Morgunblaðið - 25.05.1963, Qupperneq 20
20
M O r? C r 1\ B L A Ð l Ð
r
L,au?ardagur 25. maf 1963
DUNKERIEYS
Allt þetta sýndist mér þá vera
nber heimska af því það var
itt eða tvennt, sem mér var ó-
:unnugt um þá, og skildi ekki.
ig vissi ekki, hver raunverulag-
ir tilgangur Alecs með þessu
ar, og hugsaði því ekki um ann-
:ð en þennan gamla, útlifaða
nann, sem hann hafði sagt mér
rá. í blindni minni sá ég hann
kki eins og Alec sá hann: ekki
em persónu sjálfs mannsins,
íeldur sem ímynd alls þess illa,
em Alec hafði verið að reyna
ið losna við og sigrast á. Aðal-
itriði sorgarleiksins var það, að
hann skyldi þurfa að birtast ein-
mitt þegar þið bæði voru rétt að
því komin að losna fyrir fullt og
allt við fortíð ykkar, að því er
hann vonaði. Því miður, Elsie
mín góð, getur ekkert okkar
gert það, og þarna reis þessi
hryllingur upp úr feninu, sem
Alec hafði bjargað sér upp úr,
og gerði tilraun til að draga
hann niður í það aftur. Og ekki
svo mjög hann, heldur okkur
báðar með honum! Alec dó fyrir
okkur!
En flestallt þetta var mér hul-
ið. Allt, sem ég sá, var þessi
viðbjóðslegi maður, sem níddist
á Alec, síðustu Vikurnar, og fór
aldrei langt frá knæpunni á horn
inu. Ég reyndi að fá Alec upp úr
þessari skelfingu sinni með því
að hlæja að öllu saman. Ég sagði
honum að endursenda manninn
til Manchester, og kalla bara á
lögregluna, ef hann vildi ekki
fara með góðu. Og hvað sjálfa
mig snerti, sagði ég, að ef faðir
hans héldi að nærvera hans og
tilvera gæti einhverju breytt um
tilfinningar mínar gagnvart Alec,
þá mætti hann hugsa sig um bet-
ur, skyldi hr. Fred Dillworth fá
að vita. Og heldur ekki mundi
hr. Isambard Phyfe þola neina
vitleysu, sagði ég Alec.
Alec virtist hafa látið huggast,
og vera feginn að hafa létt á
samvizkunni — huggazt en ekki
læknazt. Þegar hann hafði lok-
ið ræðu sinni, lá hann með höf-
uðið í kjöltu minni og sofnaði.
En jafnvel í svefninum virtist
hann alveg uppgefinn.
Þetta var í miðjum ágústmán-
uði. Það var mjö>g heitt síðdegis
og ég lá þarna í sólinni og var
hrædd um að vekja hann, ef ég
hreyfði mig. Ég fann einhvern
veginn, að það var langt síðan
hann hafði sofið svona vært. Þú
getur skilið hvernig ég braut
heilann fram og aftur um ástand
ið Og einhverja leið til að lækna
Alec fyrir fullt og allt. Því að
það var greinilegt, að hugur
hans var fullur af ótta og hatri,
og að enda þótt hann hefði sagt
mér alla söguna, voru samt eftir
ýms atriði, sem ég hvorki þekkti
eða skildi til fulls.
En hafði ég það ekki? Ég hugs
aði um það og um mína eigin
æsku í sambandi við það, og
alia grimdina og vanræksluna,
sem ég hafði sjálf þjáðzt undir.
Og mér var fleygt út í þetta
fyrirvaralaust, úr áhyggjulausa
lífinu, sem ég hafði átt hjá pabba
mínum í Llanfechan, sem ég hef
sagt þér frá. Ef ég hefði vitað,
að þessi breyting væri væntan-
leg, að bjarti himinninn ætti að
myrkvast fyrir mér og ástin
verða að hatri, þá hefði það ver-
ið ennþá kvalafyllra en eins og
það kom, snögglega og eins og
hendi væri veifað. Og ég vissi,
að það var einmitt þetta, sem
Alec kvaldist nú af. Ég er alveg
viss um það, góða mín, að þetta
sumar var lífið orðið dásamlegt
fyrir honum. Hann hafði alltaf
þjáðzt af þeirri kennd, að enginn
skildi hann eða kærði sig um
hann (að þér undantekinni) —
að hann væri ekki metinn að
verðleikum. En ástin okkar
breytti þessu öllu. Mig langar
nú ekki til að fara um það mörg
um orðum, en ég held, að þegar
hann hrapaði, hafi það verið úr
mikilli hæð. Hann kvaldist við
tilhugsunina um það, sem í vænd
um var og ég held, að fullyrð-
ingar mínar um, að það væri
ástæðulaust, hefði ekki komið að
neinu haldi, þessar fullyrðingar
um, að hægt væri að hrinda föð-
ur hans út úr tilveru hans með
einu handartaki.
Þegar ég sat þarna með höfuð-
ið á honum í kjöltunni, reyndi
ég að finna ráð út úr ógöngun-
um. Það var rétt að mér komið
að útskýra allt ástandið fyrir
ykkur Isambard, svo að þið gæt-
uð hjálpað mér að hlæja frá hon
um óttann. En það mundi aldrei
geta stoðað. Hann hefði orðið
hvorttveggja í senn, ofsareiður
og auðmýktur, svo að ég hætti
við þá fyrirætlun.
Eitt, sem mér fannst ég þurfa
að vita, var, hvar þetta hús væri
í East End, þar sem hann svaf
öðru hverju. Ég fann mér fjöld-
ann allan af átyllum til þecs að
fara þangað, og hikaði alls ekki
við að taka jakkann, sem Alec
hafði farið úr og leita í vösun-
um. Þarna var vasabók með áálk
fyrir heimilisföng, og meðal
þeirra var, skrifað með blýanti:
„14. Waterside Drive, Wapping".
Ég þóttist viss um, að þetta væri
heimilisfanigið og það var auð-
velt að muna.
Svo vildi til, að þá um morg-
uninn hafði ég fengið bréf frá
Söru Armytage. Hún er þannig
gerð, að henni er alltaf að detta
í hug, snögglega, einhver staður,
sem hún þurfi endilega að ferð-
ast til, og nú sagði hún mér, að
hún ætlaði til Albaníu og vera
þar í september og október. Ég
hef bréfið hennar fyrir framan
miig núna. Hún skrifaði: „Þú
veizt hvað ég er bjánalega tor-
tryggin, og hvað mér er mein-
illa við að skilja húsið eftir
mannlaust. Viltu nú ekki koma
hingað og hafa einhvern kunn-
ingja með þér, og vera hérna
eitthvað af tímanum — og allan
tímann ef þú vilt — Ég ætla að
taka mína ómetanlegu Jory með
mér. Ef þú kemur, verðurðu því
að sjá um þig sjálf, nema þú
viljir heldur fá einhverja hús-
hjálp úr þorpinu".
Þegar Alec vaknaði, fékk ég
honum bréfið, til að lesa það.
Það var eins og honum yrði
hverft við, oig hann sagði: „Nei,
farðu ekki burt. Skildu mig ekki
eftir einan núna, hvað sem þú
gerir"
— Víst ætla ég ekki að yfir-
gefa þig, sagði ég. — Þú kemur
auðvitað með mér.
— Nei, sagði hann og með
ákafa, sem kom mér á óvart.
— Ég vil ekki fara á þennan
stað.
— En, Alec, sagði ég. — Þetta
er dásamlegur staður, sem þú
verður hrifinn af. Það fer vel
um okkur þar.
— Það er ekki dásamlegur
staður, sagði hann. Það er and-
styggilegur staður, með klettum,
sem mala menn í sundur.
— Þú veizt ekkert um hann,
nema það, sem ég hef sagt þér,
sagði ég og var dálítið áköf.
— Nú, ekki það? sagði hann
og leit eitthvað svo einkennilega
á mig. — Ég veit meira um hann
2n þú heldur.
— Við gætum gift okkur og
verið þar hveitibrauðsdagana.
— Nei, sagði hann. — Það er
ýmislegt, sem ég þarf að gera,
áður en við giftum okkur.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
gifting hafði verið nefnd á nafn
okkar í milli, og enda þótt hann
hefði svona einbeittlega ýtt hug-
myndinni til hliðar, gat ég séð,
að hann varð hrærður. Ég fann
nú, að þarna var eina björgunar-
vonin. Við urðum að gifta okkur
strax; hann yrði að losna úr þess
um álögum, sem hann var í. Ég
þóttist sterk og vongóð. Gefðu
mér hann, guð, gefðu mér hann
í nokkra daga og langt burtu frá
þessum skuggum, og ég skal
koma méð hann aftur, hreinsað-
an og heilbrigðan. Og, þetta þolir
enga bið, sagði ég við sjálfa mig,
er ég minntist andlitsins, sem
hafði legið í kjöltu minni, með
titrandi varirnar, og orðin sem
töluð voru í hálfum hljóðum,
sem sýndu, að jafnvel í svefni
var hann ofsóttur og þrugaður.
Nei, það þoldi enga bið. Ég varð
að kveða niður þennan ótta með
styrkleika mínum og gefa hon-
um mína eigin hlýju í staðinn
fjrir þessa fölu drauga. Hann
yrði að vera mín einkaeign frá
þessari stundu. Nú er rétti tím-
inn. Hann hafði legið á hnjánum
í grasinu og horft með kvíða-
svip niður á andlitið á mér, þar
sem ég lá og eitthvað var í aug-
um mínum, sem hann skildi og
sem gat huggað hann.
Þú veizt, Elsie mín, að við
giftumst í septemberbyrjun og
fórum í brúðkaupsferðina í hús-
ið hennar Söru Armytage. Ég get
ekki lýst sælu okkar þennan
tíma. Ást Alecs og meðvitundin
um sigur minn hjálputust þar
að. Ég hafði sigrað. Hann var
heilforigður. Hann var ástúðlegur
og frjálslegur Og hjarta hans
gladdist af fegurðinni þarna á
staðnum, og líkaminn hresstist
í sjónum og sólskininu. Ég man
einn morguninn, þegar ég vakn-
aði og fann, að hann var farinn
úr rúminu. Ég var cð geta mér til
um, hvert han hefði farið, þegar
dyrnar opnuðust og hann kom
— Sjáðu, mamma! Við jiotum frímerk.iasafnið hans pabba til
þess að !áta snjóa.
inn, með bakka í hendinni.
Hann var í engu nema buxunum.
Granni líkaminn hans var orðinn
brúnn af sólinni og fæturnir
skildu eftir dökkan feril á grænu
gólfábreiðunni, af því hann hafði
farið berfættur út í döggina.
Hann kom með disk af jarðar-
berjum, sem mikið var af þarna,
og hafði komið þeim fyrir innan
um lauf, sem glitraði af morgun-
dögginni. Hann lagði þetta, á-
samt kaffi og brauði á bakka,
sem var prýddur gulum rósum,
á hnén á mér. Svo gekk hann
út, án þess að segja orð, og ég
sá, að þarna var ofurlítið papp-
írsblað undir rósunum, og á það
hafði hann skrifað: „Ég hef ^er-
ið úti í morguniblíðunni oig talað
við Ceres oig Flóru, komið auga
á skóga- og vatnadísir og séð
almáttugan guð opna stórt, rautt
auga sitt yfir haffletinum. En ég
sneri mér frá öllu þessu og sagði:
„Nú ætla ég að snúa við og
þjóna ástinni minni, sem hefur
frelsað mig““-
Ó, Elsie. Hefur nokkurntíma
Vc.rið til maður, honum líkur?
Skilurðu, hvernig ég bað til guðs
að mega varðveita hann frá öllu
illu, nú og að eilífu? Og samt
var það kvöldið eftir þennan
morgun, að faðir þinn kom — og
að það var ég, sem kom með
hann!
Mér hafði fundizt það lífs-
nauðsynlegt, að maðurinn yrði
farinn frá London áður en við
kæmum þangað aftur, og að
þessi bernskuótti Alecs yrði að
vera á bak og burt, fyrir fullt
og allt. Ég skrifaði því föður
þínum og það varð honum að
bana — og Alec líka. Næstum
strax eftir að við komum í húsið
hennar Söru, skrifaði ég til þessa
heimilisfangs í Wapping. Ég
sagði, að Alec mundi aldrei koma
þangað aftur, og Fred yrði að
gefa frá sér allar vonir um að
geta verið ómagi á honum eða
þér, af því að allir vinir ykkar
vissu um fortíð ykkar, og mundu
aldrei sýna þeim neina vægð,
sem ættu sökina á henni. Ég
sagði honum berum orðum að
hafa sig á burt og láta aldrei sjá
sig aftur, af því að Alec um-
gengist nú fólk, sem væri ekk-
ert líklegt til að verða eins mein-
laust og börnin hans hefðu verið.
Og í heimsku minni setti ég
þetta í póst en á bréfinu var
heimilisfangið þar sem við
dvöldum.
Þennan dag vorum við úti a3
róa. Við kærðum okkur ekki um
neinn félagsskap nema okkur
eiginn, og gátum vel ráðið við
litla bátinn hjálparlaust. Því
vorum við ekki með manninn,
sem leigði út bátinn, en fengum
hann bara hjá honum. Húsið
hennar Söru er langt frá þorpinu
að minnsta kosti mOu og vegur
ir.n á milli bara troðningur, og
garðurinn nær alvag niður að
einkabryggju, þar sem aldrei
fjarar frá. Þar voru legufæri og
þar geymdum við bátinn, en
bundm léttibátinn við þrepin á
brygigjunni-
SHUtvarpiö
Laugardagur 25. maí
8.00 Morgunútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Ingibjörg
Jónsdóttir).
14.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
16.30 Veðurfregnir. — Fjör í kring-
um fóninn: Úlfar Sveinbjörns
son kynnir nýjustu, dans- og
dægurlögin.
17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleik-
ar, kynntir af dr. Hallgrími
Helgasyni.
18.00 Söngvar í léttum tón.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. —■ 19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 „Rhapsody in Blue“, tónverk
fyirr píanó og hljómsveit eft-
ir George Gershwin.
20.15 Leikrit: „Haust“ eftir Kurt
Götz, í þýðingu Þorsteins Ö.
Stephensen. Leikstjóri: Helgi
Skúlason.
20.45 Hljómplöturabb: Tveir stólpa
tenórar, Helge Rosvænge og
Josef Schmidt (Guðundur
Jónsson ky-nnir).
KALLI KUREKI
— -K
-X -
Teiknari: Fred Harman
THAT LITTLE WfASEL'S RI&HTs
I DON’T PAKETELL REPf l'LL
JUST have t'wait for a lettee
FEOM TH' OL'-TIMEEM------
— Þú ert með á þessu. Segðu þeim
gamla að skrifa mér, þegar hann hef-
ur komizt undan. Ef ég fæ ekki bréf
næsta mánuð, þar sem hann segir
mér að harm sé úr hættu, segi ég
Kalla frá öllu saman. Og þér er ó-
hætt að trúa mér, að það er eins gott
fyrir þig að hann styggist ekki við
þig-
— Nei, það munt þú hreint ekki
gera. Þú þekkir Kalla, og veizt að
hann er mjög samvizkusamur. Hann
mundi þvinga gamla manninn til að
koma með sér og standa fyrir sínu
máli.
— Þessi asni hefur á réttu að
standa. Ég þori ekki að segja Kalla
frá því. Ég get ekkert gert annað en
að bíða eftir bréfi frá gamla mann-
inum.
21.30 Samlestur: „Systurnar sál-
ugu“, smásaga eftir Arnulf
Överland, í þýðingu Árna
Hallgrímssonar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. —
21.00 Danslög. — 24.00 Dag-
skrárlok.
S~ ÞJÓhlUSTA
f&ÖNSK ÞJÓNUSTA
andlitsböó
(landsnurting
hárgreiðsla
CeiUeint tneÓ i/al
Snyrtiisöru.
valhölliSS