Morgunblaðið - 25.05.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 25.05.1963, Síða 13
r Laugardagur 25. maí 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 Framlag bænda í stofnlánadeildina er Gull í lófa framtiðarinnar — segir Runólfur í Ölvesholti ÞAÐ er svo langt síðan ég heí komið að Ölvesholti, að ég var ekki almennilega klár á því hvar afleggjarinn var, þótt oft eigi maður leið um Flóaveginn. Ein- hvers staðar nálægt Kjartans- stöðum áttu vegamótin að vera. Stendur heima. Hér eru þau. Á stórt gult spjald er letrað svört- um skírum stöfum: Miklaholtsheliir — Ölvesholt _ Hryggur — Brúnastaðir. Já, svona á það að vera. I>etta er til fyrirmyndar eins og fleira í Flóanum. Það vaeri líka ann- að hvort, að vegfarendum væri ekki gefið til kynna hvar óðal þingbóndans er. Ekki eru þeir svo margir innan veggja Alþing- is nú á dögum. Og svo nálgast þetta líka að vera almenn kur- teisi gagnvart ferðamönnum. Það er svona álíka og segja til nafns síns, þar sem maður kemur ó- kunnugur á bæ. Þetta, sem hér er komið, er nú eiginlega bara inngangur eins og allir mega sjá. Og honum er raunar ekki lokið enn. Hér kemur dálítil viðbót áður en kom ið er að sjálfu efninu. Það voru vetrarleg éljadrög í fjöllum sveitanna, Flóinn sinu- grár yfir að líta. í mýrum hans eru enn svartar rendur. Þær minna á tóbakstauma í fölu, gömlu andliti. Það er að vísu far ið að grænka kringum bæinn og beggja megin við afleggjarann uppi á holtinu breiða sig grænar nýræktarsléttur bændanna í Miklaholtshelli. Þeir eru kunnir menn um allt Suðurland, og þótt víðar sé leitað fyrir þrifnaðar- legar framkvæmdir í búnaði, bæði á sviði jarðyrkju og búfjár- ræktar. — o — Þegar ég stíg út úr bílnum við heimreiðina að Ölvesholti, blasir Við augum mikil bygging í bratt- anum austan í holtinu. Þessi hús hef ég ekki séð áður. Þau voru ekki hér þegar ég kom hér síð ast. Það er heldur ekki von. Þetta eru nýju útihúsinu, byggð árin 1960—62. Og í dyrum fjóssins 6tendur bóndinn. Hann er í þann veginn að fara að gefa kúnum kvöldgjöfina þegar mig ber að garði. Hjónin í Ölvesholti, þau Guðrún Ögmundsdóttir frá Hjálmholti og Runólfur Guð- mundsson, hafa búið þar í tæp 30 ár. Þau keyptu Ölvesholtið af Valdimar Bjarnasyni árið 1934. Það var hans föðurleifð. Hann var kvæntur Guðrúnu Ágústs- dóttur frá Birtingaholti. Þau voru barnlaus og dóu bæði á bezta aldri. Þau Runólfur og Guðrún í ölvesholti eiga þrjá syni upp- komna: Kjartan er heima og starfar með þeim að búinu, Svein björn er búsettur í Reykjavík, Ögmundur stundar nám í atóm- fræðum í Þýzkalandi. Hann er námsmaður með afbrigðum, lík- legur til mikils lærdómsframa. — o — „Ég ætla að líta í fjósið hjá þér áður en við göngum í bæ- inn,“ segi ég við Runólf, þegar hann hefur boðið mig velkominn. Það liggur raunar við að ég fyr- irverði mig fyrir að kalla þetta fjós. Nær væri að kalla þetta „kúasal“, ef það orð væri til í málinu. Hér eru fjörutíu básar, næstum 30 mjólkandi kýr, geld- neyti á hinum. Og svo er allt annað, sem kúabúskapnum til- heyrir: þurrheyshlaðan 1100 tenm., tveir votheysturnar, sem taka allt að 400 hesta hvor, á- burðargeymsla, mjólkurhús, fóð urbætisgeymsla o.s.frv. — Og þetta kostaði? — Svona álíka mikið og einn bíll. Já, ótrúlegt er það, en samt er það satt. Það var hálfgerður Landiö okkar kvíði í mér þegar ég byrjaði. En allt réðst vel. Það gekk eiginlega allt eins og í sögu. Tíðin var góð, aðstæður ákjósanlegar, og ég fékk ágætan mann til að standa fyrir verkinu. Það er mikils virði, ég held mest virði af öllu, þegar verið er að fást við svona fram- kvæmdir. — En hvernig gengur nú að láta búið bera uppi kostnaðinn við svona framkvæmdir? — Þegar þeirri bústærð er náð, sem þessar byggingar rúma og aðstaðan er að öðru leyti góð, ætti það að geta gengið. Gallinn við okkar búskap — eða öllu heldur bústærð — er sá, að mín- um dómi, að búin eru svo víða of stór fyrir einn, en of lítil fyrir tvo menn að starfa við. Lágmark fyrir einn mann er ca. 20 kýr og stóraukna aðstoð við frumbýl- inga. — Frumbýlingurinn þarf að geta byrjað með lífvænlega bú- stærð og öll venjuleg nútíma- þægindi. Unga sveitakonán þarf að eignast sinn ísskáp og sína þvottavél og hrærivél. Og bónd- inn þarf að hafa súgþurrkunar- tæki, mjaltavél og bíl. Þegar börnin komast upp, verður að sjá þeim fyrir arðgefandi verkefn- um, ef það á að vera nokur von til þess að þau tolli heima þegar þau komast af barnsaldri. — En hefur nú ekki frumbýl- ingurinn alltaf þurft að vinna sig upp, láta á móti sér, leggja að sér, til að komast áfram, eins og við orðum það? — Jú. Aðstaða frumbýlingsins hlýtur altlaf að verða örðugri heldur en hinna, sem búnir eru að koma sér fyrir. Það er mikill aðstöðumunur að geta tekið vexti af eigin fé og lagt þá jafnharðan í reksturinn eða þurfa að fara með fé út úr búinu til greiðslu á skuldavöxtum. Þess vegna þarf hið opinbera að aðstoða frum- býlinga betur en gert hefur ver- ið til þessa. — Mér er kunnugt um, að núv. landbúnaðarráðherra er þetta fyllilega ljóst. Enda var þetta atriði (þ. e. aðstoð við frumbýlinga) tekið upp í stjórn- málayfirlýsingu Sjálfstæðis- stórt er búið sem hér í ölves- holti, gefur búskapurinn mikið í aðra hönd, enda veitir ekki af, því tilkostnaður er mikilL — Ber nú búskapurinn þetta háa kaupgjald, sem atvinnuveg- ir okkar eiga nú við að búa? — Það ætti hann að gera, ef grundvallarverðið fæst. Verð- grundvöllurinn hlýtur að miðast við það. Annars er hann enginn grundvöllur. Áður vantaði mikið á að bóndinn fengi þetta verð. Svo var t. d. árið 1958. Þá vant- aði 30—40 aura á hvern mjólkur- lítra. Það var vegna útflutnings- svo e.t.v. eitthvað smávegis ann- að eftir því sem aðstaðan leyfir. Þetta ætti hver hraustur og dug- legur maður að komast yfir að hirða. Og hann ætti að hafa góða afkamu. Hitt tel ég samt langt- um æskilegra, að búið væri helm- ingi stærra. Þá gæti bóndinn haldið mann. Það yrði stórum léttara, og þá er bóndinn ekki lengur háður ófrelsi og öryggis- leysi einyrkjans. — Hvernig fæst sá vinnu- kraftur? — Það er von þú spyrjir. Sízt er verkafólksskorturinn minni í sveitinni heldur en við sjóinn, en með nútíma búskaparháttum á landbúnaðurinn að vera fær um að veita sínu fólki jafngóð kjör eins og aðrir atvinnuvegir. — En hvað um markað fyrir framleiðsluna? — Framleiðslan. Blessaður vertu. Það er ekki hætta á öðru en hún seljist. Nú eru um 12 kýr að meðaltali á býli á Suðurlandi. Ekki er ósennilegt að þetta þurfi að tvöfaldast á næstu 10—15 ár- um til þess að fullnægja neyzlu- mj ólkurþörfinni í þéttbýlinu hér suðvestanlands og í Vestmanna- eyjum. — Hvað finnst þér vera mest aðkallandi úrlausnarefni í land- búnaðinum eins og stendur? — Ef ég ætti að svara því í fljótu bragði, mundi ég nefna flokksins á nýafstöðnum lands- fundi. — o — Nú gerum við Runólfur hlé á þessu spjalli. Maturinn er tilbú- inn hjá húsfreyju. Undir borðum fara umræðurnar út í aðra sálma, svo að þær verða ekki raktar hér. Við gerum matnum góð skil. Talið berst að mörgu. Húsbónd- inn getur gefið sér góðan tíma til að sinna gestinum. Hann er ekki einyrki og getur því skákað sér frá án þess að hafa van- rækslu við búið á samvizkunni. Kjartan sinnir fjósverkunum að þessu sinni. Við lítum inn í fjósið um leið og ég fer. „Höldum gleði hátt á loft“, hljómar úr útvarpstækinu ofan af fjósþilinu. Það er að hefj- ast kvöldvaka í Skógaskóla. Mjaltamaðurinn fylgist með því sem fram fer í útvarpinu meðan mjólkin streymir úr troðnum júgrum. Hvað er nú mikið í þess- ari bröndóttu? spyr ég. — Við skulum sjá, svarar Run- ólfur og bregður fötunni í vigtar- krókinn. — Tuttugu og fjórar merkur og tuttugu og átta voru í henni í morgun. Það er mikil nyt. Ég hef líka alltaf heyrt að Runólfur í Ölves- holti væri mikill og góður bóndi, sérstaklega á sviði búfjárrætkar og hafi mikinn arð af búpeningi sínum. Þegar svo vel er búið og ins. JSn siðan verðið á útflutn- ingsvörunum var tryggt með verðuppbótum úr ríkissjóði, hef- ur þetta lagast svo mikið, að nú síðustu tvö árin hefur fullt grund vallarverð náðst. Mjólkurbúið greiddi 434,5 aura árið 1961 og 490 aura árið 1962. Miðað við grundvallarverðið, og útborgun á því, hlýtur afkoman að vera betri nú en áður. Sjaldan hittir maður bónda svo ekki berist í tal það átak, sem gert hefur verið í lánamálum landbúnaðarins með ráðstöfunum viðreisnarstj órnarinnar. — Hvert er álit þitt, Runólf- ur, á framlagi bænda til stofn- lánadeildarinnar? — Ég get náttúrlega ekki lýst því yfir, að mér sé það óblandin ánægja að greiða nokkur þús- und út úr búinu til þessarar láns- stofnunar, enda þótt bændur eigi í hlut. En þegar litið er nánar á málið og athugaðar eru allar að- stæður, horfir þetta dálítið öðru vísi við. Ég var búinn að reýna hvernig lánsfjárskorturinn var. Þegar mann langaði til að fram- kvæma eitthvað sem lánsfé þurfti til og fór í bankann var venju- lega svarið þetta: Nei, því mið- ur. Engir peningar til, ekki nokk ur króna. Það er eiginlega ekki nokkur von til þess að úr þessu rakni, nema ef ríkisstjórnin miskunnar sig' yfir okkur og út- vegar eitthvert fé. — Svona var nú ástandið. Með því að koma stofnlána- deildinni á fót og efla hana, tekst ríkisstjórninni vonandi að koma í veg fyrir það að þessi saga endurtaki sig, þetta vandræða- ástand skapist aftur. Og mér finnst ekki óeðlilegt, þótt bænd- ur leggi hér eitthvað af mörk- um. Með framlögum sínum til stofnlánadeildarinnar eru bænd- ur landsins að leggja gull í lófa framtíðarinnar. Þegar ég ek vestur Flóann áleiðis til Reykjavikur, fer ég að hugsa um þessa síðustu setningu, sem Runólfur í Ölvesholti sagði, áður en við kvöddumst. Það hefur verið gert mikið óp að Ingólfi Jónssyni fyrir að reisa lánasjóði landbúnaðarins úr rúst- um. Andstæðingar hans hafa kallað framlag bænda til þessara sjóða rangláta skatta og svívirði- legar álögur. — Sjónarmið bónd- ans í Ölvesholti er næsta ólíkt þessari öfgakenndu afstöðu stjórnarandstæðinga. Hann veit sem er, að með framlögum sín- um eru bændur landsins að tryggja atvinnuveg sinn í fram- tíðinnL svo að þeir geti glaðir og djarfir gengið að nauðsynlegu uppbyggingarstarfi í stað þess að sitja vonsviknir á biðstofum í fjárvana bönkum. G. Br. RAUÐA BOKIN A FLOKKSÞINGI sínu í vetur vörpuðu kommúnistar hinum gamla foringja sinum, Brynjólfi Bjarnasyni, út í yztu myrkur. Ef til vill hefur þar að einhverju leyti verið um að ræða hefndarráðstöfun nú- verandi valdhafa flokksins gegn honum fyrir hina óvægilegu gagn- rýni hans á þá á næsta flokksþingi á undan, en þá lýsti hann sam- kvæmt SÍA-skýrslu um flokksþingið — áliti sínu á þeim á þessa leið: „ÉG HEFI verið mjög óánægður með stefnu flokksins og starfshætti í hverju stórmálinu á fætur öðru aUt frá 1956, en það ár urðu straumhvörf. Ég hefi verið í minnihluta í miðstjórninni oftast siðan. Hverju hefi ég verið andvígúr? Stefnuleysi og hentistefnusjónar- miðum"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.