Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLÁÐI Ð Fimmtudagur 30. maí 1963 Úr Austurlandaför Framhald af bls. 3. því, að það væri einn af leynd- ardómum Egyptalands, hvernig það ilmvatn væri búið til, en þekkingin um tilbúning þess hefði lifað kynslóð fram af kyn- slóð allt frá dögum þeirra Nefer- títe og Kleópötru, sem ekki hefðu viljað sjá annað ilmvatn. Þetta væri sú ilmvatnstegund, sem fundizt hafi í gröf Tútenkham- ons, og enn ilmað, er gröf hans hafi verið opnuð, eftir að hafa verið fólgin í jörðu í innsigluð- um ílátum á fjórðu áraþúsund. Væri það sem dæmi um ágæti þessa ilmvatns, að Farúk, hinn kvenholli og síðar burtrekni konungur þeirra, hafi notað þetta ilmvatn faraósins á vinkonur sínar sér sjálfum og þeim til yndisauka, en einn buðkurinn væri enn geymdur í safninu í Kaíró, án þess að innsigli hans hafi verið brotið. Frakka kvað hann fá efni í sín ilmvötn sunn- an að, en þeir blönduðu þau tífalt, þegar til Frakklands kæmi með ýmsum öðrum efnum. En hér væri um hreint egypzt ilm- vatn að ræða. Við seljum ekki þessi vísindi dýrari en við keypt- um þau, ekkert okkar. En við fylltum nefið af þægilegri ang- an af „leyndardómi eyðimerk- urinnar" og „lótusblóminu“ og gerðum kaup. Mér er það minnisstætt, að morguninn eftir vaknaði ég klukkan tæplega sex og varð reikað út að glugganum. Þá sá ég gullroðna dagsbrún í austri, og í þessum morgunljóma sá ég lengst út við sjóndeildarhring mosku Móhameð Alí birtast með hvolfþaki sínu og mjóturnum eins og klippta út úr svörtum pappír. Sphinxium mikli vaðfuglar halda sig í hópum á bökkum hennar og pálmarnir, eins og háir, grannir staurar með fjaðurskúf upp úr kollinum, draga að sér athygli, vegna feg- urðar og hinna þungu, gulu döðluklasa. Sagt er, að Memfis hafi verið grundvölluð af Menes faraó, fyrsta þjóðhöfðingja Egypta- lands, sem sögur fara af. Það er ekki auðvelt að gera sér í hug- arlund, að á þessum stað hafi einu sinni staðið stórborg. Þarna er fátt um fornminjar og er margt, sem veldur, t.d. brott- flutningur grjóts á liðnum öld- um. En á þessum stað er hin fræga alabasturs-sfinx. Hún er 26 feta löng og 14 feta há og vegur 80 tonn. Sfinxin var graf- in úr jörðu 1912. Annað mjög merkilegt á þessum stað er líkn- eski Ramsesar mikla. Þetta tröllaukna alabasturslíkneski var grafið upp 1820 og er nú liggj- andi, því fætur eru brotnar af neðanvert. Upprunaleg hæð myndarinnar hefur verið 42 fet. í hendi sér heldur Ramses á stranga eða kefli, sem á er letr- að: „Ramses, elskaður af Am- ún“. — Kaffibrúnir verðir í hvítum, óhreinum kuflum seldu gripi, sem þeir fullyrtu að hefðu komið úr jörðu við uppgröft. Borg’hinna dauðu Svo var haldið til Sakkara, borg hinna dauðu, og er hún skammt frá Memfis. Þar er hægt að sjá elztu list jarðarinnar, ekki í safnhúsi, heldur í sínu rétta umhverfi. Þar fékk ég mér asna til reiðar. En þá hófst sama leiðindasuðið og áður í úlfalda- karlinum. í Sakkara er hinn frægi stallapýramíti, elzti pýra- míti Egyptalands. Hann er graf- hýsi Zosers faraós og byggður af honum. Til sýnis er líkneski Zosers, sem nýlega hefur fund- izt, fimm þúsund ára gamalt og ef til vill elzta líkneski, sem nú er til í heiminum. Haldið suður með Níl Síðasta daginn, sem dvalizt var í Egyptalandi, var snemma dags haldið til Memfis. Hún er elzta höfuðborg landsins og á vinstri bakka Nílar, suður af Kairó. Það var margt, sem bar fyrir augu á þessari leið. Kjör og atvinnu- hættir landsins barna birtast í allri sinni nekt, þegar komið er út í fátækrahverfi borgarinn- ar og ekið er inn eftir Nílardaln- um. Sveitafólkið stendur í ökla í vatni, aur og eðju. 1 vatninu er örsmá sníglategund, sníkju- dýr, sem smýgur gegnum húð- ina og veldur sjúkdómum. Unn- ið er með írumstæðum áhöld- um. Ég veitti athygli uxa, sem látinn var ganga hringinn í kringum brunnhús eitt. Akrarn- ir eru vökvaðir með því vatni, sem uxinn á þennan hátt dælir upp. Skammt frá voru konur nokkrar að þvo þvott upp úr ánni. Þarna sá ég svipmynd brugðið upp frá dögum faraó- anna. Framhjá gengu í lest nokkr ir úlfaldar í upphafinni reisn. En yfirleitt eru asnar notaðir til áburðar og dráttar. Það er furðu- legt, hvað er lagt á þennan smá- vaxna, en auðmjúka og lítilþæga þjón. Við ökum meðfram Níl, þess- ari miklu, frjóvgandi móðu og móður egypzkrar þjóðar og eg- ypzkrar menningar. Sú gulbleika eyðimörk, sem er á báðar hend- ur, væri einnig hér ríkjandi, ef árinnar nyti ekki við. Frá þess- um bláa himni, sem hvelfist yf- ir Egyptaland, er sjaldan regns að vænta. En Níl bætir það svo ríkulega upp, að hvergi eru frjósamari akrar. íbis og aðrir Kæri Velvakandi. í dálkum þínum í dag er rætt um upplestrarfrí undir stúdents próf í Mennntaskólanum, og virðist það hafa verið gert áður, en þá grein hef ég ekki séð. Fundið er að því fyrirkomu- lagi, sem hefur tíðkazt um ára- tugi, að hafa upplestrarfríið heillegt, en prófin síðan svo til dag eftir dag. Bent er á, að í Verzlunarskólanum og nú í Menntaskólanum á Laugarvatni sé sérstakt upplestrarleyfi fyr ir hverja námsgrein, og síðan tekið próf í henni. Kostir eru taldir þessir: 1. Minni þolraun fyrir nem- endur. 2. Betri prófárangur fyrir nemendur, hærri einkunn- ir. í lok greinarinnar er bent á, að ranglátt sé að hafa ekki sama hátt á þessu í þeim skólum, sem útskrifa stúdenta og þar sem einkunnargjöf á að vera sam- bærileg. í þessu atriði er ég bréf ritara fyllilega sammála. Ég tek undir með honum í þeirri kröfu „að sami háttur sé hafð- ur á prófum í öllum þeim skól- um, þar sem sömu einkunnar er krafizt“. Við höfum oft orðið verir við þá óánægju, sem það misræmi sem nú er, hefur vak- ið. En það kem-ur til kasta skólayfirvaldanna að sam- ræma þetta. Oft undanfarin ár hafa nemendur Menntaskólans í Reykjavík bent á, að þeir, sem fengið hafa stúdentsrétt- indi sín frá Verzlunarskólanum fái tiltölulega hærri einkunnir vegna þessa fyrirkomulags, sem þar er á prófum og þar af leið- andi hlutfallslega meiri náms- styrki til háskólanáms. Þeir hafa því oft farið fram á, að Menntaskólinn tæki upp þetta skömmtunarfyrirkomulag á upp lestrarleyfinu. Hingað til hafa þó mennta- skólarnir í Reykjavík og á Akur eyri staðizt þessa freistingu, og er bezt að taka það strax fram, að það stafar ekki af neinum illvilja í garð nemendanna! Ástæður eru að mínu viti þessar: 1. Upplestrarleyfið á a3 vera þolraun, þar sem reynir á viljafestu nemandans og getu hans til þess að vinna sjálfstætt og skipulega eft- ir eigin vilja eða verkefni, sem hann eftir eigin ósk ætlar að leysa af hendi á ákveðnum tíma. Þannig er líka námið i há- skólanum, þegar þangað kemúr, og þannig er lífið. Næst var að skoða hið svo kallaða Serapeum með Apis- gröfunum, sem fornfræðingurinn Mariette fann 1850. Þarna eru neðanjarðargrafhýsi Apiskálf- anna, sem tignaðir voru af Forn- Egyptum í Ftah-musterinu í Memfis. Sólguðinn, faðirinn og skaparinn Ra eða Amún-Ra, var í Memfis nefndur Phah. Hann var mestur þeirra 438 guða og gyðja, sem Forn-Egyptar dýrk- uðu. Þeir hugsuðu sér, að guð- irnir gætu birzt í líki dýra. Ósír- is, guð eilífa lífsins, holdgaðist í Apisbolanum, sem þekktist af ýmsum einkennum, t.d. hafði hann hvíta stjörnu í enni. Hon- um var þjónað í musterinu, og þegar hann dó varð þjóðarsorg. Álitið var, að hann gengi inn í dýrð guðanna éftir dauðann. Þá var leitaður uppi annar boli með sömu einkennum. Smurðir lík- amar Apisanna voru lagðir í við- hafnarkistur úr gljáfægðu, svörtu eða rauðu graníti. Þær vógu 65 tonn. Grafarherbergin eru sitt hvoru megin við 350 m langan gang. Við veittum því athygli að lokin á kistunum höfðu ver- ið færð til. Það er verk graf- ræningja löngu liðinna alda,'sem hafa stolið svo að segja öllu fé- mætu. Þótt þessi skuggalegu grafhýsi Apiskálfanna séu rétt hjá stallapýramítunum, er mik- ið djúp tímalengdar staðfest þar á milli. Grafirnar eru hvorki meira né minna en hálfri þriðju árþúsund yngri, sem er jafn- langur tími og frá greftrun Ap- iskálfanna til vorra daga. Ein- mitt þetta atriði gefur til kynna aldur stallapýramítanna. Þó eru Apiskisturnar svo gamlar, að þær eru frá dögum Jeremía spámanns, eða 600 árum fyrir Krists burð. 2. Mjög er það mismunandi langur tími, sem hver ein- stakur nemandi þarf til þess að lesa upp hverja ein staka námsgrein. Einn þarf marga daga til þess að lesa t.d. sögu en fáa til að rifja upp t.d. frönsku, en annar er söguhestur og þarf rétt aðeins að fletta bókinni til þess að kunna söguna vel, en er miklu lé- legri í frönskunni og þarf þar lengri tíma. Með löngu samfelldu upplestrarleyfi getur nemandinn jafnað þennan mismun að eigin geðþótta. En með því að skammta öllum jafnt upplestrarleyfi fyrir hverja námsgrein fær einn of stuttan og ann ar of langan tíma, einn fyr ir þessa og annar fyrir hina námsgreinina. Nem- endurnir eru, Guði sé lof, engar samstilltar hakkavél ar, sem geta skilað jafn- miklu á sama tíma, heldur persónur með einstaklings bundnum eiginleikum. 3. Með skömmtunarfyrir- komulaginu tel ég, að nem- endum sé gefið undir fót- inn með að vanrækja nám- Nú lögðum við leið okkar 1 grafhýsi Tís, sem er í Sakkara. Það er 2500 ára gamalt. Tí var hirðstjóri faraós og auðmaður mikill. Veggir þessa grafhýsis eru þaktir mikilfenglegum myndum, er sýna verktækni og vinnu- brögð Forn-Egypta. Þar sjást þeir við kornskurð, veiðar, skipasmíð- ar og alls konar störf. Myndirn- ar eru stílfærðar, en mjög ná- kvæmar. Nútímamenn hafa fræðst mikið um fortíðina á því að sökkva sér niður í þetta myndasafn. Þar er Tí sjálfur í hringiðu athafnalífsins, dýrkað- ur og dáður, en gerður marg- faldur að stærð á við annaa landslýð. Afríka kvödd Síðdegis þennan sama dag hóp- uðumst við út í langferðabílinn, sem átti að flytja okkur út á flugvöllinn. Það komst líf 1 tuskurnar hjá götusölunum, því nú voru síðustu forvöð að pranga varningi inn á íslending- ana. „Skóhorn!“ heyrði ég einn þeirra kalla. Ég rak upp stór augu og lagði við hlustirnar. Gat það verið, að orð í íslenzku og arabísku væru svona lík? Nei. — Arabarnir voru bara orðnir svona vel að sér í íslenzku. Þeir eru ekki tornæmir götusalarn- ir í Kaíró! Við vorum ekki gin- keypt fyrir varningi þeirra. En þeir létu sig ekki. Ef einhvers staðar var rifa á glugga, þá var um að gera að smeygja þar inn alinlöngum skóhornum. Og hit- inn torveldaði að hverri smugu væri lokað. Loks þótti lögregl- unni tilhlýðilegt að láta að sér kveða. Rak hún sölumenn burtu með harðri hendi. En þá hafði einn Arabinn verið búinn að Framhald á bls. 9. ið um skólatímann enn meir en nú. Þeir treysta á það að geta gleypt í sig 1 upplestrarfríinu eina og eina námsgrein í senn, svo að hægt sé að muna nokk- uð úr henni rétt yfir próf- daginn. Og satt að segja er það vel mögulégt fyrir greinda og næma nemend- ur. — En mér finnst varla bætandi á vinnuleysið hjá mörgum nemendum um skólatímann. 4. Skömmtunarfyrirkomulag ið stuðlar að hærri eink- unnum hjá einstökium nem endum heldur en þeir í raun og veru standa und- ir og þar af leiðandi að ranglátum einkunnum, sem gefa enn rangari upplýsing ar um nemandann en eink unnir annars gefa, en þær eru vitanlega oft skeikul- ar, og má tæpast á það bæta. En höfuðatriðið er þó það, sem ég fyrst taldi, að ég tel að upplestrarleyfið eigi að þjálfa og reyna á skapfestu nemand- ans, skyldurækni hans, vinnu- semi, heiðarleika og trú- mennsku í starfi. En það eru þessir eiginleikar sem mestu varða í lífinu, sem byrjar með fullri alvöru að loik inni stúdentsprófsvinnunni. 29. maí 1963, Einar Magnússon menntaskólakennarl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.