Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 16
Vitnisburður fyrrverandi framsóknarmanns: Stórbreyting til batn- aöar í landbúnaðinum Meðan framsóknarmenn réðu land- búnaðarmálunum voru bændur stórsviknir árlega f BLAÐINU Suðurlandi birtist nýlega viðtal við skaftfellskan bónda, Gísla Skaftason á Lækjarbakka í Mýrdal, þar sem hann lýsir viðhorfum sínum til stjórnmálanna. í viðtalinu skýrir Gísli m.a. frá því, að hann hafi áður verið eindreginn fylg ismaður Framsóknar- flokksins, en hafi snúið við honum baki. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr við- talinu, sem ritað er af GuðmunJi Kristinssyni: „— Ert þú samþykkur því, að betra hafi verið að byrja búskap þá (þ.e. þegar Gísli hóf sjálfur búskap) en nú? — Berðu það ekki saman. Ég sá það í einhverju blaði, Þjóðólfur held ég það heiti, haft eftir gömlum merk isbónda, að miklu auðveldara hafi verið að byrja búskap um aldamót en nú. Þetta er alls ekki sambærilegt. Eða hver ætli vildi nú búa í sveit upp á gamla móðinn án þeirra þæginda, sem nútíma- mönnum þykja sjálfsögð? Ekki einn einasti! Þessa vit- leysu mætti eins segja um sjómennina: að ódýrara hafi verið að gera út á dögum áraskipanna. En hvaða sjó maður ætli vildi nú skipta á hinum glæsilegu fiskiskipum og opnu fleytunum? Eða kraft blökkinni og handfærinu? En það eru einmitt þessi stór- virku og dýru tæki, sem marg- faldað hafa afköst hvers vinn- andi manns, bæði til sjós og lands, og breytt hafa örbirgð í allsnægtir. Og svo eru menn að tala um, að þeir vilji held- ur gamla tírnann!" Nokkru síðar segir svo í viðtalinu: „— Og búin stækka? — Landbúnaðurinn er enn mjög í deiglunni. Núlifandi kynslóð hefur orðið að gera allt: rækta, koma upp bú- stofni og reisa öll hús. Þegar ég byrjaði, þótti það allgóður bóndi, sem lagði inn 50 dilka og hafði 4 mjólkurkýr. Hver vildi búa upp á þau kjör núna? Núna eru hér víða 10 til 20 kýr, nautgripir hafa þrefaldast og sauðfé helmingi fleira. — Hvað má teljast lífvæn- legt bú? — Ekki minna en 20 kýr og 100 ær. Ég hef núna t.d. 18 kýr og 100 kindur auk 50 kinda, sem börnm eiga, og hef ósköp létt fyrir að hirða þetta með konu minni og syni, 15 ára. — En afkoman? — Ég seldi í fyrra um 43 þús. lítra af mjólk, hafði um 200 þús. kr. út úr fjósinu, en um 80 þús. kr. af fénu. Heild- arútgjöld búsins námu 169 þús. kr. (Þar af áburður 37.190 kr. og fóðurbætir 40.810 kr.), þannig að nettótekjur mínar urðu um 116 þúsund kr. Af því gat ég byggt á árinu 300 hesta hlöðu og 60 kinda fjár- hús úr varanlegu efni. — Ég tel liðið ár mitt bezta búskap- arár. Sumir tala um peninga- leysi. Það er eðlilegt, þegar allt er í hraðri uppbyggingu og verið er að leiða rafmagnið heim á bæina, því að í kjöl- far þess er keyptur fjöldi heimilistækja (varlega reikn- aður á 50—60 þús. kr.) sem létta störfin og auka lífsþæg- indin. — En hver telur þú erfið- ustu árin? — Árið, sem Hermann gafst upp. — Svo þú fylgir ekki Fram- sókn að málum? — Ég tel mér til heiðurs að geta snúizt í pólitík. Það er lýðræðið. Ég var Framsóknar- maður, það skal ég játa og var eindreginn fylgjandi flokksins og treysti engum betur til þess að halda vel á málefnum bændastéttarinnar. Ég varð snemma upptekinn af því, hve skelegglega Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson frá Hriflu börðust fyrir mál- efnum bænda og komu mörg- um nytjamálum fram. Jónas var mikill hugsjónarmaður, gæddur ótrúlegu innsæi og mikilli starfsorku, skrifaði stundum í hálfan Tímann harðar baráttugreinar og hrófl aði við ýmsu. Var gaman að sjá, hvernig hann brauzt fram í skólamálum í öllu því pen- ingaleysi, sem þá var, en hann sá, að ekki var einhlítt að rækta jörðina, það varð einnig að rækta mannfólkið jafnhliða. Það var gaman að vera Framsóknarmaður þá, því að á þeim árum naut Framsókn- Gisli Skaftason. arflokkurinn djarfra og ör- uggra forystumanna, sem vissu, hvað þeir vildu og börðust fyrir því með oddi og egg, Þó að þeir bæru ekki gæfu til þess að vinna saman til enda. Þó hélt Jónas flokkn- um saman eftir að Tryggvi stofnaði Bændaflokkinn, og var Framsóknarflokkurinn á þessum árum nokkuð öflugur flokkur sem bændaflokkur, þó að viss öfl innan hans hafi verið upptekin af auknum rík isafskiptum í einni eða ann- arri mynd og aðhylltust t.d. að ríkið ætti að eiga allar jarðir. Þessum öflum þótti Jónas of stór í flokknum, olli það sundrungu og Jónasi var bolað frá. Síðan má segja, að Framsóknarflokkurinn hafi aldrei notið sín og vantað forystu. — Hvers vegna var Jónasi bolað frá? — Af taumlausri vald'a- græðgi innan flokksins. En eft-ir að forysta Jónasar hvarf úr flokknum fannst mér hann verða svo stefnulaus og reik- ull að ég taldi mig ekki geta fylgt honum lengur, enda varð úr þessu alger hentistefna eins og t.d. þegar flokkurinn felldi stjórn Ólafs Thors fyrir að ætla að fella gengið, en samdi svo við Ólaf Thors um stjórn- armyndun. Og þá stóð ekki á því að gera krónuna mélinu smærri! Furðulegust er þó hentistefnan í utanríkismál- unum. Árið 1949 gat flokkur- inn enga stefnu mótað til inn- göngu í Atlantshafsbandalag- ið og klofnaði í þrennt. Flokks foringinn sjálfur, Hermann Jónasson, hafði enga stefnu — og sat hjá! Tveimur árum síð- ar semur flokkurinn um her- setu íslands og fær hingað bandarískan her. Fyrir kosn- ingarnar 1956 lofar flokkurinn hátíðlega, að 1) mynda ekki stjórn með kommúnistum og 2) reka herinn úr landi. En sveik hvorttveggja strax að kosningum loknum og nr'md- aði hina frægu „vinstri stjórn“ með kommúnistum!!! — En Framsókn réði þó alltaf landbúnaðarmálunum í vinstri stjórninni? — Já, en því grátlegra er það, að hún varð einhver sú Framhald á bls. 2. „ÁRÁSIN Á HEIMILIN" var gerð af Framsóknarmönnum með kommúnistum sem En Tíminn gerir árás á bændur, fengu hækkun afurða vegna kauphækkana í G Æ R birtir blað Fram- sóknarflokksins verð á kjöti, kjötafurðum og nokkrum fisktegundum hinn 1. marz 1959 og 1. maí 1963. Aldrei þessu vant fer blaðið rétt með tölur, en rangtúlkar þær þeim mun rækilegar. Hækkanirnar, sem orðið hafa á þessum vörum, eru vegar um að ræða hækk- anir vegna leiðréttinga, sem bændur fengu á verð- lagningu landbúnaðaraf- urða og fulltrúar neytenda töldu sanngjarnar, þó að blað það, sem telur sig sér- stakan málsvara bænda- stéttarinnar, ráðist á þess- ar hækkanir. Um þessar staðreyndir tu W, — MBSvBtviÚöMr- — 41. að langmestu leyti bein af- leiðing af kauphækkunum, en verð landbúnaðaraf- urða fylgir lögum sam- kvæmt kaupi launþega. Að mjög litlu leyti er um að ræða verðhækkanir vegna gengisbreytinga, sem raun ar er óbein afleiðing kaup- hækkana. Að nokkru leyti er hins 1960, en þá eru afleiðingar gengisfellingarinnar það vor komnar fram. Þannig hefur súpukjöt t.d. aðeins hækkað um 1 kr. og aðrar vörur svip- að. Síðan er verð þetta ó- breytt til 1. júní 1961, enda var vinnufriður á því tíma- bili. En sumarið 1961 voru svika samningarnir gerðir milli kommúnista og SÍS, sem settu allt verðlag úr skorðum. Bein afleiðing af þeim varð sú, að veruleg hækkun varð á þess- um vörum, eins og taflan ber með sér. Síðan verður aftur vinnufriður og þá er taflan óbreytt fram á vorið 1962. Enn knýja Framsóknar- menn og kommúnistar fram óraunhæfar kauphækkanir og bein og lögbundin afleiðing af þeim er hækkað verð þeirra afurða, sem hér um ræðir, og er sú hækkun kom- in fram 1. nóv., eins og taflan ber með sér. Síðan hafa verð- breytingar verið litlar sem engar. Þannig þarf ekki frekar vitnanna við um það, hverjir bera ábyrgð á hækkuðu verð lagi á þessum vörum. Það eru þeir sem til kauphækkananna stofnuðu, því að auðvitað urðu bændur að fá réttmæt- ar hækkanir í samræmi við lög. En það væri ekki úr vegi að þeir bændur, sem stutt hafa Framsóknarflokkinn, kynntu sér hvernig mál þeirra eru túlkuð í kaupstöðunum og svöruðu þessu asnasparki á viðeigandi hátt 9. júní. Verðla,g þeirra vörutegunda, sem Tíminn nefndi í gær. þarf ekki að deila. Þær liggja ljóst fyrir, ef menn bera saman verð á þess- um vörutegundum á ýms- um tímum, eins og gert er í töflu þeirri, sem fylgir þessari grein. Þar sést í fyrsta lagi að verðhækkanir eru litlar frá 1. marz 1959, sem er það tíma- mark, sem Framsóknarblaðið miðar við, og til 1. nóvember 1959 1960 1961 1961 1962 1962 1963 1/3 1/11 1/6 1/11 1/3 1/11 1/5 Súpukjöt 21,00 22.00 22.00 27,50 27,70 32,35 33,60 Saltkjöt 21,86 24,00 24,00 30,00 30,20 34,00 34,10 Nautakjöt 40,47 44,10 44,10 53,15 53,15 64,78 66,16 Lambasteik 73,50 82.00 82.00 98,00 98,00 120,00 120,00 Rúllupylsa 73,50 82,00 82,00 98,00 98,00 120,00 120,00 Kæfa 45,00 44,00 44,00 54,00 54,00 62,50 62,50 Vínarpylsur 29,20 31,00 31,00 34,30 34,30 43,00 43,00 Blóðmör 20,50 23,45 23,45 25,50 25,50 30,25 30,25 Lifrarpylsa 24,40 28,10 28,10 33,00 33,00 38,95 38,95 Þorskflök 6,00 6,20 6,20 7,50 8,00 8,50 9,50 Ýsa 3,50 3,60 3,60 5,00 5,20 5,45 6,10 Þorskur_ 2,60 2,70 2,70 3,50 3,70 3,95 4,60 Stórlúða 14,00 14,50 14,50 18,00 24,00 27,00 30,00 Saltfiskur 7,35 7,80 7,80 9,20 9,20 9,20 12,00 Taflan sýnir, að verðhækkanirnar eru bein l afleiðing af kaup- kröfupólitík kommúnista og Framsóknarmanna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.