Morgunblaðið - 19.06.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.1963, Qupperneq 1
24 síður Geim- fararnir enn á lofti Manngrúinn á Arnarhóli um kl. þrjú á hjóðhátíðardaginn. Ein n pilturinn hefur klifrað upp á h»fuð styttunnar af Ingólfi Am- arsyni. — Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson. Aukinn afsláttur á útsvörum án þess að draga úr framkvæmdum Hækkun á fjárhagsáætlun til þess að mæta hækkuðum launum borgarstarfsmanna og aukins átaks við gatnagerðina MOSKVU, 18. júní AP • Tass-fréttastofan skýrði frá því síðdegis i dag, að geimfar Valerí Bykovskís, Vostok 5. væri nú farið að nálgast jörðu. Hefði braut geimfarsins breytzt nokk- uð á siðustu sólarhringum. í gær hefði jarðnánd minnkað um 6 km og jarðfirð um 9 km og í dag hefðu fjarlægðimar enn minnk- að um 2 og 3 km. • Kl. 10.22 í morgun hafði By- kovski slegið met fyrirrennara síns, Nikolajev, sem var þrjá sólarhringa, 22 klukkustundir og 22 mínútur úti í geinyjum og var ]>að lengsta geimferð til bessa. • Á hádegi hafði geimkonan Valentina Teresjkova, fyrsta konan sem fer slíka ferð, farið 34 hringi umhverfis jörðu Oig lagt að baki 1,4 milljón kilómetra. Tass birti í dag yfirlit yfir ferð Bykovskís frá byrjun og var það talið vísbending um, að hann færi senn að lenda. Einnig er búizt við, að breytingin á braut geimfarsins stuðli að því, að hann lendi fyrr en fyrst var talið. Hafinn er undirbúningur að miklum hátíðahöldum í Moskvu á sunnudag og má vænta þess, að geimfararnir eigi að verða heiðursgestir þar. Jafnframt skýrði Tass-frétta- stofan frá því, að í gær hefði Bykovskí sótt um inngöngu í kommúnistaflokkinn, sem full- gildur meðlimur. Var umsókn hans samþykkt skömmu síðar og hefur geimfarinn, að sögn Tass, heitið því að reynast verður þess trausts, er honum er þar með sýnt. í dag voru sýndar sjónvarps- myndir af geimförunum. Kom í Ijós, að Bykovskí var allskeggjað ur orðinn eftir ferðina, enda sagði þulur sjóvarpsins: „Við sendum upp Valerí Bykovskí en það lítur út fyrir að við fáum Fidel Castro til baka“. í dag var frá því skýrt í Lond- ©n, að heyrzt hefði til Teresj- kovu, er hún tilkynnti, að hún væri tilbúin að taka við skip- unum um að taka sjálf við stjórn geimfarsins og lenda Stuttu síð- ar kvartaði hún yfir því að hafa Framhald á bls. 2 AFSLÁTTUR á útsvörum skv. útsvarsstiganum mun nú enn auk inn. í ár má gera ráð fyrir að af slátturinn nemi 17 af hundraði. Afslátturinn var 15,5 af hundr- aði sl. ár, en 11 árið 1961. Þrátt fyrir þetta mun nú unnt að auka enn framkvæmdir við gatnagerð. Jafnframt er sett til hliðar fé til þess að mæta fyrirsjáanlegum kauphækkunum borgarstarfs- manna. Þetta kom fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra í gær, þegar hann flutti framsögu ræðu fyrir tiliögu um 30 millj. kr. hækkun fjárhagsáætlunar. Þetta fé mun renna til hækkaðra launagreiðslna til borgarstarfs- manna og til gatnagerðarfram- kvæmda skv. áætlun borgar- stjórnar. Tillagan hafði verið sam þykkt í borgarráði með 3 atkv. gegn einu atkv. kommúnista. Hún var samþykkt í borgarstjóm með 10 atkv. gegn 3. Ekki komu fram andmæli gegn nauðsyn þessarar hækkunar á borgarstjórnarfundinum í gær, en kommúnistar lögðu til að fjárins yrði aflað með aukanið- urjöfnun útsvara á borgarbúa næsta haust. Meiri furðu vakti afstaða Framsóknarmanna í borg arstjórninni. Þeir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, og þorðu ekki að taka afstöðu. Þegar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins óskaði greinagerðar gáfu þeir loðin svör. Hinsvegar töldu þeir sig ekki mótfallna aukaniðurjöfn un samkvæmt tillögu kommún- ista, þegar borgarstjóri spurði þá um það í fundarlok. Borgarstjóri kvað að hafa yrði Rómaborg, 18. júní AP í KVÖLD sagði Pietro Nenni af sér stöðu formanns ítalska Sósíalistaflokksins, eft ir að miðstjórn flokksins hafði neitað að ganga til samstarfs við Aldo Moro framkvæmda- stjóra flokks Kristilegra demokrata um stjórnarmynd- un. Skömmu áður hafði Moro tilkynnt Antonio Segni, for- tvö sjónarmið í huga sem endra- nær. Að halda uppi sem fullkomn astri þjónustu og sem mestum framkvæmdum í þágu borgar- búa. Hinsvegar yrði jafnan að miða þjónustu og framkvæmdir við gjaldþol borgarbúa. seta, að hann hefði orðið að gefast upp við tilraunir sín- ar til þess að leysa stjórnar- kreppuna sem verið hefur frá þvÁ Amintore Fanfani sagði af sér. Nenni er 72 ára að aldri. Aldo Moro hefur í þrjár vikur haldið uppi sleitulausum við- ræðum við ítalska stjórnmálaleið toga í von um að geta myndað Framh. á bls. 23 Mynd þessi af geimförunum V alentínu Teresjkovu, fyrstu konunni, sem send er í geim ferð, og Valery Bykovsky, sem verið hefur iengst allra geim fara á lofti, var tekin á Rauða torginu í Moskvu. Framhald á bls. 10. Nenni segir af sér formennsku ítalska Sósíalistaflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.