 1947 um 121 þús. sterlingspundum, sem mestallt var endurgreitt í London, en andvirði nýs skips með öllum útbúnaði var þá um 175 þús. pund. Viðhorfið til skipstapa- áhættunnar sýnir því ljóslega, hversu mikils virði er, og hefur verið, að ráðstafa slíkri . trygg- ingu á hinum geysivíðtæka Lloyd’s markaði. Til slíkra við- skipta hefur félagið notið aðstoð- ar sömu manna, P. Hardings og félaga hans í miðlunarfélaginu E. W. Payne & Co. Framkvæmdastjórar Samtrygg ingarinnar hafa verið þessir menn: Gunnar Egilson skipa- miðlari til júní 1925. Páll Ólafs- son útgerðarmaður, í forföllum Gunnars, er hann sinnti störfum fyrir ríkisstjórnina, og Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur frá 1925. Stjórn Samtryggingar íslenzkra botnvörpunga skipa nú þessir menn: Kjartan Thors, aðalræðis- maður, formaður síðan 1938 og i stjóm félagsins frá upphafi: Ólafur H. Jónsson, framkvæmda stjóri hf. Alliance, ritari stjórnar- innar. Ásgeir Stefánsson, út- gerðarmaður. Geir Thorsteins- son, útgerðarmaður. Ólafur Tr. Einarsson, útgerðarmaður og Jóa A. Pétursson bankastjóri, vara- maður í stjórn. Myndin er tekin laugardaginn 18. maí í samkomuhúsi Akur- eyrar, þegar Jón Júl. Þorsteinsson kynnti hljóðaðferðina við lestrarkennslu. Telpa les upphátt, og Jón fylgist með (til vinstri). (Ljósm. Páll Gunnarsson). Kynning á lestrar- kennslu á Hkureyri Akureyri, 22. maí. SAMKVÆMT áskorun Stéttar- félags barnakennara á Akureyri kynnti Jón Júl. Þorsteinsson, kennari, hljóðaðferðina við lestr- arkennslu foreldrum og öðrum, er áhuga höfðu á málinu, í sam- komuhúsi bæjarins kl. 5 sl. Iaug- ardag. Auk Jóns komu fram um 30 börn, er komu ólæs með öllu í skóla fyrir 2 árum, en hafa síðan notið kennslu Jóns. Vakti það undrun tilheyrenda, hve vel börnin Iásu, bæði skýrt, fallega og af skilningi á efninu. Jón gat þess í upphafi, að hljóð aðferðinni sé stundum kennt um hinn algenga „skólasón" í lestr- arlagi barna, en hans varð sann- arlega ekki vart I lestri nemenda ihans- Einnig mótmælti hann því eindregið, að hljóðaðferðin drægi úr stafsetningarkunnáttu, og taldi henni margt til gildis fram yfir stöfunaraðferðina. Kennarinn skýrði fyrir áheyr- endum, hvernig kennslu væri háttað, kynnti myndunarstað og myndunarhátt ýmissa málhljóða og sýndi skýringarmyndir, sem hann hefir látið gera og notar við lestrarkennslu. Kynnig sem þessi á kennslu- aðferðum og starfinu í skólun- um almennt er mjög lofsverð. Hún ætti að glæða skilning og samstarf milli heimila og skóda og afstýra eða draga úr þeirri hættu, að röng tilsöign heima verði til að tefja eða torvelda nám barnanna í skólunum. Gagnkvæmt traust »g skilningur milli þessara aðilja er nauðsyn- leg forsenda fyrir velgengni barnanna við nánaið. Jón Júl. Þorsteinsson er án efa meðal fremstu lestrarkennara landsins, enda er hann til þess prýðilega menntaður. Auk kenn- araprófs og sérnáms hjá Stein- grími Arasyni stundaði hann nám í íslenzkri nútímahljóð- fræði (fonetik) kjá dr. Birni Grðfinnssyni við Háskóla ís- lands og lauk þaðan prófi í þeirri grein árið 1944. Síðan hef- ir hann kennt við Barnaskóla Akureyrar við mikian orðstír- • Atvinnuleysi eða vinnuskortur Velvakanda hefur borizit þetta brétf úr Borgarfirði, og er nokk ur háðkeimur að því: „Það má stundum nú til dags sjá á það minnzt í blöðunum, hvílíkan óhemju þrældótn menn verði nú að leggja á sig, til þess að hafa í sig og á. En sem betur fer hefur þetta ekki aliitaf verið svona slæmit. Á árunuim 1930—40 sat ríkis- stjórn hér á landi, sem hafði betri tök á hlutunum, og því er von, að sumum mönnum blöskri nú. Þá sat hér rikisstjórn, sem svo nett og nákvæmlega stjóra. aði, að menn þurftu ekiki að vinna nema uim 6 tíma á dag aðra hverja viiku, eða um 70— 80 klst. á mánuði. Með þess- um vinnuiháttum voru menn hæfilega þreyttir og fengu auð vitað hæfileg laun, sem stóðu hekna fyrir þörfium þeirra, en sáu uim, að þeir fitnuðu ekiki um of eða legðust í bílífi af o£ háum tekjum. — Að vísu voru bændur og sjómenn eitt- hvað að puða lengur fleata daga, en þeir voru bara svo gamaldags og svo langt frtá stjómimni, að hún gat ekki verið að rekasit í því. • Ekki íhaldið Þið, sem hangið utan í íhald inu, haddið nú sjá'ifsagt, að það hafi verið við völd, en svo var ekki, nei, ónei; það hefði nú tæplega verið fært um slika vinatri dtjóm, oig alllt tókst henni þetta svo d'ásamlega vel, að nokkrum árum síðar sá hún sig tilneydda að lengja naifn si'tt og nefna sig „stjóm hinna vinnandi stétta“ og „umbóta- stjórn". Og enn fara kosningar í hönd. Því vil ég gauka því að þeim, sem kynnu að vera fáanlegir til að mynda vinstri stjóra upp úr næstu kosningum, ef svo vildi til takast, að þeir bætitu enn einu naifni við hin fyrri, og væri það ,,stj_órn hinna ó- vinnandi stétta". Ég er viss um að kjósendur þeirra kynnu vel að meta slíka hugulisemi, og um atkrvæðaaukningu þynfti ekki að spyrja. í flokki hinna óvinnandi stétta munu margir sem hafa atkvæðisrétt og hafa þörf fyrir, að stjórnin líti til þeirra við og við. Og við, sem rnunurn áraitug- inn, sem áður er nefndur, er- um vissir um, að rikisstjórn, sem hefið þetta nafin í skjald- armerki sínu, mundi sjá þörf- um okkar borgið, eftir reynslu liðinna ára að dærna. — Sveitakarl“. • Eftirlitsleysi í bíóhúsum Velvakanda berast ailltaf annað veifið kvörtunrbréf frá kvikmyndlhúsagestum, sem eru óánægðir af ýmsum ástæðum. Þvá miður hefur Veivalkandi ekki rúm í dáilkum sínium undir öll bréf, sem honum berast, en hér verður sagit frá þvi, sem aðallega er kvartað und an: Fóik telur að efcki sé nægi- legt eftirliit haft með bíógesit- um .Aðallega séu það ungling- ar, sem óáreittir fiá að hafa ‘háreysiti, skarkala og jafnvel óspektir í frammi, án þess að nokkuð sé að gert af hálfu hús- varða eða annars starfisfólks. Eyðileggi þetta ofit ánægju manna af myndinni. Stundum eru drukknir menn með ólæti. Velvakanda finnst einfalt ráð vera við þassu: Stúlkuraar, sem vtísa ti'l sætis, eiga (a.rn.k. ein þeirra) að dveljast í saln- um á sýningaLrtima. Valdi ein- hverjir truflunum, getiur hún náð í dyravörð hússins, sem getur aðvarað ólátaseggina eða víisað þeim út. • Óstundvísi sýningarmanna Aðrir kvarta undan óstund- vísi — ekki sýningargesita, held ur sýningarmanna. Algengit sé, að kvikmynd hafjist ekki fyrr en um fimrn mínútum eftir auglýstan tíma og allt upp i níu mánútur í einu bíóinu. Sum ir eru tkmabundnir að lokinni sýningu og vilja þvi, að engin töf verði á byrjun sýningar. Velvakandi getur tekið uindir þefita, einkum þar sem þtta veldur því oiflt, að auikamynd- um er sleppt, en það er orðið al’l-algengt í seinni tíð, án þess að tímaiengd aðalmyndarinnar krefjist þess .Ein með því að draga sýninguna á langinn, verður stundum enginn tími til þess að sýna aukamyndir. • Föndursýning á Grund „Ein úr Föndurskóla Grund- ar“ skrifar: „Magnea heitir hún, konan, sem kennir Föndur á Grund“, í Reykjavík. Hún hefir það mikið seið- magn, að hún laðar fólk að sér með fínni ag fágaðri framkomu, svo maður fer ósjálfrátt að hugsa: Bara að ég gæti komið svona vel fram og verið svona laus við að vera hávær. Það finnst ekki einu sinni að hún sé ofurlítið „irriteruð", þótt kallað sé til hennar úr öllum áttum í kennslustofunni. Hún er á hlaupum; fer til þeirra, sem geta ekki komið í tíma vegna lasleika; hún veit, hvern mun vanta efni. í hverjum þessum eða hinum er ábótavant. Og er ávallt reiðubúin til þess að bæta úr, hjálpa og lagfæra. Hún skil- ur fljótlega hugarástand þeirra lösnu, grípur ávallt inn í á rétt um stað og tíma; er hún hefir komið nemendum af stað, læt- ur hún hann nokkurn veginn sjálfráðan og einan um verkið, þá lítur hún aðeins eftir. Hún útvegar allt efni til vinn- unnar; hinn sjúki eða fatlaði þarf ekki að hafa neinar áhyggj ur af því. Veit ég þess dæmi, að hún hefir tekizt ferð á hendur að verksmiðju utan við borgina, til þess að útvega þar mun ódýr ara efni til þess að vinna úr. Tók til þess kvöldið, eða þann tíma, er hún þurfti að hvíla sig. Hún finnur, með innsæi í annarra sálarlíf, hvaða vinna er hentug hverjum fyrir sig. Hún telur kjark í þann, sem hefir minnimáttarkennd, fær fær hann til þess að byrja á nýj an leik, þótt smávegis misfellur séu á verkinu. Hún segir til með hógværð og festu. Er hinn ágætasti sálfræðingur og leið- beinandi á mörgum sviðum. Heill sé kennaranum Magneu Hjálmarsdóttur. Ein úr „Föndurskóla Grundar". BRÆÐURNIR ORMSSON Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.