Morgunblaðið - 25.05.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.05.1963, Qupperneq 8
8 Jf ORCVNBLABIB r t.augardagur 25. maí 1963 Míkil olíubrák í Sundunum S.L. MIÐVIKUDAG urðu hafnsögumenn varir viff mikla olíubrák á ytri höfninni og inni á Sundum. Var lögregl- unni tilkynnt um þetta, svo og starfsmönnum Náttúrgripa safnsins, og um kvöldið fóru lögregluþjónar meff hafnsögu- bátnum Haka út í Sundin til aff reyna aff komast fyrir um upptök olíunnar. Síðar um kvöldiff fór Arnþór Garffars- son fuglafraeffingur, sem veit- ir Náttúrugripasafninu for- stöffu í fjarveru Finns Guff- mundssonar, og Björn Guff- brandsson, læknir, sem er mikill áhugamaður um fugla- vernd, einnig út, en frétta- menn Mbl. voru meff í þeirri ferff. Einkum virtiisit brákin geta átt upptök siín í olíustöð Esso í Örfirisey eða BP í Laugar- nesi, og var fyrst siglt inn i Rauðarárvog og Sund. Hjá Lauganesi lá þá rússneska skipið Rovno, sem byrjað var að dæla úr gas- oilíu og benzíni seinniJhluta miðvikudags. Fram á mánu- dag hafði rússneska skipið Liepaja losað svartoliíu í Ör- firisey, en fór síðan í Laugar- nes og losaði þar fram á að- faranótt miðvilkudags. Síðari bluta mánudagis kom síðan rúmenska skipið Pace með gas olíu, sem það losaði í Örfiris- ey fram á miðvikudag, en fór þá til Shell í Skerjafirði. Loks kom síðan rússneska skipið Rovno í Laugarnes, eins og fyrr greinir. Þegar er komið var út í hafnarmynnið varð vart við brák á sjón uim, sem jókst, þag ar innar dró á Sundin. Alil- mi'kil brák var milli Viðeyjar og lands og undan Laugarnesi og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti, en þaðan rann niður fjöruna og út í sjó lýsismeng- að soð, sem vel getur haifa átt sinn þátft í brákinni. Megna olíustybbu lagði þó af brák- inni. í víikinni sunnanvert á Við- ey hafði þyk'k brák safnazt, enda var suðaustanátt á mið- vikudag, en þá hafði síðan urn helgi verið norðvestan haf- gola. Þegar siglt var vestan við Skarfaklett mátti glögglega sjá hvernig olíubrákin skipt- ist á klettinum, svo sjórinn var olíulaus á svæði hlémegin við kiettinn. Uppi í klettinum miátti sjá fugla, sem voru Arnór Garffarsson, fuglafræffin.gur, skoffar fuglana á Skarfa- kletti gegnum sjónauka, en Björn Guffbrandsson, læknir, stendur hjá. smitaðir af olíu á bringunni. Loks var siglt út að Engey, og nálægt eyjunni austan- verðri var sjórinn á svæði þakinn þykkri olíubrák,. Kjöl- vatn bátsins varð brúnleitt og froðukennt. Þar hjá voru æð- arhjón á sundi, blikinn greíhi- lega kámugur af olíu á bring- unni, og reyndu þau að synda undan bátnum og náðu sér mjög seint til flugis. Milii Engeyjar og Örfiriis- eyjar var lítii brák, en talis- vert í flæðarmálinu í Örfiris- ey, en virtist lítið útbreidd. Arnþór Garðarsson kvað það mikla heppni, að þessi brák hefði ekki komið món- uði fyrr. Nú væri fuglinn að mestu seztur upp, þótt hann brygði sér reyndar alltaf í sjóinn hluta úr deginum. „Hefði þetta átt sér stað mán- uði fyrr hefði það vafalaust orðið til þess, að þúsundir fugla hefðu liðið kvalafullan dauðdaga“. „íslendingar urðu fyrir nokkrum árum aðilar að al- þjóðasamþykkt, sem bannar menguin sjávarins af olíu. Það er hryggilegt til þess að vita, að þrátt fyrir þetta kem- ur það þráfaldlega fyrir, að maður rekist á olíublauta fugla. Ég held að þetta stafi að mestu leyti af trassaskap við losun skipanna og því, að menn gera sér almennt ekki grein fyrir því hvílíkur háski olían er fyrir sjófuglanarf Þegar við komum í land úr Haka, mættum við verka- manni, sem hafði fundið deyj andi langvíu, alla útataða í olíu, á hafnarbakkanum. Mbl. hitti seint um kvöldið Al'bert Þorvarðsson, vitavörð í Gróttu, að máli. Sagðist hann hafa séð stóra og mjög þykka olíubreiðu reka út með Gróttu á útfallinu um morguninn. Hefði breiðan verið á að gizka fermíla á stærð og alliþykk. „Þetta er alls ekki óvana- leg sjón, það er oftast töluverð olíubrák á sjónum, aðeins mis munandi mikil. Þessi fláki var þó með þeim stærstu og Ijót- ustu, sem ég hef séð“. Albert kvaðst oft hafa orðið þess var, er hann væri á ferð á bát sínuim fyrir utan Gróttu, að olíuskip, er hefðu losað í Reykjavík, hleyptu olíudreggj unuim úr tönkumum um leið og þau tækju í sig sjóiballest, þannig að mikil olíubrák flyti á sjónum eftir þau. „Það er einnig mjög algeng Langvían, sem á miffvikudagskvöld fannst í dauffastríffi á hafn- arbakkanum eftir olíubað. sjón að sjá fugla útataða í olíu heyja sitt dauðastríð hér í fjörunni“, sagði Albert að lokum. Þegar Mbl. sneri sér til starfsifólks oMustöðvar BP í Laugarnesi í gær, og spurðiist fyrir um það hvort þar hefði orðið eitthivert óhapp, þannig að haagt væri að rekja olíu- brákina til þeirra, kváðu þeir það vera útilokað. Fulltrúi borgarlaekniis hefði þá um dag- inn gert athugun á stöðinni og ekkert fundið athugavert. Hins vegar væri algengt, að nokkur bráik ræki út frá Laug arnesi,en hún stafaði frá fiski mjölsverksmiðjunni á Kletti, enda læiki soðvatnið frá verfc- smiðjunni um lóð olíuistöðvar- innar til sjávar. Frá olíuistöð *Esso í Örfiris- ey fengust þær fregnir, að önnur leiðsla þeirra hefði sprungið fyrir rúmum mánuðd síðan og þá hefði nokkurt magn af svortolíu komizt í sjóinn. Hins vegar hefði sú lieðsla ekki verið notuð síðan. Aðrar skemmdir á mannvirkj- uim höfðu ekiki átt sér stað þar. Fyrir bragðið þyrfti að dæla tveimur olíutegundum gegnum sömu leiðslu, og væri þá ekki annað unnt en að hreinsa hana á milli með sjó og knýja síðustu olíudreggjam ar þannig í geymana. Væri þá lokað fyrir rennslið í geym ana í þann muind, er sjórinn kæmi, en olían væri búin, og ætti engin olía að þurfa að blandast sjónum við þetta. Þó hefðu orðið smámistök s.l. mónudagskvöld, og lítils- háttar svartolía farið í sand- inn, en fylgzt hefði verið með, hvort hún blandaðist sjónum að ráði, og hefði svo ekki ver- ið. Mál þetta hefur nú verið kært til Sakadómara og hófst rannsókn þess í gær, og var athugun gerð í olíustöðinni í Örfirisey þá. Svipað mál þessu er nú fyrir dómi við bæjarfógetaembætt- ið á Akureyri. Var olíuskipið Litlafel.l þar kært fyrir að losa úr tönkum sínum á Eyjarfirði með þeim afieiðingum, að miik ið af fugli lót lífið í olíu út með Eyj afirðL Theodór THEODÓR JÓNSSON var fædd- ur að Ólafsvöllum á Skeiðum 24. september 1884 af Katrínu Þor- leifsdóttur, sem þénaði þar hjá séra Stefáni Stephensen. Þriggja nátta var hann látinn frá móður sinni til afa síns, Ásmundar Ben ediktssonar, sem þá bjó að Haga í Gnjúpverjahreppi. Ásmundur var frá Stóru-Völl- um í Bárðardal og hafði verið þar hreppstjóri. Hann fór nítján sinnum yfir Sprengisand með ferðamönnum. Ásmundur var og laginn á að sætta menn. Gamall var hann látinn uppá hest og fluttur margar bæjar- leiðir til að tala á milli bræðra, sem voru hatursmenn. Bræðurn- ir áttu hrút saman. Annar bróðir inn sagðist mundu skera sinn part í hrútnum. Ásmundur svaraði: Þá er nú ekki gott með að setja hinn part- jnn á. Jónsson Bræðurnir fóru að brosa. Fundin var leið, sem lá til sátta Theodór var hjá Ásmundi til átta ára aldurs. Eftir það var Theodór á Fjalli á Skeiðum og fleiri stöðum til tvítugs alltaf hjá sínu föðurfólki. Síðan var hann á tímabili ferju maður í Árhrauni. Katrín Þorleifsdóttir, móðir Theodórs, flutti snemma tii Ameríku og giftist presti þar. Hún sendi síðar eftir Theodóri, en hann var ekki látinn fara. Jón Ásmundsson, faðir Theodórs, dó í sjúkrahúsi, þegar Theodór var sextán ára. Kominn undir þrítugt flutti Theodór með Ásgeiri, föðurbróð- ur sínum, að Kálfholtshjáleigu í Holtum. í Kálfholtshjáleigu kynntist Theodór liðlega tvítugri stúlku. Hún var af Víkingslækjarætt, há og grönn og hét Helga Soffía Bjarnadóttir. Móðurbróðir hennar var Ólaf- ur ísleifsson í Þjórsártúni. Hann var eini maðurinn á íslandi, sem fékk læknisréttindi án þess að ganga undir próf, enda sagði hann við þá, sem til hans leit- uðu og fengu á glas: Ef fimm dropar duga ekki, þá að taka sex. Theodór og Helga voru gefin saman í hjónaband 16. sept. 1912. Sama ár fluttu þau til Reykjavík ur. Þau hjón eignuðust saman tólf börn, átta dætur og fjóra syni, og lifa öll. Ungur byrjaði Theo- dór að sækja á sjó. Fór hann fyrst á vertíðarbáta í Grindavík, seinna á skútur og togara. Hann var í tuttugu ár með hinum mikla aflamanni, Guðmundi Markússyni, á þremur skipum. Theodór lenti þrisvar í sjávar háska. í eitt skiptið var það, þegar franskt briggskip sigldi nið ur skútuna Svaninn í myrkri og fárviðri árið 19U2. Svanurinn sökk á nokkrum mínútum og 14 menn af áhöfninni. Hinir 12 náðu haldi á franska skipinu og kom- ust af. Einn þeirra var Theodór Jónsson. Þeir, sem komust af, lögðu fjórtán eldspýtur á borð fyrir framan skipstjórann á franska skipinu til að sýna honum, hve margir höfðu farizt. Þremur vikum seinna var Theo dór aftur kominn á sjóinn. Eftir að Theodór hætti á sjón um stundaði hann vinnu við tog arana í landi og lagði þá stund- um nótt við dag. Loks hættl hann að vinna vegna blindu, kom inn nokkuð á áttræðisaldur. Theodór Jónsson dó í Lands- spítalanum að kvöldi, hinn 21. apríl sl. Var útför hans gerð frá kapellunni í Fossvogi að morgni, hinn 30. apríl sl. Theodór Jónsson var maður seintekinn, fáskiptinn og stuttur í svörum. Vinnusemi hans og handlagni var frábær. Nú enda ég þessi minningarorð um Theo- dór Jónsson á fjórum vísuorðum eftir Örn Arnarson: í svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð vors lands. Haukur Hlöðvir Hjálmarsssoa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.