Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐlfl Fimmtudagur 30. maí 1963 L — Játning kommúnista Framhald af bls. 1. ræði öreiganna“, sem þrýsti hin- um borgaralegu og fasistísku öfl- um niður, á meðan hinir sósíal- ísku þjóðfélags- og atvinnuhætt- ir eru enn á bernskuskeiði?“ „Fyndist okkur heiðarlegar að farið, ef valdhafar hér lýstu því yfir, að þeir hefðu tekið völdin og létu engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða annað múður“. f>að er sýndarmennskan, til- raunir kommúnistaleiðtoganna til að sviðsetja borgaralegt lýð- ræðisskipulag í löndum sínum, sem hneykslar hina íslenzku kommúnista. Þeir gagnrýna það þannig alls ekki, að frjálsar kosn ingar hafa verið afnumdar og önnur mannréttindi fótum troð- in — og telja það raunar „rétt og sjálfsagt“ — heldur gagnrýna þeir stjórnendur kommúnista- ríkjanna fyrir þann heigulshátt að ganga ekki hreint til verks og játa það, að í kommúnistaríkjun- um ríki „alræði öreiganna" og í því skipulagi sé ekki rúm fyrir slíkan hégóma sem frjálsar kosn- ingar eða frjálsar umræður. Að þessu leyti virðast þeir því jafn- vel enn forhertari en UÍbricht og aðrir einræðisherrar kommún- ismans. ★ FYRIRLITNINGÁ LÝÐRÆÐINU Nokkru síðar segir: En hvaða þýðingu hafa þessar yfirlýsingar kommúnista um fá- nýti lýðræðislegra stjórnarhátta, fyrir íslendinga? Á því leikur enginn vafi, að eftir sem áður telja þeir það sína æðstu köllun að leiða hið komm- úníska skipulag yfir íslendinga, enda sýna mörg ummæli þeirra það ótvírætt. Þrátt fyrir þá harð- stjórn og kúgun, sem þeir viður- kenna berum orðum, að komm- únisminn hafi haft í för með sér alls staðar, þar sem honum hefur verið komið á, vilja þeir þó inn- leiða skipulag hans á fslandi. Þeir lýsa því yfir, að þeir telji sér skylt að verja kommúnista- ríkin í ræðu og riti fyrir and- stæðingum þeirra, enda þótt þeim sjálfum sé fyllilega kunn- ugt um einræði þeirra og ógnar- stjórn. Þeir vilja koma á komm- únisma á íslandi án þess að geta leitt hinar minnstu líkur að því, að hann verði framkvæmdur á annan hátt en eftir hinum óhugn anlegu leiðum, sem farnar hafa verið í kommúnistaríkjunum austan járntjalds og þeim er full ljóst, að af framkvæmd hans muni leiða afnám lýðræðislegra stjórnarhátta. Það er þetta annarlega viðhorf eins stjórnmálaflokks þjóðarinn- ar til frelsis hennar og sjálfs- ákvörðunarréttar, þeirra gæða, sem hún hefur barizt fyrir um aldir og talið frumskilyrði mann- sæmandi lífs, sem íslendingum stendur ógn af, og hlýtur í þeirra augum að teljast alvarlegasta ávirðing þess flokks. ★ MÆLA OFBELDIS- VERKUNUM BÓT í formálsorðum II. hluta Rauðu bókarinnar segir m.a.: Skýrslur, þær, sem Sia-menn sendu sín á milli og hér birtast, veita enn eina sönnunina fyrir hinu nána sambandi íslenzkra kommúnista við alþjóðahreyf- ingu kommúnismans og sýna, að afstaða þeirra er hin sama og fyrr. Þannig leggja þeir t.d. bless un sína yfir öll ofbeldisverk kommúnistaríkjanna innanlands og utan og reyna að afsaka þau. Þeir lýsa því m.a.s. yfir, að þeir telji sér beinlínis skylt að verja allar gerðir þeirra og stefnu. Og þrátt fyrir það, að þeir hafi sjálf- ir orðið vitni að hinni ógn- þrungnu harðstjórn, sem komm- únisminn hefur leitt yfir margar þjóðir, telja þeir það eftir sem áður aðalhlutverk sitt að koma á kommúnisma á íslandi eftir aust- rænum fyrirmýndum og lúta for- ystu hinna erlendu harðstjóra. í þeim tilgangi að gera íslenzka kommúnista hæfari til þess að vinna að þessu ætlunarverki sínu hefur forysta kommúnistaflokks- ins komið nokkrum tugum ungra kommúnista í fóstur hjá „félög- unum“ í járntj aldsríkj unum, þar Stúdentafélag Reykjavíkur Kvöldvaka að Hófel Borg Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til kvöldvöku að Hótel Borg og hefst hún kl. 21. SKEMMTIATRIÐI: 1. Einsöngur, Magnús Jónsson, óperusöngvari 2. Skemmtiþáttur, Karl Guðmundsson, leikari. 3. Nýtt skemmtiatriði, The Prince Sisters. 4. Að lokum verður dansað. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Stjórnin. Móðir mín SIGURBORG GEIRMUNDSDÓTTIR lézt 25. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram. Þakka auð- sýnda samúð. Sigurður Jónasson. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir okkar GÍSLI GÍSLASON verzlunarmaður, Seljavegi 23, andaðist að heimili sínu 29. þessa mánaðar. Ragnheiður Clausen, Hólmfríður Gísladóttir, Haraldur Halldórsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Holger Pétur Gíslason, Olga Benediktsdóttir, Árni Árnason. sem þeir auk annars náms fá rækilega skólun í kommúnísk- um fræðum, og sterkur grunur leikur á, að sumir þeirra a.m.k. hljóti einnig góða þjálfun í njósn um og undirróðurs- og skemmd- arverkastarfsemi. En það er síð- ur en svo nokkur nýlunda, að íslenzkir kommúnistar séu send- ir til þess konar náms, því að margir þeirra, sem á undanförn- um áratugum hafa gegnt forystu hlutverki í Kommúnistaflokkn- um hér á landi, hafa einnig á sín- um yngri árum dvalizt árum saman í Sovétríkjunum í sama tilgangi. Á SIGLT Á MILLI SKERS OG BÁRU Deilur þær, sem urðu á 12. flokksþinginu um afstöðu „Sósíal istaflokksins" til uppreisnarinn- ar í Ungverjalandi 1956, eru lær- dómsríkt dæmi um húsbóndaholl ustu íslenzkra kommúnista. Þær deilur snerust ekki um það, hvort valdbeiting Sovétríkjanna hafi átt rétt á sér; um það voru allir sammála, sem til máls tóku um þetta efni. Ágreiningurinn var um það eitt, hvort „Sósíalista- flokkurinn“ og „Alþýðubanda- lagið“ hefðu beinlínis átt að mæla hryðjuverkum Sovétríkj- anna bót á opinberum vettvangi eða slaka örlítið á flokksaganum í svip og láta það viðgangast, að einstakir flokksmenn og mál- gagn flokksins tækju að ein- hverju leyti undir fordæmingu íslenzks almennings á atferli Sovétríkjanna, eins og miðstjórn flokksins ákvað. Brynjólfur Bjarnason og nokkrir fleiri töldu þannig sjálfsagt að sýna Rússum fulla hollustu, þó að á móti blési, en Brynjólfur sagði m.a.: „í Ung- verjalandsgaldri samþykkti mið- stjórnin heimild fyrir félagana til að mótmæla íhlutun Rússa. í Alþýðubandalaginu greiddi eng- inn atkvæði á móti þessu. Mér brá við þessa samþykkt. Rökin voru hæpin: æsingar væru svo miklar, að við gætum ekki annað — Vifnisburður Framh. af bls. 16. versta, sem yfir okkur hefur komið á— síðari tímum. Öll þessi ár vantaði okkur bænd- ur upp á tilskilið verðlags- grundvallarverð og sum árin mikið t.d. um 30 aura á mjólk- urlítra 1957. Aldrei heyrði ég samt Framsóknarmenn, hvorki á Búnaðarsambandsfundum né aðalfundum M.B.F., kvarta undan því, að vantaði á kaup- ið, en þeim varð hins vegar tíðrætt um áhuga aldamóta- manna í ungmennafélagsskapn um og minntu á þær hugsjón- ir. Þá heyrðist ekki frá þeim barlóms væl um erfitt stjórn- arfar. Hin lága útborgun staf- aði meðfram af halla á út- flutningi landbúnaðarafurða. Úrræði Frámsóknarflokksins voru þá þau: að stórhækka fóðurbætinn — til þess bein- línis að draga úr framleiðsl- unni! Og þetta voru úrræði bændaflokksins, sem réði land búnaðarmálunum! — Þá var alltaf verið að skerða krón- una, þótt það væri aldrei kall- að gengisfelling, og olli það stórhækkun verðlags. í einni hryðjunni hækkuðu þeir t.d. dráttarvélar fyrirvaralaust um 20 þúsund kr. og kom það mjög illa við margan bónd- ann sem pantað hafði dráttar- vél. — En hvernig finnst þér stjórnarandstaða Framsókn- ar? — Ja, oft hefur stjórnar- andstaðan verið ábyrgðarlítil, en þó keyrir nú um þverbak. Nú virðist eiga að gera mest- an hita um viðkvæmt utan- ríkismál, mál sem okkur varð ar kannske mest að leysa um langa framtíð og lýðræðis- flokkarnir hefðu átt að standa en mótmælt. Þetta er hættu- merki, og ég missti traustið á miðstjórninni“. Hins vegar taldi t.d. Lúðvík Jósepsson klókinda- legra, að flokkurinn í orði kveðnu léti að einhverju leyti undan hinu sterka almennings- áliti, og sagði hann m.a.: „Gagn- rýni hans (Brynjólfs) á afstöð- imni til Ungverjalandsatburða er ekki réttmætt. Siglt var á milli skers og báru til að forða átökum innan flokksins um þau mál“. — Þessi ummæli sýna glögglega, að hjörtu íslenzkra kommúnistaleiðtoga slá nú í takt við hjarta Krúsjeffs á sama hátt og þau áður slógu í takt við hjarta „mannsins bezta vinar“, eins og þeir kölluðu fyrirrennara hans, Stalín. ★ LANDHELGISMÁLIÐ ÁTTI AÐ „REKA FLEYG í NATÓ“ Látum það þó vera, að komm- únistar miði málefnaafstöðu sína við hagsmuni Sovétríkjanna, þeg ar það fer ekki beint í bága við brýnustu hagsmuni íslendinga. Það skipti aðra íslendinga e.t.v. ekki svo miklu, ef þeir létu af þjónkun sinni við Sovétríkin, þegar íslenzkir hagsmunir eru í veði. En svo er því miður ekki, því að reynslan hefur sýnt, að jafnvel þá láta kommúnistar hina sovézku hagsmuni sitja í fyrirrúmi. Ummæli Guðmundar Vigfússonar um landhelgismálið á 12. flokksþinginu leiða ótvírætt í Ijós, að það, sem fyrst og fremst vakti fyrir foringjum kommún- ista með útfærslu landhelginnar 1958 var að stofna til illdeilna milli íslendinga og annarra vest- rænna þjóða og veikja með því varnarsamtök lýðræðisríkjanna í þágu Sovétstjórnarinnar, þó að þeir hafi vitaskuld einnig tekið fegins hendi hinum efnahags- lega ávinningi, sem af útfærsl- unni leiddi, eins og aðrir íslend- ingar. En megintilgangur þeirra var samt að „reka fleyg í NATO“, eins og Guðmundur orð- saman um. Og ríkisstjórnin skömmuð — ekki fyrir það, sem hún hefur gert — held- 'yrir það, sem hún er sögð hafa ætlað að gera! Sama ábyrgðarleysið er við- haft í landhelgismálinu, þar sem allir viðurkenna nú, að það mál hafi verið leyst mjög farsællega. Greindur Fram- sóknarbóndi hér í Mýrdaln- um sagði við mig, þegar æs- ingar Tímans stóðu sem hæst: „Ég er nú ekki það fanatísk- ur, að ég viðurkenni ekki það, sem ég tel vel gert. Frá mínu sjónarmiði tel ég land- helgismálið hafa leystst mjög farsællega." — En hvernig finnst þér nú verandi stjórn hafa haldið á landbúnaðarmálunum? — Framsóknarmenr. fárast mjög yfir því hve afurðaverð- ið sé lágt og kenna ríkis- stjórninni um að svo sé, en gleyma því jafnframt. að það er fyrst og fremst samnings- atriði milli bændanna sjálfra og neytenda (6-manna-nefnd- in) og er ríkisstjórnin ekki einráð um það, hvorki nú né þegar Framsóknarmenn réðu bessum málum.- Um bað má vissulega deila hvað sé sann- gjarnt afurðaverð eins og hvað sé sanngjarnt kaupgjald yfir- leitt. — En það eru einkum tvö atriði, sem mér finnst sýna, að stórbreyting hafi orð ið til batnaðar síðan Ingólfur Jónsson tók við landbúnaðar- málunum: Meðan Framsókn réði þeim voru bændur ár- lega stórsviknir um umsam- ið afurðaverð. Nú höfum við fengið fullkomna kauptrygg- ingu með því að tryggt er fullt verð á útfluttar afurðir og heimild til þess að hækka verðið 4 sinnum á ári. Er þetta atriði eitt ómetanlegur fengur fyrir bændur hjá þvi öryggisleysi, sem áður ríkti. Þá hefur lánamálunum loks- aði það, sem var í beinni and- stöðu við óskir mikils meirihluta íslenzku þjóðarinnar, en hina vegar þýðingarmikið hagsmuna- mál Sovétríkjanna. Og af sömu hvötum er runnin barátta þeirra gegn dvöl hins bandaríska varn- arliðs í landinu, sem dvelst hér I samræmi við vilja meginþorra þjóðarinnar, en er Sovétstjórn- inni hins vegar mikill þyrnir I augum. Síðasta dæmið um holl- ustu íslenzku kommúnistaleið- toganna við Moskvuvaldið eru svo viðbrögð þeirra, er upp komst um njósnatilraunir sov- ézka sendiráðsins hér á landi, þegar þeir réðust með brigzlyrð- um á þann íslending, sem ljóstr- aði upp um atferli þeirra, en mæltu hins vegar ekki eitt ein- asta ámælisorð í garð hinna sov- ézku njósnara, sem ógnuðu ör- yggi íslenzka ríkisins með atferli sínu. Hinar tíðu ferðir íslenzkra kommúnistaleiðtoga á fund sov- ézkra ráðamanna tala einnig sínu máli um hið nána samband þeirra, þó að af eðlilegum ástæð- um sé lítið um það vitað, hvað þeim fer á milli innan þykkra múra Kreml. En svo mikið er víst, að ekki eru það allt sak- lausar kurteisisheimsóknir. Þann ið hefur t.d. komið fyrir, þegar ósamlyndi íslenzku kommúnista- leiðtoganna hefur verið hvað mest, að sendinefndir hafa farið í austurveg og lagt deilumálin í gerð sovézkra leiðtoga; og sömu- leiðis mun það hafa gerzt, að ís- lenzkir kommúnistar hafi bein- línis klagað hvern annan fyrir „félögunum" í Kreml. ins verið komið á fastan grund völl í stað þeirrar ringulreið- ar, sem áður ríkti. Því svo bezt heldur uppbygging sveit- anna áfram, að tryggt sé nægi legt fjármagn til þeirra hluta. Þessi stórmál voru í megnasta ólagi meðan Hermann Jónas- son var landbúnaðarráðherra og Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra og virtist hvorugur hafa áhyggjur af. En táknrænt finnst mér það um núverandi stefnu Framsóknarflokksins, að hann skuli vera á móti því, að fjár- hagsleg uppbygging landbún- aðarins sé tryggð með 1 kr. framlagi frá bændum á móti hverjum 3,50 kr. frá neytend- um og ríki, en telja svo sjálf- sagt að draga a.m.k. 100 millj. kr. út úr sveitunum til þess að byggja lúxus-hótel í Reykjavík.“ Úndir lok viðtalsins segir m.a.: „— Um hvað er kosið? — Það virðist mér vera al- veg ljóst og sjaldan legið Ijós- ara fyrir en nú: Að þeir flokk ar, sem farið hafa með stjóm landsins muni standa saman eftir kosningar og halda sömu stjórnarstefnu. En oftast áður hefur ríkt algjör óvissa um, hverjir ynnu saman að kosn- ingum loknum. Ég tel geysi- mikið atriði að vita það fyrir- fram og eins, hver stjórnar- stefnan verður. Hins vegar er mjög hætt við — missi núver- andi stjórnarflokkar meiri- hluta aðstöðu sína — að „ekki verði samstaða um nein úr- ræði.“ Skaftfellingar hafa sjaldan átt sterkari leik á borði: að standa fast saman um Ragnar Jónsson í komandi kosning- um, því að hann er gjörkunn- ugur sýslubúum og enginn ef- ast um, að hann muni sjálfur duga við hvað það, sem hon- um er til trúað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.