Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 8
8 r MORCUNBLADIB Fimmtudagur 30. maí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konrá'ð Jónsson. Auglýsingar: Arni Gárðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðjklstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. TÖKUM EKKI ÁHÆTTUNA T^egar kosningar nálgast í lýðræðisþjóðfélagi hvíl- ir sú ábyrgð á borgurunum að gera sér grein fyrir mála- vöxtum, stefnumiðum hinna mismunandi flokka og mynda sér rökstudda skoðun á því hverja styrkja eigi með at- kvæðinu á kjördegi. í einræðisþjóðfélögunum losa hinir vísu valdhafar al- þýðima við ómakið af því að hafa skoðanir á þjóðmálum og áhrif á þróun þeirra. Þar er kosningarétturinn afnum- inn, samfara afnámi málfrels- isins. Nú þegar kosningar eru skammt undan hér á Islandi þurfa menn að gera sér grein fyrir því um hvað raunveru- lega er kosið. í stuttu máli má segja að það sé eftirfar- andi: Tveir flokkar, Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur inn, lýsa því yfir, að þeir muni starfa sama’n áfram í ríkisstjórn, ef þ.jóðin veitir þeim traust til þess. Þeir segjast muni halda áfram við- reisnarstefnunni og byggja stórfelldar framfarir á þeim grundvelli, sem nú hefur ver- ið treystur með öflugum gjaldeyrisvarasíó^í qnaHfiár- myndun innanlands og frjáls- ræði í atvinnu- og viðskipta málum. Jafnframt lýsa viðreisnar- flokkarnir því yfir, að þeir muni halda áfram þeirri ut- anríkismálastefnu, sem ís- lendingar hafa fylgt, þ.e.a.s. heilbrigðu samstarfi við vest- rænar lýðræðisþjóðir í Atl- antshafsbandalaginu og festu samfara varúð í viðskiptum við aðrar þjóðir. Á hinu leitinu er „þjóð- fylking" kommúnista og Framsóknarmanna. Þessir flokkar lýsa því báðir yfir, að þeir vilji á ný innleiða það kerfi spillingar, uppbóta, nefndafargans, hafta og skömmtunar, sem nú hefur verið upprætt. Kommúnistar vilja þar að auki að næsta „vinstri“-samfylking taki fastari tökum á málum en hin fyrri, þannig að hún óhjá- kvæmilega leiði til „alþýðu- stjómar“. I utanríkismálum boða báðir þessir flokkar breytta stefnu. Þeir segja, að sú stefna, sem íslendingar hafi fylgt, sé niðurlægjandi. Þeir nefna hana „undanhalds- stefnu“ o.s.frv. Þá greinir að vísu nokkuð á um það í hve ríkum mæli við eigum að hverfa frá þeirri utanríkis- stefnu, sem bezt hefur gefizt, en eru sammála um, að veiga- miklar breytingar verði að gera. Spumingin, sem kjósendur verða að svara, er því, hvort þeir vilji í meginatriðum á- framhald þeirrar efnahags- þróunar sem nú á sér stað hér, og sömu utanríkisstefnu, sem fylgt hefur verið fram að þessu, eða hvort þeir vilji taka áhættuna af algerri stefnu- breytingu í þessum tveimur megin málaflokkum. Þeir munu margir, sem svara: Tökum ekki áhættuna. GRUNDVÖLLUR- INN LAGÐUR fTm það verður ekki deilt, að með viðreisnarráð- stöfunum hefur verið lagður grundvöllur að stórfelldum framfömm og bættum lífs- kjörum. Á tímum vinstri stjórnarinnar jukust skuldir landsmanna umfram inneign- ir erlendis um nær 1250 millj. kr. Á tveimur viðreisnarár- um lækkuðu þær hins vegar skuldir landsins umfram inn- stæður um nær þús. milljónir. Nú er svo komið, að gjald- eyrisinnstæður íslendinga nálgast 1300 millj. kr. Það er talinn hæfilegur gjaldeyris- varasjóður, og er því marki þess vegna þegar náð að treysta svo fjárhag landsins, að íslenzki gjaldeyririnn er ekki minna metinn en mynt annarra þjóða, gagnstætt því, sem áður var, þegar hvergi var hægt að selja ís- lenzka peninga erlendis. Við íslendingar emm ekki lengur taldir óreiðumenn, sem alþjóðlegar peningastofn- anir geti ekki haft skipti við, eins og var á tímum „vinstri stefnunnar“. Alþjóðabankinn hefur þegar veitt 86 millj. kr. framkvæmdalán hér á landi, og skuldabréfalánið, sem boðið var út í Bretlandi, seld- ist upp á svipstundu. Afborganir og vextir af lánum em nú að verða hóf- legir, gagnstætt því, sem var fyrir 2-3 árum, þegar hærri hundraðshluti af tekjum ís- lendinga fór til greiðslu þess- ara útgjalda en nokkurrar annarrar Evrópuþjóðar. Af öllum þessum ástæðum getum við íslendingar nú fengið hagstæð framkvæmda- lán til langs tíma, 20-30 ára, og okkur er líka óhætt að taka þessi lán, vegna þess að fjárhagurinn er traustur. FRAMFARIRNAR AUKAST Á grundvelli þeim, sem lagð- ur hefur verið, er hægt ífíSfííS!® - ..';X : Fjallgöngumennirnir seg-ja frá ævintýrum sinum. Unsoeld t.v. Bishop hjá þeim. Konur þeirra sitja % Fjallgöngumenn fhitt- ir til byggða í þyrlu Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu hefur sex mönn- um úr bandarískum leiðangri sem nú dvelst í hlíðum Mount að auka framkvæmdir jafnt og þétt. Hið eina, sem tak- markar þær, er mannaflinn. En þrátt fyrir vinnuafls- skort munu framkvæmdir enn aukast og framleiðslan þar með, því nú höfum við fjármagn til að kaupa beztu tæki, sem völ er á, og kaupa þau þar, sem hver og einn óskar, og þegar hann óskar. Þar að auki getum við haf- ið stóriðju, þar sem fáir menn stjórna vélum, sem framleiða verðmæti, sem fjölda manna þyrfti til að skapa við frumstæðari vinnu- brögð. Viðreisnarstjórnin boðaði það í upphafi, að menn yrðu nokkuð á sig að leggja til að treysta grundvöll efnahags- lífsins og ná þeim markmið- um, sem nú hafa náðst. Sem betur fer hefur reyndin orð- j ið sú, að þessar fórnir voru litlar og skammærar. Nú þegar er svo komið, að lífskjör eru verulega betri en þau voru, áður en þessar ráðstafanir voru gerðar, og er þó skammt um liðið síðan hin heilbrigða efnahagsstefna hófst. Menn eru byrjaðir að njóta ávaxta viðreisnarinnar. En það er þó aðeins í litlum mæli miðað við það, sem verða mun á næstu árum, því að framundan er mesta fram- fara og velsældartímabil ís- lenzku þjóðarinnar, ef við- reisnin heldur áfram, sem kjósendur munu tryggja þann 9. júní. Everest, tekizt að klífa þetta hæsta fjall heims. Fjórir klifu fjallið miðviku- daginn 22. þ.m., tveir að sunn an og tveir að vestan. Á leið- inni niður af tindinum villt- ust Bandaríkjamennirnir Willi am Unsoeld og Barry S. Bis- hop, og urðu að láta fyrir ber- ast heila nótt á berri klöpp. Mikið frost var og þá kól báða á fótum. Er þeir fundust daginn eftir, gátu þeir ekki gengið, og félagar þeirra báru þá 30 km leið á stað þar sem þyrla gat lent. Síðan flutti þyrlan Unsoeld og Bishop til Katmandu, höfuðborgar Nepal Þyrlan lenti skammt frá eirni sjúkrahúsi borgarmnar, og þar tóku eiginkonur fjall- göngumannanna á móti þeim. Óttazt var að Unsoeld og Bis- hop myndu missa tærnar, en þegar læknar höfðu rannsakað þá kom í Ijós að kalið var ekki eins alvarlegt og talið hafði verið, og hægt var að bjanga tám félaganna af því að þeir komust nægilega snemma undir læknishendi. ' sjúkraJbússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.