Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 3
Fimmtuðagur 30. maí 1963 MORCUNBLAÐIÐ 3 Pjóðminjasaínið skoðað Ég sagði frá því í síðustu grein er hópur okkar íslenzkra ferða- langa skoðaði Keópspýramítann og Sfinxina miklu. Að þeirri ferð lokinni fórum við í „Eg- ypzka safnið“, sem er eitt hið merkilegasta í heimi. Egypta- land hefur verið rúið miklu af sínum fornminjum, og hafa Eng- lendingar og Frakkar fengið bróðurpartinn. En það var Frans- maðurinn Mariette, sem kom Eg- ypzka safninu á fót, og var það staðsett í Kaíró árið 1902. Þann- ig stöðvaði þessi útlendingur rún ingu landsins að fornum mun- um. Þegar komið er inn í þetta safn, heilsar manni líkneski Rams esar II. Mörg þúsund ára gaml- ar múmíur verða á vegi okkar. Nöfn og afrek hinna látnu eru skráð á múmíureifarnar með hýeróglýfri. Þar er nokkurs kon- ar líkræða. En sérstaklega er mér minnisstætt lik sex ára drengs, sem er óvenjulega vel varðveitt. Þarna eru kistur úr graníti, sandsteini og alabastri, fagrar mjög. Á mörgum þeirra eru myndir af guöinum Anúbis, en hann var með sjakalahöfuð. Dómur gekk yfir hvern mann, þegar í stað eftir dauðann, að trú Forn-Egypta, og það var guðinn Anúbis, sem leiddi hinn látna í dómsal Ósiris. í návist hans var það Anúbis, sem vóg hjartað á móti fjöður, en hún var tákn sannleika og réttvísi. — Þess má geta, að Anúbis var íonur Ósíris og gyðju einnar, sem guðinn tók í misgripum fyr- ir konu sína! Á egypzka safn- inu er fjöldi höggmynda, sem vekur athygli. Sumir horfa með kristalaugum — og tala ég þar ekkert líkingamál. En það, sem vakti mesta athygli okkar allra og gerir minningu þessa safns ógleymanlega — mig fyrir mitt leyti þyrstir eftir að sjá það aft- ur — voru munirnir, sem fund- ust í gröf Tútenkhamons fara- ós, en þeir eru þarna til sýnis. Áður en ég minnist nánar á þessa safnmuni, þykir mér hlíta eð fara nokkrum orðum um út- fararsnið Forn-Egypta og þær hugmýndir, sem þeir gerðu sér um framhaldslífið. Trú þeirra á annað líf var djúptækt, og þeir lögðu mikið á sig til að tryggja sér það. En andinn — ka — gat aðeins hald- ið áfram tilveru sinni, ef nafn hins látna var munað og líkama hans haldið við. Ef vissum skil- yrðum var ekki fullnægt, var líklegt að illa færi fyrir anda hins framliðna og slæmar vistar- verur biðu hans. Þetta olli því að farið var að smyrja líkin, gera þau að smyrlingum eða múmíum og byggja hin traustu grafhýsi, sem náðu hámarki í pýramítunum. Sérstaklega var allt hugsanlegt gert til þess að tryggja farónum eilífan vel- farnað og oft þúsundum manns- lífa fórnað í þeim tilgangi. Sjálfs elska egypzka þjóðhöfðingjans í þessu tilliti var takmarkalaus. — þegar lík voru tekin til smurning ar voru öll innylfi fjarlægð nema hvað steinpadda var oft sett í hjarta stað. Heilinn var dreginn út um nefið með töngum. Síðan var líkið lagt í lút alllangan tima og þá þurrkað. Að því búnu var það fyllt kryddjurtum og hálmi og vafið líni. Að lokum var það sett í eina eða fleiri lík- kistur. Öll innyfli voru vandlega geymdi í alabasturs eða leirker- um, sem kölluð voru kanópik- ker. Varnagli var settur fyrir því, að líkaminn skyldi eyðileggj ast, því lítil líkneski, sem líktust hinum látna, voru látin í gröf- ina hjá likinu og kanópik-kerinu svo ka hins látna gæti þá tekið sér bólfestu í einhverju þeirra. Til viðhalds lífi hins dána og honum til unaðsemda var matur og drykkur settur hjá múmí- unni og alls konar hlutir, sem höfðu verið hinum látna til gagns og gleði í jarðlífinu. Á veggjum grafarinnar var alltaf að finna nafn hins látna skráð margsinnis. Hinir fornu faraóar komust loks að raun um, að aðrir stað- ir mundu vera heppilegri til að geyma jarðneskar leifar þeirra og auðæfi til munaðar í eilífa lífinu en hinir traustu og ramm- byggðu pýramítar. Tútenkhamon var falinn í jörðu með auðæfum sínum. Gröf hans fannst í Kon- ungadalnum svo nefnda. Það voru þeir Carnarvon lávarður og Howard Carter, sem gerðu þessa uppgötvun 1922. Rannsókn á öll- um þeim dýrmætu og fögru grip- um, sem fundust í gröf hans, tók mörg ár. Það var fyrst vet- urinn 1926-27, að gullnar líkkist- ur Tútenkhamons voru opnaðar og vafningarnir raktir af smyrl- ingi hans. Tútenkhamor telst ekki til hinna merkari faraóa. Hann kom til ríkis 12 ára og lézt 18 ára að aldri. Hann lifði um miðja fjórtándu öld f. Kr. og var tengdasonur Akhnatons og Nefertítis. Við göngum inn í sal- arkynni þau, sem geyma þennan mikla grafarfund, samnefnara allra þeirra leyndardóma fornrar menningar sem nútímarannsókn- ir hafa afhjúpað. Orðlaus af undrun virtum við fyrir okkur allar þær gersemar, sem hér eru til húsa og listrænan frá- gang Forn-Egypta, jafnt í stóru sem smáu. Hér er gullgríman, sem felld var yfir höfuð og herðar •faraósins, greypt marglitu gleri alabastri, kerneól og obsidian. Hún sýnir aðdáanlega vel and- litsfall þjóðhöfðingjans. Þarna eru tvær kórónur hans, önnur fyrir efra og hin fyrir neðra Egyptaland. Skrautlegir stólar eru þarna, sem konungurinn sat í, þegar hann var barn að aldri. Við sjáum hið fræga hásæti Tút- enkhamons úr viði, lagt blað- gulli og sett dýrum steinum. Á því er hin fagra mynd úr hjú- skaparlífi hans, en fótskörin er táknmynd af því, hvernig hann treður á óvinum ríkisins. Kon- ungurinn er einnig sýndur í líki ljóns, og á það að sýna styrk- leika hans. Ýmsa smáhluti mætti nefna, sem gaman var að sjá, svo sem blævæng úr strútsfjöðr- um, gimsteinaöskju faraós og konu hans, 5 alabastursvasa und- ir ilmvötn, verndargripi, hár- lokk, gullsandala konungsins, taflborð hans, þrjú, lítil styttu- laga skrín með innyflum hans og þannig mætti lengi telja. Margar orrustu og veiðiferða- myndir eru þarna, fullar af lífi og þrótti. Þær bera vott um frá- bæra dráttlist. Ég veitti athygli fjórum gullnum rekkjum og þótti einkennilegt, að þær voru lægstar í miðjunni. Þarna er einnig hið fræga egypzka dán- arskip, gert úr fílabeini. Hér gef- ur að líta fjögur rúm, sem lík konungsins var látið liggja í, áð- ur en það var jarðsett, og eru þessar rekkjur mjög íburðar- miklar. Einni rekkjunni er haid- ið uppi af ljónum, sem gráta bláum tárum. Það er þýðingar- lítið að nafngreina fleiri hluti, sem þarna mættu sjónum okkar, en þó er ekki hægt að skiljast svo við þetta að minnast ekki á sjálfar líkkisturnar, sem faraó lá í. Þessar viðhafnarkistur lágu hver inni í annarri, og stafar af þeim öllum björtum ljóma gulls- ins. Yzta kistan er hálfur sjötti metri á lengd. Á hliðunum eru innhleyptar táknmyndir úr skær um, litríkum gierungi, sem áttu að vera hinum látna til varpar. Fjórða skrínið er mikið meist- araverk, gert úr gulu kvarsi, en lok úr rósrauðu graníti. Innsta kistan, 1,85 m á lengd, er öll úr skíru gulli. Þegar þess er gætt, að Tútenkhamon var minni hátt- ar konungur, er hægt að gera sér í hugarlund, hvílík ógrynni fjár hafa verið látin í grafhýsi ýmsra annarra faraóa, svo sem Ramses- ar II., og hægt er að hugsa sér þá freistingu, sem hafi sótt á grafarræningja, þegar þeir vissu hvað ránsfengurinn gaf í aðra hönd, ef vel tókst til. En sú trú hefur lifað um aldirnar, að hefnd faraóanna vofi yfir höfði slíkra ránsmanna eins og nakið sverð, voflegur dauði og hörmungar hafi orðið hlutskipti þeirra, sem röskuðu grafarró faraóanna. Sú aldna trú fékk byr undir báða vængi, er fordómalausir fræðimenn, og vísindamenn, laus- ir við hjátrú og hræðslu, urðu herfang grimms örlagadóms að því er virtist. Rúmlega tveir tugir manna, sem með einum eða öðrum hætti voru riðnir við uppgröft Tútenkhamons og rann- sókn hinnar frægu grafar, dóu með kynlegum hætti á skömm- um tíma. Fyrstur dó Carnarvon lávarður sama vetur og farið var í gröfina. Hann var talinn hafa verið stunginn af einhverri eitr- aðri flugu. Lafði Carnarvon hlaut nokkru síðar sömu örlög. Aðrir urðu bráðkvaddir eða fyrirfóru sér. Árið 1930 var Carter einn eftir á líf-i af þeim, sem staðið höfðu að uppgreftinum. Systur Carnarvons lávarðar fara þann- ig orð: „Þessu lauk eins og grískri sögu um skapadóm“. Skoðunarferð um horgina Annan daginn, sem við dvöld- umst í Kaíró var skoðunarferð um borgina síðdegis. Við sáum höll þá, sem Farúk hafði búið í og einnig bústað Nassers for- seta, en hann hefur látið sér nægja að búa í húsi því, sem hann átti heima í, þegar hann var starfandi í hernum. Þrátt fyrir ýms mi'stök hefur Nasser gert margs konar þarfar um- bætur í Egyptalandi, t.d. er sjúkrahúsvist ókeypis í landinu. Sama er að segja um fræðslu í skólum. Við ökum fram hjá fag- urri háskólabyggingu og reisu- legum verksmiðjum. Strætin eru bein og nýtízkuleg. Raðir pálma, sem plantað er meðfram þeim, gefa umhverfinu suðrænan svip. Víða sjást líkneski af Rams esi mikla. Jafnvel á flugvellin- um tekur hann á móti manni, karlinn. Fornu þjóðhöfðingjarn- ir, t.d. Ramses, létu gera af sér þessi mörgu líkneski, til þess að tryggja sér ódauðleika. Því ef múmían eyðileggðist, þá gæti andinn tekið sér bólfestu í ein- hverju líkneskjanna. Og Rams- es má vera ánægður. Það er eins og þessi forni faraó sé tengilið- ur milli fortíðar og nútíðar í hug- um Egypta. Standmynd við eina af fjölförnustu götum borgarinn- ar hreif mig. Hún heitir „Egypta- land vaknar". Og sannarlega er Egyptaland að vakna, þótt það sé enn varla búið að nudda stír- urnar úr augunum. — Og nú komum við inn í önnur borgar- hverfi gjörólík hinum. Híbýl- um þess fólks, sem þar býr, er helzt hægt að líkja við kofann í ævintýri Andersens, sem var að falli kominn og svo hrörlegur, að hann gat ekki gert það upp við sjálfan sig til hverrar hlið- arinnar hann átti að falla — og svo stóð hann. í þessari hávaða- sömu borg er það áberandi, hve daglegt líf fólks er tengt göt- unni. Þar er hægt að sjá mat soð inn og kjöt steikt, jafnvel grísa- skrokka í heilu lagi. Við og við sjást konur á gangi með blæju fyrir andlitinu. Þær eru eftir- legukindur fornrar tízku. Sagt er, að 350 moskur eða bænahús séu í Kaíró. Við skoð- uðum eina þeirra, mosku Móha- með Alí, sem líka er nefnd Ala- basturs moskan, því súlurnar í henni eru úr alabastri og veggir þaktir með sama efni. Bygg- ingin er undurfögur, og stíllinn er íburðarmikill og sérkennileg- ur. Þessi moska hefur yfir sér tignarsvip. Hún er með 52 m breiðri hvelfingu og tveim mín- arettum eða mjóturnum, öðrum 82 m háum. A mjóturnunum eru hringmyndaðir pallar, en þaðan eru áhangendur spámannsins kallaðir til helgra tíða. Það var Móhameð Alí, sem hóf byggingu þessarar mosku 1824. Hann var albanskur að ætt, en tókst að nó Egyptalandi undan veldi Tyrkja og stofnaði þar sjálfstætt konungsríki. Hann varð þjóð- hetja Egypta. Byggingarmeistar- inn, sem var grískur, tók sér Ægisif eða Agia Sofia til fyrir- myndar. í moskunni eru tveir predikunarstólar úr viði og ala- bastri, gefnir af Farúk, en ljósa- krónurnar, sem eru mjög fagr- ar, eru gefnar af Lúðvík Filip Frakkakonungi. Fylgdarmaðuz okkar, sem var Arabi, gaf merki, og voru þá öll ljós kveikt í musterinu. Var það dýrleg sjón. Ljósið brotnaði hingað og þang- að og myndaði iitróf. Hlið eitt var í moskunni, og er það sagt, að sá, sem gengur þar í gegn í fyrsta sinni og ber fram sína hjartfólgnustu ósk, fái hana upp- fyllta. Mér varð hugsað til Helga fells heima. Rétt fyrir utan moskuna er dásamlega fagurt út- sýni yfir borgina, því staður þessi stendur mjög hátt. Skammt frá sést Ibn Tulun moskan og önnur stórhýsi. Á eftir fór fylgdarmaðurinn með okkur á markaðinn í Kaíró, til þess að við gætum kynnst líf- inu þar og hefðum tækifæri til þess að gera kaup á ýmsum hlut- um, sem þar eru til sölu. Áður hafði þessi markaður yfir sér mjög austrænan svip, en hefur nú breytzt í vestrænt horf. Þarna er þó enn að finna þröng stræti og sund, þar sem alls konar varningur er seldur, svo sem skinnvara, kryddvarningur, silki og egypzk ilmvötn. Fylgdar- maðurinn fór með okkur inn í eina ilmvatnsbúð. Kaupmaður- inn þar gaf okkur kost á því að prófa anganina af hinum ýmsu tegundum. Flestir voru hrifn- astir af ilm tveggja tegunda. Hét önnur „leyndardómur eyðimerk- urinnar“, en hin „lótusilmvatn“ og það var unnið úr lótusblómi. Kaupmaðurinn fræddi okkur á Framhald á bls. 6 Fíramídi Zosers konungs Stytta af Ramses III. Einar M. Jónsson: r > IJr Au sturlandafór XV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.